Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 23

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 23 Fjölmennum á íslenskar kvikmyndir Vorið er komið og ekki nema rétt rúm vika í sumardaginn fyrsta þegar þessi pistill er settur á blað um miðjan aprílmánuð. Nokkurra daga kuldakast breytir þar engu um, vorið er allt í kringum okkur. Það minnir á sig með ýmsu móti. Farfuglarnir eru að koma til lands- ins og grásleppuvertíðin hafrn eða að hefjast. Að baki er mildur vetur hér í borginni og á móts við hækk- andi sól ganga menn bjartsýnir á lífið ogtilveruna. Góður kunningi bauð upp á kaffi og með því heima hjá sér, miðviku- dagskvöld í aprílmánuði. Hann hringdi til mín kvöldið áður og sagði tilefnið allnokkuð. Hann hefur verið í dansskóla undanfama vetur og var einmitt þetta miðvikudagskvöld að ljúka prófi. Ég var kominn klukkan átta. Við horfðum á sjón- varpsfréttir af vaxandi spennu á milli Bandaríkjanna og Líbýu og vígbúnaði á Miðjarðarhafinu. Það var komið fram í miðjan fréttatím- ann þegar hann slökkti á tækinu, fréttimar voru flestar á einn veg, af fólki í einhvers konar vandræð- um, sálarháska ef ekki einhveiju enn verra. Við tókum upp létt hjal um daginn og veginn, vortískuna, sumarið og Fats Domínó á Broad- way. Við klámðum úr heilum kaffí- brúsa og átum næstum heila tertu. Kunningi minn fór í nýpressaðar buxur og lakkskó, bar á sig ilmvatn og hárkrem. Tók síðan nokkur dansspor á gangstéttinni fyrir utan heimili sitt í veðurblíðunni á svörtu lakkskónum og þá var mér ljóst að dansinn átti hug hans allan, enda hef ég fengið það staðfest að hann hafi náð mikilli leikni í samkvæmis- dönsum og spáir það góðu. Hann er maður um þrítugt og hefur ekki fest ráð sitt enn sem komið er, býr einn með tveim páfagaukum og þrem kanaríeyjafuglum. Það er á margan hátt sem menn halda upp á vorið. Sumir hefja alls- heijarhreingemingar á heimilum eða gera hreint í görðum við heim- ili sín, huga að hríslum og bera áburð á tún. Aðrir hafa áhuga á fatatískunni, vortískuni og velja oft á vorin ljósa liti er minna á birtuna og sumarið. í fatakaupshugleiðing- um er einmitt maður sem ég þekki og ég spjallaði við á fömum vegi nýlega. Hann fær sér ávallt einhver föt á vorin, oftast stakan jakka og buxur, skyrtu og létta sumarblússu. — Ég get ómögulega látið sjá mig í dökkum sparifötum með hækkandi sól. Ég minni eiginlega á sjóskrímsli i slíkum fatnaði. Ég ætla að láta það eftir mér að kaupa ljós sumarföt fyrir sumardaginn fyrsta og ég veit að konan verður hrifin. Hún segir að ég yngist um fimmtán ár við það eitt að fara úr dökku fötunum yfir í ljós. Sýningarsalir borgarinnar hafa boðið upp' á íjölbreytta myndlist fyrir þá fjölmörgu sem áhuga hafa á myndlist og láta sig ekki vanta þegar myndlistarmenn em með sýn- ingar. Gísli Sigurðsson og Valtýr Pétursson sýndu nýlega á Kjarvals- stöðum og nú stendur yfir sýning á verkum Sigurðar Þóris Sigurðs- sonar í Gallerí íslensk list að Vestur- götu 17. Ég átti leið þar um fyrir hádegi um daginn, það var þriðja dag sýningarinnar. Hafði fengið í pósti boðsmiða og hugðist ná tali af Sigurði sem var þá ekki við og í fyrstu hélt ég að ég væri að vill- ast. Sýningarsalurinn er inn af húsakynnum ferðaskrifstofunnar Flugferðir — Sólarflug og þar sat við borð framkvæmdastjórinn, Eyþór Hafberg, ásamt skrifstof- ustúlku og hann bauð mér vinsam- lega að skoða sýninguna. Þama var sýningarskrá og gestabók og þegar ég hafði krotað nafn mitt í gesta- bókina var ekkert því til fyrirstöðu að skoða þessa sjöttu einkasýningu Sigurðar Þóris hér í borginni á tíu ámm. Hann hefur breytt um stefnu í list sinni og fæst nú mest við mannslíkamann á mjmdfletinum í stað mynda af vinnu fólksins og brauðstriti. Ég hafði ekki verið lengi í salnum þegar ég kom auga á stór- an ljósbrúnan hund í bakherbergi inn af sýningarsalnum. Hann kom fram í dyragættina með leðuról um hálsinn, ekki óvingjamlegur en horfði rannsakandi augnaráði fram í salinn eins og hann væri að hug- leiða hvort ástæða væri til að at- huga sýningargesti nánar. Auk mín vom í salnum tveir Reykvíkingar, karl og kona, og karlmaður nokkur dökkur á lit, kannski frá einhveiju arabalandanna, gæti hafa verið frá Líbýu. Mér datt svona í hug hvort Sigurður Þórir hefði ráðið hundinn sem öryggisvörð á þessum síðustu og verstu tímum þegar búast má við öllu, jafnvel hér á þessu eylandi norður í höfum. Ég hafði annars gaman af sýningnni og ánægju af að skoða verk Sigurðar. Þessa dagana er verið að sýna nýja íslenska kvikmynd í Stjömu- bíói, „Eins og skepnan deyr“, leik- stjóm og handrit eftir Hilmar Oddsson. Nú em það í sjálfu sér engin tíðindi að íslensk kvikmynd sé fmmsýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar, það er að verða nokk- uð vís atburður. Eitthvað virðist þó aðsókn vera dræm. Þannig var hálf- tómt kvikmyndahúsið á sýningu klukkan fímm í miðri viku en ekki annað að sjá að áhorfendur hefðu skemmt sér ágætlega. Það ber að styðja þessa ungu listgrein eins og mögulegt er, t.d. með því að fjöl- menna þegar nýjar íslenskar kvik- myndir em sýndar í kvikmyndahús- unum... Viðgerðir og viðhald Húseigendur Með hækkandi sól fer í hönd tími viðhalds og viðgerða. Meistarafélag húsasmiða vill benda þeim sem hugsa til framkvæmda á nokkur góð ráð. Leitið til þeirra sem reynslu hafa og bera ábyrgð á sínu verki. Gerið skriflegan samning um það sem vinna á og hvernig það á að greiðast. Varðandi kaupgreiðslur þá koma þrjár aðferðir helst til greina. í fyrsta lagi tíma- vinna, þá þurfa aðilar að gera sér grein fyrir því hvað útseldur tími kostar. I öðru lagi þá er til mælingataxti sem hefur fast verð á flestu því sem kemur fyrir í viðgerð- ar- og viðhaldsvinnu. I þriðja lagi tilboðs- vinna; þá þarf að tilgreina það vel og skrifa niður hvað vinna á. Meistarafélag húsasmiða veitir fúslega allar upplýsingar í síma 36977 frá mánu- degi til föstudags á millikl. 13 og 15. Meistaraf élag húsasmiða. 2 þættir á spólu Þættir nr. 49/50 koma á bensínstöðvar OLÍS á Stór-Reykja- víkursvæðinu — Keflavík og Akureyri í dag. Einnig á útvaldar myndbandaleigur á landsbyggðinni. Dreifing á landsbyggðinni, Tefli hf., Síðumúla 23, sími 686250. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.