Morgunblaðið - 22.04.1986, Síða 62
62
MQRGUN8LAÐIP, ÞRIÐJUDAGUR22. APRÍW986
Ferðafélag Islands:
Fyrirlestur um mann-
gerða hella á Suðurlandi
SÍÐASTA kvöldvaka vetrarins
verður í kvöld í Risinu, Hverfis-
götu 105, og hefst stundvíslega
kl. 20.30.
Hallgerður Gísladóttir og Ámi
Hjartarson Qalla um manngerða
hella á Suðurlandi í máli og mynd-
um. Þessir hellar eru sandsteins-
hellar sem hafa verið grafnir inn í
hóla við bæi víða á Suðurlandi.
Sumir þeirra eru mjög gamlir og
er í sumum tilfellum um að ræða
elstu hús á íslandi. Víða sjást
veggjaristur og minjar frá ýmsum
tímabilum. Talið er að Einar Bened-
iktsson skáld hafi fengið Jóhannes
Kjarval til þess að draga upp
myndir af hellunum og ristum í
þeim, en þessar myndir eru nýlega
komnar í leitimar. Margar mynd-
anna eru úr heili við bæinn Ás í
Holtum. í þessum helli vom haldin
manntalsþing og í sóknarlýsingum
frá 1840 er talað um að í honum
sé merkilegt letur.
Varahlutir
í litla bíla og stóra
Ef HÁBERG á hlutinn
þá er verðiö hagstœtt!
G F
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
Birgðir í lágmarki
sölugreining—arðsemiseftirlit
ALVIS
VÖRUKERH
Afkoma verslunar- og
iðnfyrirtækja er að miklu leyti
undir þv( komin hvernig til tekst
með stjórnun vörubirgða. I
ALVlS vörukerfinu er að finna
margar einingar sem hjálpa
fyrirtækjum að halda birgðum.í
lágmarki án þess að til
vöruskorts komi. Auk þess eru
einingar til að annast daglega
vinnslu svo sem
birgðabókhald, afgreiðslu og
vörumóttöku.
Markmlð: Tilgangur námskeiðs-
ins er að kenna á allar einingar
ALVlS vörukerfisins þannig að
starfsmenn geti nýtt sér kosti þess
til fulls.
Efnl: Kennd er notkun eftirlarandi
eininga:
- Birgðabókhald
- Sölukerfi
- Sölugreining
- Arðsemiseftirlit
- Pantanatillögur
- Tollskýrslugerð
- Verðlagning
Þátttakendur: Starfsmenn
fyrirtækja, sem hafa tekið ALVÍS
vörukerfið í notkun eða hyggjast
gera það.
Leiðbeinandi: Eyjólfur Isfeld,
viðskiptafræðingur frá Háskóla
Islands. Starfar nú sem
innkaupastjóri hjá Pennanum sf.
Tími: 5., 6., 7. og 9. mal
kl. 13.30-17.30Í
Stjórnunarféldg fslands
Ánanaustum 15 - Sfmi: 6210 66
Dæmigerð mynd af veðurblíðunni á Ströndum.
Strandir:
Morgunblaðið/Baldur Rafn Sigurðsson
Mesta veðurblíða á öldinni
Hólmavík.
EINSTAKA veðurblíða hefur verið hér á Ströndum eftir áramót-
in. Eldri menn hér um slóðir muna vart annað eins og telja að þessi
vetur sem senn muni halda á braut, sé einn af betri vetrum á þess-
ariöld.
Snjór hefur þó legið yfir, aðeins
þunnt lag hveiju sinni, en bömin
hafa kunnað það vel að meta.
Akstursleiðir hafa verið greiðfærar
hér f nágrenninu og um allan Stein-
grímsflörð. Eigendur torfærubif-
reiða hefðu þó viljað fá ögn meiri
snjó til að reyna bifreiðir sínar og
sýna sig og sjá aðra. Einn þeirra
tók sig til og ók norður í Ámes-
hrepp, en vegurinn þangað er yfir-
leitt lokaður á þessum tíma árs.
Hann sagði eftir þá ferð, að líkleg-
ast hefði hann eins getað farið á
fólksbifreiðinni sinni. Ferðin hefði
þá að öllum líkindum tekið lengri
tíma og hann hefði þurft að moka.
Vegagerðarmenn hefðu einnig
óskað sér meiri snjó. Þeim leiðist
aðgerðarleysi eins og svo mörgum.
Þeir tóku því fegins hendi Qárveit-
ingu til byggingar verkstæðis og
geymsluhúsnæðis. Vel hefur gengið
að byggja hús þetta og bætir það
mjög úr aðstöðu vegagerðarinnar
hér um slóðir.
En nú þegar frost er að fara úr
jörðu þá fara vegimir illa. Hvörf
hafa myndast hér og þar í vegina.
Á nokkrum stöðum hafa vegimir
farið í sundur og leðjuelgurinn er
mikill. Þetta ástand þekkir lands-
byggðarfólk mjög vel og er því
ekkert að kvarta þótt seint gangi
að aka á milli staða og þótt bflarnir
verði ataðir aur og drallu. Þótt
hávaðinn frá hljóðkútslausum bfl-
unum stöðvi allar samræður inn í
þeim og eins þar sem þeir hafa átt
leið um.
í vetur hefur og verið mikil flug-
umferð. Vinir og ættingjar hafa
komið sunnan úr Reykjavík í kaffi
og kökur. í veðurblíðunni hefur
verið ákjósanlegt fyrir minni vélar
að fara á milli Hólmavíkur og höf-
uðborgarinnar. Ferðin hefur tekið
um 70 mínútur. Ávallt hafa far-
þegar séð eitthvað nýtt og skemmti-
legt, þannig að ferðimar hafa gefið
af sér reynslu í flugi, lærdóm í
landafræði og jafnframt orðið
ánægjulegri þeim mun oftar sem
farið hefur verið.
Baldur Sig.
Ráðstefna um
garðávexti
haldin í dag
BÚNAÐARFÉLAG íslands og
Stéttarsamband bænda gangast
fyrir ráðstefnu um flokkun, mat,
verslun og meðferð garðávaxta
á Hótel Sögu í dag, þriðjudaginn
22. apríl.
Ráðstefnan hefst klukkan 9.30
og lýkur klukkan 17. Ingi Tryggva-
son formaður Stéttarsambandsins
setur hana og síðan verða flutt
nokkur framsöguerindi og umræður
á milli.
Askriftarsíminn er 83033
Einstök gæðavara fyrir þá sem
eru að hugsa um línurnar dc
— minna en 5% fituinnihald! ■'••.'• _
Breyttí
G§ÐI
yfeðanm zjegnaL
SANITAS TÓMATSÓSA
VELJUM ÍSLENSKT
Sanitas
Sanitas