Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Auglýsing um áburðarverð sumarið 1986 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtal- inna áburðartegunda er ákveðið þannig: Vlð skipsh. áýmsum höfnum um- hverf Í8 landið Afgr.ábfla f Guf unesi KJARNI 33%N 9.460 9.680 MAGN11 26%+9%Ca 7.820 8.040 MAGNI2 20%N+15%Ca 6.360 6.580 GRÆÐIR 1 samsvarar 14%N-18%P205-18%K20+6<)4)S 149bN-8%P-15%K+6%S 11.520 11.740 GRÆÐIR1A samsvarar 12%N-19%P205-19%K20+6%S 12%N-8,4%-15,8%K+6%S 11.760 11.980 GRÆÐIR 2 samsvarar 23%N-11%P205-11%K20 23%N-4,8%P-9,2%K 11.020 11.240 GRÆÐIR3 samsvarar 20%N-14P205-14%K20 20%N6%P-11,7%K 11.160 11.380 GRÆÐIR4 samsvarar 23%N-14%P205-9%K20+2%S 23%N-6%P-7,5%K+2%S 11.820 12.040 GRÆÐIR4A samsvarar 23%N-14%P205-9%K20+2%S 23%N-6%P -7,5%K+2%S 11.820 12.040 GRÆÐIR5 samsvarar 17%N-17%P205-17%K20 17%N-7,4%P-14%K 11.300 11.520 GRÆÐIR6 samsvarar 20%N-10%P205- 10%K20+4%Ca+1 %S 20%N-4,3%P - 8,2%K+4%Ca+1 %S 10.160 10.380 GRÆÐIR7 samsvarar 20%N-12%P205-8%K20+4%Ca+1 %S 20%N-5,2%P-6,6%K+4%Ca+1 %S 10.380 10.600 GRÆÐIR8 samsvarar 18%N-9%P205-14%K20+4%Ca+1 %S 18%N-3,9%P-11,7%K+4%Ca+1 %S 9.800 10.020 GRÆÐIR9 samsvarar 24%N-9%P205-8%K2O+1,5%Ca+2%S 24%N-3,9%P-6,6%K+1,5Ca+2%S 11.600 11.820 MÓÐI1 samsvarar 26%N-14%P205 26%N-6,1%P 11.380 11.600 MÓÐI2 samsvarar 23%N-23%P205 23%N-10%P 12.520 12.740 ÞRÍFOSFAT samsvarar 45%P205 19,6%P 10.100 10.320 KALÍKLÓRÍÐ samsvarar 60%K20 50%K 6.500 6.720 KALÍSÚLFAT samsvarar 50%K20 41,7%K+17,5%S 8.300 8.520 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifaliö í ofangreindu veröi fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið i ofangreindu veröi fyrir áburð, sem afgreiddur er á bila í Gufunesi. Opnunartími áburðarafgreiðslu í Gufunesi 1986 Mán.-fim. föstud. laugard. 28. apríl-31. maí 7.45-15.45 7.45-15.45 24./31.maí 7.45-12.00 Frá 1. júni 8.45-15.45 8.45-14.00 Lokaö Áburðarverksmiðja ríkisins Lítiö útlitsgöiluð kæli- og frystitæki meó stór-afslætti Metsölublad á hverjum degi! Skattar hj óna eftirÞorvald Gunnlaugsson Skoðum lítið dæmi um fjárhags- stöðu hjóna með þtjú ung böm sem ákveða að skilja. Fyrir skilnaðinn er kostnaður skattkerfisins af þessum þrem bömum væntanlega aðeins barna- bætur sem nema alls um 70 þúsund krónum á ári ef börnin em á for- skólaaldri. Eftir skilnaðinn skulum við reikna með að móðirin haldi bömunum. Skattar mannsins lækka vegna frádráttar helmings með- lagsgreiðslna og hjá einstæðu móð- urinni hækka bamabætur, barna- bótaauki skerðist lítið ef hún hefur lágar tekjur og geta þá bamabætur alls numið um 150 þúsundum. Auk þessa getur komið til lágmarks á föstum frádrætti hjá móðurinni. í heild breytist skattbyrðin hjá hjón- um með 1 milljón í heildartekjur úr 205 þúsund krónum í 86 þúsund krónur. Munurinn er sá sami þó tekjumar séu lægri. Ég hef hér reiknað með að hlutur hennar í heildartekjunum sé 20 þús. á mán- uði þ.e. 240 þús. á ári að viðbættum mæðralaunum eftir skilnaðinn. Mæðralaunin nema um 125 þúsund krónum á ári hjá einstæðri móður með þijú böm og greiðast af ríkinu. Þess misskilnings virðist víða gæta að meðlag gangi upp í mæðralaun- in, en það er alveg þar fyrir utan. Nú er enn ótalinn kostnaður vegna dagvistunar bamanna en eftir skilnaðinn greiðist hann að mestu af almannafé. Sá hluti getur numið um 20 þúsund krónum á mánuði. Kostnaður samfélagsins vegna þessara þriggja bama er því orðinn um hálf milljón eftir skilnaðinn. Móðirin þarf svo að greiða hinn hluta kostnaðarins við dagvistun bamanna eða um 10 þúsund krónur á mánuði. Það er einkennandi fyrir þessa hringavit- Ieysu að hún má ekki vera heima og gæta þar eigin bama og fá sjálf þær 20 þúsund krónur sem það kostar samfélagið að vista böm hennar á dagheimilum eða hjá öðmm dagmæðmm. Nú er njósnað um mömmu á dagvistarheimilum bamanna. Ef það er sitt hver kallinn sem gistir hjá henni þá er allt í Iagi, en ef það er alltaf sami maðurínn sem gistir, þá er hún í sambúð og á á hættu að missa alla sína fyrirgreiðslu. Það Þorvaldur Gunnlaugsson „Eg er hræddur um að skattalögin einkennist af því að þingmenn eru flestir komnir vel yfir miðjan aldur og því ekki með mikla ómegð. Þeir virðast helst hafa áhuga á því að ungar mæður séu einstæðar.“ er því augljóst hvers konar fjöl- skyldulífi þjóðfélagið hvetur til að bömin alist upp í. Mér hefur verið tjáð að þessum njósnum sé nú hætt. Hvar er þá eftirlitið með þessu atriði þar sem hvert eitt tilfelli skiptir skattborgarana hundmðum þúsunda? Fyrir allnokkmm ámm vom skattalög þannig að tekjuhá eigin- kona kom mjög illa út miðað við einstæða móður. Þá skildi þekktur maður við konu sína út af skatt- píningu. Það varð til þess að skatta- lögum var breytt og tekjur eigin- konu helmingaðar áður en þeim var bætt við tekjur eiginmanns. Þetta hafði aftur í för með sér annað Fyrirlestur um danska tungu Jora Lund, prófessor í danskri málfræði við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háksóla íslands og „Det danske sekskab" laugardaginn 26. apríl nk. kl. 15.00 i stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Fra Hoegh-Guldberg til Bertel Haard- er. Danskfagets historie i Dan- mark med særligt henblik pá den aktuelle debat“ og verður fyrir- lesturinn fluttur á dönsku. Jom Lund er einn þekktasti núlifandi málvísindamaður Dana. Hann situr í dönsku málnefndinni og er einkar kunnur fyrir umfjöli- un sína um danskt mál í fjölmiðl- um. Ollum er heimill aðgangur. misræmi og óréttlæti. Síðan hafa skattalög mikið breyst og er nú komin til sérsköttun. Hún nær hins vegar ekki til barnafólks. Foreldrar í sambúð fá miklu verri útreið en foreldrar sem búa sitt í hvoru lagi, og ekki með einstakling af gagn- stæðu kyni. Barnafólk má hins vegar búa með einstakling af sama kyni sem einhleypingar. Samtökin 78 þurfa því ekki að kvarta undan skattkerfínu. Eins yrði sambúð með föður eða bróður ekki samsköttuð. Þetta verur að leiðrétta. Barnabæt- ur verða að stórhækka enda til dæmis langt undir því sem Lána- sjóður ísl. námsmanna áætlar til framfærslu barna. Námsmenn hafa þó forgang að dagvistun. Þetta verður til þess að bamafólk í námi sér fram á kjararýmun ef það hættir námi og fer að vinna. Bamabætur ættu að nægja fyrir dagvistun barna, en niðurgreiðslur á opinberri dagvist ætti að afnema. Fólk gæti þá valið hvort það gætti sinna bama sjálft og fengi fyrir það bamabætur sem laun eða nýtti sér dagvistarheimilin. Nú telja ef til vill einhveijir að þetta kæmi sér best fyrir tekjuháa eiginmenn þar sem eiginkonan hefði ráð á að vera heima. Ef það er almennt álit verður að hækka skattahlutfallið eða mæta þessum kostnaði á annan hátt. Það má ekki mgla saman bamabótum og sköttum og refsa tekjuhærri hjónum sérstaklega fyrir að standa í bameignum. Auk þessa ætti tekju- hærri makinn að geta greitt hinum meðlag sem væri frádráttarbært að hálfu á sama hátt og hjá fráskildum foreldrum. Ég er hræddur um að skattalögin einkennist af því að þingmenn eru flestir komnir vel jrfir miðjan aldur og því ekki með mikla ómegð. Þeir virðast helst hafa áhuga á því að ungar mæður séu einstæðar. Alþýðuflokkurinn var með tillög- ur á síðasta ári um helmingaskipti á tekjum í skattlagningu hjóna. Tillögumar vom rökstuddar með því að þetta kæmi heimavinnandi húsmæðmm til góða, en þau heim- ili væm með mikið af bömum og gamalmennum á framfæri. Engar tölur vom birtar til sönnunar þess- ari fullyrðingu enda hefur fæst bamafólk efni á að vera heimavinn- andi. Sennilega er mest um heima- vinnandi húsmæður hjá eldri hjón- um þar sem engin börn em á fram- færi. Væri ekki hægt að koma til móts við þau heimili sem létta á þörfínni fyrir elliheimilisvist. Á annan hátt en að lækka skatta hjá öllum bamlausum hjónum. Undir- ritaður hefur setið í skattanefnd Sjálfstæðisflokksins á undanföm- um ámm en ekki náð neinum árangri þar. Hæstvirtir þingmenn. Fyrir venjulegt launafólk með allar tekjur uppgefnar eins og ég og barnsmóðir mín, sé ég helst þá lausn að t.d. maðurinn flytji lögheimili sitt frá konu og bömum til að knýja hér fram leiðréttingu. Þetta mundi í okkar tilfelli spara hundmð þús- unda á ári sem ekki veitir af til framfærslu barnanna. Við gætum þá einnig nýtt okkur lækkun dag- vistargjalda sem samið var um í síðustu samningum, bílakaup koma ekki til greina á þeim bæ. Ég vil einnig vekja athygli á því að vegna þess hve fjárhagsdæmið er miklu hagstæðara hjá bamafólki eftir skilnað hefur það oft ráðið úrslitum um skilnað þegar við tímabundna sambúðarerflðleika var að etja. f þúsundum Fyrir og eftir skilnað Tekjur 1000 1000 Skattar -205 -86 Mæðralaun 125 Dagvistarkostn. -300 -113 Ráðst.tekjur 495 926 Mismunur ráðstöfunartekna 431 þús. Höfundur er stærðfrædingur, sér- fræðingur við Ronnsóknarstofnun Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.