Morgunblaðið - 24.04.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
51
Ég ætla mér ekki að skrá niður
lífshlaup míns kæra frænda, heldur
eru þessar línur smáþakklætisvott-
ur fyrir að hafa átt samleið með
góðum dreng.
Ég sendi þér, Ólöf, börnum þín-
um, tengdabömum og bamabörn-
um, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Grétar Hjartarson
Það er undarleg tilfinning að eiga
þess ekki oftar kost að hitta Pál
Björnsson. Ég var aðeins átta ára
þegar hann kvæntist Ólöfu móður-
systur minni og æ síðan hef ég
haft skýra mynd af honum í hugan-
um. Hann var prúðmannlegur í fasi
og drengilegur í framgöngu,
skemmtinn í vinahóp og lagði gott
til manna og málefna. Bamgóður
var hann og vildi leysa vanda þeirra,
sem til hans leituðu. Hann var
snyrtimenni og bjó vel að sínu og
sínum. Maður útivistar og hneigður
til ferðalaga um landið með fjöl-
skyldu sinni. Einkum vom honum
Þórsmerkurferðir kærar, svo að
honum þótti ekki sumar sumar
nema hann gæti notið þar fjallalofts
frjálsrar náttúm.
Ahugamál hans vom bundin
landi og þjóð. Þess vegna hafði
hann einkum gaman af lestri ferða-
bóka og ævisagna. Hann hafði
sterkar stjórnmálaskoðanir og lét
sig einkum málefni sjávarútvegsins
skipta. Hann hafði yfir sér hógvært
og þó festulegt yfirbragð eins og
oft einkennir þá, sem hafa verið
sjómenn frá blautu bamsbeini.
Páll Bjömsson fæddist í Ána-
naustum hin 27. febrúar 1918,
sonur hjónanna Björn Jónssonar
skipstjóra og Önnu Pálsdóttur.
Hann vandist ungur sjómennsku
með föður sínum og var m.a. með
honum á línuveiðaranum Sigríði.
Hann brautskráðist frá Stýri-
mannaskólanum 1941 og varð þá
stýrimaður á ms. Þórði Sveinssyni
og síðar fyrst á Geir eldra en síðan
á nýsköpunartogaranum Geir frá
1942 til 1960. Næsta áratug var
hann stýrimaður og skipstjóri á
ýmsum togurum Bæjarútgerðar
Reylrjavíkur, unz hann gerðist
hafnsögumaður í Reykjavík 1960
og gegndi hann því starfi til dauða-
dags 15. apríl sl.
Páll Bjömsson lét félagsmál mjög
til sín taka. Hann var formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
hafnar 1968—1971. Hann var mjög
ötull í starfí Fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík og í stjóm
Landsmálafélagsins Varðar 1955
til 1958 og 1973 til 1977.
Hinn 31. ágúst 1946 kvæntist
hann Ólöfu menntaskólakennara,
dóttur Benedikts Sveinssonar al-
þingismanns og Guðrúnar Péturs-
dóttur úr Engey. Þau Páll og Ólöf
áttu tvær dætur, Önnu meinatækni
og Ragnhildi kennara. Þá gekk Páll
Guðrúnu Guðjónsdóttur kennara,
dóttur Ólafar frá fyrra hjónabandi,
í föðurstaðs. Barnabömin eru átta.
Páll og Ólöf vom samhent og
samrýnd, vinmörg og höfðingjar
heim að sækja og áttu fallegt heim-
ili í Sporðagmnni 12, en þangað
fluttust þau á 10 ára brúðkaupsdegi
sínum. Þaðan á ég góðar minningar
og finn, þegar ég læt hugann reika
til baka, að þeim hjónum hefur
tekist, svo að fátítt er, að halda
trúnaði og trausti bama sinna og
bamabama. Það kalla ég að vera
gæfumaður.
Nú verður Páll Bjömsson til
moldar borinn á morgun. Missirinn
er mikill og skilnaðurinn sár. Við
Rúna og fjölskylda okkar hugsum
til þeirra í dag og tökum þátt í
söknuði þeirra. En þar er huggun
harmi gegn að minningamar lifa
frá löngu æviskeiði með góðum
dreng. Halldór Blöndal
Páll Bjömsson, hafnsögumaður í
Reykjavík, Iést í Landakotsspítala
eftir stutta sjúkdómslegu, nýlega
68 ára gamall.
Páll fæddist í Reykjavík, sonur
Bjöms Jónssonar skipstjóra frá
Ánanaustum og konu hans, Önnu
Pálsdóttur. Kona Páls er Ólöf Bene-
diktsdóttir og áttu þau 2 dætur, en
Ólöf átti eina dóttur frá fyrra hjóna-
bandi, sem Páll tók sem sína eigin
dóttur.
Okkur hjónum langar nú að leið-
arlokum að þakka langa vináttu og
gott sambýli, sem staðið hefur í
hartnær 30 ár. Það má segja að
við Páll höfum gengið æviveginn
saman að stærstum hluta, þannig
að eftir þessi löngu kynni vill
myndast einhvers konar tómarúm.
Þessi kynni hófust árið 1939 með
því að sex ungir sjómannssynir,
allir úr vesturbænum, hittust við
setningu Stýrimannaskólans það ár
og hafa þessi kynni haldist öll þessi
ár, sem okkur hafa fundist vera
einn af þessum föstu og góðu liðum
í tilverunni. Það myndast nokkurs
konar þörf fyrir að hittast og halda
vináttunni við þegar kynni he§ast
þetta snemma á lífsleiðinni. Seinna
byggðum við, ég og Margrét kona
mín, hús í sambýli við Pál og Ólöfu
og höfum eins og fyrr er sagt búið
þar í 30 ár. Einnig unnum við Páll
saman síðustu 25 árin hjá Reykja-
víkurhöfn.
Páll var hlédrægur maður og
ekki allra, en að vera með honum
í fámennum hópi var þægilegt og
gott, grunnt á kímninni og gaman-
yrðum.
Páll var einstakur heimilisfaðir
og bamgóður með afbrigðum, og
ræktaði sinn garð vel í þess orðs
fyllstu merkingu. Þegar Páll var
kominn út í garð að taka til og
hreinsa þá var vorið ekki langt
undan, og snyrtimennskan svo af
bar hvar sem Páll gekk um.
Fyrir þessi löngu og góðu kynni
langar mig og Margréti konu minni
að færa þakkir að leiðarlokum, og
senda Ólöfu, hans traustu og mikil-
hæfu konu og dætrunum þremur
innilegar samúðarkveðjur. Hafi Páll
þökk fyrir löng og góð kynni.
Margrét og Jóhann
Páll var bamfæddur Reykvíking-
ur, leit dagsins ljós að Ánanaustum,
sonur hjónanna Bjöms Jónssonar
skipstjóra og konu hans Önnu Páls-
dóttur. Lífshlaup Páls hefst í byijun
árs mikilla viðburða í sögu okkar
ástkæra lands elds og ísa; Kötlugos,
frostavetur, lok fyrri heimsstyijald-
ar, fullveldi íslands og spænska
veikin. Þá bætist Páll í hóp bama
þessara heiðurshjóna, og víst er um
það, að frá foreldrahúsum fékk
hann það veganesti að standa vel
undir nafni, því snemma lagði hann
hönd á plóginn að byggja upp og
laga traustar stoðir að því sem
fæðingarbær hans er í dag. Hann
helgaði líf sitt sjómennsku, komst
þar til æðstu metorða. Hætti skip-
stjóm 1959 og gerðist hafnsögu-
maður. Allt hans líf tengdist sjó-
mennsku, störf sem hann vann af
öryggi og festu þess manns, sem
tileinkaði sér það allt sitt líf, að
enginn er svo lítill, að hann geti
ekki kennt manni eitthvað. Ég sem
þessar línur rita, átti því láni að
fagna að kynnast Páli Bjömssyni
og tel mér það til tekna í mínu lífs-
hlaupi, að hafa verið samskipa
honum á togurum, fyrst á gamla
Geir, síðar á nýsköpunartogaranum
Geir, og þá Jóni Baldvinssyni, hann
sem stýrimaður og ég sem mat-
sveinn. Þar kynntist ég mannkost-
um hans í lífi og starfí, því ekkert
tengir menn betur saman í lífs-
baráttunni en skip og áhöfn, glíman
við Ægi spyr ekki hver ert þú,
heldur komdu ef þú þorir. Sjó-
mennska er fómfúsasta starf sem
lífsstarf, sem hægt er að vinna
þessari þjóð til framdráttar, og er
Páll þar í heiðurssæti góðra minn-
inga minna um hann. Páll var
snyrtimenni fram í fíngurgóma. Við
áttum gott samstarf um góða
umgengni þar sem við vorum sam-
an, hann var hrókur alls fagnaðar
á gleðistundum, lagði þeim lið sem
minnimáttar voru, beinskeyttur og
ákveðinn, talaði tæpitungulaust ef
honum líkaði ekki hlutimir, hrein-
skilinn til orðs og æðis.
Páll kvæntist 31. ágúst 1946
sæmdarkonunni Ólöfu Benedikts-
dóttur menntaskólakennara, sem
bjó honum yndislegt heimili, og stóð
við bakið á honum í blíðu og stríðu.
Það er aldrei þakkað sem skyldi
að vera góð sjómannskona. Ég bið
guð að styrkja Ólöfu, böm, alla
niðja og aðra er kynntust Páli. Það
er skarð fyrir skildi, sannur heiðurs-
maður hrifínn burtu svo skyndilega.
Þakka samfylgdina, blessuð sé
minning hans.
Steingrímur Nikulásson
Minning:
SigurðurB. Arnmunds
son, Akranesi
Fæddur 27. desember 1925
Dáinn 17. apríl 1986
í dag verður til moldar borinn
vinur minn og frændi, Sigurður
Bjartmar Arnmundsson frá Akra-
nesj.
Áður en yfír lauk hafði hann háð
vonlausa baráttu í 5 ár við sjaldgæf-
an og banvænan sjúkdóm. Baráttu
sína háði Sigurður frændi minn með
þvílíkum hetjuskap að með ólíkind-
um máteljast.
Eins og svo margir hafa gert
áður, sem elska lífíð og vilja lifa,
sýndi Sigurður frændi minn það og
sannaði á sjálfum sér, að í ógnar-
átökum andspænis dauðanum öðl-
aðist lífíð nýjan og óskiljanlegan
kraft. Jafnvel þótt glíman sé von-
laus er hún samt það eina sem
skiptir máli og það er eins og menn
sættist á hlutskipti sitt er nær
dregur endalokum.
Sigurður Arnmundsson var móð-
urbróður minn, einn fímm systkina
og barna þeirra Arnmundar Gísla-
sonar og Ingiríðar Sigurðardóttur
frá Akranesi, sem bæði eru látin
fyrir nokkrum árum. Sigurður var
eins og systur hans fjórar fæddur
og uppalinn á Akranesi og bjó þar
til dauðadags. Sjálfur er ég fæddur
á Akranesi og uppalinn í faðmi
fjölda frændfólks og vina. Ég tel
það mína gæfu. Ég er nefnilega
þeirrar skoðunar að mannlífíð í
hæfílegu fámenni sé persónulegra
og skemmtilegra. Þar eru menn eða
voru a.m.k. mátulega jarðbundnir
til þess að geta heilsast hressilega
á götuhomum og rætt af viti um
undirstöðu þjóðarbúsins. í athafna-
plássum eru böm og unglingar í
nauðsynlegri nálægð við atvinnulíf-
ið til þess að skilja þýðingu þess
og Iæra að meta afrakstur erfiðis-
vinnu. Sú hagfræði hefur reynst
mörgum notadijúg, enda er hún
einföld og rökrétt.
Auk frændseminnar við Sigurð,
naut ég þess, þrátt fyrir nokkum
aldursmun, að vera vinnufélagi
hans á Akranesi nokkum veginn
frá því ég man fyrst eftir mér.
Faðir minn heitinn, Halldór Back-
man, byggingameistari, og Sigurð-
ur vom nefnilega vinnufélagar frá
upphafi við sjósókn, húsbyggingar,
í bæjarvinnunni og ýmsu öðm sem
til féll. Auk þess áttu þeir sameigin-
lega það áhugamál og börðust fyrir
því ótæpilega að koma á sósíalisma
á íslandi eða a.m.k. á Akranesi.
Þeir ásamt mörgum góðum konum
og körlum mynduðu sem sagt
kjarnann í gömlu kommaklíkunni á
Akranesi við „Rauðatorgið" svo-
kallaða. Sjálfur naut ég þeirra for-
réttinda að búa í „Kreml". Af þessu
má sjá að jarðvegur var fijór á
þessum ámm og uppvaxtarskilyrði
hagstæð fyrir ungling. Á þessum
ámm naut ég þess vegna Sigurðar
sem góðs félaga og leiðbeinanda.
Að loknu skólanámi á vorin var
sumarvinnan mikið tilhlökkunar-
efni, enda bauð hún uppá samfélag
við marga stórgáfaða menn sem
fylltu þennan vinnuflokk í kringum
föður minn.
Sigurður frændi minn er mér
mjög minnisstæður. Hann var
glæsilegur maður á velli og tals-
verður íþróttamaður á yngri ámm.
Hann var mikill öðlingur í lund.
Hann var góðum gáfum gæddur
og geðprúður svo af bar. Hann var
einkar hugmyndaríkur og er þá
komið að þeim þætti í fari hans sem
mér er hvað minnisstæðastur.
Frá því að ég fyrst man eftir
mér, var það nefnilega líf og yndi
Sigurðar að spekúlera í gjörvöllu
umhverfí sínu, smáu sem stóm.
Sem slíkur hafði hann óskaplegt
aðdráttarafl. Að áliti Sigurðar var
nauðsynlegt að finna rök fyrir öllum
hlutum og þegar þeir nú lögðu
saman, Sigurður, Ámi Ingimundar-
son, faðir minn og nokkrir aðrir,
varð torfundin sú gáta að ekki
i fyndist á henni viðunandi lausn
a.m.k. til bráðabirgða. Eftir að hóp-
ur þessi leystist upp fyrir þá sök
að margir félaganna fluttu til
Reykjavíkur upp úr 1960, fylgdi
þessi nautn af vangaveltunum og
samræðulistinni öllum þessum
mönnum og fylgir enn. Þetta var
mjög áberandi í fari föður míns
alveg til hins síðasta, öllum til
mikillar ánægju.
Sigurður var uppfínningamaður
af guðsnáð. Hann hafði ótrúlega
lagni og hæfileika til að skilja lög-
mál tækninnar og færa sér þau í
nyt. Alveg til hins síðasta vann
hann að lausn flókins dæmis á sviði
orkufræði og hafði m.a. fengið dá-
góðar undirtektir við hugmyndum
sínum erlendis:
Eins og dæmin hafa margsann-
að, er auðvelt að ná býsna langt í
þessu þjóðfélagi á metnaðargirnd-
inni einni saman. Með þeim hætti
ná menn að vísu oft hærra og lengra
en þeir raunverulega ráða við. Vil-
mundur Jónsson landlæknir orðar
þetta á þann veg einhvers staðar,
að „þeir sem geta vilja ekki en þeir
sem vilja geta ekki“. Þetta langlífa
og neikvæða atferlislögmál íslend-
inga hefur verið þjóðinni mjög
kostnaðarsamt í gegnum tíðina.
En því er ég að minna á þessi
atriði, að Sigurður frændi minn var
ekki metnaðargjam maður fyrir
sína hönd en mjög góðum gáfum
gæddur. Hann fyllti því flokk þeirra
hógværu og lítillátu. Hann verður
áreiðanlega seint sakaður um að
hafa skarað eld að eigin köku.
Miðað við þekkingu hans og
hæfíleika hef ég þess vegna alltaf
verið þeirrar skoðunar að hann
væri á rangri hillu í þeirri merkingu
að þekking hans og hæfileikar hafa
aldrei notið sín að neinu ráði. Með
langskólanámi og viðeigandi próf-
skírteinum er ég nefnilega viss um
að hann hefði getað afrekað ýmis-
legt fyrir þjóð sína. En nú er ég
hins vegar farinn að orða þá hluti
sem ég veit að honum hefðu verið
þvertumgeð.
Fyrir unglingsár mín á Akranesi
vil ég færa Sigurði sérstakar þakk-
ir. Ég naut hans og eftirlifandi
konu hans, Valgerðar Þórólfsdótt-
ur, hin síðari ár þegar ég átti erindi
upp á Akranes, oftast í tengslum
við lögfræðistörf. Gestrisni þeirra
og vinátta var alla tíð einstök. Fyrir
það færi égþeim báðum þakkir.
Við hjónin og íjölskylda mín,
systkini mín og móðir, vottum fjöl-
skyldu Sigurðar og öllum vinum
dýpstu samúð. Sérstakar þakkir
færum við Valgerði konu hans fyrir
dugnað hennar til síðustu stundar
og alúð við umönnun hans. Við
þökkum henni og bömum þeirra
fyrir sérstaka vináttu og frændsemi
alla tíð.
Arnmundur Backman
Ingibjörg Sigiir-
linnadóttir — Minning
Fædd 30. mars 1926
Dáin 21. mars 1986
Hinn 21. mars sl. lést vinkona
okkar, Ingibjörg Sigurlinnadóttir.
Hún var dóttir sæmdarhjónanna
Vilhelmínu Ólafsdóttur og Sigur-
linna Péturssonar byggingameist-
ara, sem bæði eru látin, elst 6
barna. Það hlaut því að koma í
hennar hlut að vera stoð og stytta
móður sinnar á stóru og erilsömu
heimili.
Við kynntumst 14 ára gamlar í
gagnfræðaskóla og héldum hópinn
alla tíð síðan. Eigum við margar
góðar minningar frá skólaárunum
í gaggó og menntó.
Inga var einstakur persónuleiki
og vinmörg. Þetta voru skemmti-
legir tímar. Það þótti mikill við-
burður þegar stúdentar frá MR ár-
gangur 1946, fóru til Norðurlanda
á 100 ára afmæli skólans. Það má
segja að skólaárín hafí verið
skemmtileg og stúdentsárin stór-
kostleg, og áttu Inga og Steini
mikinn þátt í því. Um tíma stundaði
Inga nám við Háskóla íslands. Þar
kynntist hún lífsförunaut sínum,
Steingrími Kristjánssyni, sem þá
var að hefja nám í lyfjafræði og
er nú lyfsali við Árbæjarapótek. Þau
gengu í hjónaband 5. ágúst 1950.
Síðan lá leiðin til Kaupmannahafn-
ar, þar sem Steingrímur stundaði
framhaldsnám. Lífíð blasti við enda
voru þau hjón einstaklega samhent
í öllu. Vinahópurinn var stór og þau
voru með afbrigðum gestrisin.
Heimili þeirra stóð öllum opið, hvort
sem var í Kaupmannahöfn, Reykja-
vík eða Siglufírði, en þar bjuggu
þau í átta ár.
Inga reyndist fjölskyldu sinni
afar vel og voru þau ekki fá frænd-
systkin hennar sem nutu góðvildar
hennar og skilnings, sum dvöldu
hjá þeim hjónum vetrarlangt við
Lokað
föstudaginn 25. apríl frá 13.00-15.30 vegna
jarÖarfararfrú ÞÓRDÍSAR HÓLM.
Gullfiskabúðin, Aöalstræti 4,
Fischersundi.
skólanám. Inga var listræn enda
faðir hennar þúsundþjala smiður,
sem margir þekkja til. Voru þau
feðgin mjög samrýnd.
Inga og Steini eignuðust einn
son, Kristján, sem varð augasteinn
foreldra sinna og eftirlæti, enda
efnispiltur. Hann er kvæntur Þór-
unni Guðmundsdóttur og eiga þau
tveggja ára gamlan son, Steingrím.
Síðustu árin átti Inga við van-
heilsu að stríða og reyndist Stein-
grímur henni einstaklega vel.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Ingu fyrir trygga vináttu og allar
góðar stundir.
Blessuð sé minning hennar.
Saumaklúbburinn