Morgunblaðið - 24.04.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986
27
lega löglegt, og kvað Hermann það
að sjálfsögðu vera. Einnig spurði
hann, hve trygg þessi verðbréf
væru. Sagðist Hermann halda, að
þau væru jafntrygg og verðbréf á
öðrum verðbréfasölum. Þess skal
getið, að við dymar stóð á stóru
málmskilti: VERÐBRÉFAMARK-
AÐURINN, og undir Hermann
Björgvinsson.
Við yfirheyrslur sagði Hermann,
að maðurinn hafí komið í Verð-
bréfamarkaðinn og boðizt til að lána
sér peninga. Trúverðug saga það.
Maðurinn fer beint úr símanum á
fund manns, sem svaraði í símann,
þegar hann hringdi í Verðbréfa-
markaðinn. Hann kemur þangað
að beiðni Hermanns til að ræða þá
þjónustu, sem Verðbréfamarkaður-
inn bauð.
Allir, sem þekkja þennan mannm,
vita að hann mundi frekar svelta
en koma nálægt ólöglegum við-
skiptum. Þessi maður er nú ákærð-
ur.
Hermann er búinn að fara illa
með íjölmarga kunningja sína, en
ég ætla ekki að gerast dómari í
máli hans.
- Þegar ég hitti Hermann, eftir
að hann var laus úr gæzluvarðhaldi,
skildist mér á honum, að eina von
hans væri að allir yrðu ákærðir.
En þar sem ekki væri hægt að
dæma 130 manns, reiknaði hann
með að málið yrði látið niður falla
gegn þeim, og þá fengi hann vægan
dóm.
Samkvæmt heimildum dagblað-
anna hafði maður nokkur komið
tvisvar í Seðlabankann til að vekja
athygli á okurlánastarfsemi þarna.
Honum hafði verið sagt, að
Seðlabankinn hefði ekkert með slík
mál að gera og verið vísað annað.
Vafalaust er það rétt, að engin
grein sé um það í bankalögum. En
ef til vill hefðu önnur viðbrögð
Seðlabankans forðað ýmsu af þessu
fólki frá því að flækjast í þetta
furðulega mál.
Höfundur er verkfræðingur.
Siðferðisvandi íslenskra
vísindamanna á vorum dögum
- Nú er nýrrar ráðstefnu þörf
eftirKarl
*
Arnason
Vísindafélag íslendinga hélt
nýverið ráðstefnu um „vanda ís-
lenskrar tungu á vorum dögum".
Við eðlilegar aðstæður hefði það
orðið hlutskipti heimspekideildar
Háskólans að standa fyrir slíkri
ráðstefnu. Af slíku gat að sjálf-
sögðu ekki orðið þar sem heim-
spekideildin er nú sem alkunna
er í siðferðilegri og fræðilegri
sóttkví. Hér nægir að minna á
Hæstaréttardóminn sem ómerkti
orð deildarinnar. í þeim orðum
skipuðu starfsmenn deildarinnar
ekki aðeins „orðum og setningum
óeðlilega" heldur voru einnig í
þeim sóðalegar aðdróttanir. Þessi
„fræðimennska" heimspekideild-
armanna hefur leitt til þess að
heimspekideildin er það síðasta
sem mönnum kemur í hug þegar
rætt er um að leysa vanda ís-
lenskrar tungu. Að nena deildina
í því sambandi jafngildir því að
nefna snöru í hengds manns húsi.
Þetta ráðstefnuhald Vísindafé-
lagsins þýðir fullkomna játningu
Vísindafélagsins í því að heim-
spekideildin sé algerlega ófær um
að Ieysa þetta verkefni . Hér ber
að taka það fram að enda þótt
þessir starfsmenn heimspekideild-
arinnar hafí eðlilega hlotið nú
þegar sinn verðskuldaða aðhlát-
ursstað í sögunni vegna þessa
máls þá er það óneitanlega harms-
efni að svo skuli komið fyrir deild
í æðstu menntastofnun þjóðarinn-
ar. En heimspekideildin er ekki
ein um niðurlæginguna. I þessu
máli hefur háskólaráð sett mikið
niður, komið sér niður á svo lág
plan að ekki er tóm til að skýra
það mál í bili. Er siðferðisþrek
háskólaráðsmanna virkilega
þeirrar gerðar að þeir beri slíkt
blygðunarlaust?
En hversu vegna hélt Vísinda-
félagið þesa ráðstefnu einmitt nú?
Varla hefði vandi íslenskrar
tungu, nema þá kannski í heim-
spekideild, vaxið svo í sumar að
ekki hefði mátt bíða til haustsins.
Hér er komið að kjama málsins.
Vísindafélagið er eina stofnunin
sem þessir háskólamenn ráða og
enn hefur ekki verið dæmd sið-
ferðilega úr leik. Á ráðstefnunni
kom markmiðið með ráðstefnunni
skýrara í ljós en fram kom í nafni
hennar. Hún átti m.a. að bjarga
heimspekideildinni úr siðferðilegri
úlfakreppu, endurvekja traust
almennings í deildinni. I því skyni
voru meðal annarra starfsmenn
heimspekideildar látnir koma
fram sveipaðir fræðimannaljóma
yísindafélagsins. Þar á meðal var
Ólafur Halldórsson handritafræð-
ingur, einn þeirra starfsmanna
heimspekideildar sem dæmdur var
í Hæstarétti í nóvember sl. og
hann talaði þar meira að segja
um „heilagra manna sögur"! veit
formaður Vísindafélagsins virki-
lega ekki að Ólafur Halldórsson
„Er ekki betra að vera
maður fyrst og vís-
indamaður svo? Þegar
hneykslunin á getu-
leysi framhaldsskóla-
nema er runnin af Vís-
indaf élagsmönnum
ætti þeir að sjá sóma
sinn í því að koma á
annarri ráðstefnu Vís-
indafélagsins. Ráð-
stefnu um siðferðis-
vanda íslenskra vís-
indamanna á vörum
dögum. “
er nákvæmlega sami maðurin
hvort sem hann talar í nafni heim-
spekideildar eða Vísindafélagsins?
telur formaður Vísindafélagsins
það vera í samræmi við lög og
tilgang félagsins að maður dæmd-
ur fyrir trúnaðarbrot í vísindalegu
starfí sé látinn tala í nafni félags-
ins? Ætlar formaður Vísindafé-
lagsins kannski að leiða félagið
undir höggið í veikri von um að
bjarga þeim dæmdu? Kjósi for-
maðurinn þögnina sem svar eins
og hinn umkomulausi og aumkun-
arverði háskólarektor þá er hann
að láta Vísindafélagið játast undir
ábyrgð á afbroti Olafs og dæma
félagið þar með siðferðilega úr
leik.
Á þessari ráðstefnu Vísindafé-
lagsins játast undir ábyrgð á
afbroti Ólafs og dæma félagið þar
með siðferðilega úr leik.
Á þessari ráðstefnu Vísindafé-
lagsins sagði Þórhallur Guttorms-
son að „Margir nemendur koma
inn í framhaldsskólana illa tal-
andi, illa læsir og illa skrifandi."
Þeir „skipa orðum og setningum
óeðlilega" sagði þessi vísindamað-
ur (sjá Mbl. 17. apríl). Vegna
þessara orða skal hann spurður
að eftirfarandi. Telur hann ekki
að sá maður sé betur kominn sem
er siðferðisvera, þótt hann bresti
kunnáttu til að tjá sig, heldur en
sá sem er hálærður en getur þó
ekki tjáð sig öðruvísi en svo að
orð hans bijóti í bága við lög?
Er ekki betra að vera maður fyrst
og vísindamaður svo? Þegar
hneykslunin á getuleysi fram-
haldsskólanema er runnin af Vís-
indafélagsmönnum ætti þeir að
sjá sóma sinn í því að koma á
annarri ráðstefnu Vísindafélags-
ins. Ráðstefnu um siðferðis-
vanda islenskra vísindamanna
á vörum dögum. Félagar í vís-
indafélagi ættu að geta viður-
kennt fleiri staðreyndir en kunn-
áttuleysi ungmenna í íslensku.
Vísindafélagið ætti þó strax að
senda þá félagsmenn sína sem
dæmdir hafa verið brotlegir í
siðferðilega endurhæfíngu.
Höfundur er glerslípunarmeist-
ari.
Pegar þú greiöir meö tékka, fyrir vöru eða veitta
þjónustu, og sýnir Bankakortiö þitt, jafngildir þaö
ábyrgöarskírteini frá viöskiptabankanum eða spari-
sjóönum þínum, sem ábyrgist innstæöu tékkans
aö ákveöinni hámarksupphæð og tryggir þannig
viötakandanum innlausn hans. Viöskiptineiga
sér þannig staö aö um leið og þú afhendir
tékkann, sýniröu Bankakortiö og viðtakandinn
skráir númer kortsins á hann.
Þannig er Bankakortiö þitt tákn um trausta
viöskiptahætti. Hafðu Bankakortið því ávallt
handbært.
Bankakortið
- nauðsynlegt í nútímaviðskiptum
Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýöubankinn,
Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn
og Sparisjóöirnir.
AUK hf X? 1/RÍA