Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
+
„Megi eitthvað gott gróa í spor-
um ykkar hvar sem þau liggja“
Skólaslitaathöfnin var fjölsótt.
Ssw V
Grétar Unnsteinsson skólastjóri sýnir fjármálaráðherra gróðurhús
skólans.
Tveir nemendur úr 20 ára hópnum voru mættir við skólaslitin,
Ragnheiður Guðmundsdóttir og Einar Þorgilsson. Með þeim á
myndinni er Bjami Helgason úr hópi 40 ára nemenda.
- 29 nemendur útskrifaðir frá Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi.
Selfossi.
GARÐYRKJUSKÓLA ríkisins á Reykjum í Ölfusi var slitið laugardag-
inn 5. apríl sl. Alls luku 29 nemendur bóklegu námi frá skólanum.
Aðsókn að skólanum hefur farið vaxandi ár frá ári og nú liggja
fyrir rúmlega 50 umsóknir um skólavist næstu tvö árin, en nemendur
stunda bóklegt nám í tvo vetur og skila síðan skýrsiu yfir starfsnám
við garðyrkjustöð.
í upphafí skólaslitaathafnarinnar
í Garðyrkjuskólanum minntist Grét-
ar Unnsteinsson skólastjóri látinna
starfsmanna skólans og bauð vel-
komna gesti sem m.a. voru land-
búnaðarráðherra, fjármálaráðherra
og alþingismenn Suðurlandskjör-
dæmis, auk 20 ára nema við skól-
ann.
Grétar skólastjóri fór nokkrum
orðum um starfsemi skólans og það
sem framundan er í starfi hans.
Hann benti á að brýna nauðsyn
beri til að endumýja og auka húsa-
kost skólans. Lokið er vinnu við nýtt
skipulag af landi Reykja sem mun
auðvelda mjög alla uppbyggingu.
Meðal þess sem stefnt er að er
plöntun 10 þúsund tijáplantna í
skógarreit skólans eins og gert
hefur verið sl. 4 ár og unnið verður
að því að klæða allt land skólans
og skapa gott útivistarsvæði austur
með hlíðinni fýrir ofan skólann.
Samþykktur hefur verið nýr
námsvísir fyrir skólann og þakkaði
skólastjóri öllum þeim sem unnu
að honum. Sérstök starfsskrá fyrir
verklegt nám verður tilbúin fyrir
vorið.
Tilraunastarfsemi við Garðyrkju-
skólann hefur alltaf verið mikil og
leitað í því efni nýrra leiða. Grétar
skólastjóri sagði að það hefði verið
stórt spor í rétta átt þegar skólinn
fékk á íjárlögum 1 milljón til til-
rauna og 250 þúsund til tækja-
kaupa. Uppi era áætlanir um að
reisa 800m2 tilraunagróðurhús auk
úrbóta á öðra skólahúsnæði fyrir
1989 þegar skólinn verður 50 ára.
Tölvunotkun í ræktun fer sífellt
vaxandi og nú í vetur gekkst skólinn
fyrir tölvunámskeiði fyrir starfsfólk
og kennara skólans og leitað hefur
verið tilboða í tölvubúnað fyrii: skól-
ann. Þetta sagði Grétar að væri
einn liðurinn í því ásamt öðra að
gera skólann aða miðstöð íslenskrar
garðyrkju. „Stefnan er að bjóða upp
á lifandi starfsemi með rætur hjá
atvinnulífinu, garðyrkjumönnunum
sjálfum," sagði Grétar.
Félagslíf nemenda við skólann
var blómlegt og gáfu nemendur
m.a. út skólablaðið Smára þar sem
sagt er frá félagslífinu og aðstöðu
til þess. Þar er m.a. getið um sið
sem fylgt er um jólaleyt.ið, þegar
kennarar fara í skógarrreit skólans,
velja jólatré sem þeir merkja með
borða og síðan fara nemendur í hóp
og leita uppi tréð, höggva og bera
heim í hús.
Aðsókn að Garðyrkjuskólanum
bendir til þess að ungt fólk hafi
trú á ræktunarmöguleikum á ís-
landi, en nú liggja fyrir 50—60
Nemendur skólans, sem fengu viðurkenningar. F.v.: Steinunn Ingibjörg Stefánsdóttir, Ragna Bærings
Sigursteinsdóttir, Helga Aðalgeirsdóttir, Indriði Þór Traustason, Ásdís Lilja Ragnarsdóttir, Ólafur
Þóroddsson, Þórgunnur Eysteinsdóttir, Jóhann Svanur ísleifsson með son sinn Hjalta, Kristin Péturs-
dóttir og Gísli Guðmundsson. Einnig fengu verðlaun Ari Eggertsson og Héðinn Björnsson.
umsóknir um nám 1986—1988.
Meðalaldur nemenda fer hækkandi
og er nú 23 ár. Um helmingur
nemenda era stúlkur og fer hlut-
deild þeirra í garðyrkjunámi vax-
andi.
29 nemendur luku bóklegu námi
frá skólanum, 1 með ágætisein-
kunn, 17 með fyrstu einkunn og
11 með aðra einkunn. Til viðbótar
bóklegu námi þurfa nemendur að
skila verklegu námi hjá garðyrkju-
stöð og ítarlegri greinargerð þar
um til skólans. Alls era það um
Frá skólaslitaathöfninni, Grétar
Unnsteinsson i ræðustól.
Skólastjóri afhendir nemanda verðlaun.
80—90 garðyrkjumeistarar sem
hafa tekið við nemendum í verklegt
nám og þakkaði skólastjóri þeirra
framlag.
Hæstu einkunn við skólann hlaut
Helga Aðalgeirsdóttir, 9,7 frá garð-
plöntubraut. 11 nemendum vora
afhentar bókagjafir frá skólanum
og aðilum tengdum garðyrkju.
Helga Aðalgeirsdóttir hlaut við-
urkenningu frá minningarsjóði um
Unnstein Ólafsson, fyrram skóla-
meistara, skrautritað viðurkenning-
arskjal og peningaupphæð. Við
afhendingu viðurkenninganna
skýrði skólastjóri frá því að fyrir-
tækið Entek í Hveragerði hefði
ákveðið að veita námsstyrk til
nemenda við skólann og að 20 ára
nemendur hefðu fært skólanum
peningagjöf.
í lok máls síns beindi skólastjóri
orðum sínum til nemenda og sagði
•m.a.: „Byggið ætíð ofan á þann
grann sem þið hafíð lagt hér í námi.
Fylgið hugarfari hins drenglynda,
sjálfstæða manns sem lætur gott
af sér leiða. Ég vil að sól og sumar
fylgi ykkur og að eitthvað gott
megi gróa í sporam ykkar hvar sem
þau liggja."
— Sig. Jóns.