Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 18
18_________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 jmn Hagsmunir íbúanna | eða hreppsnefnd- j armeirihlutans Megi mannlíf á Álftanesi þróast í sátt við náttúruna og vilja meiri- hluta hreppsbúa. eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson Grein nokkur, afskaplega löng, eftir Andreas Bergmann, birtist á síðum Morgunblaðsins fimmtudag- inn 10. apríl sl. Hún fjallaði um þær kosningar er í vændum eru í einum af fjölmörgum hreppum landsins. Einnig um innansveitarmál en þó fyrst og fremst um hugmyndir greinarhöfundar um sveitunga sína. Þó ekki sé heppilegt að hlaupa með innansveitarmál í 750 manna hreppi fyrir alþjóð, hefur grein þessi vakið furðu nógu margra til að nauðsyn- legt er að veita þeim nákvæmari og kreddulausari upplýsingar en voru í grein Andreasar, þó í örstuttu máli verði. Hagsmunasamtökin — íbúasamtök í fyrsta lagi er rétt að taka fram að Andreas Bergmann skilur ekki eða vill ekki skilja hvers eðlis Hagsmunasamtök Bessastaða- hrepps eru. Hann leitar til Morgun- blaðsins með þennan misskilning sinn og fær hann hér með leiðrétt- an, svo og aðrir er kunna að hafa öðlast hlutdeild í þeim misskilningi. Hagsmunasamtök Bessastaða- hrepps eru samtök fólks sem telur að nauðsynlegt og rétt sé að fjalla um mál sveitarfélags án þess að blanda hefðbundinni flokkapólitík þar inni í. Einn af hornsteinum þessara samtaka eru eindregin ósk um hlutlæga umræðu um sveitar- „íþróttahúsið hefði aldrei orðið að því kosn- ingamáli sem það nú er orðið ef hreppsnefnd- armeirihlutinn hefði ekki hunsað mótmæli skólanefndar og hreppsbúa um máls- meðferð hans og fellt tillögu um sveitarfund um máiið.“ stjómarmál sem byggist á því sem brennur heitast á Álftnesingum og á sér ekki samsvörun í landsmála- pólitík. Hitaveitumál, dagvistunar- og skólamál má þar nefna. Þess vegna em félagar samtakanna úr röðum allra flokka, einnig Sjálf- stæðisflokksins, og auk þess fólk sem ekki hefur verið kennt við stómmálaflokka. Pólitískt framboð eins flokks eignar honum ekki sjálf- krafa alla þá er aðhyllast stefnu hans í þjóðmálum. Það sést best á því að af þeim þrem oddvitum hreppsins úr röðum sjálfstæðis- manna, sem Andreas nefnir sem dæmi um farsæla stjómendur flokksins, er einn félagi í Hags- munasamtökum Bessastaðahrepps, annar hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista sjálfstæðismanna í þessum kosningum og einungis sá þriðji er frambjóðandi flokksins í komandi sveitarstjómarkosningum. Hreppsnef ndarmeiri- hluti hunsar vilja íbúa og skólanefndar I öðm lagi eyðir Andreas miklu rým: í eitt þeirra mála er sett hafa svip sinn á umræður innan Bessa- staðahrepps að undanförnu: ákvörðun meirihluta núverandi hreppsnefndar um að semja um byggingu íþróttahúss sem hún býð- ur út aðeins sex vikum áður en kjörtímabili hennar lýkur. Margt er missagt í grein Andreasar um þetta mál og mikið verk að eltast við allar þær rangfærslur sem þar er að finna. Það mun þó verða gert og leiðrétt á öðmm vettvangi, innan hrepps, eins og eðlilegt má teljast. Hvergi er þó tekið á kjama máls- ins, að meirihluti kjósenda í hreppn- um skrifaði undir þá hóglátu bón að ákvörðun í málinu yrði frestað fram yfir kosningar, þannig að frá- farandi hreppsnefnd sem í síðustu kosningum var sjálfkjörin bindi ekki hendur næstu hreppsnefndar með því að leggja nær allt framkvæmd- afé hreppsins í eitt verkefni, verk- efni, sem í nýlegri könnun reyndist númer fimm á óskalista hreppsbúa. Við hvað var hreppsnefndin hrædd? Að næsta hreppsnefnd kæmist að því að fjármögnun framkvæmdanna væri vafasöm? Sennilega, því að það er hún. Hagsmunum hverra þjónar þessi málsmeðferð? Málefnalegri umræður nauðsynlegar Iþróttahúsið hefði aldrei orðið að pví kosningamáli sem það nú er orðið ef hreppsnefndarmeirihlutinn hefði ekki hunsað mótmæli skóla- nefndar og hreppsbúa um málsmeð- ferð og fellt tillögu um sveitarfund um málið. Grein Andreasar dæmir sig sjálf að öðru leyti. Gífuryrði og undarleg- ar ásakanir bera áreiðanleika grein- arhöfundar það vitni sem hann kýs sjálfur. Vonandi verður kosningabarátt- an í Bessastaðahreppi málefnalegri en grein Andreasar gefur til kynna, rekin á heimavelli ef kostur er, ekki út um allt land. Vera kann þó að nauðsynlegt muni að fjalla frekar um þetta mál í fjölmiðlunum, það kann að vera lærdómsríkt fyrir fleiri sveitarstjórnir að sjá að ekki er hægt að þagga niður í þverpóli- tískum íbúasamtökum með fúkyrð- um eða valdaboði. Höfundur er sagnfræðingur, sem starfar sem blaðamaður. 275 Jukkur45cim £|’ Jukkur55cm Jukkur75cm -495, Aðrar jukkur seidar meo 20% afslætti. 3kaktusar í pakkakj^Z^l r/ Okkar áriega vorútsala er hafm. Nú seljum við allar pottaplöntur á útsölu. Missið ekki af þessu einstakatækifæn. Hérfástgóðarplontur á góðu verði. interftora Blómum viðaverold Gróðurhúsinu ipnpy við Sigtún: Símar 36770-686340 lSára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.