Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Ingólfur Guðbrandsson í hópi starfsfólks Útsýnar í nýendurbættum húsakynnum ferðaskrifstofunnar í Austurstræti 17. Morgunbiaðia/Ámi Sæberg
„Skiptir neytandann mestu hvar
hann fær best kjör og þjónustuu
Rætt viö Ingólf Guðbrandsson í tilefni þess að Útsýn færir út kvíarnar
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn er
að færa út kvíamar um þessar
mundir. Afgreiðslusalurinn á 2.
hæð í Austurstræti 17 hefur
verið stækkaður og nærri öll
hæðin tekin undir afgreiðslu og
sölu hópferða og einstaklings-
ferða. Afgreiðslan á jarðhæðinni
er óbreytt, en til viðbótar hefur
ferðaskrifstofan tekið í notkun
hluta af 3. og 4. hæð hússins.
Verið er að stækka innan-
landsdeild Útsýnar og em áform
um móttöku fjölda erlendra
gesta á næstu áram.
Ein stærsta ráðstefnan, sem
haldin verður á íslandi í sumar,
fer fram í lok ágústmánaðar
fyrir tilstilli IBM í Þýskalandi
með þátttöku um 800 gesta í
tveim hópum og hefur Útsýn veg
og vanda af móttöku þeirra og
undirbúningi ráðstefnunnar.
Þá hefur American Express,
umsvifamesti þjónustuaðili
heimsins á sviði ferðamála, gert
áætlun um Islandsferðir, sem
auglýstar verða I kynningar-
bæklingum fyrirtækisins um víða
veröld.
Morgunblaðið hafði tal af
Ingólfi Guðbrandssyni forstjóra
IJtsýnar og spurði hann nánar
um starfsemi ferðaskrifstofunn-
ar.
„í sumar liggnr straum-
urinn suður á bóginn“
— Hvert ætla íslendingar að
ferðast í sumar?
„Straumurinn liggur suður á
bóginn. Áhuginn er langmestur á
sólarlöndunum og pantanir þangað
í yfirgnæfandi meirihluta," segir
Ingólfur. „Spánn er langvinsælast-
ur en Portúgal og Ítalía koma næst
á eftir. Það er greinilegt að sumar-
húsaaldan er gengin yfir. Auðvitað
er fróðlegt að kynnast nágranna-
löndunum og skal það síst lastað.
Sumarleyfí á Suður-Englandi er t.d.
mjög skemmtilegt og getur tengst
æfingu í enskri tungu eða ótal
öðrum erindum og áhugamálum.
íslendingar eru enn að læra að
ferðast. Þeir hafa verið of ginn-
keyptir fyrir áróðri ákveðinna hags-
munaaðila, en í ferðaviðskiptum
hlýtur hver og einn að hugsa um
eigin hag en ekki velja ferð eftir
geðþótta eða til að þóknast ein-
hveijum samtökum."
— Hvers vegna eru sólarlönd
svona miklu vinsælli en aðrir staðir?
„Vegna veðurfarsins. Ekkert
getur komið í staðinn fyrir gott
veður í sumarleyfinu og okkur ís-
lendingum er meiri þörf á því en
nokkrum öðrum, þrátt fyrir tiltölu-
lega gott árferði hér undanfarin tvö
ár. Þá hefur verðlagið sitt að segja.
Þeir, sem hafa reynsluna, vita að
matur, drykkur og hvers konar
skemmtan, sem er óaðskiljanlegur
hluti sumarleyfisins, er þrisvar til
fjórum sinnum dýrari á Norðurlönd-
um og í Vestur-Evrópu en t.d. í
Portúgal og á Spáni.
Annars er áberandi hve fólk
einblínir á sjálft fargjaldið en gerir
sér litla grein fyrir heildarkostnaði
af ferðalagi. Við undrumst, að fólk
skuli jafnvel stofna lífí sínu í hættu
og liggja úti næturlangt til þess að
komast yfír farseðil til Kaupmanna-
hafnar fyrir 8.000 krónur þegar
menn eiga þess kost að kaupa helm-
ingi lengri flugferð til Miðjarðar-
hafslanda fyrir 10.000 krónur.
Hvað skyldi þetta fólk reikna sér í
tímakaup f þeirri fímmtán tíma
nætur- og helgidagavinnu sem fór
í að bíða eftir farseðlinum? Það
má líka fullyrða, að almenningur
gagnrýnir þetta sölufyrirkomulag
og þá mismunun í fargjöldum, að
ein stétt eða starfsmannahópur
skuli eiga kost á hagstæðari far-
gjöldum en aðrir. Við erum öll þátt-
takendur í þjóðfélaginu og eigum
að njóta sömu kjara og sama réttar.
Gagnrýnin beinist fyrst og fremst
að flugfélögunum, sem mismuna
viðskiptavinum sínum að þessu leyti
á óverjandi hátt. Ef áfram verður
haldið á þessari braut er fullvíst,
AF INNLENDUM
VETTVANGI
- eftir HELGA BJARNASON
Sláturhús á Patreksf irði selt:
Sjóðir landbúnaðarins
lögðu milljónir í húsið
KAUPFÉLAG Vestur-Barð-
strendinga á Patreksfirði hefur
selt húsið Aðalstræti 100 á Pat-
reksfirði til Matvælavinnslunnar
hf. Sala á þessari eign væri ekki
í frásögur færandi nema hvað
umrætt hús er sláturhús sem
sjóðir landbúnaðarins hafa lagt
mikla fjármuni í. Húsið hefur nú
verið tekið undir rækjuvinnslu
og var siðasta lambinu slátrað
þar í haust. Eftir sitja bændurair
sláturhúslausir og peningarnir
sem sjóðir þeirra lögðu í húsið
eru komnir í sjávarútveginn.
„Þvingaðir út í
bygginguna"
Sláturhúsið á Patreksfírði var
aðallega byggt á árunum 1979-80.
Áætlanir miðuðust við slátrun 12-
16 þúsund ijár. Mikill samdráttur
hefur hins vegar orðið í sauð^'ár-
búskap á svæðinu vegna þess að
sveitir fóru í eyði og vegna niður-
skurðar vegna riðuveiki. Síðasta
haust var slátrað innan við 2.500
íjár í húsinu. Hafí rekstrargrund-
völlur hússins nokkum tímann verið
fyrir hendi, sem margir efast reynd-
ar um, er hann ekki lengur fyrir
hendi þegar verkefnin eru orðin
þettá'lítil. Það hefur einnig orðið
til að auka við vandamálin að slát-
urhúsinu gekk illa að innheimta þau
lán óg styrki úr sjóðum landbúnað-
arins sem gert var ráð fyrir að
kæmu til byggingarinnar, þannig
að bygging hússins var fjármögnuð
með dýrum skammtímalánum sem
virðast hafa orðið þessu litla kaup-
félagi ofviða.
Vandamál sláturhússins hafa
stöðugt verið á borðum ráðamanna
og undanfarin ár hafa þau komið
reglulega fram í ljölmiðlum. Morg-
unblaðið ræddi meðal annars við
Jens H. Valdimarsson kaupfélags-
stjóra í júlí 1983 og birtust viðtöi
við hann í blaðinu. Þá sagði hann
meðal annars, þegar hann var
spurður um ástæður þess að fyrir-
tækið réðist í þessa fjárfestingu:
„Við vorum þvingaðir til að fara út
í þessa sláturhúsbyggingu. Slátur-
húsanefnd gerði áætiun fyrir landið
og skipulagði hvar sláturhús ættu
að vera og hvar ékki og varla var
hægt fyrir okkur að skorast undan
því að taka þátt í þessari upp-
byggingu." .
Nauðungaruppboði
frestað
Fyrri hluta síðasta árs var svo
komið að komið var að nauðungar-
uppboði á sláturhúsinu að kröfu
Stofnlánadeildar landbúnaðarins,
ásamt sláturhúsinu á Breiðdalsvík
og kom þá fram í Morgunblaðinu
að skuldir húsanna við Stofnlána-
deild voru samtals um 20 milljónir
kr., þar af 5-6 milljónir í vanskilum.
Jafnframt kom fram að sláturhúsið
á Patreksfírði hafði greitt eitthvað
af lánum sínum fyrsta árið, en síðan
ekki söguna meir. Uppboði var
frestað þar sem eigendur hússins
sögðust vera að koma málunum í
lag. Síðan var samið um að vanskil-
um sláturhússins í Stofnlánadeild-
inni yrði breytt í fast lán en aldrei
var gengið frá skuldbreytingunni
þannig að vanskilin standa enn að
verulegu leyti.
Sláturhúsið selt
I mars 1985 var stofnað fyrir-
tækið Matvælavinnslan hf. á Pat-
reksfirði. Tilgangur félagsins var
að reka rækjuvinnslu og aðra mat-
vælaframleiðslu. Félagið tók slátur-
húsið á leigu í fyrra og hóf rækju-
vinnslu. í haust var síðan slátrað í
húsinu. Þann 1. desember síðastlið-
inn seldi Kaupfélagið síðan Mat-
vælavinnslunni hf. sláturhúsið
ásamt innréttingum, áhöldum, vél-
um og tækjum. Kaupverðið var
staðgreitt, væntanlega með yfír-
töku skulda að verulegu leyti.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var þessi sala ákaflega
viðkvæm heimafyrir og fram undir
þetta hafa forráðamenn Kaupfé-
lagsins ekki viljað viðurkenna að
búið væri að selja sláturhúsið.
Morgunblaðið fékk það hins vegar
staðfest á sýsluskrifstofunni á Pat-
reksfírði að samkvæmt veðmála-
bókum hefði kaupfélagið afsalað
Matvælaiðjunni þessari eign með
afsali dagsettu þann 1. desember
síðastliðinn. Morgunblaðið hefúr
einnig undir höndum ljósrit af afsal-
inu. Ekki er ólíklegt að þessi leynd
yfír sölunni stafí að einhveiju leyti
af því að ekki er búið að ganga
frá málum við Stofnlánadeild land-
búnaðarins og óvissu varðandi
endurkröfurétt Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins á fjárframlögum
sínum.
Milljónir úr
Framleiðnisjóði
Á árunum 1976-85 hefur Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins lagt
fram tæpar 7 milljónir til slátur-
hússins. Framreiknað með bygg-
ingavísitölu samsvara þessi framlög
13-14 milljónum kr. í dag. Það
hefur lengi verið regla hjá Fram-
leiðnisjóði að greiða Va af stofn-
kostnaði við sláturhús. Framlögin
hafa farið eftir tekjum sjóðsins
hveiju sinni og voru þau yfírleitt
greidd eftir á og þá á upphaflega
kostnaðarverðið, óverðtryggt. Svo
var með sláturhúsið á Patreksfírði
en sjóðurinn lauk við greiðslu á
þriðjungi stofnkostnaðar þess í árs-
lok 1983.
Það gerðist hins vegar að í lok
ársins 1984 sendi Jón Helgason
landbúnaðarráðherra stjóm sjóðs-
ins beiðni um að í gegn um sjóðinn
mættu fara peningar sem sam-
komulag hafði orðið um í ríkis-
stjóminni að færi til ákveðinna slát-
urhúsa, þar á meðal 5 milljónir til
Patreksfjarðar. Þessir peningar
voru til viðbótar þeim fjármunum
sem Framleiðnisjóður hafði lagt til
sláturhússins samkvæmt sínum
venjulegu úthlutunarreglum. Stjóm
sjóðsins féllst á að láta þessa pen-
inga fara í gegn um sjóðinn með
því skilyrði að hluti upphæðarinnar
yrði notaður til að gera upp við
bændur og afgangurinn greiddur í
sambandi við skil við Stofnlánadeild
landbúnaðarins. Vora greiddar 3,8
milljónir í árslok 1984, en afgang-
urinn, 1,2 milljónir, var greiddur til
Stofnlánadeildarinnar síðastliðið
sumar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var þetta aukaframlag til
sláturhússins á Patreksfirði veitt
fyrir atbeina ýmissa stjómmála-
manna, einkum Steingrím Her-
mannssonar forsætisráðherra, for-
manns Framsóknarflokksins og
þingmanns Vestfjarða. Erfítt er að
átta sig á af hveiju menn vildu
endilega láta þetta fé fara í gegn
um Framleiðnisjóð í stað þess að
veita beina styrki úr ríkissjóði. Ekki
er þó ólíklegt að tilgangurinn hafí
verið sá að láta minna bera á styrkj-
unum.
Eiga sjóðir landbúnað-
arins endurkröfurétt?
Eftir að ljóst var orðið að slátur-
húsið á Patreksfirði var ekki lengur
sláturhús fóra að vakna spumingar
um það hvort Framleiðnisjóður ætti
ekki endurkröfurétt á þessum fram-
lögum sínum. Jóhannes Torfason
formaður stjómar Framleiðnisjóðs