Morgunblaðið - 22.04.1986, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
Opið bréf til Hákonar Signrgrímssonar:
Lítið eitt um þegnskap
eftirAxel
Þorsteinsson
í grein þinni í Morgunblaðinu
19.3. sl., fjallar þú um vandamál
mjólkurframleiðslunnar. Þar segir
þú m.a. að það sé stefna Stéttar-
sambandsins að meta þann þegn-
skap, sem margir bændur hafa sýnt
með því að draga úr mjólkurfram-
leiðslu. Ekki efast ég um það að
þetta á að vera stefnan, en ákaflega
er hún furðuleg í framkvæmd. Það
eru nefnilega fjöldamargir bændur
út um allt land, sem finnst að sér
hafi verið refsað fyrir að draga úr
framleiðslu, og orðið þegnskapur
hljómar nú sem háðsyrði í eyrum
þeirra.
Ég vil nú helst trúa því, að þú
skiljir ekki til hlítar, hversvegna
þessi mikli trúnaðarbrestur er orð-
inn, og af því að það gerði nú páska-
hret, gefst mér tími til að rita þér
nokkrar línur, ef vera mætti að
þessi mál skýrðust eitthvað. Það
hlýtur að vera betra fyrir fram-
kvæmdastjóra Stéttarsambandsins
að vita sem mest um allar hræring-
ar innan stéttarinnar, fá vandamál-
in upp á yfirborðið og ræða þau.
Því aðeins er hægt að leiðrétta
mistök að menn viti af þeim og
skilji í hvetju þau eru fólgin.
Én ég ætlaði að reyna að útskýra
hversvegna orðið þegnskapur hefur
skipt um merkingu hjá fjöldamörg-
um bændum. Ég held að það verði
kannske best gert með því að kynna
fyrir þér tvo heiðursbændur. Við
skulum kalla þá Jón í Lágakoti og
Svein í Háakoti. Þeir eru nágrannar
og skruppu oft í kvöldkaffi hvor til
annars og ræddu vandamálin eins
og gengur í sveitinni. Vandamálin
voru jú lengst af þessi hefðbundnu
í landbúnaði; veðurfarið, afurða-
verðið, kalskemmdir og fleira, en
þetta eru góðir bændur, sem stóðu
af sér alla erfiðleika, ræktuðu jarðir
sínar, byggðu upp og vélvæddu og
juku smám saman framleiðsluna
jafnframt því, sem störfín urðu létt-
ari. En svo fór að draga blikur á
loft. Nýyrði varð til í íslenskum
landbúnaði; offramleiðsla. Á því
vandamáli varð að sjálfsögðu að
taka og hefði mátt vera fyrr.
Árið 1979 kom svo búmarkið.
Þeir fengu báðir sama búmark, Jón
í Lagakoti og Sveinn í Háakoti, 400
ærgildi hvor. Um tíma var svo
framleiðslan í nokkru jafnvægi. Lík-
lega hefir það svo verið 1983 sem
allt var að fara úr böndunum á ný.
Þá bað Stéttarsambandið bændur
að sýna þegnskap og stéttvísi og
FATADEILD Sambandsins
kynnti nýlega eigin framleiðslu
og innfluttan fatnað fyrir kom-
andi haust og vetur, en kynning-
in var ætluð innkaupa- og versl-
unarstjórum um land allt. Fata-
deildin rekur nú fataverksmiðj-
una Gefjunni í Reykjavík, skó-
gerðina á Akureyri og Heklu þar
nyrðra einnig. Núverandi rekstri
fataverksmiðjunnar Heklu verð-
ur þó hætt um nk. mánaðamót,
eins og fram hefur komið í frétt-
um, en í staðinn hyggst fatadeild-
in auka ullarvöruframleiðslu
sína vegna aukinnar eftirspurn-
ar og verður sú starfsemi í hús-
næði Heklu á Akureyri. Flest
allir starfsmennirnir hafa þvi
verið endurráðnir, að sögn Jafets
Ólafssonar, forstöðumanns fata-
deildar Sambandsins.
Axel Þorsteinsson
draga úr framleiðslunni eins og
þeir frekast gætu. Og nú skildu
leiðir þeirra Jóns og Sveins. Jón í
Lágakoti varð vel við þessum til-
mælum og dró úr framleiðslu sinni
niður í 75,5% af búmarki, hann
hætti að fjárfesta, lifði spart eins
og hann hafði reyndar alltaf gert'
og sagði: „Nóg hefur sá sér nægja
lætur." Sveinn í Háakoti varð hins-
vegar ekki við þessum tilmælum,
hann framleiddi alltaf upp í sitt
búmark og nokkru meira. Ég held
hann hafí yppt öxlum og sagt: „Ég
fer ekki að afsala mér þeim tekjum,
sem ég get haft, ég fæ fullt ve'rð
upp að 90% af búmarki, þarf bara
að skila 1 krónu af 5 á milli 90 og
100% og þá er ég búinn að hafa
hana lengi í vasa mínum. Svo fæ ég
líka greitt svolítið fyrir það, sem
framyfírer."
Ég held að Jón í Lágakoti hafí
um þetta leyti verið að segja við
nagranna sinn: „Þetta gengur nú
ekki, karl minn. Nú grípur Stéttar-
sambandið í taumana, það má
enginn komast upp með það, að
hagnast á því að valda vandræðum,
Gefjun framleiðir jakkaföt undir
vörumerkjunum „Sir“ og „Guts“.
Fatadeildin býður einnig upp á
fatnað frá saumastofunni Ceres í
Kópavogi, aðallega sportfatnað og
náttfatnað.
Jafet sagði að rekstur skógerðar-
innar hefði gengið vel en á árinu
verður hún 50 ára. Boðið er upp.á
úrval skóa í tískulitunum og eru
mokkasínurnar nú hvað vinsælast-
ar, að sögn Jafets. Þá kemur nýjung
á markaðinn með haustinu — skór
úr 100% vatnsheldu leðri sem er
bresk uppfinning.
Fatadeildin hefur nú aukið inn-
flutning á fatnaði frá Austurlöndum
fjær — Hong Kong og Kóreu. Inn-
fluttur fatnaður nemur 15% af sölu
fatadeildarinnar. Aðallega er um
að ræða úlpur, gallabuxur, peysur
og skyrtur.
„Það er margt sem leit-
ar á hugann þegar einn
bóndakarl f innur sig
knúinn til að stinga
niður penna sínum, þó
flest annað sé honum
tamara. En eitt er víst,
hinn almenni bóndi vill
gijótharða en umfram
allt réttláta fram-
leiðslustjórnun við nú-
verandi aðstæður. En
ómarkvissa og beinlínis
rangláta stjórnun má
hann aldrei þola.“
nú verður bara reiknaður fullvirðis-
réttur af búmarkinu, nægilega lág-
ur til að framleiðslan komist í jafn-
vægi. Þú verður bara að fleygja
því, sem umfram er, það verður
ekki tekið til vinnslu til að þvælast
fyrir okkur á markaðnum. Svo,
Sveinn minn, þegar framleiðslan er
komin í jafnvægi, verður mér óhætt
að auka svolítið við mig, þannig að
við verðum aftur jafnir eins og við
vorum áður.“ En Jón átti eftir að
verða fyrir miklum vonbrigðum.
Óþarft er að rekja ítarlega gang
mála undanfama mánuði, hina
dæmalausu þríhliða reikningskúnst
svæðabúmarksnefndar, sem Stétt-
arsambandið gerði að sinni tillögu
til landbúnaðarráðherra og hann
staðfesti svo með litlum breyting-
um.
En víkjum þá aftur til þeirra Jóns
í Lágakoti og Sveins í Háakoti, þar
sem þeir bíða eftir póstinum. Einn
febrúardag í vetur, jú þama kemur
það, Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins, Bændahöllinni, Reykjavík. Hver
er svo dómurinn? Hver verður full-
virðisréttur þessara tveggja bænda?
„Við höfum á undanfömum árum
flutt inn nokkuð frá þessum löndum
í gegnum Danmörku, en nú flytjum
við allt sjálfir inn sem hlýtur að
vera mun hagkvæmara fyrir ís-
lenska neytendur. Fatnaðurinn
þarna austur frá er mjög ódýr og
við hér heima getum einfaldlega
ekki keppt við þessar vörur. Per-
sónulega er ég meiri talsmaður ís-
lensks iðnaðar en innflutnings en
rekstrargrundvöllurinn verður ein-
faldlega að vera fyrir hendi og við
verðum að aðlaga okkur eftir þeim
reglum er gilda um fríverslun. Ég
vil þó bæta því við að ég er fylgj-
andi kvóta á fatainnflutning frá
Austurlöndum eins og Guðlaugur
Bergmann í Karnabæ hefur lýst
yfír í fjölmiðlum," sagði Jafet.
Þú skýrir þetta mætavel, Hákon,
í fréttabréfí Stéttarsambandsins 1.
tbl. 1986. Hann Sveinn okkar í
Háakoti er dæmi nr. 5, það er
svona: Búmark, 400 ærgildi, hlufall
af búmarki, 100%, skerðing 14%,
fullvirðisréttur 344 ærgildi sam-
dráttur 56 ærgildi. Hann vinur
minn, Jón í Lágakoti er dæmi nr.
3, það er svona: Búmark 400 ærg.
framl. verðlagsárið 1984/1985 300
ærgildi, hlutfall af búmarki 75,5%,
skerðing 3%, fullvirðisréttur 291
ærgildi, samdráttur 9 ærg. Undar-
leg er sú reikningsaðferð sem gefur
svona niðurstöðu. Skoðum þetta
svolítið betur, því þarna liggur
hundurinn grafínn, Hákon. Til-
gangurinn með þessum aðgerðum
öllum var að minnka mjólkurfram-
leiðsluna, og árangurinn á að vera
alveg sá sami, hvort heldur Jón
sýnir þegnskap og skerðir sjálfur,
eða hann er þvingaður til þess. Jón
í Lágakoti telur, að í raun sé sitt
dæmi svona, og það fínnur hann
best á pyngju sinni: Búmark 400
ærgildi, skerðing 3%, áður skert
24,5%, skerðing samtals 27,5%
fullvirðisréttur 291 ærgildi, sam-
dráttur 9 ærgildi, samdráttur áður
100 ærgildi, samdráttur samt. 109
ærg. Ég held við förum nú að skilja
hvers vegna Jón er reiður. Hann
hefði vel getað sætt sig við sömu
skerðingu og Sveinn, samtals er
skerðing þeirra 155 ærgildi, meðal-
tal 77,5 ærgildi. En svona kom
þetta nú út úr tölvum svæðabú-
marksnefndar, sá sem fyrst og
fremst olli vandanum í framleiðsl-
unni, kemur út með fullvirðisrétt
sem er 53 ærgildum eða 9.222 lítr-
um meiri en hjá hinum, sem sýndi
þegnskapinn. Eg held að Jón gruni
Svein nágranna sinn um að hafa
einhversstaðar beitt áhrifum sínum
sér í hag. Ég held hann sé hættur
að þiggja kaffí hjá Sveini. Hann
gengur nú þögull og álútur um
haga sína. En sagan af honum Jóni
í Lágakoti er ekki alveg búin. Hann
er orðinn þreyttur eftir langan
starfsdag, vill gjaman hætta, jú,
hann á náttúrulega böm hann Jón,
sonur hans var að hugleiða að taka
við búinu, en nú fínnst Jóni að ósögð
orð flögri á milli þeirra: „Hann er
búinn að klúðra þessu öllu, karlinn,
það er búið að skerða þetta svo
mikið. Það lifir enginn á þegn-
skapnum hans pabba. Þó hann
gæfí mér þetta allt saman, jörðina,
búið, vélarnar, milljóna virði á
skattskýrslunni, þá verður erfitt að
stofna heimili og lifa á 291 ær-
gildi.“ Og hérna skulum við skilja
við Jón í Lágakoti, hann bað mig
ekki að skila kveðju, sem þó er
bænda siður, og ég efast um að
hann mæti á kjörmannafundinn í
vor. Það er eins og honum finnist
eitthvað hafa brugðist sem hann
treysti á. Mér fannst að ég yrði að
segja þér frá honum.
Um vandamál
Þú segir, Hákon, í grein þinni,
að vandamál framleiðslunnar væru
ekki búin til í Bændahöllinni. Gott
er það ef rétt er, ekki veit ég hvar
hinir ýmsu stjórnkerfísbændur em
til húsa, en stundum fínnst mér að
þá skorti hið traustvekjandi aðhald
og fyrirhyggju, sem hverjum bónda
er svo mikilvæg. Við hljótum að
vera sammála um það, að aðals-
merki góðrar stjómunar er að koma
sem mest í veg fyrir að vandamálin
verði til, en þegar þau skjóta upp
kollinum, þarf að bregðast við þeim
með nægilega ákveðnum hætti og
nægilega fljótt, áður en allt lendir
í hörðum hnút, sem miklum sárind-
um veldur að leysa. Ég vil aðeins
nefna eitt dæmi um þetta. Ég veit
ekki betur en Framleiðsluráð hafí
allt frá 1979 og fram undir þennan
tíma haft vald, að vísu með sam-
þykki ráðuneytis, til að verðfella
mjólk umfram búmark og neðar ef
þurfa þótti. En það skeði. Allan
þennan tíma hafa bændur talið sig
hagnast á því að framleiða umfram
búmark, og enn í dag er sú fram-
leiðsla tekin til vinnslu og greidd
að hluta. Vörumar síðan settar á
útsölu og kostnaðinum af því dreift
á „réttláta bændur og rangláta",
eins og gengur.
Þama hafði Framleiðsluráð vopn
í hendi sér, en beitti því ekki af
nægilegri röggsemi. Hvers vegna?
Ég held að ekki sé alveg út í hött
að gruna Svein í Háakoti um
græsku.
Enn um vandamál
Þú segir réttilega í grein þinni,
að ungir bændur eins og Magnús
í Hrútsholti fari verst út úr sam-
drættinum. Mikið rétt. Við höfum
„Magnúsa" næstum í hverri sveit
rneð snyrtilega útgefíð búmark, en
litla framleiðslu. Það er hreint
mannúðarmál að hjálpa þeim, en
hvemig er þeirra vandi til kominn.
Ég minntist áðan á stjómkerfís-
bændur. Við skulum láta liggja
milli hluta, hvort þeir búa í Bænda-
höllinni eða úti í bæ. Heldur þú,
að þeir ágætu menn í búmarksnefnd
hafí kannske sett full djarflega á
heyin sín? Á tímum neyslusamdrátt-
ar og markaðsþrenginga hefur hún
gefið út búmörk upp á 140 millj.
lítra, en markaðsþörfín 107 millj.
lítra. Venjulegur kúabóndi ber sem
betur fer sjálfur ábyrgð á sínum
ásetningi, og ber skaðann ef hann
verður heylaus fyrir hjörðina um
sumarmál, en ekki meira um það.
Þarna áttum við stjórntæki sem
snerist illa í höndum okkar. En við
vorum að tala um Magnúsana
okkar. Ég sagði að það væri mann-
úðarverk að hjálpa þeim. En hvern-
ig á að gera það, ef þeir fá fullvirð-
isrétt, sem nægði til að standa undir
þeirra dýru ijárfestingum? Þurfa
kannske tveir Jónar að hætta fram-
leiðslu fyrir hvern Magnús sem inn
kemur? Spyr þá ekki einhver hinnar
sígildu spurningar: „Hvað er rétt-
læti?“
Ekki hefí ég á takteinum neina
viðunandi Iausn á þessum vanda,
en mér sýnist að þessir menn verði
að fá fullvirðisrétt sem næst meðal-
búinu, að öðru leyti verði að leysa
þessi mál í lánastofnunum. Út-
streymi úr Stofnlánadeild til nýrra
fjárfestinga í þessum búgreinum
hlýtur nú loks að stöðvast, ef til
vill skapast þar eitthvert svigrúm
og við borgum jú sjóðagjöld, bænd-
ur.
Og nú er páskahretinu að létta,
og mál að ég láti þessum hugleið-
ingum lokið. Þó fínnst mé^að ég
sé rétt að byrja. Það er margt sem
leitar á hugann þegar einn bónda-
karl fínnur sig knúinn til að stinga
niður penna sínum, þó flest annað
sé honum tamara. Én eitt er víst,
hinn almenni bóndi vill gijótharða
en umfram allt réttláta framleiðslu-
stjórnun við núverandi aðstæður.
En ómarkvissa og beinlínis rangláta
stjómun má hann aldrei þola.
Og að síðustu, Háktíh. Ef ég hef
nú eitthvað villst í frumskógi stjórn-
kerfisins, til dæmis yfírfært syndir
ráðuneytisins á ykkur eða öfugt,
þá vektu athygli hans Jóns í Segl-
búðum á þessu. Það er svo stutt á
milli bæja hjá ykkur, þar sem hann
stundar aukabúgreinar sínar. Við
skulum ekkert höfða til hans sem
dómsmálaráðherra, heldur hinnar
meðfæddu réttarkenndar, sem öll-
um ber að rækta með sér.
Höfundur er bóndi í Skagafirði.
Fatadeild SIS kynnir kom-
andi haust- o g vetrarfatnað
Búmark Framl. Hlutf. Skerð Fullvirðis Samdr.
verðl.ár framl.af % réttur ærg.
84/85 búmarki ærq af urð
Dæmi I 400 200 50.0 0 200 0
Dæmi II 400 250 62.5 0 250 0
Dæmi III 400 300 75.5 3 291 9
Dæmi IV 400 350 87.5 9 319 31
Dæmi V 400 400 100.0 14 344 56
Dæmi VI 400 450 112.5 14(24) 344 106