Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Þáttaskil virðast vera að
eiga sér stað í þróun orkumála
Ræða Jóhannesar Nordal for-
manns stjórnar Landsvirkjunar
á ársfundi Landsvirkjunar
Árið 1985 var tvímælalaust eitt
hið hagstæðasta í sögu Landsvirkj-
unar. Áfkoma fyrirtækisins batnaði
þriðja árið í röð, jafnframt því sem
raunverð á raforku til almennings-
veitna lækkaði að meðaltali um 14%
frá fyrra ári. Hreinn rekstrarhagn-
aður varð 253 milljónir króna eða
9% af veltu og hefur verið ákveðið
að greiða eigendum 6% arð af
endurmetnu stofnframlagi þeirra
og nemur sú greiðsla 45 milljónum
króna. Hefur Landsvirkjun aðeins
einu sinni áður greitt eigendum arð
af stofnframlagi.
Batnandi hagur Landsvirkjunar
undanfarið þijú ár á sér ýmsar skýr-
ingar, bæði í rekstri fyrirtækisins
sjálfs og breyttum ytri aðstæðum.
Mikilvægur þáttur í bættri afkomu
er sú hækkun, sem fengist hefur á
raforkuverði með endurskoðun raf-
orkusamnings Landsvirkjunar við
ISAL. jafnframt hefur verið gert
átak til þess að bæta afkomu með
endurbótum í rekstri og enduríjár-
mögnun lána í því skyni að lækka
fjármagnskostnað. Árið 1982 voru
afnumdar verðlagshömlur á Lands-
virkjun, og síðan hefur stjóm fyrir-
tækisins ákveðið verð til almenn-
ingsveitna með tilliti til arðgjafar
og að fenginni umsögn Þjóðhags-
stofnunar. í fyrstu eftir afnám
verðlagshafta var nauðsynlegt að
hækka raforkuverðið mjög mikið til
þess að vinna upp áhrif hallarekstr-
ar undanfarinna ára, sem að veru-
legu leyti stafaði af óraunhæfri
verðlagningu. Síðan um mitt árið
1983 hefur hins vegar verið hægt
að lækka raunverð raforku til al-
menningsveitna jafnt og þétt og
vonir standa til, að svo verði áfram
á næstu árum, eins og síðar verður
að vikið. Þessi reynsla sýnir hins
vegar, að farsælast er, að stjórn
Landsvirkjunar ráði verðlagningu á
raforku og hún sé ákveðin með til-
liti til arðsemissjónarmiða, sem
tryggi heilbrigða afkomu og batn-
andi fjárhag fyrirtækisins. Þannig
er einnig best hægt að tryggja hag
neytenda og lækkandi raforkuverð
til frambúðar.
Samhliða þessum og öðrum
breytingum, sem orðið hafa í rekstri
Landsvirkjunar undanfarin ár og
stuðlað hafa að batnandi afkomu
hennar og fjárhagsstöðu, hafa orðið
miklar breytingar á þróun orkumála
í heiminum og þeim ytri skilyrðum,
sem Landsvirkjun á við að búa.
Margt bendir nú til þess, að þátta-
skil séu að verða í orkubúskap
heimsins eftir rúmlega tíu ára
umbrotaskeið, sem hófst með íjór-
foldun olíuverðs og orkukréppunni
fyrri síðla árs 1973. Aðeins fimm
árum síðar reið yfir önnur stór-
hækkun olíuverðlags, sem einnig
hafði mikil áhrif á verðlag annarra
orkugjafa.
Hinar gífurlegu hækkanir á verði
olíu, helsta orkugjafa heimsins,
hlutu að hafa afdrifarík áhrif ekki
aðeins á orkubúskapinn, heldur á
þróun efnahagsmála í heild. Brugð-
ist var við hækkandi verði á olíu
bæði með því að efla þróun og
notkun annarra orkugjafa, svo og
með því reynt var að draga úr
orkunotkun almennt, en þó sérstak-
lega olíu. Jafnframt átti olíuverðs-
hækkunin meginþátt í því að auka
verðbólgu og jafnvægisleysi í al-
þjóðaviðskiptum, sem leiddi síðan
til minnkandi hagvaxtar. Ein afleið-
ingin var aukið jafnvægisieysi á
alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum
og mikii hækkun raunvaxta.
Ör uppbygging
Hér á landi voru áhrif orkukrepp-
unnar hliðstæð því, sem annars
staðar gerðist. Verðbólga fór vax-
andi og gert var meiri háttar átak
til þess að auka innlenda orkufram-
leiðslu og draga úr notkun erlendrar
orku, eftir því sem við var komið.
Þannig varð áratugurinn 1974 —
1983 tímabil örustu uppbyggingar
sem átt hefur sér stað í orkumálum
hér á landi. Auk nýrra virkjana var
miklu fé varið á þessu tímabili til
flutningskerfisins og samtengingar
landsins í eitt orkuveitusvæði. Alls
nam fjárfesting í rafvirkjunum og
veitukerfum á þessu tímabili að
meðaltali 3,4% af þjóðarframleiðslu
á ári hverju og eru þá hitaveitur
ekki meðtaldar.
Ekki skal hér reynt að leggja
heildarmat á þróun orkumála á
þessu tímabili. Hitt er ljóst, að
uppbyggingin á þessu tímbili var
örari en orkufýrirtækin gátu við
ráðið án fjárhagslegra erfiðleika og
stórfelldrar skuldasöfnunar. Lítið
eigið fé var til framkvæmdanna,
meðal annars vegna þeirrar stefnu
stjómvalda að halda niðri orkuverði,
en jafnframt urðu hækkandi raun-
vextir á erlendum lánum til þess
að þyngja verulega greiðslubyrgði
orkufyrirtækjanna. Hámarki náðu
þessir erfiðleikar hjá Landsvirkjun
á árinu 1982, þegar halli á rekstrin-
um nam 28% af rekstrartekjum.
Nú bendir hins vegar flest til
þess, að ytri skilyrði séu að breytast
orkubúskap íslendinga í hag bæði
með hagstæðari þróun efnahags-
mála hér innanlands og lækkandi
olíuverði og auknum hgvexti er-
lendis. Ástæða er til að staldra við
og reyna að meta hinar nýju að-
stæður og þær horfur, sem nú virð-
ast vera framundan og áhrif þessa
á orkubúskap ístendinga.
Þótt sú mikla lækkun olíuverð-
lags, sem átt hefur sér stað að
undanfomu sé hagstæð fyrir þjóð-
arbúskap íslendinga, hefúr hún lítil
bein áhrif á rekstur Landsvirkjunar.
Að vísu er líklegt, að lægra olíuverð
rýri um sinn samkeppnisaðstöðu
innlendra orkugjafa og dragi úr
þeirri hvatningu til olíuspamaðar,
sem fyrir hendi hefur verið. Engin
ástæða er þó til að ætla annað en
innlend orka geti haldið hlut sínum,
en í orkufrekum iðnaði kemur
samkeppni frá olíu vart til greina.
Þrátt fyrir þessi breyttu viðhorf er
mikilvægt að halda áfram að hvetja
bæði til orkuspamaðar og aukinnar
notkunar innlendrar orku, þar sem
ólíklegt er að hið lága verð, sem
nú er á olíu, haldist til langframa.
Betri nýting orkugjafa
Ein af afleiðingum olíuverðs-
hækkunarinnar undanfarinn ára-
tug, sem komið hefur fram í vax-
andi mæli síðustu árin er aukinn
spamaður og betri nýting hvers
konar orkugjafa. Þannig hefur við
hönnun hvers konar véla, tækja og
bygginga verið stefnt að betri orku-
nýtingu en áður tíðkaðist. Þannig
hefur stórlega hægt á aukningu
orkueftirspumar í hlutfalli við þjóð-
arframleiðslu hvarvetna í heimin-
um. Hið sama hefír gerst hér á
landi. Samhliða því, að mettunar-
áhrif koma fram í notkun innlendra
orkugjafa til húshitunar, þar sem
innflutt orka nemur nú aðeins um
4% af heildamotkuninni, hefur
dregið úr aukningu annarrar orku-
notkunar. Þetta á ekki síst við um
raforku, þar sem verulega hefur
hægt á aukningu eftirspumar á síð-
Jóhannes Nordal
þessa gerir orkuspárnefnd nú ekki
ráð fyrir því, að sala raforku til
almennra nota vaxi nema um 3,2%
á ári fram til aldamóta, en það er
um helmingi minni aukning en á
tímabilinu 1971—1985, þegar hún
jóst að meðaltali um 6,4% á ári.
Þessi breyting hefur valdið því, að
Landsvirkjun hefur mjög dregið úr
fjárfestingum að undanfömu, með-
al annars frestað lúkningu Blöndu-
virkjunar allt fram til ársins 1991.
Á þessu ári verður fjárfesting
Landsvirkjunar aðeins rúm 20% af
því, sem hún var að meðaltali á
ámnum 1974—1983.
En það eru ekki aðeins bein áhrif
þróunar olíuverðs og orkumarkaðs,
sem hér skipta máli. Samfara betra
jafnvægi á olíumörkuðum og lækk-
andi olíuverði hefur heimsbúskap-
urinn verið að ná sér eftir orku-
kreppur, verðbólgu og efnahags-
stöðnun síðasta áratugar. Fyrir
orkufyrirtæki á Islandi, sem enn
eru svo mjög háð erlendu lánsfé,
skiptir ekki minnstu, hver áhrif
þessi þróun hefur haft til lækkunar
á raunvöxtum og hagstæðari kjara
á erlendum lánsQármörkuðum.
Hefur þetta þegar komið fram í
bættri afkomu Landsvirkjunar síð-
ustu tvö árin, en áframhald sömu
þróunar á næstu árum mundi bæði
bæta afkomuna frekar og lækka
framleiðsluverð raforku frá nýjum
virkjunum. Aukinn hagvöxtur, sem
nú setur svip á efnahagsstarfsem-
ina víða um heim glæðir einnig
vonir um það, að skilyrði til íjárfest-
inga í orkufrekum iðnaði hér á landi
muni fara batnandi á ný á næstu
árum.
Tímamót í stöðu
Landsvirkjunar
Allt það, sem hefur verið rakið,
rennir stoðum undir þá skoðun, að,
nú séu tímamót að verða bæði í
stöðu Landsvirkjunar sem fyrirtæk-
is og í ytri skilyðum orkubúskapar-
ins hér á landi. Að baki er áratugur
orkukreppunnar, efnahagslegar
sviftingar hans og átök, en fram-
undan virðist í bili betra og stöðugra
árferði með bættum skilyrðum til
hagvaxtar og fyrir rekstur fyrir-
tækja, sem mjög eru háð kjörum á
langtímafjármagni. Jafnframt hef-
ur fjárhagsstaða Landsvirlq'unar
stórbatnað á undanfömum þremur
árum, svo óhætt er að segja, að
afkoma hennar og efnahorfur hafí
ekki áður verið betri. Styrkur fyrir-
tækisins liggur líka í því, að nú
hefur verið lokið uppbyggingu
sterks dreifíkerfís er nær til alls
landsins og uppfyllir þær öryggis-
kröfur, sem eðlilegt er að gera við
núverandi aðstæður. Að baki er
þannig mikil grundvallarfjárfest-
ing, sem á eftir að skila arði um
ókomin ár. Viðbótarþörfum mark-
aðarins er því hægt að sinna með
minni kostnaði á hveija framleiðslu-
einingu. Til að skýra nánar, hveiju
máli þetta skiptir ætla ég að víkja
stuttlega að áætlunum um rekstur
Landsvirkjunar til næstu aldamóta,
sem unnið hefur verið að undan-
förnu. Þótt mér sé fyllilega ljóst,
hvern fyrirvara menn þurfa að hafa
um langtímaspár af þessu tagi, sér-
staklega að því er varðar ytri að-
stæður, geta þær engu að síður
gefíð mikilvægar upplýsingar um
líklega þróun í framtíðinni.
Fyrst er þá að skoða þróunina
miðað við þá forsendu, að engin
teljandi aukning verði á orkufrekum
iðnaði fram til aldamóta. Sé gengið
út frá nýjustu áætlunum orkuspár-
nefndar verður aukning sölu til
almenningsveitna á þessu tímabili
1000 GWst. Til þess að anna þessari
sölu þarf ekki aðrar viðbætur við
orkuöflunarkerfíð fram til aidamóta
en byggingu Blönduvirkjunar, sem
nú er ætlað að taka í notkun árið
1991. Ennfremur þarf væntanlega
að styrkja dreifikerfið með nýrri
línu milli Norður- og Suðurlands
seint á þessu tímabili. Framkvæmd-
ir verða því væntanlega aðeins brot
af því, sem þær hafa verið undan-
farin fímmtán ár, en í því felst
meðal annars mun minni óvissa en
ella um þróun útgjalda. Helsta
óvissan í þessum áætlunum varðar
þróun raunvaxta, en reiknað er með
6% raunvöxtum allt tímabilið, sem
er rúmu prósentustigi hærra en
Landsvirkjun greiddi á síðastliðnu
ári, en útlit er nú fyrir, að raun-
vextir af lánamarkaði fari enn
lækkandi. Einnig eru tekjur á sölu
til stóriðju varlega reiknaðar og
ekki gert ráð fyrir neinum endur-
skoðunum þeirra samninga. Miðað
við þessar forsendur mun afkoma
Landsvirkjunar geta farið batnandi
allt þetta tímabil. Hvernig það
svigrúm, sem þannig skapast, verð-
ur notað en hins vegar ákvörðunar-
atriði stjómar fyrirtækisins og
eignaraðila þess.
Hvernig nýta skal
bætta afkomu
Þegar nýta skal bætta afkomu,
kemur einkum þrennt til greina: I
fyrsta lagi að lækka verð á raforku
til almennings, í öðru lagi að endur-
greiða erlendar skuldir og bæta
þannig efnahagsstöðu fyrirtækisins
og í þriðja lagi að greiða eignaraðil-
um arð. Hér er að sjálfsögðu um
marga kosti að velja, en tvö dæmi
geta gefið hugmynd um það, hvað
hér er um að tefla.
í fyrra dæminu er reiknað með
5—6% arðgjöf eiginfjár að meðal-
tali, sem nægir til þess að hægt sé
að greiða niður allar skuldir fyrir-
tækisins á næstu fímmtán árum.
Þrátt fyrir þetta á að vera svigrúm
til þess að lækka raunverð á orku
til almennings um 3% að meðaltali
á ári þannig að það verði um alda-
mótin um þriðjungi lægra en í dag,
auk þess að greiða eigendum arð,
er nemi 6% af endurmetnu stofn-
framlagi á ári.
Sé hins vegar Jögð megináhersla
á lækkun raforkuverðs, til að
mynda 5% meðaltali á ári, sem
jafngildir rúmlega helmings lækkun
á raunverði á orku til aldamóta,
væri mun minna svigrúm til að
bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. í
þessu dæmi mundi arðgjöf af eigin
fé aðeins verða um 3% að meðal-
\__ltií*^. ustu íjórum til fímm árum. I ljósi
tali, en þó væri svigrúm til þess að
lækka hlutfall skulda af heildar-
eignum úr tveimur þriðja í einu
þriðja. Arður til eigenda er hinn
sami og í fyrra dæminu.
Fleiri dæmi mætti rekja, en þetta
ætti að nægja til þess að sýna, að
svigrúm á að vera fyrir hendi á
næstu árum til þess að gera allt í
senn, lækka raunverð á raforku til
almennings, bæta rekstrarstöðu
fyrirtækisins og greiða eigendum
viðunandi arð á stofnframlögum
sínum. Hvaða forgang menn vilja
gefa hveijum þessara þátta verður
ekki ákveðið fyrirfram, heldur hlýt-
ur það að ráðast af efnahagslegum
sjónarmiðum á hveijum tíma, þar
á meðal hugsanlegum nýjum tæki-
færum til þess að nota aukna orku
til iðnþróunar eða innflutnings-
sparnaðar.
Orkufrekur iðnaður
Eins og nú standa sakir er mikil
óvissa um frekari þróun orkufreks
iðnaðar hér á landi á næstu árum.
Efnahagsörðugleikar undanfarins
áratugar hafa dregið úr vexti orku-
freks iðnaðar í heiminum og aukið
samkeppni milli þeirra ríkja, sem
geta boðið raforku á hagstæðu
verði. Þótt heimsbúskapurinn ein-
kennist nú af auknum hagvexti,
verður hér engu spáð um tækifæri
íslendinga til þess að efla frekar
þennan mikilvæga þátt í atvinnu-
starfsemi þjóðarinnar. Hins vegar
er mikilvægt að vera fær um að
nýta þau tækifæri, sm kunna að
gefast á þessu sviði í framtíðinni.
Enginn vafí er á því, að Lands-
virkjun er nú betur undir það búin
en nokkru sinni fyrr að sjá fyrir
aukinni orku til orkufreks iðnaðar
á hagkvæman hátt. Hér kemur
einkum þrennt til. í fyrsta lagi mun
frekari aukning orkuframleiðslunn-
ar njóta hagkvæmni þess sam-
tengda heildarkerfis, sem þegar er
fyrir hendi. í öðru lagi liggja fyrir
fullunnar áætlanir um nokkra mjög
hagkvæma virkjunarkosti. Og í
þriðja lagi mun sterk fjárhagsstaða
fyrirtækisins bæði auðvelda alla
framkvæmd og tryggja aðgang að
lánsfé með hagstæðum kjörum.
Áætlanir hafa verið gerðar til
aldamóta til þess að kanna áhrif
byggingar kísilmálmverksmiðju
ásamt tvöföldum álbræðslunnar í
Straumsvík á fjárhag og afkomu
Landsvirkjunar. Sýna þessar áætl-
anir, að orkusala til slíkrar stóriðju-
uppbyggingar væri Landsvirkjun
hagstæð, jafnvel þótt orkuverð
væri lítið hærra en greitt er sam-
kvæmt gildandi orkusölusamningi
við álbræðsluna í Straumsvík. Þrátt
fyrir þær viðbótarframkvæmdir,
sem þessi orkusala mundi krefjast
næstu fimmtán árin, yrði meðal-
fjárfesting Landsvirkjunar á því
tfmabili um þriðjungi lægri á ári
en hún var á árunum 1974—1983.
Einnig mundu skuldir Landsvirkj-
unar lækka um þriðjung eða meir
á tímabilinu og eigið fé aukast
meira en ef eingöngu væri virkjað
fyrir hinn almenna markað.
Þáttaskil
Góðir áheyrendur. Ég er nú
kominn að lokum þessa máls, þar
sem ég hef reynt í fáum orðum að
rekja þær miklu breytingar, sem
orðið hafa á fjárhagsstöðu Lands-
virkjunar að undanfömu og þau
þáttaskil, sem að ýmsu leyti virðast
vera að eiga sér stað í þróun orku-
mála. Áætlanir Landsvirkjunar
benda til þess, að fyrirtækið eigi
að gera haldið áfram að bæta fjár-
hagsstöðu sína og lækka skuldir á
komandi árum, jafnframt því sem
raunverð á rafmagni til almenn-
ingsveitna geti lækkað að jafnaði
um að minnsta kosti 3% á ári.
Jafnframt eru góð skilyrði til þess
að auka verulega sölu á orku til
orkufreks iðnaðar, ef færi gefast á
þeim vettvangi. Þannig mun Lands-
virkjun geta haldið áfram að gegna
hinu tvíþætta hlutverki sínu: Að
tryggja almenningsveitum í landinu
örugga og hagkvæma orku og nýta
þau tækifæri til raforkusölu til
iðnaðar, sem orðið geta þjóðarbúinu
til hagsbóta.