Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 33 Áfengisvarnaráð: Nokkur minnisatriði um áfengisvarnir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Áfengisvamar- áði: 1. Ef frumvarp þetta verður að lögum er orðin grundvallarbreyting á áfengismálastefnu íslendinga. Stofnun áfengiseinkasölu árið 1922 fól í sér að reynt skyldi að koma í veg fyrir að nokkur hefði persónu- legan hagnað af drykkju annarra manna og að eðlilegt væri að sá sem yrði fyrir mestu fjárhagstjóni vegna áfengisdrykkju í landinu, þ.e. sameiginlegur sjóður þegnanna, fengi það fé sem menn drykkju fyrir til að standa straum af ein- hveiju af þeim kostnaði. Sama stefna hefur og verið uppi annars staðar á Norðurlöndum nema í Danmörku enda áfengisneysla þar langtum meiri en í nokkru hinna landanna. 2. í Bandaríkjunum er þægilegra en annars staðar að rannsaka hvort hagkvæmt sé fyrir heilbrigði þjóða og velferð að hafa ríkiseinkasölu á áfengi því að í sumum ríkjunum er slíkt fyrirkomulag en öðrum ekki. Niðurstöðumar eru ótvíræðar. Rík- iseinkasala dregur úr neyslu. Sjá meðfylgjandi fréttatilkynningu. Af henni sést hve miklu máli skiptir að einkahagsmunir tengist sem minnst framleiðslu og sölu áfengis. 3. Breytingar þær sem í frum- varpinu felast ganga þvert á þá stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar að hver þjóð minnki áfengis- neyslu um fjórðung til aldamóta. Um það efni segir dr. Tómas Helga- son prófessor í Morgunblaðinu 9. þ.m.: „Verði þessi lagafrumvörp samþykkt, verður enn erfiðara um vamir gegn vímuefnum, þar eð fyöldi þeirra sem hafa vinnu og persónulegan hagnað af áfengis- framleiðslu og sölu mun aukast." Og enn segir prófessor Tómas í sömu grein: „Einstaklingar eða fyrirtæki í einkaeign mega ekki hafa fjárhagslegan ávinning af framleiðslu, innflutningi eða sölu áfengis eða annarra vímuefna." 4. Oeðilegt virðist að stjómvöld hlutist til um að framboð á áfengi sé aukið ef þau ætla að verða við tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. 5. Hingað til hafa íslendingar flutt út nauðsynjar, mat til að ala fólk, ull til að klæða það og á síð- ustu ámm hefur verið lögð sérstök áhersla á útflutning hugvits. Það er í hrópandi mótsögn við þær hefðir að efna til iðnaðar sem stefnir að því að flytja út slævandi vímu- efni. 6. Áfengi er hátollavara og áfengisgerð mikill samkeppnisiðn- aður. Líklegt er að erfítt reynist að ná þeirri hlutdeild í sölu erlendis að máli skipti fyrir afkomu þjóðar- búsins. Megnið af framleiðslunni yrði því að selja innanlands. 7. Mikið er nú rætt um mikilvægi fræðslu um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna. Mjög mun það neikvætt fyrir áhrif slíkrar fræðslu ef jafnframt eflingu hennar skal stuðlað að því að koma á laggimr nýrri framleiðslu slíkra efna í landinu. 8. Frumvarp þetta er nýtt af nálinni. Vart mun ástæða til að jafnveigamiklar breytingar og í því felast verði gerðar án ýtarlegrar umfjöllunar hæfustu manna. Ekki ætti að vera svo brýnt að gera einkaaðiljum kleift að heija áfengisgerð eða blöndun á íslandi að ekki megi leitast við að sjá fyrir hveijar afleiðingar slíkt kann að hafa. Áf’engis'varnaráð Neskaupstaður: Framboðslisti Framsóknarflokks Á fundi Framsóknarfélags Norðfjarðar mánudaginn 14. apríl sl. var framboðslisti Fram- sóknarflokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar í Neskaupstað 31. maí 1986 einróma samþykkt- ur. Framboðslistann skipa: 1. Gísli Sighvatsson skólastjóri 2. Þórarinn V. Guðnason verslun- armaður 3. María Kjartansdóttir húsmóðir 4. Anna Bjömsdóttir verslunar- maður 5. Guðmundur Ármannsson húsasmiður 6. María Bjarnadóttir fóstra 7. Hörður Erlendsson vélstjóri 8. Þóra V. Jónsdóttir hjúkmnar- kona 9. Sigríður Wium húsmóðir 10. Jón Ingi Kristjánsson sjómað- ur 11. Guðmundur Skúlason vélvirkí 12. Steinunn Gísladóttir nemi 13. Guðmundur Sveinsson skipa- afgreiðslumaður 14. Halldóra Hákonardóttir verkakona 15. Álfhildur Sigurðardóttir hjúkmnarkona 16. Vilhjálmur Skúlason húsa- smiður 17. Hallbjörg Björnsdóttir húsa- smiður 18. Jón Ölversson skipstjóri I Gódan daginn! "M MA' ^v nrj TONIC KR. 58.890 .Meöétíœmúr.auOWe.nurlaum . m KRISTJfln SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 Vantl þig eldhóilnnréttlngu, innréttlngn i baðið, hreinlaetiatseki, blöndnnartseki, flisar eða kannskl þetta allt. Littu þá vlð hjá okkur. Vlð komurn, tökum mál og gemm tilboð þér að kostnaðarlausu. Opið virka daga frá 9— 19, laugardaga frá 13— 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.