Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 42

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Piltar í KFUM brosa framan í ljósmyndadeild. KFUMogKFUK: Vorhátíð í Keflavík á laugardag KFUM og KFUK í Reykjavík standa fyrir vorhátíð barna i félögunum í Keflavík Iaugardag- inn 26. apríl nk. Farið verður frá öllum starfsstöð- um félaganna kl. 13.15 og ekið til Keflavíkur og sameinast hópi bama í KFUM og KFUK í Keflavík og Sandgerði. Gengið verður í skrúð- göngu um götur Keflavíkur að íþróttahúsinu, en þar fer fram aðaldagskrá hátíðarinnar. Margt er á dagskrá, t.d. söngur, heimsóknir skemmtilegra gesta, leikir, helgi- leikur og hugleiðing frá Guðs orði. Ef veður leyfír verður einnig haldið suður að Garðskagavita og borðað nesti. * Utför Andrésar Eyjólfssonar Grund, Skorradal. í fegursta veðri var útför Andrésar Eyjólfssonar, fyrrverandi bónda og alþingismanns, gerð frá Siðumulakirkju a sunnudaginn að viðstöddu mildu fjölmenni. Séra Geir Waage í Reykholti jarðsöng og sveitungar Andrésar báru kistu hans úr kirkju. Að aflokinni athöfninni í Síðumúla var boðið til erfidrykkju að Logalandi i Reykholtsdal. Karlakór Selfoss. Morgunblaðið/Sig.Jóns. Karlakór Selfoss: Vortónleikar á sumardaginn fyrsta Selfossi. KARLAKÓR Selfoss heldur sína árlegu vortónleika á sum- ardaginn fyrsta í íþróttahúsinu á Selfossi kl. 21.00. Hjá Karla- kórnum eru vortónleikarnir, eins og hjá öðrum kórum, af- rakstur vetrarstarfsins og æf- inganna. Auk tónleikanna á Selfossi mun kórin halda tón- leika á Flúðum 26. apríl kl. 21.00 og fyrirhugað er að halda tónleika í öðrum nærsveitum. Karlakórinn var stofnaður 2. mars 1965 og varð því 20 ára á sl. ári. Fyrsti formaður kórsins var Skúli Guðnason og fyrsti kór- stjóri Guðmundur Gilsson. Núver- andi formaður er Bjarni Þórhalls- son og söngstjóri er Ásgeir Sig- urðsson. Innan kórsins er fjölbreytt fé- lagsstarf og er þar starfandi kvenfélag. Nýlega afhentu kon- umar körlunum í kómum fána fyrir kórinn í tilefni 20 ára af- mælisins á sl. ári. Fáninn hangir á vegg í nýju félagsherbergi sem kórfélagar hafa innréttað að Fossheiði 58. Á söngskránni á vortónleikun- um eru 19 lög eftir innlenda og kómum er Róbert Darling. erlenda höfunda. Undirleikari með Sig.Jóns. Stjórnarmenn Karlakórs Selfoss við nýja fánann; Bjarni Þór- hallsson, Hörður Hansson og Sæmundur Ingólfsson. Aðrir stjórn- armenn sem ekki eru á myndinni eru Hlöðver Magnússon og Guðmundur Sigurðsson. Keflavík: Heiðarbúar halda skemmtun í dag Á SUMARDAGINN fyrsta mun Skátafélagið Heiðabúar í Kefla- vik sjá um skrúðgöngu og skemmtun í Félagsbíó í tilefni sumarkomunnar. Skátar og bæjarbúar safnast saman við Skátahúsið kl. 10. Lagt verður af stað kl. 10.30. Lúðrasveit Keflavíkur leikur fyrir skrúð- göngunni eins og undanfarin ár. Skátaguðsþjónustan hefst kl. 11.00. Sóknarpresturinn séra Ólaf- ur Oddur Jónsson þjónar fyrir alt- ari, skátar aðstoða. Ræðu dagsins flytur Árni V. Ámason. Skátar vígðir og veitt heiðursmerki. Kl. 14.00 hefstskáta- skemmtun fyrir böm í Félagsbíó. Þar verður leikið, sungið, hrópað o.fl. Verð aðgöngumiða er kr. 50.00. Á föstudagskvöldið verður diskó- tek í Holtaskóla sem hefst kl. 20.00. Frá Vatnaskógi. Skógarmenn KFUM undirbúa sumarstarfið: Kaffisala og samkoma í dag HIN árlega kaffisala Skógar- manna KFUM verður haldin í dag, sumardaginn fyrsta, í húsi KFUM og KFUK við Amtmanns- stíg 2b í Reykjavík. Frá kl. 14 verður selt kaffí, gos, tertur, kökur o.fl. sem velunnarar starfsins í Vatnaskógi hafa lagt fram. í kvöld kl. 20.30 verður almenn sumarkvöldvaka á sama stað. Þar verður fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins og efni tengt Vatnaskógi. Allir eru velkomnir þangað og eru foreldrar drengjanna sem dvalið hafa í Vatnaskógi sérstaklega hvattir til að koma. Undirbúningur sumarstarfsins er þegar hafínn og verður Komandi sumar það 64. sem sumarbúðimar eru starfræktar. Mörg verkefni eru í gangi við uppbyggingu og endur- bætur staðarins, og er mestur hluti allrar vinnu í Vatnaskógi lagður til af sjálfboðaliðum. Á síðustu árum hefur ágætt íþróttahús risið og verður það senn komið í fulla notk- un._ í Vatnaskógi dveljast 90—100 drengir að jafnaði hvert sumar í 7—10 daga flokkum. I sumar eru 10 dvalarflokkar. Innritun í dvalarflokka sumarsins er hafín og fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK á Amtmannsstíg 2b kl. 9—17 aila virka daga. (Fréttatilkynningf)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.