Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 30

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 30
30____________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986_ Kennaratal á Islandi eftir Bjarna Vilhjálmsson Þijú bindi. — I.—II. bindi, Reykja- vík 1956—1965. Ljósprentun 1985. — 480+ 480 blaðsiður, tví- dálka. Mynd fylgir æviskrám allflestra kennara. — III. bindi, frumútgáfa Reykjavík 1985. — /v+ 422 bls. — Ritstjóri tveggja fyrri bindanna er Ólafur Þ. Kristjánsson, en III. bindis Ólaf- ur Þ. Kristjánsson og Sigrún Harðardóttir. Útgefandi allra bindanna Prentsmiðjan Oddi hf. Elzta rit á íslenzka tungu, fs- lendingabók Ara fróða Þorgilsson- ar, hefur að geyma bæði biskupatal og lögsögumannatal, og er hvort tveggja mjög til stuðnings við allt tímatai í riti höfundarins. Af þessu má sjá, að „töl“ eru engin nýlunda á íslandi. Þau voru ekki heldur ís- lenzk uppáfinning. Seint á 9. öld var ort í Noregi kvæðið Ynglinga- tal. Höfundur er talinn skáldið Þjóðólfur úr Hvini. Snorri Sturluson notaði einmitt það tal sem uppistöðu í Ynglingasögu, upphafssögu og inngang Heimskringlu. I kvæðinu, sem er 38 vísur eins og það er til vor komið, er sagt frá langfeðgum fylkiskonungsins Rögnvalds heið- umhára á Vestfold Ólafssonar, bræðrungs Haralds konungs hárfagra, fyrsta einvaldskonungs yfir Noregi, allt til Njarðar í Nóa- túnum, sem átti að hafa komið með Óðni ti! Norðurlanda austan úr Asíu. Aðferðin minnir á það, að miðaldamenn margir hverjir röktu ætt sína ótrauðir beina leið til Adams með þvf að tengja saman ættartölur úr grískum og rómversk- um ritum og Biblíunni. I Ynglinga- tali eru hinir yngri ættliðir fylkis- konungar í Noregi, en hinir eldri ættliðir allir Svíakonungar, Yngl- ingar, í Uppsölum. Annars staðar sér þess merki, að í forneskju hafi konungar á Norðurlöndum rakið ætt sína til Óðins. Hafa þeir með þessu viljað helga vald sitt, ekki ósvipað því, að einvaldskonungar fram undir vora daga hafa talið sig hafa þegið vald sitt af guði. Snorra nægði ekki að semja Ynglingasögu sína upp úr kvæðinu, heldur tilfærir hann hveija vísuna af annarri sem sönnunargagn fyrir frásögn sinni, á svipaðan hátt og nútíma sagn- fræðingar vísa til heimilda sinna í neðanmálsgreinum. Það er einmitt einkenni konungasagna, að þær vísa til dróttkvæða sem sönnunar- gagns um, að rétt sé frá atburðum skýrt. Að vísu hafa öðru hveiju vaknað grunsemdir um, að Snorri hafí sjálfur samið „sönnunargögn" sín, en flestir eru þó þeirrar skoðun- ar, að svo margt fomeskjulegt sé í kvæðinu, að 13. aldar maður hefði engin skilyrði haft til að koma því saman. Sé kvæðið borðið saman við Noregskonungatal, sem sannan- lega er ort í Iok 12. aldar til heiðurs Jóni Loftssonar í Odda, sem í móð- urætt var kominn af Noregskon- ungum, fer ekki milii mála, að Ynglingatal hlýtur að vera miklu eldra kvæði. Ef Snorri hefði ekki tekið Ynglingatal (eða meginhluta þess) upp í rit sitt, væri þetta gamla tal týnt og tröllum gefið. A 10. öld mun og í Noregi hafa verið ort kvæðið Háleygjatal um forfeður Hlaðajarla. Höfundur var Eyvindur skáldaspillir Finnsson, en kvæðið er aðeins varðveitt í molum. Þó má sjá, að þar hefur ættin verið rakin til goðanna eins í Ynglingatali. í Snorra-Eddu er einnig skráð svo- kallað Skáldatal, þar sem talin eru upp hirðskáld Danakonunga, Svía- konunga og jafnvel Englandskon- unga, en þó framar öllu íslenzk hirðskáld Noregskonunga. Greinar- gerð er að vísu óveruleg um hvert skáld, en þó er þess getið, hver orti um hvem. Ymis fleiri „töl“ mætti nefna, flest íslenzk, og raun- ar er sjálf Landnámabók, sem vafa- laust er að stofni frá fyrstu áratug- um 12. aldar, þó að hún virðist hafa verið meira eða minna endur- samin nokkmm sinnum síðar, lítið annað en landnámsmannatal, punt- að upp með stuttum frásögnum, einstaka vísum, sumum vafalaust ævagömlum, og ættartölum, dálítið mismunandi eftir gerðum verksins. Þó að „töl“ séu yfirleitt þurr aflestr- ar, er það sjaldnast svo, að þeim fylgi ekki einhver mikilvæg vitn- eskja, sem betra er að hafa en án vera að mati þeirra, sem láta sig fortíðina einhveiju varða, þó að meta þurfi gildi þessara heimilda hveiju sinni. Þegar Jón Sigurðsson efndi á vegum Hins íslenzka bókmenntafé- lags til ritbálksins Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta laust eftir miðja síðustu öjd, hóf hann ritið á biskupatali á íslandi, en II. bindi hefst á lögsögumanna- tali og lögmanna, einnig eftir Jón Sigurðsson. Verður Jón Sigurðsson engan veginn vændur um það, að hann hafi svo til eingöngu haft hug á persónusögu, en látið þjóðarsögu lönd og leið. í II. bindi Safns til sögu íslands birtist einnig svonefndur Hirð- stjóraannáll eftir séra Jón Hall- dórsson í Hítardal (1665—1738) með formála og skýringum eftir Guðmund Þorláksson (1852—1910, Glosá). Upprunalegur titill höfund- ar sýnir þó betur, að hér er á ferð- inni dæmigert „tal“: Stutt ágrip yfir hirðstjóra, stiftamtmenn, amtmenn, landfógeta og full- megtuga yfir íslandi. Sem kunn- ugt er, liggur margt fleira ævisagna kyns eftir séra Jón í Hítardal. Kunnasta verk hans, sem prentað hefur verið, er Biskupasögur I,—II. Ólafur Þ. Kristjánsson í lútherskum sið (sögurit II.), Rvík 1903—1915. Verk hans flest eru þó fremur í eðli sínu sögur en „töl“. Á hinni bágbomu 18. öld voru meira að segja prentuð íslenzk prestatöl, bæði í kirkjusögu Finns biskups (á latínu) og í Lærdóms- listafélagsritunum eftir Hannes biskup Finnsson. Af þessu má sjá að heldri manna töl eiga sé fomar og djúpar rætur með þjóðinni, enda hafa íslendingar lengi þann steininn klappað. Hver er það, sem ekki hefur heyrt nefnd- ar Sýslumannaæfir, lögfræðingatal, prestatal og læknatal? Óprentaðar eru að vísu Ævir lærðra manna (66 bindi) eftir Hannes Þorsteinsson og Prestaævi Sighvats Grímssonar Borgfirðings, en mikill fróðleikur úr þessum ritum kemur fram í íslenzk- um æviskrám. Óþarft er að nefna fleiri dæmi um þann aragrúa lærðra manna tala eða hverskonar ævi- skráa fólks úr ýmsum starfsstétt- um, sveitum eða Iandshlutum, sem birtzt hefur á þessari öld hér á landi. Það er orðið eins með „tölin" og ættfræðina, allt færist þar smám saman meira og meira í jafnræðis- og lýðræðisátt.. Það er ekki lengur neitt aðalsmerki, þó að manns sé getið í einhveiju tali. Víst er ævi okkar margra snauð að stórvið- Bjarni Vilhjálmsson burðum (sem einu má víst gilda) en þó kemur sér oft vel að vita nokkur deili á manni, þó að hann hafi ekki markað sérlega djúp spor í samtíð sinni. Kennaratal á íslandi, sem út kom á árunum 1956—1965, verður jafnan talið í röð merkustu stéttar- tala, sem út hafa komið á íslandi, enda hafa margir kennarar verið miklir áhrifamenn, ekki einungis á sviði menntamála, heldur margir hveijir jafnframt á ýmsum öðrum sviðum og þá einkum valizt til for- ystu í félagsmálum. Undirbúningur að verkinu hófst raunar þegar 1952. Að nokkru leyti má þakka þetta Sigrún Harðardóttir verk félagslegu átaki kennarastétt- arinnar, og lögðu því ýmsir hönd á plóginn. Á engan mun þó hallað, þó að sagt sé, að hitanna og þung- ann af verki þessu hafi borið aðalrit- stjórinn, Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri, sem var óvenjulegur maður að framtakssemi og mikill áhugamaður um sagnfræði, ætt- fræði og persónusögu. Á útgáfu- árum ritsins var kennarastéttin að vísu orðin fjölmenn og áhrifamikil stétt í þjóðfélaginu. Ljóst var þó, að þetta mikla verk mundi fljótlega úreldast. Mikill hluti kennaranna, sem í talinu voru, var enn á unga aldri, og sjá mátti fyrir, að mikil breyting yrði smám saman á starfi og högum alls þorra þeirra. Þá leyndi sér ekki á þessum árum, að menntamálin voru í örri þróun, eins og nú hefur komið rækilega á daginn, svo að nær væri í mörgum efnum að tala um byltingu fremur en þróun. Vitanlega fór svo, að ekki leið á löngu þar til farið var að hugsa fyrir nýrri útgáfu kennaratals, bæði vegna þeirrar Qölgunar, sem orðið hafði í kennarastéttinni og vegna breytinga á æviatriðum og högum þeirra, sem voru í upprunalega kennaratalinu. Undirbúningur að nýrri útgáfu talsins hófst árið 1977. Var Ólafur þá kominn nokkuð á áttræðisaldur, en naut þó um hríð lítt skertrar starfsorku. Var hann sem fyrr drifljöðrin í þessari starf- semi fyrst um sinn. En Ólafur hafði lagt mikið að sér um dagana, og svo fór, að jafnvel þrek hans bilaði. Hann andaðist 3. ágúst 1982, hátt á 79. aldursári, en hafði um nokkurt skeið verið lítt vinnufær. En merkið stendur, þótt maður- inn falli. Og maður kemur í manns stað. Við verðum öll að sætta okkur við það, að við erum hvorki eilíf né ómissandi. Nefnd manna hefur unnið að framgangi nýrrar útgáfu kennaratalsins, þar á meðal forvíg- ismenn kennarastéttarinnar, eins og Kristján Thorlacius og Vilbergur Júlíusson, en einnig ættfræðingur eins Indriði Indriðason rithöfundur. Ég bið forláts á því, að ég nefni sérlega þessa menn, en það vill svo til, að ég þekki nokkuð til starfa þeirra, en í nefndinni eiga einnig sæti Loftur Magnússon og Óli V. Einarsson, vafalaust duglegir menn í forystusveit kennara. Eru þá ónefndar tvær dótturdætur Ólafs Þ. Kristjánssonar, þær Elín og Sigrún Harðardætur. Hin síðar- nefnda skrifar formála sem greinar- gerð fyrir III. bindinu, sem er alger viðbót við gamla verkið. Á titilblaði III. bindisins eru þau Ólafur Þ. Kristjánsson og Sigrún Harðardótt- ir tvö ein sem ritstjórar og aðalum- sjónarmenn. Er sannarlega skemmtileg til þess að vita, að í ætt Ólafs skuli haldast jafnósvikinn áhugi á ættfræði og persónusögu og þetta verk, sem nú er komið fyrir almennings sjónir, ber svo ljós- KENNARATAL Á ÍSLANDí iV\ . V . I U H1 IV , KENNARATAI. A IStANDI Kennaratal á íslandi I—IV (þar af út komin þijú fyrstu bindin). an vott um. Þegar ráðizt var í nýja útgáfu Kennaratals á íslandi, komu vitan- lega fleiri en ein leið til greina. Það er æði hvimleitt við endumýjun hinna ýmsu tala að þurfa að kaupa að vissu marki alltaf sömu ævi- skrámar, sem þarf svo aftur að kaupa í íslenzkum æviskrám eða öðmm ritum. en nú hefur verið horfið að því ráði að ljósprenta gömlu útgáfuna, svo að þeir, sem hana eiga, geta unað glaðir við sitt. Ég tel, að hér hafi verið skynsam- lega að verki staðið, því að svo hefur fjölgað í kennarastéttinni á undanfömum ámm, að markaður- inn á að þola mætavel nýtt upplag af hinu gamla kennaratali, auk þess sem ætla má, að það séu fleiri en kennarar einir, sem gimir að eign- ast kennaratal. Þess ber og að gæta, að ný kynslóð er vaxin úr grasi síðan gamla útgáfan kom út. Fram að þessu hefur þjóðinni líka farið Qölgandi, þó að ekki horfi vænlega í þeim efnum um sinn, en hver veit hvenær mannskepnan tekur flörkipp. Eins og áður segir, er III. bindi þessarar útgáfu alger viðbót við gamla stofninn, og raunar væri réttara að segja upphaf viðbótar, því að þessi viðbót nær aðeins yfír þá, sem hafa skírnarnöfn með upphafsstöfunum A—G. Ráð er fyrir gert, að þá séu eftir 2 viðbótar- bindi. Mér virðist þó, að vel megi halda á rýminu eða hafa bindin allvæn, ef sú áætlun á að standast. Verður þá heildarverkið a.m.k. 5 væn bindi og þar með eitt fyrirferð- armesta og víðfeðmasta tal, sem út hefur komið á íslandi. Gæta ber þess, að brot bókanna er í breiðara lagi, hver blaðsíða tvídálka og letrið fremur smátt, svo að rýmið er notað til hins ýtrasta. Em þar sannarlega engin brögð í tafli. Þá er að gera grein fyrir, eftir hvaða reglum viðbótarbindið er unnið. Skal þá fyrst tekið fram, að engin kennari, sem komst í gamla kennaratalið og látinn var, þegar það kom út, er tekinn í III. bindið. Sama er að segja um kennara, sem flutzt hafa af landi brott, eftir að gamla talið kom út, og lítið sem ekkert verður um vitað. Hinir, sem á lífi vom, þegar gamla talið kom út, og starfað hafa eða dvalizt hér á landi em teknir upp í III. bindi, vísað til, hvar þá er að finna í fyrra talinu og aðeins bætt við þeim æviatriðum og börnum, sem ekki var til að dreifa í fyrri útgáfunni. Bætt er við nokkmm kennumm, sem hefðu að réttu lagi átt að vera í eldra kennaratalinu, en ekki höfðu þá legið fyrir upplýsingar um. Vafalaust má enn finna slíka menn, sem ekki hafa enn hlotið sess í kennaratali. Mér dettur t.d. í hug Friðbjörn Aðalsteinson skrifstofu- stjóri (íslenzkar æviskrár V. bindi). Hann var skipaður forstöðumaður Firðritunarskólans 1917 (síðar Loftskeytaskólans). Ætti • slíkur maður ekki heima í kennaratali? Meiri hluti þeirra kennara sem em í III. bindinu, er fólk, sem hafið hefur starf á þeim vettvangi, eftir að eldri útgáfan kom út, og er þar vitanlega langoftast um ungt fólk að ræða. Því er ekki að neita, að nokkuð geldur þessi útgáfa þess, hversu tregir og seinlátir ýmsir kennarar hafa reynzt við að senda upplýsingar um feril sinn. Aftan við æviágrip þeirra, sem ekkert hefur heyrzt frá, er sett stjarna. Em upplýsingar þar í algeru lágmarki, stundum lítið annað um fæðingar- dagur og eitthvað örlítið um kennsluferil, en ekkert um foreldra, maka eða börn. Verður ekki annað en fallizt á þessa afstöðu ritstjóra, því að nokkur áhætta fylgir því að birta æviskrá, sem hlutaðeigandi eða einhver ábyrgur fyrir hans hönd hefur ekki samþykkt. Á einum stað hef ég orðið var við vantalið hjónaband, en þar eð það var barnlaust, skiptir það litlu máli og er e.t.v. of viðkvæmt mál til að vera að rekast í. Fróðlegt er að athuga tölur um æviskrár og hlutföll milli kynja í þessu III. bindi. Æviskrár em þar alla 2658, þar af kvenna 1247, en karla 1411. Æviskrár eldri kennara (með viðbót við æviskrár í fyrri bindum) em alls 1029, þar af kvenna 388, en karla 641. Ljóst má vera, að konur sækja á í kennarastéttinni. Kennarar ókomnir áður alls 1630, þar af konur 859 en karlar 771. Lágmarksæviágrip (snubbótt vegna fyrrgreinds skorts á upplýs- ingum frá hlutaðeigendum) alls 141, þar af kvenna 62, en karla 69. Vantar mynd af 25 kennurum þar af 12 konur en 13 karlar. Aftan við hveija æviskrá er i svigum ártal, sem sýnir, hvenær upplýsingar um hvem ‘kennara em fengnar. Talnalega lítur þetta þann- ig út: Upplýsingar fengnar eftir 1980 um 2304 kennara. Upplýsing- ar fengnar fyrir 1980 um 274 kennara. Upplýsingar án ártals um 107 kennara. Sigrún Harðardóttir hefur sýnt mér þá vinsemd að leiða mig í sannleikann um allar þessar tölur, og kann ég henni beztu þakkir fyrir. Þessi skrif mín um Kennaratal á íslandi I,—III., Reykjavík 1985, mega fremur kallast ritlýsing og bókarfregn en ritdómur. Það væri seinlegt verk að sannreyna þó ekki væri nema lítið brot þeirra feikna- mörgu atriða, sem þetta heljarmikla verk er samsett af. Vitanlega leyn- ist hætta við hvert fótmál í öllum slíkum ritum. Það er því tilgangslít-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.