Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 38

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Hver er borga ágæt- ust um veröld víða? New York. AP. Hver er borga ágætust um veröld víða? Það veltur á ýmsu. Melbourne í Ástralíu getur státað af hæstu eggjaverði, sem er um 1,64 dollarar (um 68 kr. ísl.) kílóið. Læknar eru flestir í Brussel, einn á hveija 139 íbúa. í Moskvu eiga al- menningsbókasöfnin flestar bækur, alls 49.991.000 eintök. „Svarið fer eftir því, hver spyr,“ sagði John Tepper Marlin, einn af höfundum bókarinnar „Hvað fá borgir heims í eink- unn?“ sem Free Press-forlagið gefur út. „Ef maður er á höttunum eftir góðri vinnu eru borgimar þeim mun vænlegri sem þær eru stærri," sagði Marlin. „Vilji maður leita fyrir sér í bifreiðaiðn- aðinum er Detroit e.t.v. borg borga. Þegar maður sest í helgan stein lítur maður e.t.v. fremur í aðrar áttir.“ Marlin og samstarfsmenn hans báru saman um 80 málaflokka í 105 borgum og sönkuðu að sér upplýsingum um borgimar og stjóm þeirra. Þar getur að líta ótal fróðleiksmola. M.a. kemur í ljós, að í Was- hington eru 173 símar á hveija 100 íbúa, en í Mexíkó aðeins tveir á jafnmarga íbúa. Heimilistækja- kostnaður er mestur í Bogota í Kólumbíu (3.944 dollarar eða um 162.000 ísl. kr.), en lægstur í Istanbul í Tyrklandi (1.168 doll: arar eða um 48.000 ísl. kr.). í borginni St. Louis em flest manndráp framin á ári hverju, um 58,5 á hveija 100.000 íbúa, en í Marseille í Frakklandi „að- eins“ 0,2 á jafnmarga íbúa. Meðalhitinn er hæstur í Bankok í Thailandi (28,3 gráður C), en lægstur í Winnipeg í Kanada (2,5 gráður C). í Helsinki í Finnlandi er hæst hlutfall kvenna, 55,5%. Á Bombay í Indlandi eru karlar 56,4%. íbúar Ziirich hafa hæstar meðaltekjur, 466 dollara (ríflega 19.100 ísl. kr.) á viku. í Tianjin í Kína er annað upp á teningnum, því að þar eru meðaltekjur íbú- anna 8,76 dollarar (um 360 ísl kr.) á viku. Hlutfall hjónaskilnaða er hæst í Dallas í Bandaríkjunum, 8,4 skilnaðir á hveija 1.000 íbúa. I Rio de Janeiro í Brazilíu er hlutfallið hins vegar 0,2 skilnaðir á sama íbúaíjölda. Suður—Afríka: Isnjómokstri á vori hinna síðu nærbuxna Frændum okkar á Norðurlöndum þykir sem vorið hafi yfirgefið þá. Fólki brá heldur í brún um helgina, því að þá kyngdi niður snjó bæði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Urðu menn að taka fram vetrarfatnaðinn, að föðurlandinu meðtöldu, og moka bíla sína upp úr sköflunum. Og ekki var betra, að fresta þurfti fjöldamörgum mikilvægum knattspyrnuleikjum. Á myndinni sjáum við hvar hún Annika Glimrén í Norrköping í Austur—Gotlandi í Svíþjóð er að hefja moksturinn á „vori hinn síðu nærbuxna “, eins og Svíar kalla þetta fyrirbæri. 200 húsnæðisleysingj- ar voru handteknir Handtökur í S—Kóreu Seoul, Suður—Kóreu. AP. NÍU menn hafa verið handteknir og öðrum níu stefnt fyrir rétt vegna þátttöku í mótmælum gegn stjórnvöldum í Suður— Kóreu. Alls hafa 62 menn verið hand- teknir fyrir að mótmæla stjómar- farinu í Suður—Kóreu en að undan- fömu hefur komið til harðra átaka milli mótmælenda og lögreglu. Kór- eski lýðræðisflokkurinn, helsti stjómarandstöðuflokkurinn í landinu, krefst aukins lýðræðis í S—Kóreu og vinnur nú að því að fá 10 milljónir til að styðja þá kröfu með undirskrift sinni. Jóhannesarborg. AP. UM 200 blökkumenn voru hand- teknir i búðum heimilislausra í Lawaaikamp, nærri strandborg- inni George, í gær. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir teknir höndum vegna rannsókn- ar á óeirðum í nágrenninu síð- ustu daga. Aðgerðimar minna á innreið hers og lögreglu í Lamontville, borgar- hverfí svartra utan við Durban, í síðustu viku. Húsnæðisleysingjum er gefíð að sök að standa á bak við óeirðir, m.a. í George, sem var kjördæmi P. W. Botha, forseta Suður-Afríku, er hann sat á þingi. Alls voru 55 menn handteknir í Lamontville, en lögregla og her- menn hafa gert þar húsleit í hveiju húsi síðustu daga. Hinum hand- teknu hefur verið gefíð ýmislegt að sök, allt frá ólöglegum vopnaburði upp í morð. Um 700 her- og lögreglumenn héldu innreið í Lamontville aðfara- nótt miðvikudagsins í síðustu viku að beiðni hverfísráðsins þar. Að sögn yfírvalda var óskað eftir að- gerðum til að stöðva óeirðir, sem verið höfðu nær linnulausar í hverf- inu. Að sögn lögreglu særðust þrír blökkumenn alvarlega er jarð- sprengjur spmngu á þremur stöðum í landinu á mánudagskvöld. Lög- reglan segir skæruliða Afríska þjóð- arráðsins bera ábyrgð á sprenging- unum, en talsmenn þess í Lusaka f Zambíu vísuðu þeirri fullyrðingu á bug í gær. Lögreglan umkringdi Alexandra, borgarhverfí blakkra í jaðri Jóhann- esarborgar, vegna óeirða þar annan daginn í röð. íbúar í hverfínu sögðu átta menn hafa beðið bana í aðgerð- um lögreglunnar. Lögreglan heldur því hins vegar fram að einn maður hafí beðið bana. Hann hefði fundizt í húsi sínu, sem brennt hafði verið til grunna. Stjómin afnam passalögin form- lega í gær. Lögin voru sett fyrir um fjörutíu árum og takmörkuðu þau mjög ferðafrelsi blökkumanna í Suður-Afríku. Nýjar reglur, sem settar verða, munu þó þýða að litlar sem engar breytingar verða á hög- um blakkra og verður því svo fyrir komið að auðvelt verður að meina flutning milli hverfa. Sjálfsmorð unglinga í Japan í örum vexti Tókýó, Japan. AP. SJÁLFSMORÐ vinsællar dægur- lagasöngkonu fyrir tveimur vik- um hefur komið af stað öldu sjálfsmorða meðal japanskra ungmenna. Hefur 31 ungmenni svipt sig lífi á undanförnum tveimur vikum, að sögn japan- skra fjölmiðla. Kvikmyndaleikslj órinn Otto Preminger látinn New York. AP. KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Otto Preminger lést í New York í fyrrinótt 79 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Preminger var fæddur í Vínar- í umgengni og sögðu leikarar sem borg í Austurríki 5. desember 1906. Hann var lögfræðingur að mennt og fluttist til Bandaríkj- anna árið 1935, þar sem hann hóf þegar að leikstýra kvikmyndum. Fyrsta mynd hans, „Under your spell" kom fyrir sjónir almennings árið eftireða 1936. Preminger var umdeildur og fór eigin leiðir í verkum sínum. Hann gat sér orð fyrir að taka fyrir forboðin efni í þeim kvikmyndum sem hann leikstýrði og voru nokkrar myndir hans bannaðar um tíma í sumum borgum Banda- ríkjanna. Preminger þótti erfíður undir hans stjóm unnu, að ill- mögulegt væri að vinna með honum sökum mislyndis. Meðal mynda Premingers má nefna: „Forever Amber" (1947), „Carmen Jones" (1954), „Ana- tomy of a Murder" (1959), „Exod- us“ (1960), „Advise and Consent" (1961), „The Cardinal" (1963), „Hurry Sundown" (1967) og „Skiddoo" (1968). Síðustu myndir hans þóttu ekki vel heppnaðar og nutu lítilla vinsælda. Auk þess að leikstýra kvikmyndum leikstýrði Preminger einnig leikritum á Broadway á fímmta áratuginum. Otto Preminger „Eg vil líkjast söngkonunni Yukiko Okada,“ sagði 16 áragömul stúlka við systur sína áður en hún fleygði sér fram af 13. hæð bygg- ingar í Tókýó í síðustu viku, að því er japönsk blöð herma. Einn og sama daginn sviptu fímm unglingar sig lífí og 20 af þessum 31 hafa beitt þeirri aðferð að fleygja sér fram af byggingum. Flestir unglingamir skildu eftir bréf, þar sem ástæður sjálfsmorðs- ins voru útskýrðar. Flestar voru ástæðumar vonleysi og svartsýni á framtíðina, skortur á sjálfstrausti og ósætti við foreldra. Á síðasta ári svptu 557 unglingar undir 18 ára aldri sig lífí í Japan. Þá hafði sjálfsmorðstíðnin minnkað um nær helming frá árinu 1979, þegar 919 unglingar frömdu sjálfs- morð. Á þessu ári nemur aukningin hins vegar 20%, en 213 unglingar hafa tekið líf sitt til þessa. Árið 1982 var Japan sjötta í röðinni af ríkjum heims hvað sjálfs- morð unglinga snertir, en 10,6 af hveijum 100 þúsund unglingum þar frömdu sjálfsmorð. Ástralía var í fyrsta sæti með 20,5, Finnland í öðm sæti með 17,9 og Ungveija- land í þriðja sæti með 17,7. Gefa út endurminn- ingar Shcharanskys New York. AP. SOVESKI andófsmaðurinn Anatoly Shcharansky hefur gert samkomulag við Random House- útgáfufyrirtækið um útgáfu endurminningabókar eftir hann, að þvi er umboðsmaður hans sagði á þriðjudag. Ekki hefur verið gengið frá fjár- málahlið útgáfunnar, en útgáfu- stjórinn, Marvin Josephson, kvað fyrirtækið mundu gefa út fréttatil- kynningu, þegar málið væri í höfn. Shcharansky, sem sat í níu ár í fangabúðum í Sovétríkjunum áður en__honum var leyft að fara tíl Vesturlanda í febrúarmánuði sl., býr nú í Israel. Hann fer til Banda- ríkjanna í næsta mánuði og hittir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að máli. Josephson sagði, að Shcharansky ætlaði „að halda áfram baráttu sinni fyrir að fá brottfararleyfí handa þeim hundruðum þúsunda gyðinga, sem vilja fara frá Sovét- ríkjunum, og eftir því sem ég veit best ætlar hann hvorki að spara tíma né peninga til að vinna að framgangi þessa máls“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.