Morgunblaðið - 24.04.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 24.04.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 15 lögðu á sig mikla vinnu og m.a. lögðu þær 160.000 krónur í byggingarsjóð haustið 1967. Eigið húsnæði Árið 1966 tók fyrsti söngstjóri kórsins, Jón Halldórsson, fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði kórsins, Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg. 22. apríl 1972 varsíð- an húsnæðið formlega tekið í notkun. Þar hefur öll starfsemi kórsins farið fram allt til þessa dags. Ferðalög Fóstbræður hafa ekki setið auðum höndum — þeir hafa lagt mikið upp úr ferðalögum, bæði innan- og utan- lands. Skemmst er að minnast ferðar þeirra til Bandaríkjanna árið 1982 þar sem þeir sungu á sýningunni „Scandinavia Today“. „Það hefur sjaldan verið meiri glímuskjálfti í mönnum en einmitt þá þegar við sungum í Kennedy Center. Ferðin var þó ógleymanleg þó hún hafi verið okkur dýr,“ sagði Skúli. Fóstbræður segjast vera að kanna möguleika á söngferðalagi til Þýskalands næsta sumar. í byijun maí ætla þeir félagar í söngferðalag til Norðurlands í til- efni afmælisins, en tiltölulega stutt er síðan þeir sungu á Austur- og Vesturlandi. Fóstbræður héldu í sína fyrstu utanlandsferð árið 1926, til Noregs. Síðan þá hafa þeir m.a. sungið í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Frakk- landi, Danmörku, Finnlandi, Sovét- ríkjunum og tekið þátt í alþjóðlegri þjóðlagasöngkeppni í Wales. Fóst- bræður hafa alla tíð verið duglegir að ferðast innanlands enda slík ferðalög eitt af meginmarkmiðum kórsins, að sögn Skúla. Fjölbreyttir tónleikar Á afmælistónleikunum í kvöld og laugardag kennir margra grasa, eins og fram kom hér að framan. Auk aðalkórsins, gamalla Fóstbræðra, Fjórtán Fóstbræðra og Átta Fóst- bræðra koma fram hljóðfæraleikar- amir Alfreð Alfreðsson, Ámi Schev- ing, Grettir Bjömsson, Jónas Ingi- mundarson, Jónas Þórir Jónasson, Kristján Stephensen, Magnús Ingi- marsson, Sigurður Markússon, Kjartan Óskarsson og Joseph Ogni- beni. Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir Karlakórinn Fóstbræður árið 1966 á 50 ára afmæli sínu, Eiginkonur kórfélaga styðja dyggilega við bakið á körlum sínum með ýmis konar uppákomum í fjáröfl- unarskyni. Nýtt — Nýtt Sumarvörurnar eru komnar; pils, peysur, blússur. Glugginn Laugavegi 40 Kúnsthúsinu S. 12854 r > Þl FFI D Vestur-þýsk fullkomnun Grossag á að baki 120 ára sögu í framleiðslu. í dag væri Grossag ekki til nema vegna þess að gæðin hafa alltaf verið sett á oddinn. Svo er enn. Hringlaga vöfflujám. Nýtísku vöfflujárn en vöfflurnar þessar gömlu og góðu. Stillitakki fyrir Ijósar eða dökkar vöfflur. Teflon- húð á plötum. Hraðsuðukanna. Eldsnögg að ná upp suðu. Hefuralla eiginleika venjulegs hraðsuðuketils og fjöl- marga aðra. Ekki aöeins til að sjóða vatn heldur líka egg o.m.fl. Sléttur botn — auðveld brif. Eggjasuðutæki. Bráðsnjöll nýj- ung. Hvemig viltu hafa eggið? Linsoðið, harðsoðið eða einhvers staðar þar á milli? Mínútugrill sem býður upp á ótal möguleika. I því má sjóða, baka, steikja og hita upp auk þess að grilla. Stillanlegur hiti á hvorri plötu fyrir sig. Sannkallað „mini“-eldhús. Sjón er sögu ríkarí Þjónusta íhelstu raftækjaverslunum og kaupfélögum l'sívS' NÁMSKEIÐISOLUTÆKNII Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson, markaðsstjóri Námskeið Stjórnunarfélags íslands í sölutækni byggir á þróuð- um aðferðum nútíma sölutækni. Fjallað er um söluhræðslu, markaðsumhverfi og aðstæður, söluaðferðir, áætlanagerð og skipulagningu, notkun dreifibréfa og fleira. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er fást við sölumennsku og skipulagningu á sölukerfum. ■ Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Stjórnunarfélag íslands OCTAVO 28.04

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.