Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 58

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 58
J Í58 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 r » TIL HA/VUM6JÚ /VlEÐgO ÁRINJ „ þú átt ais blása. áþíW/ömmcu! " ást er.. 8-‘.P ... ad horfa með honum á kúreka- myndir. TM Req. U.S. Pat. Off,—all rights reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate 1101 \r l / — Ég veit læknir þú sagðir mér að forðast mikla stiga, en ég á í erfiðleikum með að komast hærra en upp á fyrstu hæð upp eftir rörinu frá þakrennunni. HÖGNIHREKKVISI Þessir hringdu .. Þakkir til unglinganna Sigríður Lárusdóttir hringdi: Mig langar að senda þakklæti til unglinganna í Hólabrekkuskóla sem töluðu í útvarpið eitt síðdegið fyrir skömmu. Þau fjölluðu um vanda gamla fólksins í umferðinni og reyndu að finna ráð þeim til aðstoð- ar. Sífellt er hamrað á því að ungl- ingar hafi aðrar skoðanir en þeir sem eldri eru á flestu. En þessi útvarpsþáttur sýndi og sannaði að unglingar vilja hlynna að góðum málum og leggja þeim lið sem minna mega sín. Því ber að þakka þeim fyrir að hafa vakið athygli á þeim erfíðleikum sem steðja að eldri borgurum í umferðinni. Reykjarsvæla í flugstöðinni á Akureyri Sigurlína Pétursdóttir hringdi: Ég tek undir þær skoðanir sem birst hafa í Velvakanda að undan- förnu varðandi reykingar á opin- berum stöðum. Svipað ástand ríkir í flugstöðvar- byggingunni á Akureyri og lýst hefur verið í Reykjavík. Þar er svækja oft svo óþolandi að maður flýr út til að anda að sér súrefni og stendur þá lítill hópur súrefnis- þyrstra á tröppunum fyrir utan. Ég hef kvartað við starfsmenn í flug- stöðinni en þeir segja að erfitt sé að gæta þess að fólk reyki aðeins þar sem leyft er. Reyndar eru skilti á veggjum og borðum sem gefa til kynna hvar megi reykja en reykingamenn púa við þau sem og annars staðar. Um mötuneyti aldraðra Guðfinna Stefánsdóttir hringdi: Um þessar mundir er verið að taka í notkun mötuneyti fyrir íbúa þjónustuíbúða Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur í nýja miðbænum. Þeir sem eru eldri en 63 ára hafa leyfi til að snæða þar. Sömu sögu er að segja í Bólstaðarhlíð hjá samtökum aldraðra. Mig langar að vita hvort reyk- vískir skattborgarar eigi að greiða niður fæði í þetta fólk, sem hefur ekki enn komist á eftirlaunaaldur? Það er víðar en á Reykjavíkurflugvelli hemja tóbaksreykingar. sem gengur Víkverji skrifar hér.sat i-Itill ro<3L og BAevtpi sig...* Víkverji dvaldist í Noregi, þegar starfsmenn hótela og veitinga- húsa þar lögðu niður störf. Hann var hins vegar svo heppinn, að eiga ekki undir þessu starfsfólki. Þeir, sem bjuggu á hótelum, urðu að yfírgefa þau fyrirvaralaust. Má nærri geta, að það hafi komið sér illa fyrir marga. Að lokum var auðvitað samið í Noregi. Þótti ýms- um það tímanna tákn, að til svo harðra átaka skyldi koma á vinnu- markaðnum í Noregi einmitt nú, þegar olía lækkar í verði og tekjur norska þjóðarbúsins dragast veru- lega saman. Miðað við það orð, sem fer af hagsýni Norðmanna og fyrir- hyggju í fjármálum hefði mátt ætla, að nú legðust þeir fremur á eitt um að laga sig að samdrætti þjóðar- tekna en spenna launabogann. Þverstæður af því tagi, að efnt sé til verkfalla til að knýja fram launa- hækkun eða styttri vinnutíma, þegar þjóðartekjur minnka eru syo sem ekkert nýnæmi fyrir okkur Is- lendinga. Frá Noregi hélt Víkveiji til Sví- þjóðar. Þar bjuggu menn sig undir launaátök og jafnvel verkfall. Til slikra átaka kom þó ekki. Heildar- samkomulag náðist til tveggja ára og töldu allir sig geta vel við það unað. Var einskonar hátíð í fréttum sænska ríkissjónvarpsins vegna hinnar gleðilegu niðurstöðu. Efna- hagur Svía er prýðilegur um þessar mundir og í fjölmiðlum var mikið sagt frá aukinni einkaneyslu og veltu í verslunum. Frá Svíþjóð hélt Víkveiji síðan áfram til Finnlands. Þar er hluti opinberra starfsmanna í verk- falli. Það vakti undrun Víkveija, hve lítið hann sá um þetta verkfall í Finnlandi í sænskum fjölmiðlum. En strax á Arlanda-flugvelli við Stokkhólm komu afleiðingar fínnska verkfallsins í Ijós. Frá upphafi ferðarinnar var ljóst, að væri verkfall í Finnlandi yrði ekki unnt að fljúga frá Stokkhólmi til Helsinki heldur myndi flugvélin lenda í Ábo (Turku) í suðurhluta Finnlands og þaðan yrðu farþegar síðan fluttir með rútum til Helsinki rúmlega 150 km. Með hliðsjón af þessu var Vík- veiji tímanlega á Arlanda-flugvelli í von um að kannski gæti hann fengið flug fyrr en hann átti bókað (kl. 19). Þegar á reyndi var ekkert flug fyrr og það sem verra var: SAS hafði fellt niður flug Víkveija og bauð ekki upp á annað fyrr en klukkan 22.10. Klukkan í Finnlandi er einum tíma á undan klukkunni í Svíþjóð (þremur tímum á undan klukkunni hér), þannig að allt leit út fyrir langa næturferð, þegar rætt var við SAS-fólkið í almennu afgreiðslunni á flugvellinum. Og síður en svo tók það vel athuga- semdum Víkveija þess efnis, að það væri einkennilegt að geta ekki treyst áætlun jafn stórs fyrirtækis og SAS. Þá var svarað eitthvað á þennan veg: „Heyrðu vinur, veistu ekki, að það er verkfall í Finnlandi. Ekki er það SAS að kenna. Vegna verkfallsins hafa margir hætt við að fara til Finnlands og þess vegna fellum við niður flug.“ Inni í „transít-salnum“ ræddi Víkveiji enn við starfsmenn SAS. Þá kom í ljós, að fínnska flugfélagið Finnair var með vél til Ábo klukkan 20.15 og var sæti í henni. Klukkan um hálf eitt um nóttina var Víkveiji þannig kominn inn á hótel sitt í Helsinki - en hefði hann farið eftir því sem starfsmenn SAS í almennu afgreiðslunni á Arlanda-flugvelli vildu hefði hann verið tveimur tím- um síðar á ferðinni. Ekki var auðveldara að komast frá Helsinki. Hér var sagt frá því í síðustu viku, að flugvöllurinn í Helsinki hefði verið opnaður. Þetta er ekki rétt að því er millilandaflug varðar. Til þess að komast til Finn- lands eða frá landinu með flugvél þurfa menn að nota flugvellina í Ábo eða Tammerfors (Tampere), sem er álíka langt fyrir norðan Helsinki og Ábo fyrir sunnan. Nú þurfti Víkveiji að komast til Kaup- manpahafnar í tæka tíð til að ná vél Flugleiða kl. 14 á sunnudegi. Eftir ítrekaðar viðræður við starfsmenn SAS í Helsinki kom í ljós að eina leiðin til að ná í þessa Flugleiðavél var að taka flugvél Swiss Air, sem áætlað var að færi frá Ábo til Stokkhólms klukkan 7.30 á sunnudagsmorgninum. Til þess að ná þeirri vél þurftu farþegar að taka rútu frá Helsinki klukkan 3.30 um nóttina. Fyrir íslending er það ekki tiltökumál, þótt hann sé rekinn á fætur fyrir allar aldir vilji hann komast loftleiðis úr landi. Víkveija þótti þetta hins vegar all snemmt. Var hann svo heppinn að eiga kunningja í Ábo, sem sýndi Víkveija þá vinsemd að leyfa hon- um að gista hjá sér og var þá nóg að leggja af stað út á flugvöll rúm- um klukkutíma fyrir brottför vélar- innar. Allt gekk þetta þannig upp að lokum. En í Stokkhólmi var töf á brottför SAS-vélarinnar til Kaup- mannahafnar á sunnudagmorgun- inn vegna þess að það þurfti að afísa hana, úða hana með einhveiju efni til að hreinsa af henni klaka. Þá var alhvít jörð á Arlanda-flug- velli en 8 stiga hiti, þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Eins og lesendur sjá af þessu er ástæðulaust fyrir okkur íslendinga að öfundast í garð frænda okkar á Norðurlöndum vegna veðurs eða vinnufriðar um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.