Morgunblaðið - 24.04.1986, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Tungl-
diskar
Skjótt skipast veður í henni
veröld. í október 1957 skaust
fyrsta gervitunglið á braut um-
hverfís jörðu; Spútnikinn marg-
frægi. Ég man þá stund vel er ég
ók ásamt föður mínum inní sveitina
heima. Yfír háum fjöllunum gnæfði
svartur himinninn skrýddur glamp-
andi stjömunum. Póbedan nemur
staðar og við stígum út og þá siglir
yfír Fannardalsjökul ný stjama
gerð af mannahöndum. I dag hring-
sóla yfír 4000 spútnikar um jörðu
og fýrir skömmu las ég í blaði
minnar heimasveitar Austurlandi á
Neskaupstað að þrír athafnamenn
þar eystra þeir Kári Hilmarsson
rafeindavirki, Óskar Axelsson raf-
eindavirki og Þórður Ó. Guðmunds-
son raféindatæknifræðingur hefðu
fest kaup á „tungldiski" er sogaði
til sín allt að 12 rásir frá evrópskum
gervihnetti. Segja sjónarvottar mér
að til þessa gervihnattar sjáist oft
á tíðum miklu betur en íslenska
sjónvarpsins. Samkvæmt hinum
kúnstugu reglugerðarákvæðum
nýju útvarpslaganna mega þeir fé-
lagar senda ótextað efni til allt að
36 notenda. Skilst mér að þeir hafí
í hyggju að senda í framtíðinni efni
frá fleiri sjónvarpshnöttum um þráð
til sveitunga minna. Ný sjónvarps-
stöð er sum sé í burðarliðnum á
Norðfírði.
Ný viÖhorf
Mér fínnst ástæða til að vekja
hér athygli á þessu framtaki hinna
austfírsku athafnamanna, því ég tel
að það lýsti býsna vel þeirri fjöl-
miðlabyltingu er nú sækir að ís-
landsströndum. Þannig er háttað á
Austfjörðum að þeir liggja vel við
Qarskiptum frá Evrópu. Er lítill
vandi með sæmilegu loftneti að
fanga allar helstu útvarpsstöðvar
Evrópu svo sem Radio Luxem-
bourg, BBC og jafnvel ýmsar sjó-
ræningjastöðvar. Norðfírðingar
voru þannig í fjarskiptalegu tilliti
löngum í mun nánara sambandi við
meginland Evrópu en til dæmis íbú-
ar Stór-Reykjavíkursvæðisins. Hins
vegar áttu menn gjaman í hinu
mesta basli eystra með Útvarp
Reykjavík.
Ný loftnet
Fjölmiðlabyltingin er þannig
máski ekki eins gagnger og menn
láta í veðri vaka. Hið eina sem hefír
breyst er tæknin. Þannig geta nú
íbúar í þröngum firði sem er varðað-
ur af hæsta fjallvegi íslands, horft
á Qölmargar evrópskar sjónvarps-
stöðvar, í krafti disks er spannar 1
og V2 metra í þvermál. Fyrir nokkr-
um áratugum hengdi þetta sama
fólk víra á milli húsa og þá hljómuðu
fjölmargar evrópskar útvarpsstöðv-
ar í viðtækinu. Ég minnist þess
ekki að nokkur maður hafí minnst
á það einu orði að íslensk tunga
væri í hættu á Austfjörðum þótt
þar hljómuðu úr viðtækjum stund-
um daga og nætur erlendar þjóð-
tungur. Miklu fremur þráði fólkið
að heyra ástkæra ylhýra málið sitt
í gegnum suðið og gnýinn og rússn-
eskuna er smaug alltaf við og við
í eyrun. Er ekki annars gleðilegt
til þess að hugsa lesendur góðir að
fólk er býr í þröngum fírði, njóti
ekki síður nálægðar við nafla §öl-
miðlaheimsins en hinir er búa innan
borgarmarka og að þeir sjái með
berum augum það sem þeir hafa
áður hlerað?
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚT V ARP/SJÓNVARP
gefur þeim hjónum sjónina
á ný en um leið sviptir
hann þau sjálfsblekkingu
þeirri sem gert hefur þeim
lífíð bærilegt og viðbrögð
þeirra verða á annan veg
en menn ætluðu.
Leikendur eru Helgi
Skúlason, Þóra Friðriks-
dóttir, Sigurður Karlsson,
Tinna Gunnlaugsdóttir,
Róbert Amfinnsson, Lilja
Þórisdóttir, Pálmi Gests-
son, Edda Heiðrún Back-
mann og Jóhann Sigurðar-
son. Leikritið var áður flutt
í útvarpi árið 1984.
Fimmtudagsleikritið:
Brunnur
dýrlinganna
■■■■ í kvöld verður
O A 00 flutt leikritið
Brunnur dýrl-
inganna eftir írska leikrita-
höfundinn John M. Synge.
þýðinguna gerði Geir
Kristjánsson. Leikstjóri er
Þorsteinn Gunnarsson.
Leikurinn gerist í af-
skekktu fjallahéraði á Ír-
landi fyrir meira en hundr-
að árum. Mary og Martin
Doul eru blind hjón sem
draga fram lífið á ölmusu-
gjöfum fólksins í héraðinu.
Dag nokkum birtist föru-
munkur nokkur sem fólkið
hefur tekið í dýrlingatölu
vegna þess að honum hefur
verið gefínn máttur til að
lækna blindu með helgu
vatni úr bmnni dýrling-
anna sem er á eyju úti fyrir
ströndinni. Dýrlingurinn
Sumargleði Ríkisútvarpsins
■■■■ Sumargleði
-| a 50 Ríkisútvarps-
14— ins verður á
dagskrá á rás eitt eftir
hádegi í dag. Þá sér
Ævar Kjartansson um
að útvarpa efni í tali
og tónum frá fólki úr
öllum landsfjórðungum
í tilefni sumarkomunn-
^r, meðal annars frá
Isafirði, Egilsstöðum,
Akureyri og Selfossi að
ógleymdri Skúlagötu 4
í Keykjavík.
Þorsteinn Gunnarsson
Þóra Friðriksdóttir
Helgi Skúlason
Grætur með öðru,
hlær með hinu:
*
Arni Tryggvason
leikari syngur
og segir frá
■■■■ í kvöld er á
00 20 dagskrá út-
Ciíá~~~ varpsins á rás
eitt þáttur tileinkaður Áma
Tryggvasyni leikara, Græt-
ur með öðm, hlær með
hinu, og er það Stefán
Jökulsson sem tók saman
efni þáttarins. í fyrravetur
hélt Ámi upp á 30 ára
afmæli sitt sem skemmti-
kraftur með því að efna til
miðnæturskemmtana í
Austurbæjarbíói. Útvarps-
menn hljóðrituðu þar
skemmtiefni og munu
hlustendur heyra hluta af
því í þættinum. Auk þess
segir Ámi frá starfí sínu
Ámi Tryggvason
og syngur — bæði í gamni
og alvöm.
ÚTVARP
FIMMTUDAGUR
24. apríl
Sumardagurinn fyrsti
8.00 Sumri heilsað
a. Ávarp formanns útvarps-
ráðs, Ingu Jónu Þórðardótt-
ur.
b. Sumarkomuljóð eftir
Matthías Jochumsson
Herdís Þorvaldsdóttir les.
8.10 Fréttir. Dagskrá.
8.1 B Veðurfregnir
8.20 Vor- og sumarlög sung-
in og leikin.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Eyjan hans múmín-
pabba" eftirTove Jansson
Steinunn Briem þýddi. Kol-
brún Pétursdóttir les (8).
9.20 Morguntónleikar.
Sinfónía nr. 1 í B-dúr op.
38 „Vorhljómkviöan" eftir
Robert Schumann. Nýja Fíl-
harmoníusveitin í Lundún-
um leikur; Otto Klemperer
stjórnar.
10.00 Fréttir
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.35 „Vorsónatan"
Fiðlusónata nr. 5 í F-dúr op.
24 eftir Ludwig van Beet-
hoven. David Oistrakh leikur
á fiðlu og Lev Oborin á
píanó.
11.00 Skátaguösþjónusta í
Akraneskirkju
Prestur: Séra Björn Jóns-
son.
Orgelleikari: Jón Ólafur Sig-
urösson.
Hádegistónleikar
12.10 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miödegissagan:
„Skáldallf í Reykjavík" eftir
Jón Óskar. Höfundur les
aðra bók: „Hernámsára-
skáld" (8).
14.30 Sinfóniuhljómsveit ís-
lands leikur visnalög eftir
islensk tónskáld; Páll P.
Pálsson stjórnar.
14.50 Sumargleði Rikisút-
varpsins
Fólk úr öllum landsfjóröung-
um leggur til efni í mæltu
máli, söng og hljóðfæraleik.
Ævar Kjartansson tengir
saman dagskrána.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Tónlist tveggja kyn-
slóða
Sigurður Einarsson sér um
þáttinn.
17.00 Barnaútvarpið
Stjórnandi: Kristín Helga-
dóttir.
17.40 Listagrip. Þáttur um list-
ir og menningarmál. Um-
sjón: Sigrún Björnsdóttir.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
19.00 Fréttir.
19.15 Ádöfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
19.25 Tuskutigrisdýrið Lúkas
— 4.og5.þáttur
(Tygtigeren Lukas)
Finnskur barnamyndaflokk-
ur í þrettán þáttum um
ævintýri tuskudýrs sem
strýkuraöheiman.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpiö)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Unglingarnir i frumskóg-
inum
Umsjónarmaður Jón Gúst-
afsson.
Stjórn upptöku Gunnlaugur
Jónasson.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Daglegtmál
Sigurður G. Tómasson flytur
þáttinn.
20.00 Leikrit: „Brunnur dýrl-
inganna"' eftir John M.
Synge
Þýðandi: Geir Kristjánsson.
Leikstjóri: Þorsteinn Gunn-
arsson.
Leikendur: Helgi Skúlason,
Þóra Friðriksdóttir, Sigurður
Karlsson, Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Lilja Þórisdóttir, Ró-
bert Arnfinnsson, Edda
Heiðrún Backman, Jóhann
Siguröarson og Pálmi
Gestsson.
(Áðurútvarpað 1984).
(Leikritið verður endurtekið
nk. laugardagskvöld kl.
20.25).
21.35 Michael John Clarke
syngur Ijóðalög
Soffia Guðmundsdóttir leik-
urá píanó.
(Hljóðritað á Akureyri 1983).
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
25. apríl
21.10 Söngvakeppni sjón-
varpsstöðva í Evrópu 1986
Lögin í keppninni — Þriðji
þáttur
írland, Belgía, Vestur-
Þýskaland, Kýpur og Aust-
urriki. Kynnir Þorgeir Ást-
valdsson.
21.25Þingsjá
Umsjónarmaður Helgi E.
Helgason.
21.40 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Einar Örn
Stefánsson.
22.15 Ságamli
(Der Alte)
5. Konan sem hvarf
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.30 Grætur með öðru, hlær
með hinu
Árni Tryggvason leikari
syngur og segir frá. Stefán
Jökulsson tók saman.
23.00 Túlkun ftónlist
Rögnvaldur Sigurjónsson
sér um þáttinn.
24.00 Fréttir. Dagskrárfok.
FIMMTUDAGUR
24. apríl
10.00 Morgunþáttur
Þýskur sakamálamynda-
flokkur í fimmtán þáttum.
Aöalhlutverk: Siegfried
Lowitz.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
23.15 Seinni fréttir
23.20 Að losna við lík
(Dödspolare)
Sænsk bíómynd frá 1985.
Leikstjóri Mats Arehn.
Aðalhlutverk: Gösta Ekman
og Sten Ljunggren.
Tveir gamlir vinir eiga sam-
an kvöldstund ásamt fleira
fólki í íbúö annars þeirra.
Að morgni sitja þeir uppi
með konulík og vilja allt tll
vinna að losna úr þessari
óskiljanlegu og afleitu klípu.
Þýðandi Margrét Jónsdóttir.
00.50 Dagskrárlok
Stjórnendur: Ásgeir Tómas-
son og Kristján Sigurjóns-
son.
12.00 Hlé
14.00 Spjallog spil
Stjórnandi: Ásta R. Jóhann-
esdóttir.
15.00 Ótroðnar slóðir
Halldór Lárusson og Andri
Már Ingólfsson stjórna
þætti um kristilega popp-
tónlist.
16.00 i gegnum tiðina
Þáttur um íslenska dægur-
tónlist í umsjá Jóns Ólafs-
sonar.
17.00 Gullöldin
Vignir Sveinsson kynnir lög
frá sjöunda áratugnum.
18.00 Hlé
20.00 Vinsældalisti hlustenda
rásartvö
Páll Þorsteinsson kynnir tíu
vinsælustu lög vikunnar.
21.00 Gestagangur
hjá Ragnheiði Daviösdóttur.
Gestur hennar er Pétur
Einarsson flugmálastjóri.
22.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gests.
23.00 Þrautakóngur
Spurningaleikur i umsjá Jón-
atans Garðarssonar og
Gunnlaugs Sigfússonar.
24.00 Dagskráriok.
Fréttir eru sagöar í þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVÖRP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.