Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Z1 Jón Helgason landbúnaðarráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýjum tilraunagróðurhúsum við Garðyrkjuskóla rikisins. Fyrsta skóflustunga tekin að nýjum tilraunagróðurhúsum Seifossi. JÓN HELGASON landbúnaðarráðherra tók fyrstu skóflustungn að tveimur tilraunagróðurhúsum við Garðyrkjuskóla ríkisins að lokinni skólaslitaathöfn 5. apríl sl. Um er að ræða tvö 400 m2gróðurhús sem verða tengd með tengigangi. Vandað verður til húsanna og þau tæknivædd, m.a. með tölvuvökvunarkerfi. Áætlað er að Ijúka fram- kvæmdum við húsin á næsta ári. í máli Grétars Unnsteinssonar skólastjóra fyrir athöfnina kom fram að taka þyrfti fast á tilrauna- málum við skólann til að fylgjast mætti með nýjungum í garðyrkju. Á þessu ári hefur skólinn 3 millj- ónir til framkvæmda og 2 millj. til viðhalds. Grétar sagði að með því að tvöfalda þessar upphæðir á næstu þremur árum mætti Ijúka framkvæmdum við uppbyggingu á aðstöðu við skólann. Bjarni Helgason garðyrkjumaður sagði að langþráður draumur um aukna tilraunastarfsemi væri að rætast m.a. með þessum nýju hús- um og kvaðst vona að hinn góði undirbúningur við skólann varðandi tilraunastarf skilaði sér áfram. „Við viljum ekki styrki eins og kollegar okkar erlendis en tilraunastarfið styrkir okkur,“ sagði Bjami og bætti við: „allt sem vel er gert hér er stéttinni til góðs.“ í ávarpi sagði Jón Helgason m.a. að íslenskum landbúnaði væri mikil þörf á aukinni fjölbreytni f fram- leiðslu sem byggði á þekkingu. Miklu skipti að geta fengið holla fæðu úr hreinum íslenskum jarð- vegi. Fyrirhugað er að Garðyrkjuskól- inn í samstarfi við Skógrækt ríkis- ins taki að sér ræktun og uppeldi fræs sem safnað var í Alaska á sl. sumri. Þegar landbúnaðarráðherra hafði tekið fyrstu skóflustunguna sýndi Grétar Unnsteinsson gestum gróðurhús og tilraunastarf við skól- ann. Sig. Jóns. Jóhann Svanur ísleifsson nem- andi (í ræðustól). Notum sól- skinið til upp- byggingar í framtíðinni Selfossi. VIÐ skólaslit Garðyrkjuskólans talaði Jóhann Svanur Isleifsson fyrir hönd nemenda. Hann fór nokkrum orðum um veruna í skól- anum og afhenti skólastjóra gjöf frá nemendum. „Þá er þessu lokið," sagði Jó- hann. „Við höfum upplifað skin og skúri hér í skólanum. Skúrina geymum við en notum sólskinið til uppbyggingar í framtíðinni." Sig. Jóns. Langar mest í lands- lagsarkitektúr Selfossi. HELGA Aðalgeirsdóttir hlaut hæstu einkunn frá Garðyrkju- skóla ríkisins, 9,7, sem er hæsta einkunn sem nemandi hefur fengið frá skólanum. Helga stundaði nám á garð- plöntubraut og er á förum til Drammen í Noregi á garðyrkjuskóla í 3 mánuði. Hún sagðist fá það metið til verklegs náms en þegar heim kæmi kvaðst hún taka til við verklega þáttinn í náminu. Að því loknu stefnir hún á nám í land- búnaðarhákólanum í Ási í Noregi. „Mig langar þar mest í landslags- arkitektúr," sagði Helga. „Ég hef alltaf unnið við garð- yrkju frá 15 ára aldri og fékk áhug- ann af því að vinna við þessi störf. Garðplöntufræðin og landslagsarki- tektúr eiga vel saman og mér finnst hinn skapandi þáttur spennandi," sagði Helga. Helga sagði að varðandi námið væri aðalverkefnið erfiðast en hún vann ritgerð um lystigarðinn á Akureyri þar sem hún hefur unnið við garðyrkjustörf í mörg sumur. Sigf. Jóns. Helga Aðalgeirsdóttir dúx skól- ans með verðlaun sín og viður- kenningar frá skólanum. Skíðaskálinn niEiMLtin Hveradölum Heilsið sumri og njótið veitinga í topp umhverfi. Það er mikið talað um okkar lofsamlega kalda borð. Haukur Morthens og félagar skemmta. G00DYEAR ó hagstceðu verði Hvort sem er í þurru færi eða blautu í lausamöl eða á malbiki á hálku eða í snjó eru: MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.