Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Piltar í KFUM brosa framan í ljósmyndadeild. KFUMogKFUK: Vorhátíð í Keflavík á laugardag KFUM og KFUK í Reykjavík standa fyrir vorhátíð barna i félögunum í Keflavík Iaugardag- inn 26. apríl nk. Farið verður frá öllum starfsstöð- um félaganna kl. 13.15 og ekið til Keflavíkur og sameinast hópi bama í KFUM og KFUK í Keflavík og Sandgerði. Gengið verður í skrúð- göngu um götur Keflavíkur að íþróttahúsinu, en þar fer fram aðaldagskrá hátíðarinnar. Margt er á dagskrá, t.d. söngur, heimsóknir skemmtilegra gesta, leikir, helgi- leikur og hugleiðing frá Guðs orði. Ef veður leyfír verður einnig haldið suður að Garðskagavita og borðað nesti. * Utför Andrésar Eyjólfssonar Grund, Skorradal. í fegursta veðri var útför Andrésar Eyjólfssonar, fyrrverandi bónda og alþingismanns, gerð frá Siðumulakirkju a sunnudaginn að viðstöddu mildu fjölmenni. Séra Geir Waage í Reykholti jarðsöng og sveitungar Andrésar báru kistu hans úr kirkju. Að aflokinni athöfninni í Síðumúla var boðið til erfidrykkju að Logalandi i Reykholtsdal. Karlakór Selfoss. Morgunblaðið/Sig.Jóns. Karlakór Selfoss: Vortónleikar á sumardaginn fyrsta Selfossi. KARLAKÓR Selfoss heldur sína árlegu vortónleika á sum- ardaginn fyrsta í íþróttahúsinu á Selfossi kl. 21.00. Hjá Karla- kórnum eru vortónleikarnir, eins og hjá öðrum kórum, af- rakstur vetrarstarfsins og æf- inganna. Auk tónleikanna á Selfossi mun kórin halda tón- leika á Flúðum 26. apríl kl. 21.00 og fyrirhugað er að halda tónleika í öðrum nærsveitum. Karlakórinn var stofnaður 2. mars 1965 og varð því 20 ára á sl. ári. Fyrsti formaður kórsins var Skúli Guðnason og fyrsti kór- stjóri Guðmundur Gilsson. Núver- andi formaður er Bjarni Þórhalls- son og söngstjóri er Ásgeir Sig- urðsson. Innan kórsins er fjölbreytt fé- lagsstarf og er þar starfandi kvenfélag. Nýlega afhentu kon- umar körlunum í kómum fána fyrir kórinn í tilefni 20 ára af- mælisins á sl. ári. Fáninn hangir á vegg í nýju félagsherbergi sem kórfélagar hafa innréttað að Fossheiði 58. Á söngskránni á vortónleikun- um eru 19 lög eftir innlenda og kómum er Róbert Darling. erlenda höfunda. Undirleikari með Sig.Jóns. Stjórnarmenn Karlakórs Selfoss við nýja fánann; Bjarni Þór- hallsson, Hörður Hansson og Sæmundur Ingólfsson. Aðrir stjórn- armenn sem ekki eru á myndinni eru Hlöðver Magnússon og Guðmundur Sigurðsson. Keflavík: Heiðarbúar halda skemmtun í dag Á SUMARDAGINN fyrsta mun Skátafélagið Heiðabúar í Kefla- vik sjá um skrúðgöngu og skemmtun í Félagsbíó í tilefni sumarkomunnar. Skátar og bæjarbúar safnast saman við Skátahúsið kl. 10. Lagt verður af stað kl. 10.30. Lúðrasveit Keflavíkur leikur fyrir skrúð- göngunni eins og undanfarin ár. Skátaguðsþjónustan hefst kl. 11.00. Sóknarpresturinn séra Ólaf- ur Oddur Jónsson þjónar fyrir alt- ari, skátar aðstoða. Ræðu dagsins flytur Árni V. Ámason. Skátar vígðir og veitt heiðursmerki. Kl. 14.00 hefstskáta- skemmtun fyrir böm í Félagsbíó. Þar verður leikið, sungið, hrópað o.fl. Verð aðgöngumiða er kr. 50.00. Á föstudagskvöldið verður diskó- tek í Holtaskóla sem hefst kl. 20.00. Frá Vatnaskógi. Skógarmenn KFUM undirbúa sumarstarfið: Kaffisala og samkoma í dag HIN árlega kaffisala Skógar- manna KFUM verður haldin í dag, sumardaginn fyrsta, í húsi KFUM og KFUK við Amtmanns- stíg 2b í Reykjavík. Frá kl. 14 verður selt kaffí, gos, tertur, kökur o.fl. sem velunnarar starfsins í Vatnaskógi hafa lagt fram. í kvöld kl. 20.30 verður almenn sumarkvöldvaka á sama stað. Þar verður fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins og efni tengt Vatnaskógi. Allir eru velkomnir þangað og eru foreldrar drengjanna sem dvalið hafa í Vatnaskógi sérstaklega hvattir til að koma. Undirbúningur sumarstarfsins er þegar hafínn og verður Komandi sumar það 64. sem sumarbúðimar eru starfræktar. Mörg verkefni eru í gangi við uppbyggingu og endur- bætur staðarins, og er mestur hluti allrar vinnu í Vatnaskógi lagður til af sjálfboðaliðum. Á síðustu árum hefur ágætt íþróttahús risið og verður það senn komið í fulla notk- un._ í Vatnaskógi dveljast 90—100 drengir að jafnaði hvert sumar í 7—10 daga flokkum. I sumar eru 10 dvalarflokkar. Innritun í dvalarflokka sumarsins er hafín og fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK á Amtmannsstíg 2b kl. 9—17 aila virka daga. (Fréttatilkynningf)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.