Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 14

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Landkynning í Minneapolis í Bandaríkjunum árið 1982 á „Scandinavia Today“. „Gamlir Fóstbræður" á æfingu. Karlakórinn Fóstbræður heldur upp á 70 ára afmæli sitt í ár. Af því tilefni heldur kór- inn tónleika í dag, sumardaginn fyrsta, og aðra á nk. laugardag. Báðir hefjast þeir kl. 15.00. Tón- leikarnir verða með nokkuð nýst- árlegu sniði vegna tímamótanna en þeim er ætlað að sýna í hnot- skurn þá margvíslegu tónlista- riðkun, sem kórmenn hafa lagt stund á. Auk hins starfandi kórs kemur fram kór gamalla Fóst- bræðra, sem starfar af mikilli grósku. Fjórtán Fóstbræður láta til sín heyra, en þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963, og siðast en ekki síst koma Átta Fóst- bræður fram, sem er tvöfaldur kvartett innan raða kórsins og sungið hefur á samkomum kórsins og á ýmsum skemmtunum og árs- hátíðum i Reykjavík sl. tvö ár. Óhætt er að segja að það sé söng- gleðin sem dragi þá Fóstbræður saman þrátt fyrir að sumir telji karlakóra úrelt fyrirbæri. Þeir félag- ar voru hinsvegar ekkert á þeim buxunum að gefast upp þó að karla- kórum á landinu hafí fækkað um helming á síðustu 20 til 30 árum, er blaðamaður ræddi við þá í vikunni. „Við syngjum áfram sem karlakór en það kemur vel til greina að breyta um stíl, t.d. að klæða dægurlögin í karlakórabúning. Ef fólk vill heyra slíkar útsetningar, munum við auð- vitað verða við þeim óskum. Það lifir ekkert félag til lengdar ef það nýtur engra vinsælda," sagði Skúli Möller, formaður kórsins. Guðni Guðmunds- son, formaður gamalla Fóstbræðra, sagði að ekki væri á stefnuskránni hjá þeim bræðrum að fara að kyrja dægurlögin. „Við hyggjumst syngja áfram gömlu, góðu tröllakarlakóra- verkin hvað sem tautar og raular," sagði Guðni. Karlakór KFUM Séra Friðrik Friðriksson kom heim frá Norðurlöndunum með KFUM í farangrinum en kórstarf var algengt í því starfí hjá frændum vorum. Óformlega hófst kórstarfíð árið 1911, en í nóvember 1916 leituðu nokkrir söngfélagar úr karlakór KFUM til Jóns Halldórssonar banka- ritara hjá Landsbanka Islands til að taka að sér stjóm kórsins og var hann þá formlega stofnaður sem Karlakór KFUM og söng undir því nafni allt til ársins 1936. Stofnendur teljast þrír, þeir Haliur Þorleifsson, Vigfús Guðbrandsson og Jón Guð- Karlakórinn Fóstbræður 7 0 ára Afmælistónleikar í dag o g laugardag l. .1 r J j * Núverandi „gamlir“ og „nýir“ kórmeðlimir á samæfingu fyrir afmælistónleikana. mundsson. Árið 1936 þóttu tengslin orðin lítil á milli karlakórsins og KFUM og var því brugðið á það ráð að gefa kómum nýtt nafn. Fóst- bræðraheitið var ekki langt undan þar sem stjómandinn, Jón Halldórs- son og bróðir hans, Pétur, sem var kórmeðlimur, höfðu starfað í kvartett nokkrum árum áður sem hét því sama nafni. Um 1.500 styrktarmeðlimir Kórinn vann sér smám saman fastan sess í tónlistarlífínu. Fyrst kom kórinn opinberlega fram í janúar 1917 á afmælishátíð KFUM og stuttu síðar á afmælisfagnaði hjá Hvítabandinu. Tókust þeir með mikl- um ágætum svo ákveðið var að efna til sjálfstæðra tónleika í lok mars sama ár. Upp frá því hafa samsöngv- Fyrsti söngstjóri Jón Halldórsson. Fóstbræðra, Kórfélagar að koma sér upp húsnæði við Langholtsveg, sem tilbúið var árið 1972. Þrír fyrstu stjómendur Fóst- bræðra í spéspegli Halldórs Pét- urssonar — gamals Fóstbróður. ar verið haldnir svo til á hveiju ári allt til þessa dags — svokallaðir styrktartónleikar fyrir þá 1.500 styrktarmeðlimi úti í bæ sem með framlögum sínum styrkja starf kórs- ins á ári hveiju. „Við gætum ekki starfað án þeirra," sagði Skúli. Á árunum 1917-25 var sungið í Báru- búð sem þá var og hét, frá 1925-28 í Nýja bíói, síðan í Gamla bíói, þá í Austurbæjarbíói og nú síðustu árin í Háskólabíói. Söngstjóm Jóns, sem upphaflega átti að vera eitt ár, varð nokkrum árum lengri, eða alls 34 ár. Hann lét af stjórn kórsins árið 1950, þá sextugur að aldri. Söng- stjórar síðan þá hafa verið þeir Jón Þórarinsson, Garðar Cortes, Jón Ás- geirsson, Ragnar Bjömsson núver- andi stjómandi kórsins og Jónas Ingimundarson núverandi stjómandi gamaila Fóstbræðra. Gamlir og nýir meðlimir Hinn starfandi karlakór Fóst- bræðra telur nú 38 kórmeðlimi. Þeir æfa tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, og em á aldrinum 19 ára til 63 ára. „Við auglýsuir. á hveiju ári eftir söngmönnum og fáum yfirleitt góðar viðtökur. Það kemur auðvitað fyrir að menn koma hingað sem ekki geta haldið lagi, en það kemur fljótt í ljós því haldin em sér- stök inntökupróf. Svo hafa líka komið hingað menn, sem hreinlega hafa uppgötvað sönghæfileika sína hjá okkur, t.d. Sigurður Bjömsson, sem byijaði í 1. bassa hjá Fóst- bræðmm en er nú tenór-söngvari, Þorgeir Andrésson, sem er að hefja störf við ópemna í Hamborg og Erlingur Vigfússon, sem nú syngur við Kölnarópemna. Reyndar var vafamál á sínum tíma hvort taka ætti Erling inn í kórinn. Hann þótti mjög óframfærinn í byijun þótt annað ætti eftir að koma í ljós síð- ar,“ sagði Skúli. Þá voru Kristinn Hallsson og bróðir hans Ásgeir svo til fæddir inn í karlakórinn, þar sem faðir þeirra, Hallur Þorleifsson, var einn af stofnendunum. Gamlir Fóstbræður starfa af grósku — æfa einu sinni í mánuði. Þeir em ekki gamlir í eiginlegri merkingu heldur reyndir, að eigin sögn. Inntökuskilyrðið í þann hópinn er minnst fjögurra ára starf með hinum virku Fóstbræðmm, en félag- ar í „gamla" hópnum eru allt frá þrítugu upp í rúmlega nírætt. Aldurs- forsetinn er Magnús Guðbrandsson. Fjórtán Fóstbræður Árið 1963 urðu hinir vinsælu Fjórtán Fóstbræður til er Svavar Gests hljómsveitarstjóri og dagskrár- gerðarmaður útvarpsins fór þess á leit við kórinn að hann legði til hóp söngmanna til þess að koma fram í skemmtiþáttum Svavars í útvarpinu. Útvarpsþættimir „Sunnudagskvöld með Svavari Gests" urðu 16 talsins og vöktu athygli áheyrenda. I fyrstu tvö til þijú skiptin var hópurinn kynntur sem „nokkrir félagar úr Fóstbræðmm", en eftir það „Fjórtán Fóstbræður" að tillögu Svavars. Alls hafa 20 söngmenn tekið þátt í starfí „Fjórtán Fóstbræðra" frá upphafi. Hópur þessi varð eftirsóttur skemmtikraftur. Nýjar lagasyrpur vom æfðar og hópurinn kom víða fram á samkomum og skemmtunum auk þess sem hann gaf út nokkrar hljómplötur. Tekjur mnnu til félags- heimiiissjóðs Fóstbræðra fram til ársins 1975, en þá má segja að lyki 12 ára samfelldu starfí og umsvifum „Fjórtán Fóstbræðra. Þó hyggjast „Fjórtán Fóstbræður“ koma fram nú í Háskólabíói í kvöld og á laugardag í tilefni 70 ára afmælis kórsins þó liðin séu 23 ár frá því þeir fyrst komu saman í þáttum Svavars. Fjór- tán Fóstbræður breyttu nokkuð kar- lakórssöng hér á landi með því að taka til flutnings vinsæla dægurtón- list í nýstárlegum útsetningum og með hljóðfæraundirleik. Utsetjari, leiðbeinandi og stjómandi þeirra hefur alla tíð verið Magnús Ingimars- son. Fóstbræðrakonur Árið 1965 datt nokkmm eiginkon- um kórfélaga það snjallræði í hug að færa kómum gjöf á 50 ára afmæli hans ári síðar. Þetta var upphafið að sameiningu Fóstbræðrakvenna, sem frá þeim tíma hafa staðið dyggi- lega við bakið á eiginmönnum sínum í kórstarfinu með kökubösumm, flóa- mörkuðum, tískusýningum, kaffísöl- um og öðmm tilfallandi uppákomum. „Ef kórinn krefst þess að fá karlana þeirra lánaða tvisvar í viku, eiga þær ekki annarra kosta völ en að starfa við hlið okkar,“ sagði formaðurinn, en eiginkonumar vildu með þessu auka hagsæld karla sinna. Fljótlega varð konunum ljóst að aðstoða þyrfti karlpeninginn við að komast í eigið húsnæði með starfsemi sína, Þær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.