Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986 55 Minning: Kristín D. Napier Fædd 24. apríl 1937 Dáin 15. marz 1986 Okkur langar til að minnast frænku okkar og vinkonu, sem látin er í Bandaríkjunum langt um aldur fram. Stína, eins og hún var alltaf kölluð hér heima á íslandi, var fædd í Hafnarfirði, dóttir hjónanna Margrétar Sigurjónsdóttur og Hilmars Þorbjörnssonar sem lengst af bjuggu á Lækjargötu 10, en þau eru bæði látin. Stína átti einn bróð- ur, Agúst, og er hann búsettur í Bandaríkjunum. Ung að árum fór hún í sumarfrí til Bandaríkjanna með ömmu sinni og afa, en dvölin þar varð lengri en upphaflega var ætlað, því þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Lee. þau eignuðust fimm böm, sem öll eru á lífi. Þau heita Sherry, David, Mark, John og Mie- hael. Eitt bamabarn átti Stína, Nichole, og var hún sólargeisli ömmu sinnar. Árið 1962 fluttust Stína og Lee hingað heim vegna veikinda móður hennar og bjuggu hér í rúmt ár og er Mark fæddur hér. Árið 1976 kom Stína ásamt Ágústi bróður sínum í heimsókn. Hittumst við þá öll frændsystkinin á afmælisdegi ömmu okkar og höfum við hitzt árlega síðan. Stína kom eins oft og hún gat til að vera með okkur. Þessar samverustundir eru okkur ógleymanlegar og erfitt að sætta sig við að þær verði ekki fleiri. Síðla sumars 1978 veiktist hún af þeim sjúkdómi, sem leiddi hana til dauða. Þann 18. marz átti hún farseðil heim og var tilhlökkunin mikil að hitta hana, en enginn ræður sínum næturstað. Elsku Lee, böm, tengdasonur og bamabarn, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. rir hönd „frænkuklúbbsins", gústa, Gunnhildur og Lea. Þótt við höfum borið Kristínu til grafar mun hún samt lifa í hjörtum okkar. Pjölskylda hennar, Lee og bömin Sherry, David, Mark, John og Michael eru vottur um ást henn- ar og umhyggju. Guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Það verður erfitt að fylla í skarðið þegar kallað verður á okkur til að kynna ættjörðina. Það var sama hver bað, hvort það var Norður- landakynning á Sænska safninu, Alþjóðahátíð í Fíladelfíu, íslend- ingafagnaður eða þorrablót, alltaf var hún í fararbroddi með pönnu- kökupönnuna eða gjaldkerakass- ann, eða skreyting á íslenska her- berginu í Sænska safninu fyrir jólin. Alltaf var Kristín jafn glettin, kát og hjálpsöm. Hún átti svo mikið að gefa okkur öllum. Kvenfélögin í bæjarfélaginu munu sakna orku hennar og lífs- gleði. Klúbbur erlendra kvenna naut starfskrafta Kristínar í 7 ár. Þær þakka samveruna. Kvenfélag kirkj- unnar hefur notið vináttu hennar og nærvera í 17 ár, og senda vinar- kveðjur. íslendingaféiagið í Delaware Valley átti Kristínu sem vin og sem meðlim frá stofnun. Það verður erfitt að halda sautjánda júni- fagnað án hennar. Við vitum að hún er með okkur og þjáist ekki lengur. Guð hefur tekið hana til sín í eilífa sælu. Við munum sakna þess að sitja ekki yfír kaffíbolla í eldhúsinu hjá henni sem átti svo yndislegt heimili og það var alltaf svo gott að koma þangað. Þótt Kristín hafí búið í Bandaríkj- unum í yfír 30 ár, þá var hún alltaf fslendingur og hugurinn heima á íslandi. Æskuárin í Lækjargötunni í Hafnarfírði vora henni mikils virði. Nú er hún elsku Stína okkar komin heim. Guð geymi hana. Vinkonur í Bandaríkjunum. Sveitatónlist MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Fíladelfíu: „The Singing Harris Family er nú í heimsókn á íslandi í fyrsta sinn. Fjölskyldan hefur ferðast víða um heim og sungið bandaríska sveita- tónlist (country-westem og blue- grass) í yfír tuttugu og þijú ár. Þau syngja og Ieika á ij'ölda hljóðfæra. The Singing Harris Family held- í Fíladelfíu ur söngsamkomur í Fíladelfíu, Keflavik, föstudagskvöldið 25. apríl kl. 20.30. í Fíladelfíu, Reykjavík, laugardagskvöldið 26. aprfl kl. 20.30. í Hvítasunnukirkjunni, Völvufelli 11, sunnudaginn 27. apríl kl. 16.30 og í Ffladelfíu, Reykjavík, á sunnudagskvöld kl. 20.00. Aðgangur að söngsamkomunum er ókeypis og öllum heimill. Tekinn verða samskot fyrir kostnaði." Vélsmiðjur og söludeildir okkar í Reykjavík og Garðabæ verða lokaðar vegna sumarleyf a f östudag- inn 25. apríl. = HÉÐINN = SUMARHUS SUMARHUS ÞYSKALANDI TIROL SVARTAHAFSSTROHD BÚLQARÍU ■■ -• fmmnZza ELENITE HOLIDAY VILLAGE. er nýr sumardvalarstaður í sólarparadísinni við Svartahafið. Dvalið í nýjum glæsilegum studio íbúðum við ströndina. Fjöldi úrvals skemmti- og matstaða er í boði ásamt yndislegu veðurfari. FLUG OG BILL :VÍÐS VEGARJg' UM EVRÓPU^^ / FRÍIÐ MEÐ FERDAÍÍSiVAL Lindargötu 14, 101 ReyKjavIk w slmi: (91 )-14480 ■.. ■ ■ ■" " 1 " .. .... MARKAÐS SETNING Ferðamanna- þjonustu Senn llður að þeim tima árs sem feröamanna- straumurinn til landsins er sem mestur. Til aö aðstoða þá sem að þessum málum starfa, ætlar Stjórnunarfélagið að halda námskeió sem gerir grein fyrir markaðssetningu feröaþjónustu á Islenskum markaöi. Námskeið þetta er ætlað öllum sem starfa við sölu- og markaðsmál innan ferðamálafyrirtækja s. s. hótela, ferðaskrifstofa, veitingastaða og farþegaflutninga. Einnig þeim sem starfa innan héraðssamtaka eða opinberra stofnana sem hafa með ferðamál að gera. EFNI: - HVAÐ ER MARKAÐSSÓKN? - FERÐAVENJUR - VERÐLAGNING - SALA - ALMENNINGSTENGSL-AUGLÝSINGAR O.FL. - ÁÆTLANAGERÐ LEIÐBEINENDUR: Bjarni Sigtryggsson, viðskipta- fræðingur frá Norska Markaósháskólanum I Osló og Feróamáladeild Héraðsháskólans I Lille- hammer. Björn Lárusson, markaösfræðingur hjá Skrifstofuvélum hf. Nam viö Héraösskólann I Lillehammer markaðs- og skipulagsmál ferðamála. irfélag UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓU ÍSLANDS Ánanaustúm 1F> • 101 Reykiatfk91-621063-Tlx2085
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.