Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Þjóðvamar- og land-
varnarmenn Islands
eftir Gísla Kristjánsson
Það hefur verið staðið í stríði við
sjómenn, sem mér finnst mega kalla
með nokkrum rétti landvamarmenn
íslands, þó með fullri virðingu fyrir
hveijum vinnuhóp og starfandi
hönd.
Já, staðið í stríði árlega svo vik-
um skiptir varðandi kaup og Igör.
^ Vissulega bera margir sjómenn
allmikið úr býtum en vinnan er
hörð og vægðarlaus. Aflamaðurinn,
skipstjórinn, telur það skyldu sína
að slá ekki slöku við og skipshöfnin
er vinnufús og allir sjá sinn hag í
miklum afla, bregða sér ekki við
sárar hendur og skerandi þreytu.
Dylst íslensku þjóðinni hversu
mikilsvert starf sjómannsins er án
þess þó að vanmeta nokkurt starf
sem vel er af hendi leyst og með
trúmennsku? En er það ekki tiltölu-
lega lítill hópur sem færir þjóðinni
vart undir 70% tekna, áður 90% og
yfír. Er hann þess ekki verður að
vel sé til hans hugsað og maklega?
_ Hugsað til þess að barátta við afl
^ hafs og storma hefur í tfmans rás
hrifíð úr hópi þeirra vart minna
hlutfallslega en ógurlegustu styij-
aldir stórþjóða. Og hvenær lýkur
starfí íslenska sjómannsins? Aldrei
meðan hann hefur nokkurt þrek og
ef til vill ekki einu sinni þá heldur
borgar hann, og erfíð störf leysir
hann af gamaili verklagni. Hermað-
urinn sem komst lífs af úr blóðugum
hildarleik kann að vera leystur frá
herþjónustu af einni eða annarri
orsök, særður, aldraður eða hvort
w tveggja. Ég játa að ég hef enga
þekkingu á reglum sem eftir er
farið meðal styijaldarþjóða og lofa
að minnast ekki á það framar. Ég
var hins vegar að hugleiða ævilg'ör
sjómannsins íslenska sem ég leyfði
mér f upphafí að nefna landvamar-
mann fslensku þjóðarinnar. Ég er
ekki að vorkenna kempunum, þær
eru kjaminn, blóminn úr þjóðinni,
að öðrum ólöstuðum. Mér dettur í
hug að nú þegar verði athugað af
Alþirigi og ríkisstjómum með hvaða
hætti helst verði komið á sáttum
við hinn, að mfnu mati, mikilsverð-
asta starfshóp þjóðarinnar. Krón-
una viljum við hljóta og sem allra
flestar vegna þess hve hún er vesöl
og smá.
Tíundi hvers mánaðar er mér
tilhlökkun, þá fæ ég, iðjulaus
maðurinn, útborgaðar þúsundir
króna og kaupi tóbaksdós þó hækk-
að hafí í verði mörg hundmð pró-
sent á fáum mánuðum. Svo mér
hefur dottið í hug að maður megi
ekki iáta eftir sér að fá sér ögn í
vörina sem er langur og ljótur vani
fyrir mér í 70 ár. ‘Var á sjónum
milli 30 og 40 ár og fannst það
hressa. Ég vildi nú alveg hætta,
smækka nú aðeins skammtinn sem
ég læt í vörina hveiju sinni. Ásetn-
ing vill þó oft skorta og trausta
staðfestu líkt og Svíann sem ásetti
sér að hætta áfengisdrykkju og
bætti við: „Trur jág (held ég)“.
Sleppum öllu spaugi, en hugleið-
um alvarlegri málefni sem sífellt
ríkja í hug mér varðandi íslenska
sjómenn sem oss ber að búa svo
að, að til sóma sé. Kuldi og vosbúð,
slys og allskyns hættur fylgja starfi
þeirra sem þó hefur farið fækkandi
svo undrum sætir fyrir lofsvert starf
Slysavamafélags íslands, kvenna
og karla í tug þúsunda tali og, segja
má, þjóðinni allri. Dregið hefur,
guði sé lof, úr hinum ógurlegu tjón-
um og töpum skipshafna og skipa.
Var ægilegt fyrir ogeftir 1920.
Mér dettur í hug að manni, sem
hefur verið sjómaður í 35 ár, standi
til boða starf í landi óski hann þess,
annars sé hann sjálfráður. Þetta sé
stutt óhaggandi lagaboði. Sjómönn-
um sé tryggð vinna hveijum við
sitt hæfi og skylt sé hverri ríkis-
stjóm að sjá um að svo megi verða.
Mér, undirrituðum, eru kunnar
skoðanir sjómanna og tilfinningar,
þeir þrá hafíð og nærveru þess og
það er þeim kært og minnisstætt,
engu síður en unglingunum fyrsta
hrifíngin, skotið, sem aldrei varð
meira, en gleymist seint eða aldrei.
Gamli sjómaðurinn margur fer
hijúfri, þreyttri hendi um fleytuna
sem bar hann ungan og frískan
hlakkandi um hafíð sem hann
minnist ævinlega og gieymir seint
eða aldrei.
Sérfræðingar varðandi líkama
mannsins telja að við 25—30 ára
aldur nái hann fullu þreki en síðan
fari það þverrandi. Fimmtugur hafí
hann 55% þols sem hann hafði sem
mest.
Heilbrigður og bráðþroska 16 ára
unglingur byijar oft að starfa við
fiskveiðar. Ég, undirritaður, var á
ellefta ári er ég byijaði ásamt bróð-
ur mínum og við rerum 13 vor,
sumur og haust. Síðar tók við all-
löng dvöl á vélbátum eystra og í
Vestmannaeyjum og síðar stutt
dvöl á togara og kunni ég ekki að
búa mig eins og við átti og því sí-
fellt klofblautur sem endaði með
að ég fékk liðagigt. Fór í land og
heim og batnaði brátt fyrir að-
hlynningu móður minnar sem lengi
ævi sinnar þjáðist af liðagigt, kvala-
fullri, varð þó 95 ára. Beitti hún
sig ótrúlegri hörku í sárustu þján-
ingunum sem dvínuðu er aldur
færðist yfír. Kynni mín af sjómönn-
um og störfum þeirra hafa orðið
nokkur. Þátttaka í almennum störf-
um þjóðarinnar er ungu fólki þrosk-
Gísli Kristjánsson
andi og gott faramesti síðar á
æviferli.
Þegar sjómaður fær loks maklegt
frí frá langvarandi og allþreytandi
starfí ætti að koma í hans rúm
hraustur unglingur sem nyti leið-
beininga hinna eldri skipsfélaga og
ef að líkum lætur er hann hinn
liðtækasti eftir 5—6 mánuði. Á
þann hátt á að endumýja skips-
hafnir endalaust. Hinn ungi, efni-
legi kynnist mikilsverðasta starfí
þjóðarinnar. Margar miður æskileg-
ar freistingar kunna að verða á leið
hans á sjónum, en hvemig hann
snýst við þeim fer eftir hans stað-
festu og mannkostum. En voru þær
freistingar ekki líka fyrir á göturáp-
inu og síst æskilegri?
Mennimir í mjúku hægindastól-
unum em að sögn örlátir á krónur
við sjálfa sig, já, svo að alþjóð
ofbýður. Hví skyldi skera við nögl
hagsbætur ýmiss konar til handa
landvamarmönnum íslands, meðal
annars að gefa þeim kost á starfí
í landi þeim er það vilja þiggja,
þegar staðið hafa í 35 ár eða lengur
við erfíð störf á sjó?
Er ekki sjálfsagt að vanda valið
við landsvamamennina og með
skynsamlegum ráðum koma í veg
fyrir að þeim sé ofboðið, jafnvel
geri það sjálfír af ást á hafinu,
starfí sínu og ættjörð. Jú, val þessa
starfshóps á að vanda og búa að
honum eftir því sem best má. Eftir
erfítt starf á sjó í 35 ár og oft
lengur hafa þessir menn ef til vill
hlotið skrokkskjóður sem baga þá
og valda mönnum miklum óþægind-
um þó að þeir standi áfram við
störf, bíti á jaxl og þoli kvölina.
En bakið bilar, einnig fætur og
fleira þjáir. Því ætti sjómaðurinn
að eiga völ á vinnu í landi meðan
enn er eftir allgott vinnuþol. Sé
seint að þessu horfíð eru líkumar
minni til starfsins í landi fyrir sjó-
mann fimmtugan eða rúmlega það.
Allri þjóðinni ber að hugleiða
ástand og ástæður hins aldraða sjó-
manns, hlutast til um að sem best
sé við hann breytt, eftir áratuga
baráttu hans við storm og stórsjó.
Vesælar íslenskar krónur em ekki
allt sem sækjast skal eftir, heldur
sem lengst fýrir hinn vinnufúsa að
geta litið með öryggi á möguleika
til að vinna fyrir daglegum þörfum
fyrir mannsæmandi laun.
Engum ber meira lof en íslensk-
um dugnaðarsjómanni. Hann er í
fremstu röð landvamarmanna og
þjóðarinnar allrar eins og hún legg-
ur sig, þó virða beri og fjölda nyt-
samra starfa sem unnin eru og
vinna þarf. En aflabrögðin eru enn
sem komið er undirstaðan. Heilsu-
hraustir menn og konur eiga ekki
að njóta ellilífeyris. Þau kjósa ekki
að hætta að vinna, þeim leiðist idju-
leysið. Líklega ákvað Bismark þessi
aldurstakmörk fyrir 100 árum
þegar hann sá fyrir fótum sér velt-
ast vesalings menn sem vantaði á
hendur og fætur. Sé vinnu að fá
vill enginn heilsuhraust manneskja
híma auðum höndum og eiga ólifað
fyölda ára. Iðjuleysið lamar hana
og færir yfír hana elli og leiðindi.
Nær væri að hækka ellilífeyri og
miða við 70 ár. Aldur manna
hækkar. Geta almannatryggingar,
sem er raunar ríkið, staðið skil á
greiðslum er tímar líða?
Fólkið á nú betri ævikjör en áður
og heilsan mun betri. Að hætta
störfum býður að líkindum ellinni
heim.
Höfundur var áður sjómaður og
útgerðarmaður.
ITALSKA RIVIERAN BEINT FLUCmedTERRU
RIVIERU-FERÐIR OKKAR HEFJAST:
26. maí 16. júní 7. júlí 28. júlí 18. ágúst 8. september
3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur
BERID SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA
FRÁ KR. 23.000.- í 3 VIKUR \
Hvaö segja þeir sem tókur sér far með Terru 1985
Pietra Ligure er á þeim hluta Rivierunnarsem
heltir „Riviera Delle Palme“, eftir pálmunum
æm eru þar ríkjandi gróður. Pietra er gamall
bær frá þvf um 1300, en tiltölulega nýr æm
ferðamannastaöur og hefur þvf enn þá varð-
veltt sórkenni sfn æm ftalskur lifandl bær, en
býöur þó upp á allt þaö æm feröamaöur f
sumarleyfi vlll hafa, ómengaöan sjó, að-
stööu til fþrótta, góö veltinga- og kaffihús og
um fram allt Iff og fjör.
Alassio er þar á Rivierunni æm kallast
„Rlvlera dei Fiori“ eöa Blómarivieran. Þar
eru ræktaöar nellikur, róslr og ótal aðrar teg-
undir af blómum á hundruöm hektara. Alass-
lo er gamalgróinn feröamannastaöur meö al-
þjóölegum blæ. Þangað hafa vaniö komur
sfnar frá þvf snemma á öldinni Bretar og Svf-
ar, enda ströndln f Alassio f elnu orðl ægt f rá-
bær. í Alassio er skemmtanalff fjölbreyttara
og úrval sölubúöa melra en vföast hvar ann-
ars staðar á ströndinnl.
Éin skoðunarferðin er til Genova, sem er stærsta
hafnarborg ftalíu með 800.000 fbúa og skoöum
iðandi mannllf þessarar gömlu og fögru stór-
borgar. Þar er m.a. miðstöð skemmtiferöa-
sklpaslgllnga margra þjóða um Miöjaröarhaf-
ið. I Genova fæddist einn frægasti sonur Ítalíu
Kristófer Kólumbus. Aðeins er um hálf tfma
ferð (lest til Genova ef menn vilja skoða nánar
listasöfn, óperu, leikhús, stórverslanir og hiö
fjölbreytta næturíff sem þar er aö finna.
La Spezia
FERÐASKRIFSTOFAN
'erra
Fáið lánaða hjá okkur
VHS—myndbandsspólu!
LAUGAVEGI 28, 101 REYKJAvÍK
Hln elna sanna Rivlera? I Encyclopedia Brlt-
tanlca stendur: „Rlviera, Mlöjaröarhafs-
strandlengjan milli Cannes f Frakklandl og La
Spezla á Itallu." Þar höfum viö þaö. Pletra
Ligure og Alassio, eru á miöri Rivierunni. Þannig
gefst fólki kostur á að skoða alla Rivieruna I hæfi-
legum dagsferðum. Einum degi verjum við I þaö
aö skoöa Nlce og Cannes f Frakklandl. Annan
dag gefum viö okkur tlma til aö skoöa Monaco og
endum I Monte Carío um kvöldið. Einnig ökum
við Rivieruna til austurs og endum I þeim rómuðu
stööum, Portofino eöa Plsa.
Vió viljum þakka feróaskrifstofunni Terru fyrirþrjár
dýrólegar vikur á Pietra Ligure s.l. sumar.
Viö höfum báöar feröast mikiö, en okkur kom á
óvart hve þessistaöur haföi uppá margt aö bjóöa.
Sérstaklega fannst okkur skemmtilegt og óvenju-
legt aö þurfa ekki annaö en stfga út úr hótelinu og
vera þá strax komnar í hringiöu hins sanna Italska
mannllfs. Þarna mátti njóta feguröar, friöar og fjör-
ugs mannlffs allt eftir þvf hvaö okkur datt í hug
hverju sinni. Vonumst svo sannarlega til aö fá aö
njóta aftur sem allra fyrst Itölsku rivierunnar.
Guörún Helgadóttir og Guörún Ólöf Þór
STAÐFESTINGARGJALD MÁ AÐ SJÁLFSÖGÐU GREIÐA MEÐ V!SA EÐA EURO.