Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiApril 1986Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 AP/Símamynd Loftskip flytja aftur farþega í gær var farið f fyrsta farþegaflug á loftskipi frá þvf 1937. Flogið var á loftskipi, sem brezka verksmiðjan Airship Industries hefur framleitt og ber það heitið Skyship 500. Loftskipið mun fljúga útsýn- isflug með farþega yfir Lundúnaborg fram til 15. júnf og seldist upp í ferðirnar á tveimur dögum. Daglega berast um 3.000 fyrir- spumir um sæti, sem uppseld em. Er öld loftskipanna að renna upp á ný 6? Símamynd/V erdens Gang Morten Rönneberg i keppni fyrir nokkrum árum. Nú situr hann f gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn með eiturlyf. Watford, Engiandi. AP. FYRSTA loftskipið til farþega- flutninga frá því Hindenburg brann til kaldra kola árið 1937 leið í gær upp í loftin biá yfir Watford, rétt fyrir norðan Lond- on. Fimm farþegar auk tveggja skip- verja voru um borð í fyrstu ferðinni, Danmörk: Stj órnarandstaðan vill gjör- breyta vamarmálastefnunni Gæti stefnt aðild Dana að Atlantshafsbandalaginu í hættu segja forsvarsmenn stjórnarinnar Kaupmannahöfn. AP. Stjórnarandstaða vinstri- manna í Danmörku hefur á prjónunum að leggja fram til- lögur f varnarmálum, sem gætu, ef samþykktar, valdið mikilli óvissu um áframhald- andi þátttöku Dana í Atlants- hafsbandalaginu. Er það inn- takið í þeim, að vopnabúnaður danska hersins verði minnkað- ur þannig að herinn geti aðeins varist en ekki snúið vörn i sókn. Ef vinstriflokkamir í Dan- mörku komast til valda og fara eftir sínum eigin tillögum mun verða fækkað verulega í sjóhem- um, flugherinn skorinn niður og vamir Danmerkur byggðar að mestu á varaliði í landhemum. Hans Engell, vamarmálaráðherra úr íhaldsflokknum, hefur margoft bent á, að með vömum aí þessu tagi væri verið að grafa undan samstarfí Atlantshafsbandalags- ríkjanna en þar væri það megin- stefnan, að allir bæru jafna ábyrgð, að eitt ríki kæmi öðru til hjáipar ef með þyrfti. Þeir, sem styðja tillögumar, segja, að vegna framfara í raf- eindatækni sé eftirlitsbúnaður orðinn svo fullkominn og flug- skeytin svo nákvæm, að unnt sé að fæla hugsaniegan ijandmann frá árás án þess að hóta kjam- orkustríði. Hervamir, sem væru eingöngu í vamarskyni, svonefnd „sóknarlaus vöm“, myndu því hækka „kjamorkuþröskuldinn". Þá er átt við, að átök með venju- legum vopnum gætu orðið meiri en ella án þess að annar stríðsaðil- inn freistaðist til að beita kjam- orkuvopnum. Til að hrinda þessum hug- myndum í framkvæmd yrðu dönsk stjómvöld að gera nýja samninga við Bandaríkjamenn og Breta til að tryggja, að herlið bandamanna, sem kæmi til Danmerkur á hættu- tímum, væri ekki búið sóknar- vopnum. í viðtali við Svend Auken, vara- formann jafnaðarmannaflokksins, í blaði hersins, „Forsvaret i dag“, tengir hann þessar tillögur hug- myndinni um kjamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. Gagnrýnendur hennar hafa hins vegar löngum bent á, að Sovét- menn séu með mesta kjamorku- vopnabúr í heimi við bæjardymar, á Kolaskaga, og séu augljóslega ekkert á fömm þaðan með vopnin. Danska blaðið Information skýrði frá því í vikunni, að hemað- arsérfræðingar úr austri og vestri hefðu á fundi í Stokkhólmi um fyrri helgi rætt hugmyndina um „sóknarlausa vöm“. Bar það m.a. á góma, að komið yrði upp svo- kölluðum vamarsvæðum, búnum jarðsprengjum, rafeindatækjum og marksæknum skeytum, sem gætu heft framrás hers í stríði. Gæfist þá þjóðinni, sem á væri ráðist, tóm til að kveðja menn til vopna og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir. Sumir stuðnings- menn dönsku tillögunnar um „sóknarlausa vörn“ eru hlynntir þessum varnarsvæðum og vilja koma þeim upp syðst á Jótlandi til að halda aftur af heijum Var- sjárbandalagsins eftir að þeir hefðu lagt undir sig Vestur- Þýskaland. Vilja þeir ennfremur koma upp eldflaugastöðvum á jörðu og leggja herskipum og eftirlitsskipum, sem búin eru slík- um vopnum. Poul Schliiter, forsætisráð- herra, hefur varað stjómarand- stöðuna við að reyna koma þess- um tillögum í gegn á þingi. „Við munum ekki taka því með þegj- andi þögninni ef þingið samþykkir ályktun, sem stefnir í hættu aðild okkar að Atlantshafsbandalag- inu,“ sagði hann í viðtali og Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráð- herra, hefur gefið í skyn, að stjómin muni heldur boða til kosninga en taka við slíkri sam- þykkt. sem var farin yfir London, en til stendur að fara fjórar útsýnisferðir daglega yfir borgina fram til miðs júní. Verður gjaldið fyrir farþegann um 6.300 ísl. kr. og er nú þegar allt upppantað. Flugmálaráðherrann breski, Michael Spicer, hefur fagnað þess- ari fyrstu siglingu loftskipsins, sem heitir „Skyship 500-02", og sagði hann, að það gæti komið að miklu gagni fyrir herinn, t.d. við eftirlit og ljósmyndun, auk venjulegs áætl- unarflugs. Það er fýrirtækið Airship Industries, sem smíðað hefur loft- skipið. Dagar loftskipanna liðu undir lok á fjórða áratugnum og kom þar tvennt til, samkeppnin við flugvél- amar og tvö mikil slys. Það fyrra varð árið 1931 þegar breska loft- skipið Rioi hrapaði til jarðar í Beauvais í Frakklandi og 48 manns biðu bana og það síðara þegar þýska loftskipið Hindenburg brann í New Jersey í Bandaríkjununi. Þá fórust 33 menn. Skyship 500-02 er smíðað í Cardington í Bedfordskíri eins og Rioi og framleiðendumir segja, að nú sé öryggið annað en áður var. Nú sé belgurinn fylltur helíum, sem ekki geti brunnið eins og vetnið í Hindenburg. Airship Industries hefur í hyggju að smíða annað skip, Skyship 600, og taka upp reglulegar áætlunar- ferðir til Parísar með 12 farþega. Á ferðin að standa í 2 V2 tíma, litlu lengur en það tekur flugvél að fara þessa leið, en ferðin yrði miklu þægilegri fyrir farþegana, sem gætu notið útsýnisins yfir mat og drykk. Helsti kostur loftskipanna er sá, að þau geta verið lengi á lofti án mikils kostnaðar. Af þessum sökum hafa þau vakið athygli breskra hemaðaryfirvalda. „Eiturlyfin voru á góðri leið með að drepa mig“ — segir Morten Rönneberg, sem lengi var skærasta tennisstjarna Norðmanna Ösló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. „ÉG VAR undir áhrífum eitur- lyfja þegar ég vann tvo síðustu Noregsmeistaratitlana í tennis," segir Morten Rönneberg, lengi fremsti tennisleikarí í Noregi, í viðtali, sem birtist við hann í gær í blaðinu Verdens Gang. Rönne- berg var fyrir skömmu hand- tekinn með 10 grömm af amf- etamíni og i viðtalinu segir hann frá því hvemig eiturlyfin eyði- lögðu líf hans og íþróttaferíl. Morten Rönneberg var snemma efnilegur tennisleikari og sem ungl- ingur bar hann sigur úr býtum á mörgum alþjóðlegum mótum. 15 ára gamall var hann sendur til Bandaríkjanna til að æfa og spila og bjó þar hjá bandarískri flöl- skyldu. Í Bandaríkjunum reykti Rönneberg hass i fyrsta sinn og þegar hann sneri aftur til Noregs ári síðar hélt hann áfram hass- reykingum og fór að fíkta við kóka- ín. Rönneberg hefur síðan notað kókaín og líka þegar hann var að leika. í fyrstu óx honum ásmegin af eitrinu en fljótlega fór það að taka sinn toll af líkamlegri og andlegri heiisu hans. „Margar stóru tennisstjamanna nota kókaín og önnur eiturlyf. Flestar aðrar en þær sænsku, sem allt frá byijun komast ekki upp með neitt múður hjá þjálfurunum," segir Rönneberg og bætir því við, að í kringum tennisstjömumar sé jafnan fólk, sem lifír á eiturlyQa- sölu. Lengi vel tókst Rönneberg að fela eiturlyíjaneysluna og það þótt hann væri stundum hálfutan við sig í keppni. Hann var hræðilega sljór, sló boltann eitthvað út f buskann og hnakkreifst við dómara og áhorf- endur. Á móti á Hawaii-eyjum f fyrra sprakk svo blaðran. Einn norsku fararstjóranna komst á snoðir um kókaínneysluna og Rönneberg var útilokaður frá tenn- iskeppni í tvö ár. Reynt var að hjálpa honum til að sigrast á fíkn- inni en það kom að engu haidi. „Fyrst nú, þegar ég var hand- tekinn, viðurkenndi ég fyrir sjálfum mér, að ég væri eiturlyflaneytandi. Eituriyfín voru á góðri leið með að drepa mig og nú vil ég reyna að komast á réttan kjöl. Eg vona, að ég geti aftur tekið til við tennisinn og orðið jafn góður og áður,“ segir Rönneberg. Upplýsingamar um eiturlyfja- neyslu Rönnebergs hafa komið illa við forystumenn norska tennissam- bandsins og verða þeir nú að taka ýmislegt til endurskoðunar. Ekki er t.d. ólíklegt, að Rönneberg verði sviptur konungsbikurunum, sem hann vann til í Noregsmeistaramót- unum, enda stríðir það gegn lögum sambandsins, að maður undir áhrif- um eiturlyfja verði norskur meist- ari. GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum. AP. LITLAR breytingar urðu á gengi bandarikjadals í gjaldeyrismörk- uðum í gær. Hann lækkaði áfram gagnvart japanska yeninu, féll úr 169,35 yenum í fyrradag niður 167,90 yen. Breska pundið hækk- aði gagnvart dal. Það kostaði við lok gjaldeyrismarkaða í gær 1,5260 dali, en kostaði í gær 1,5125 dal. Gengi annarra helstu gjaldmiðla heims gagnvart dal var sem hér segin Innan sviga gengið frá því í fyrradag. Dalurinn kostaði 2,1925 vestur-þýsk mörk (2,1900), 1,8295 svissneska franka (1,8335), 6,9900 franska franka (6,9875), 2,4740 hollensk gyllini (2,4710), 1.503,50 ítalskar lírur (1.503,00) og 1,3930 kanadíska dali (1,3880).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 90. tölublað (24.04.1986)
https://timarit.is/issue/120596

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

90. tölublað (24.04.1986)

Iliuutsit: