Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 17

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 17
Skaftártunga: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 17 Félagsheimilið Tungusel vígt Hnausum í Meðallandi. NÝTT félagsheimili í Skaftár- tungu í Vestur-Skaftafellssýslu var vígt á sunnudaginn. Félags- heimilið heitir Tungusel og var fjölmenni við athöfnina. Félagsheimilið er tæpir 300 fer- metrar að stærð og stendur húsið í landi Hemru við Tungufljót, en Sigvaldi Jóhannesson, fyrrum bóndi í Hemru, gaf þijá hektara lands til félagsheimilis. Valur Oddsteinsson, oddviti Skaftártungumanna, setti vígsluat- höfnina, en veizlustjóri var Sveinn gaf 25 þúsund krónur, Björg og Guðjón frá Hemru og böm þeirra gáfu 50 þúsund krónur, kirkjukór Grafarkirkju gaf fánastöng og fána, Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga gaf borð og stóla í fundarherbergi hreppsins, byggingarfélagið Klakk- ur gaf steinker á ganga hússins, synir Kristínar og Vigfúsar á Ljóta- stöðum gáfu málverk af Jóni Ein- arssyni á Hemru og Vigfúsi Gunn- arssyni, Flögu, en félagsheimilið stendur á milli bæja, þar sem þessir tveir sveitarhöfðingjar bjuggu. Loks Hluti gesta við vígslu Tungusels. Gunnarsson bóndi, Flögu. Séra Sighvatur Emilsson flutti vígslu- ræðu og kona hans, Anna Einars- dóttir, stjómaði söng kirkjukórsins milli atriða. Ragnheiður Júlíusdóttir kynnti niðurstöður nefndar, sem valdi húsinu nafn, en auk hennar sátu sr. Sigutjón Einarsson, Kirkju- bæjarklaustri, og Vilhjálmur Eyj- ólfsson, Hnausum, í nefndinni. Hús- ið heitir sem fyrr segir Tungusel. Margar ræður vom fluttar undir borðum og félagsheimilinu færðar gjafir. Brottfluttir Skaftártungumenn gáfu píanó, Samvinnubankinn í Vík gaf ræðustól, Búnaðarbankinn í Vík skal nefnt að eigendur verzlunar- innar Nýlands í Vík gáfu vömúttekt fyrir efninu í vígsluveizluna. Fleiri smærri gjafir bárast og mikið af blómum og mörg skeyti. Húsið kostar röskar tíu milljónir króna og em innifaldar í þeim út- reikningi 4.400 vinnustundir í sjálf- boðavinnu og 311 lömb, sem bænd- ur gáfu, einnig bámst peningagjafir meðan húsið var í smíðum og em slíkar gjafir að berast enn. Húsið er hannað af Sigurði Jakobssjmi, tæknifræðingi frá Skaftafeili í Öræfum. Villyálmur Kopavogur: Hátíðahöld við Digranes HATIÐAHÖLD sumardaginn fyrsta í Kópavogi hefjast með skrúðgöngu frá Menntaskóla Kópavogs kl. 13.30. Skátar og Hornaflokkur Kópavogs fara fyrir göngunni. Gengið verður um Álfhólsveg að íþróttahúsinu Digranesi þar sem dagskrá hefst kl. 14.00. í upphafi leikur Skólahljómsveit Kópavogs og ávarp verður flutt. Síðan verður ýmislegt til skemmt- unar, danssýning, skemmtiatriði fyrir börn þar sem þekktar persónur koma við sögu og fleira. Þá verða leikir og keppni þar sem ýmsir bæjarbúar bregða á leik. Að lokum stendur Hestamannafélagið Gustur fyrir hestasýningu fyrir utan húsið og yngstu bæjarbúum er boðið á bak. Trúður mun taka þátt í hátíða- höldunum frá upphafi til enda. Tungusel Morgunblaðið/Vilhjálmur KRÍSUVÍKURSAMTÖKIN FUNDARB0Ð Krísuvíkursamtökin boða til framhaldsstofnfundar á Hótel Sögu, Súlnasal fimmtudaginn 24. apríl smnardaginn fyrsta, kl. 17-19 Fundarefni: 1. Kynning samtakanna 2. Skráning nýrra félaga 3. Byijunarframkvæmdir Heildarmarkmið samtakanna eru: að hjálpa ungum vímuefnaneytendum til heilbrigðrar lífsstefnu að stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum í landinu að veita aðstandendum stuðning oguppfræðslu Undirbúningsneftidin Öryggi í öndvegi Viðurkenndir og fallegir Allt í bílinn . mawst Síðumúla 7-9, ® 82722

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.