Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 22
"22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 OSKUM ÖLLUM LANDSMÖNNUM GLEÐILEGS SUMARS $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA o iðnaðarbanHnn THHLUTHAFA IÐNAÐARBANKANS Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf., sem haldiim var 17. april 1986, var samþykkt að auka hlutafé bankans um 150 milljónir króna með útgáfu nýrra hlutabréfa. Ákveðið var að aukningu hlutafjárins skildi hagað með eftirgreindum hætti: 1Í samræmi við samþykktir bankans verði núverandi hluthöfum veittur ■ forkaupsrétturaðaukninguíhlutfalliviðhlutafáreignsína. Jjff Jafnframt verði hhithöfum gefirrn kostur á að skrá sig fyrir allt að 20% ■ umfram hlutafjáreign sína. 3 4. 5 Skrái hiuthafar sig samkvæmt liðum 1 og 2 fyrir meira en nemur allri aukningu hlutafjárins skal hlutur þeirra, sem skrá sig samkvæmt lið 2, lækkaður hlutfallslega jafiit þar til ailri hlutafjáraukningunni er náð. Sölugengi bréfanna skv. lið 1 og 2 verði 100. Skrái hluthafar sig ekki fyrir allri hlutafjáraukningunni skal það sem eftir ■ stendur boðið til sölu á aímennum markaði. Banlcaráðið áltveður sölugengi og aðra útboðsslrilmáia í samræmi við samþykktir bankans. Bankaráð hefur nú ákveðið í samræmi við samþykktir bankans að hiuthafar þurfi að skrá sig fyrir hiutum í hinu nýja útlxrði fyrir 9. júní 1986. Hluthöfum verður gerð nánari grein fyrir hlutafjárútboði þessu í sérstöltu bréfi sem þeim verður sent innan tíðar. Reykjavík, 23. apríl 1986 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. Doktorsgróf við Háskóla Islands Bréf til ritstjóra Morgunblaðsins frá Höskuldi Þráinssyni Hr. ritstjóri. F'yrir nokkrum vikum birtust í Morgunblaðinu tvær langar greinar eftir Jón Kristvin Margeirsson. Þar vék Jón m.a. að viðskiptum sínum við Heimspekideild Háskólans á sl. ári. Þau viðskipti spunnust af því að Jón hafði lagt fram sagnfræði- lega ritgerð og óskað eftir því að fá að veija hana sem doktorsritgerð við deildina. í greinum sínum lét Jón falla nokkur ummæli um þessi viðskipti sín og deildarinnar og ég hef orðið var við að einhverjir hafa misskilið þau. Þess vegna langar mig að biðja þig að birta þetta bréf til leiðréttingar og skýringar. í lögum um Háskóla lslands eru ákvæði um doktorspróf (lög nr. 77/1979, 31.-33. gr.) og þar kemur m.a. fram að það eru deiídir Háskólans sem standa fyrir dokt- orsprófum. í reglugerð fyrir Há- skólann (nr. 78/1979) eru nánari reglur um doktorsprófin. Þar segir t.d. að doktorsefni verði að leggja fram doktorsritgerðir og prófíð sé síðan fólgið í munnlegri vöm þess- ara ritgerða (58. gr.). Um meðferð ritgerðanna segir m.a. þetta (í 59. gr): Háskóladeild skipar þriggja manna dómnefnd til að meta vís- indagildi rítsmíða þeirra, er fylgja umsókn doktorsefnis- - ins ... Dómneftid skilar skrif- legu og rökstuddu áliti til deildar. Nú er það einróma álit dóm- nefndar, að rit, sem umsækjandi hefur lagt fram, fullnægi ekki kröfum þeim sem gera verður til doktorsritgerða og skal deildin þá synja umsækjanda um að ganga undir doktorspróf. Nú var þetta einmitt það sem gerðist í máli Jóns Kristvins Mar- geirssonar. Dómnefndarmenn voru á einu máli um að telja ritgerðina ekki hæfa til doktorsvamar og því var aldrei um annað að ræða fyrir heimspekideild en hafna henni — þ.e. „synja umsækjanda um að ganga undir doktorspróf" eins og það er orðað í reglugerðinni. Jóni var auðvitað gerð grein fyrir þess- um niðurstöðum í bréfí á sínum tíma. Þess eru auðvitað mjög mörg dæmi um að umsóknir um að ganga undir doktorspróf séu afgreiddar með þessum hætti. Doktorsgráða er æðsta lærdómsgráða Háskólans og því nauðsynlegt að gera strangar kröfur til doktorsritgerða. Vita- skuld getur margt verið gott og fróðlegt í ritgerðum þótt þær stand- ist ekki þessar kröfur. Umsækjend- ur um doktorspróf átta sig venju- lega á þessu og gera sér mat úr þessum ritsmíðum sínum á annan hátt, gefa þær út í heild eða hlutum, endurskoða þær o.s.frv. Það er líka í raun ekki um annað að ræða — lög og reglugerð Háskólans gera ekki ráð fyrir neins konar áfrýjun í málum ef þessu tagi. Það er líka vandséð hveijir ættu betur að vera til þess failnir að fjalla um og meta gildi vísindaritgerða en sú nefnd sérfræðinga sem viðkomandi há- skóladeild hefur kjörið til starfans, þ.e. dómnefndin. Nú gerðist það samt að Jón Kristvin Margeirsson skrifaði heim- spekideild bréf og gerði athuga- semd við tiltekið smáatriði í einum kafla dómnefndarálitsins. Þótt mál- inu væri formlega lokið leitaði ég sem þáv. deildarforseti til eins dóm- nefndarmanna um skýringar vegna þessa og fékk þær. Deildarráð heimspekideildar samþykkti síðan á fundi hinn 14. desember 1984 að senda Jóni þessar skýringar dóm- nefndarmannsins og ályktaði jafn- framt að það teldi mál þetta til lykta . leitt, .enda skýr ákvæði um það í „Doktorsgráða er æðsta lærdómsgráða Háskólans og því nauð- synlegt að gera strang- ar kröfur til doktorsrit- gerða. Vitaskuld getur margt verið gott og fróðlegt í ritgerðum þótt þær standist ekki kröfur þessar.“ reglugerð eins og áður segir. Jón lét sér þó ekki þetta nægja heldur hélt áfram að senda deildinni bréf (dags. 26.12. 1984, 10.3. 1985 og 18.4. 1985) og skrifaði einnig menntamálaráðherra um málið (bréf dags. 7.4. 1985). Mennta- málaráðherra óskaði eftir umsögn deildarínnar og af því tilefni sam- þykkti deildarráð Heimspekideildar eftirfarandi ályktun á fundi 3. maí 1985: Með tilvísun til fyrri samþykktar (14. desember 1984) telur deild- arráð ekki ástæðu til að fjalla frekar um málaleitanir Jóns Kr. Margeirssonar. Samþykkt að fela deildarforseta að gera rektor og háskólaráði grein fyrir málinu. Þetta gerði ég sem þáv. deildar- forseti og sendi Jóni bréf um þá afgreiðslu (dags. 7. maf 1985). Um hana segir Jón í síðari Morgun- blaðsgrein sinni á dögunum að heimspekideild hafí ekki fjallað efnislega um kærumál sín. Það er rétt að því leyti að í bréfínu vísaði ég í áðumefndar greinar í iögum og reglugerð Háskólans og sendj honum reyndar ljósrit af þeim. í bréfínu tók ég svo til orða: Þar með verður að telja fræði- legri umfjöllun heimspekideildar um rit yðar lokið, samkvæmt þeim reglum sem gilda um með- ferð rita sem lögð eru fram til doktorsvamar. Teljið þér hins vegar að deildin hafí á einhvem . hátt ekki staðið rétt að þessu (sbr. ummæli yðar um „svindl", „óheiðarleika" og fleira af því tagi í bréfum yðar), verðið þér að kæra það til annarra aðila. Ég vona að þetta skýri nægilega meðferð heimspekideildar á máli Jóns Kr. Margeirssonar og forsend- ur hennar. Höfundur er fyrrv. foraeti heim- spekideildar og núverandi vara- forseti. Ferming í Skarðskirkju Fellsmúlaprestakall. Fermingarmessa í Skarðskirkju í Landsveit sunnudaginn 27. aprfl kl. 14. Prestur: Sr. Hannes Guðmundsson. Fermd verða: Andrés G. Ólafsson, Húsagarði. Borghildur Kristinsdóttir, Skarði. Kristín Kristjánsdóttir, Stóra-Klofa. Organisti er: Anna Magnúsdóttir, Hellu. Sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.