Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 5 Reynt að gera eftirKjartan Lárusson Hr. ritstjóri. Starfsfólki Ferðaskrifstofu ríkis- ins var illa brugðið er það sá Morg- unblaðið í morgun með risafyrir- sögn af dómsúrskurði í máli farþega gegn FRÍ. Ekki vill undirritaður á nokkum hátt reyna að ritstýra þessum mikilvæga fjölmiðli, sem stærsta blað þjóðarinnar er. Hafði þó talið að ritstjórn þess myndi hafa meiri hliðsjón af einni meginsiðareglu Blaðamannafélags íslands, sem er að leitast við að skaða engan í umfjöllun sinni um menn og mál- efni. Á síðastliðnu vori bauð FRÍ ellilíf- eyrisþegum 2ja vikna ferð til Fær- eyja og Noregs með Norrænu ásamt gistingu í fyrsta flokks hótelum og fæði þar að hluta, auk skoðunar- ferða um Noreg. Verðið var kr. 20.000. Viðtökur voru ágætar og í um- rædda ferð fóru um 15 farþegar. Viðkomandi farþegi kvartaði frá upphafi ferðar og var allt gert til að gera henni til hæfis, eins og reyndar öllum þeim tugþúsundum farþega, íslenskum sem erlendum, sem á einhvem hátt hafa ferðast á vegum FRÍ. Fljótlega eftir heimkomu krafðist viðkomandi farþegi 50% endur- greiðslu af kostnaði ferðarinnar, eðaum kr. 10.000. FRÍ taldi sig ekki þá, né nokkum tímann hafa boðið „svikna vöru“ og engar hliðstæðar kvartanir hafa borist frá öðmm ellilífeyrisþegum sem tóku þessu ferðatilboði okkar. Noregshluti ferðarinnar var á vegum færeysks aðila sem FRI hefur aðeins reynt af góðu. Sá aðili telur sig ekki hafa reynt vandamál í málfarssamskiptum milli íslend- inga og Færeyinga og hefur hann ítrekað að um frambærilega farar- stjóm hafí verið að ræða, þrátt fyrir að leiðsögumaður og bílstjóri hafí verið færeyskur. Vegna umræddrar kvörtunar var reynt að ná sambandi við alla aðra farþega í ferðinni til að leita álits á réttmæti umræddrar kvörtunar. í heild fengum við þakklát viðbrögð farþega, en ákváðum eigi að síður Morgunblaðið/Árai Sœberg Eins og sjá má eru glerþræðimir mun fyrirferðarminni en gömlu koparþræðirnar, gamla kerfið geturflutt 3.000 talrásir en nýja kerfið 24.000. Ný tækni hjá Pósti og síma: Glerþræðir í stað kopars Póst og símamálastofnunin hefur tekið nýja tækni í þjónustu sína. Á þriðjudaginn fóru í fyrsta sinn fram sendingar á tveim litl- um glerþráðum milli Landsíma- hússins og símstöðvarinnar í Múlahverfi. í sumar er fyrir- hugað að leysa gömlu kopar- þræðina alveg af hólmi milli sím- stöðvanna. „Þetta er fyrsta kerfíð af mörg- um sem við eigum eftir að setja upp á þessu ári,“ sagði Jón Kr. Valdimarsson deildartæknifræðing- ur Pósts og síma. „Við munum einnig leggja þetta kerfí frá Reykja- vík til Hvolsvallar á þessu ári. Flutningsgeta glerþráðanna er mun meiri en koparþráðanna gömlu. Með tveimur glerþráðum er hægt að flytja 2.000 talrásir með núverandi tækjabúnaði, en hægt er að auka það í 8.000 með nýjum tækjakosti," Á strengnum sem sýndur er á meðfylgjandi mynd er hægt að flytja 24 þúsund talrásir eða 48 sjónvarpsrásir. „Miklu máli skiptir einnig að með nýju glerþráðunum er hægt að flytja boð 60 kílómetra vegalengd, en magnara þarf á 1500-2000 metra millibili á gömlu koparþræðina," sagði Jón. Hveragerði Edenborg opnuð TÍVOLÍIÐ í Hveragerði, Eden- borgar. Garðurinn hefur verið bætt- borg, verður opnað í dag, sumar- ur til muna frá því sem var í fyrra. daginn fyrsta, kl. 14.00 með Umhverfi hefur verið fegrað með lúðrablæstri og söng. Auk þess steinhellum og gróðri. Veitingahús, verður um 2.000 blöðrum sleppt sem rúmar 170 manns í sæti, verður og Mikki mús verður á svæðinu. til staðar og um 60 metrar af skot- Þetta er aunað bökkum bætast við. öllum tíl geðs að bjóða öllum þátttakendum gist- ingu fyrir tvo í tvær nætur á Eddu- hóteli ásamt morgunverði, til að ítreka viðskiptavelvild FRÍ. Dómurinn telur, að stefnanda beri ca 30% afsláttur vegna fær- eysks leiðsögumanns, sem reyndar var bílstjóri líka, og stíga í skipi. En þess er þar ekki getið að að sjálfsögðu er lyfta í skipinu fyrir farangur og þá farþega sem þess óska. Við höfum í dag ákveðið að senda öllum þátttakendum í þessari ferð kr. 6.650.- til viðbótar vonandi ánægjulegri dvöl á Eddu-hóteli sl. sumar. Þannig er nú 4 dálka „stórmálið" á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Við starfsmenn Ferðaskrifstofu ríkisins hörmum að ekki skyldi takast að gera einum farþega til geðs, en fögnum því að skorið hefur verið úr ágreiningi. Úrskurðurinn mun fyrst og fremst brýna okkur til að vanda ávallt sem fyrr og reyndar enn betur þjónustuna við viðskiptamenn FRÍ. Morgunblaðinu óskum við far- sældar í framtíðarskrifum um menn og málefni. Við bendum ritstjórn á, að við vorum til viðtals í allan gærdag ef hún hefði talið ástæðu til að leita afstöðu hins aðilans í „stórfrétt- inni“. Við þökkum birtinguna. Höfundur er forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins. Aths. ritstj. Mikill fjöldi íslendinga fer í sumarleyfisferðir til útlanda ár hvert á vegum ferðaskrifstofa. Á bréfum, sem dagblöðum berast frá Íesendum, má sjá, að stundum er þjónusta einstakra ferðaskrifstofa ófullnægjandi að mati sumra við- skiptavina. Dómur sá, sem Morgunblaðið sagði frá í gær, mun eftir því sem blaðið bezt veit, fyrsti dómur, þar sem ferðaskrifstofa er dæmd til þess að bæta viðskiptavini upp það sem miður hefur farið í slíkri ferð. Þar sem dómur þessi snertir hags- muni mikils fjölda fólks telur Morg- unblaðið hann verulega frétt og staðsetning fréttarinnar í samræmi við það mat. Kjartan Lárusson þarf ekki að upplýsa Morgunblaðið um siðaregl- ur Blaðamannafélags íslands. Við fögnum sumri grillveislu! í Mjóddinni á morgun frá kl. 16 þar bjóðum við grillaðar pylsur og gefum bömunum íspinna og gos. Skemmtilega gimilegur í Mjóddinni Þú færð hvergi meira irval af ávöxtum> og férskuj|Í£ grænmeti! \Wúrval af grillmat Xl jl' - steikur og /V pinnar - nautakjöt 0 \ og svínakjöt 23 Opið til kl. 20 í Mjóddinni á morgun en til kl. 19 í ÍÉSfiifjÍAsX Austurstræti. AUSTURSTR/TT! 17 - MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.