Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 32

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Málskemmdir með kenningaskæklum eftir Arnór Hannibalsson I apríl 1979 gaf menntamála- ráðuneytið út skýrslu um starfsemi skólarannsóknadeildar árin 1967—1978. Ritið heitir: „Endur- skoðun námsefnis á grunnskóla- stigi." Formáli þess er undirritaður af ráðherra með meðundirskrift ráðuneytisstjóra. í riti þessu segir frá því (bls. 8) að svo vildi til að fjórir starfsmenn skólarannsókna- deildar lentu á námskeiði í Gránna í Svíþjóð og nutu þar leiðbeininga Bandaríkjamannsins Benjamíns S. Blooms. Það var sumarið 1971. Síðan segir að flokkunarkerfi Blo- oms fyrir námsmarkmið hafi haft „veruleg áhrif á starf deildarinnar næstu ár og má segja að námskrár- gerð og samning námsefnis hafí framan af grundvallast á þessum forsendum". Þá er frá því skýrt, að marklýsingar móðurmálsnáms og námskrá fyrir móðurmál (og í þrem öðrum greinum, þ.á m. krist- infræði!) hafi verið samdar á þess- um grunni. Um vélmenni Benjamín Bloom aðhyllist þá hugmynd (sem er ekki ný) að maðurinn er vél. Umhverfíð orkar á vél þesa og veldur því að inni í henni gerist eitthvað sem iýkur með viðbragði. Viðbragð er hreyfing sem vöðvar annast, t.d. í handleggjum eða fótleggjum eða þá tungan. Umhverfið er orsök viðbragða en viðbrögðin eru afleiðingar. Kennsla er einnig vélvirkjun. Kennsluum- hverfi er orsök, sem veldur náms- árangri. Námsárangur er fólginn í því, að ný viðbrögð myndast. Hann er einnig nefndur atferlisbreyting, því að viðbrögð mynda keðju. Eitt viðbragð veldur öðru. Hegðun kenn- arans er atferlismótandi atferli. Bloom heldur því fram, að með aðferðum hans sé hægt að skipu- leggja námsárangur fyrirfram, og að hver sem er geti lært hvað sem er. Til eru þeir sem halda að jafn árangur í námi sé hið sama og jafnrétti til náms. Bloom hefur ekki getað staðið við stóru orðin, enda er það firra að stefna að sama árangri allra og halda að það sé jafnrétti. Jafnrétti til náms felst í því að allir hafi sömu upphafsað- stöðu og að hver fái að ná þeim árangri sem hann getur. Bloom heldur því fram, að kerfi hans haldi engum gildum fram, öðrum en þeim að æskilegt sé að nemendur nái árangri. Kerfí hans sé hlutlaust gagnvart gildum. Þetta er ekki svo. Þegar því er haldið fram, að móta megi hvern mann að viid, hlýtur að vakna sú spurning hver eigi að móta hvem og til hvers. B.F. Skinner talar um at- ferlismótunartækni. Ef slík tækni væri tiltæk, yrði henni beitt í þágu einhverra gilda. Enda er það gert miskunnarlaust af þeim sem að- hyllast þessa hugmyndafræði. Sovétríkin löggiltu skilyrðinga- fræði af ofannefndu tagi árið 1950. Þar er ekki verið að fara í launkofa með tilganginn. Hann er að skilyrða viðbrögð manna þannig að þeir finni hjá sér ómótstæðilega þörf að hugsa og haga sér í samræmi við vilja Kommúnistaflokksins, þ.e. Leið- togans. I lýðræðisþjóðfélagi verður slíku ekki haldið fram, þótt hug- myndin sé hin sama. I staðinn er því haldið fram að þetta sé vísinda- leg atferlismótun og síðan er því stundum bætt við að hún sé í þágu framfara síbreytilegs þjóðfélags. Hugrnyndaf ræði Hugmyndafræðingar þessarar stefnu hafa ekki hátt um hugsjónir sínar. Engu að síður em þær Ijósar. Þeir byggja á þeirri þröngu kreddu, að öll vísindi, öll fræði, séu fólgin í uppgötvun orsakasamhengis. Þessi kredda leiðir af sér aðra: Það á ekki að beina nemendum að skiln- ingi á siðum, venjum, hefðum og viðhorfum þjóðfélagsins, sem þeir búa í. í skólum eiga menn að fást við að „uppgötva einstök orsaka- sambönd". Kennslu í sögu á að leggja niður. Hilda Taba, spámaður Blooms, segir í bók sem hún hefur ritað um námskrárþróun * 1 að skóli eigi að vinna gegn sveitamennsku þeirri sem alið er á innan þröngra vébanda ijölskyldunnar, enda rækti hún þjóðleg, trúarleg og siðgæðis- leg verðmæti. Skólinn á að leiða menn inn í þjóðleysismenningu. Nátengdar þessu eru þær hug- myndir Bloom-sinna á íslandi, að það eigi að leggja niður stafsetn- ingu (sem á sér sögulegar forsend- ur), kenna hvorki málfræði né mál- sögu og lesa einungis nútímabók- menntir í skólum. Þetta er afsakað með því að mál er atferli og að taka beri mið af málatferli nemand- ans við móðurmálskennslu. Mál(véla)atferli Forsendur fyrir núgildandi nám- skrá í íslenzku eru raktar í bók Baldurs Ragnarssonar Móðurmál (Iðunn, 1977). Þar er á því tönnlast, að mál er atferli. Því beri að miða móðurmálsnám við daglega mál- notkun. Bókmenntakennslu á að miða við málatferli nemenda. Leggja á niður málfræði að mestu, því að hún tryggir ekki málfæmi. Höfundur vitnar í B.F. Skinner og hefur eftir honum að málnotkun sé andsvar við áreiti. Höfðað er til bókar Skinners, Málatferli. I þeirri bók rembist Skinner við að sýna fram á, að menn læra að tala með því að fá jákvæða umbun fyrir að tala „rétt“ en neikvæða umbun fyrir að taia „rangt“. Út frá þessari máltökusálfræði hyggst Skinner sýna fram á, að hina innri byggingu máisins (formgerð) megi rekja til þess hvemig við læmm að tala. Þetta er þvílík firra, að jafnvel hörðustu Skinner-sinnar hylja augu sín og snúa sér undan, þegar á þetta deleríum hans er minnzt. En hér á íslandi er þessi þvæla gerð að grundveili og forsendu alls móð- urmálsnáms. Höfundar námskrár í móðurmáii fella niður gmnnþætti móðurmálsnámsins með góðri sam- vizku, þvi að Skinner segir, að skilningur á þeim komi með því að kennarinn skilyrði nemendur „rétt“. Baldur Ragnarsson hnykkir á skinnerisma sínum með því að vitna í hinn fræga heimspeking, Lúðvík Wittgenstein. Baldur segir hann hafa skrifað að „mál er hluti mann- legs atferlis eða lífsforms". En þettta er rangþýtt. Það sem Witt- genstein sagði var þetta: „Das Sprechen (auðkennt af L.W.) der Sprache ein Teil ist einer Tátigkeit, oder einer Lebensform": „Það að tala mál er tegund athafna eða lífs- forms." Hann segir þetta í beinu framhaldi af fullyrðingu um, hversu margbreytileg sé notkun tákna, orða og setninga.2 Arnór Hannibalsson „Það var svo í samræmi við alla huginy ndaf ræði námsskrárinnar, að menntamálaráðuneytið gaf út auglýsing-u sem afnam upprunastaf- setningu íslenzks máls, enda krafðist hún erf- iðra atferla af nemend- um og skipti ekki máli fyrir atferlistjáningu þeirra.“ „Vísindaleg“ námskrá Á þessum „vísindalega" grunni eru byggðar Marklýsingar móður- málsnáms fyrir grunnskóla, gefn- ar út af menntamálaráðuneyti í maí 1973. Þær hefjast á blóðhráum þýðingum úr tveim bókum Benjam- íns Blooms og fleiri. (Önnur heitir Taxonomy of Educational Objec- tives.) Þar er raðað upp sjö hugtök- um (sem skiptast í undirhugtök): 1. kunnátta, 2. skilningur, 3. grein- ing, 4. beiting, 5. mat, 6. viðhorf, 7. þátttaka. Ekki er skýrt frá hvern- ig þessi hugtök eru leidd af „at- ferlismótun", en tekið fram að þau „kalla á mörg atferli". Út af þessum markmiðum eru svo leidd einstök markmið móðurmálskennslu. Ekki er skýrt frá með hvaða vísindalegri aðferð það er gert. Hreinræktaður atferlissinni hefði reynt að gera það með tilraunum á rottum. En vandi er að vita, hvemig slík tilraun ætti að iíta út. Þessvegna er þetta gert fríhendis. Dæmi má taka úr kennslu 6 ára bama. „Nemandi hlustar á einföld fyrir- mæli, spumingar, leiðbeiningar og skýringar eftir því sem aðstæður leyfa.“ Þetta er atferli sem sjötta hugtak kallar á: viðhorf. „N. getur hlustað eftir hljóðum í umhverfi sínu í því skyni að greina þau að sem flest." Þetta er atferli sem þriðja hugtak kallar á: greining heildar í hluta. Þannig er námsefnið klippt niður í smábúta og hvetjum bút vísað undir hugtak, og þannig er haldið áfram allttil 15. aldursárs. Marklýsingar þessar vom gefnar út árið 1976 í örlítið breyttu formi sem móðurmálsnámskrá gmnn- skóla, og öðlaðist hún gildi það haust með auglýsingu ráðuneytis undirritaðri af ráðherra. Þar með er öllum kennurum gert skylt að fara eftir námskránni og ríkisvaldið lýsir yfir trú á þær forsendur sem hún byggir á. Það var svo í sam- ræmi við alla hugmyndafræði nám- skrárinnar, að menntamálaráðu- neytið gaf út auglýsingu sem afnam uppmnastafsetningu íslenzks máls, enda krafðist hún erfiðra atferla af nemendum og skipti ekki máli fyrir atferlistjáningu þeirra. Áhrif Námskrá sú, sem enn er í gildi fyrir móðurmálsnám í gmnnskóla, er byggð á röngum forsendum. Það er blátt áfram ekki satt, að maður- inn sé vél. Það er ekki satt, að málkerfi sé setningaframleiðsluvél. (Undarlegt, að námskrárhöfundar vitna hvergi í Chomsky!) Það er heldur ekki satt að veröldin og mannlífið sé flókin orsakasam- bandavél, og að skóli sé orsaka- tengslavél. Allt tal námskrárhöf- unda um „atferli" er óljóst og á því verður ekkert byggt. Tækni- hyggjubylgja reið yfir Bandaríkin um og eftir árið 1950. Gmnnskóla- lagagreifarnir sóttu hana svo (margir hverjir) til Svíþjóðar. Árangurinn hefur orðið sá, að þeir kennarar sem taka mið af nám- skránni dúlla við einhverja „atferlis- mótun", í stað þess að efla tök nemenda á móðurmálinu. Málkennd manna hrakar. Þessi málatferlis- uppákoma dynur yfír einmitt á þeim tíma, þegar þjóðfélagsbreytingar ættu að knýja skólann til að auka og bæta móðurmálskennsluna. 1 því efni þarf að byija upp á nýtt á öðmm gmnni. Höfundur erdósent í heimspeki ‘ við Háskóla íslands. Neðanmáls: 1. Hilda Taba: Currículum Develop- ment. New York 1962, bls. 73. 2. L. Wittgenstein: Philosophieal vestigations, Oxf. 1953, bls. 11. -. ■ Birgir Viðar Halldórsson: Keppir í sex röllum erlendis ENGINN islenskur rallökumaður hefur keppt jafnoft erlendis og Birgir Viðar Halldórsson. Eftir árs fjarveru frá rallakstri eftir sviplegt fráfall Hafsteins Haukssonar fór Birgir á fulla ferð að nýju og hefur á rúmu ári keppt með fjórum ökumönnum í fjórum löndum. í lok apríl keppir hann í Englandi ásamt Hafsteini Aðalsteinssyni á Ford Escort RS og flýgur svo beint þaðan til Belgiu þar sem hann keppir með Ásgeiri Sigurðssyni á Opel Ascona. Birgir hyggst keppa i AMK SEX keppnum á erlendri grund á keppnistimabilinu. Morgunblaðið spjallaði við hann um komandi tímabil. Birgir eyddi samtals þremur mánuðum í þær rallkeppnir sem hann fór í hér heima og erlendis á sl. ári. í ár hefur hann þegar keppt með breskum ökumanni í Englandi og ætlar til nokkurra landa, með hinum ýmsu ökumönn- um. Auk þess hefur hann komist í samband við Peugeot Talbot í Englandi sem mun leigja honum bíl á góðum kjörum ef þörf er á. „Mér finnst gaman að fara nýjar leiðir og kynnast nýjum mönnum, en ég æði samt ekki í keppni með hverjum sem er. Það sem laðar mann erlendis er ekki síst hinn gífurlegi áhugi, sem á rallakstri er þar. Hundruð þús- unda áhorfenda fylgjast með, í borgum sér maður fólk út í garði, í gluggum og upp á þökum. Keppnir hefjast oft í miðju stór- borga og sérleiðir eru jafnvel í þéttbýli. Hér heima fylgist fólk, t.d. meira með gegnum ijölmiðl- ana.“ „Hugmyndin hjá mér núna er að fara með Hafsteini og Ásgeiri og síðan til Tékkóslóvakíu í tvö röll og til Englands. Þetta er það sem er ákveðið, síðan er að kanna aðra möguleika, m.a. leiguna á Talbot bflnum. Mig langar mikið í keppni til Arabalanda, það er Birgir varð að hætta i Ljóma- rallinu í fyrra af broslegum aðstæðum. Audi Quattro hans og Bretans Chris Lord datt út á Kjalvegi vegna þriggja sprunginna dekkja, en tvö vara- dekk voru í bílnum. „Þetta er allt reynsla," sagði Birgir. örugglega mikið ævintýri og upplifun," sagði Birgir. Hvað þarf til að ná árangri á erlendri grund? „Fyrst og fremst góðan öku- mann. Geysilegan metnað og menn verða að hafa óbilandi trú á sjálfum sér, fyrir utan góða aksturstækni. Keppendur verða að geta laðað að sér fólk, frétta- menn og hafa orku og útsjónar- semi. Síðan þarf að hafa sterkar taugar og geta þolað álag, ef eitthvað ber útaf. Það sem ís- lenska ökumenn skortir er æfíng- in og reynslan. Hér keppum við í kannski fimm röllum á ári, en þeir bestu úti keppa í 20-25 röllum á ári. Það gefur auga leið að þeir eru betri. Eg tel okkur eiga 2-3 ökumenn, sem gætu náð langt á erlendri grund með meiri æfíngu og myndu rúlla upp þeim sem ber mest á núna erlendis. Sem að- stoðarökumaður er ég alltaf að læra eitthvað nýtt í hverri keppni, reynslan er lykilatriði og maður verður aldrei útlærður. Eg lærði mikið þegar ég keppti hér heima í fyrra með Bretanum Chris Lord á Áudi Quattro, m.a. að lesa leið- arnótur. Með þeim eiga ökumenn að geta ekið blint eftir leiðbeining- um aðstoðarökumannsins, ef vel teksttil." Er ekki gífurlegur kostnaður samfara því að keppa erlendis? „Jú, en ef viljinn er fyrir hendi er hægt að kljúfa allt. Ég hef líka góð sambönd og margir aðilar hjálpa við að gera þetta mögulegt. Aukinn áhugi auglýsenda hefur almennt hjálpað rallinu mikið, bæði hér heima og erlendis. Pen- ingamir sem hér fást eru margfalt minni en erlendis, en þar er þetta 4 nánast iðnaður. Verksmiðjumar nota keppnisbíla í auglýsingaher- ferðir og milljónir króna flæða í j hverri keppni." Talandi um rallið hér heima, i hveijir verða sterkastir í sumar? „Það er mikil breidd núna og margir góðir ökumenn að koma upp. Þórhallur Kristjánsson nú- verandi íslandsmeistari er líklegur til afreka, Jón Ragnarsson og Hafsteinn Aðalsteinsson hafa báðir kraftmikla oggóða bíla, sem gefa möguieika á sigri. Bjami Sigurgarðarsson tel ég líklegan íslandsmeistara, óljóst er hvort hann getur keppt í fyrstu röllun- um vegna meiðsla á auga. Mig langar að keppa hér heima og æðsta takmarmið er að vinna Ljómarallið. Hvað fær þig til að keppa í rallakstri og eyða ómældum stundum í keppni? „Þetta er mitt áhugamál, núm- er eitt, tvö og þijú. Spennan og hraðinn kitlar taugakerfið og von um sigur hefur sín áhrif. Það er fátt sem er eins áhrifaríkt og að sitja í bíl með ökumanni, sem hefur fullt vald á aðstæðum, þó vegurinn sé krókóttur, bíllinn kraftmikill og hraðinn mikill. Það er ekki hægt að lýsa tilfínning- unni, menn verða að kynnast þessu sjálfír." G.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.