Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 63
63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
Hvammstangi:
Framboðslisti
frjálslyndra
samhæft og markvisst til að skjót-
um árangri yrði náð.
Svörin voru: „Nei, þetta kostar
yfirvinnu, þetta er óheppilegt, ég
held að þetta sé best eins og þetta
er. Viit þú fekki bara setjast niður
og gera þetta sjálfur?"
Það skal þó tekið fram, að í
einstaka tilvikum mætti ég reyndar
skilningi og hlaut jákvæðar undir-
tektir. Ahuga á því að knýja lög-
gjafann til þess að endurskoða
starfsramma stofnunarinnar,
kynntist ég, þar er lykillinn að lausn
vandans. Ahuga á að taka upp nýja
starfshætti, breyta launakerfinu og
byija að gera faglegar og siðferði-
legar kröfur til starfsmannanna.
Hið síðasta þarfnast skýringa.
Þegar ég byijaði hjá LHG heyrði ég
baktal um yfirstjórnina hjá nánast
öllum starfsmönnum er ég hitti,
þegar v/s og gæsluvél ræðast við
er síður skipst á faglegum upplýs-
ingum en kjaftasögum úr stofnun-
inni. Sundraðir föllum vér!
Ég var oft sakaður um að vilja
koma á heraga og fyrir að halda
fram hermennsku-sjónarmiðum.
Ekkert er fjær mér en það og þótti
mér skoplegt, er sumir starfsmenn
LHG báru sig og starfsemina saman
við eitthvað þessháttar. En samt
virtist fáum öðrum en mér það
fjarstæðukennt.
Heragi á aðeins við, þar sem
verið er að búa menn undir
ómennskar kröfur stríðs en engin
þjálfun dugar fyllilega til að svara
þeim. Slíkur agi er óskiljanlegur og
tilgangslaus fyrir aðra en þá, sem
búið hafa við hann í þjálfun og búa
í löndum, þar sem frelsi hefur
kostað fórnir.
Hins vegar mætti gera lágmarks-
kröfur til starfsmanna LHG eins
og gerðar eru til annarra, sem
gæta laga og réttar.
Hlutverk Landhelg-is-
gæslunnar
Gegnir LHG því hlutverki í
samræmi við lög um hana? Alls
ekki. Ein helsta ástæðan fyrir því
er, að sá starfsrammi, sem henni
er ætlað að vinna innan, þarfnast
endurskoðunar í ljósi breyttra tíma.
Hér hefur löggjafinn, Alþingi,
sofið á verðinum. Það hefur leyft
stofnuninni að staðna. Mál er að
gera annað tveggja:
— Að leggja LHG niður. Ég fæ
ekki annað séð, að á meðan engar
faglegar eða siðferðilegar kröfur
eru gerðar til starfsmanna hennar
og á meðan ekki er þannig búið að
þeim, að þeir geti uppfyllt slíkar
kröfur, sé frekari rekstur LHG
einungis sóun á fjármunum skatt-
borgarans, móðgun við hann og
stríði gegn heilbrigðri skynsemi.
— Að endurskoða gildandi lög
um LHG. í þeirri uppbyggingu sem
þá væri óhjákvæmileg, að gera það
eitt af hlutverkum LHG að mennta
og þjálfa menn í m.a. sjómennsku-
og siglingafræðum, björgun og
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
eldvörnum, stjórnun skips og áhafn-
ar og öðru því er lýtur að því að
reka skip farsællega. Yrði þetta
gert í samvinnu við menntastofnan-
ir sjómanna og fylgdu rannsóknir
og þróun innan þeirra sviða, er
þessu tengjast, þessu uppeldishlut-
verki.
Takmarkaður verði sá tími er
menn eru ráðnir við stofnunina en
á móti kæmi að menntun þeirra og
þjálfun geri þá eftirsótta sem
starfskrafta innan sjávarútvegs og
tengdra greina til skipulags-,
stjórnunar- og eftirlitsstarfa. Settur
verði ákveðinn lágmarkshæfnis- og
gæðastaðall, sem starfsmenn og
tæki LHG yrðu að standast í reglu-
legum prófum á vegum viður-
kenndra og reyndra aðila.
Lokaorð
Ég efast ekki um, að ýmsum
kunni að þykja ég of harðorður.
Því er til að svara, að í lýðræðisríki
eru opinberar stofnanir til þegn-
anna vegna en ekki öfugt.
Ég er ekkert að tíunda bakgrunn
minn hér, en fullyrði þó, að ég sé
fagmaður á mínu sviði, og það kom
mér broslega-fyrir, að starfsmenn
LHG skyldu með mikilli kokhreysti
láta í Ijós, að hér væri eitthvað
svipað að gerast, og þegar eggið
ætlaði að kenna hænunni að verpa.
Kímnigáfu minni sem og þolin-
mæði eru takmörk sett og er það
fyrir neðan virðingu mína að skipt-
ast á skoðunum við menn, sem
geta ekki haldið sig við málefnaleg-
an grundvöll eða eiga yfirleitt
nokkuð saman við þá að sælda.
Afskiptum mínum af málefnum
LHG lýkur hér með. Ég get staðið
við allt það, sem ég hef sagt og
skrifað. Verði þessi stofnun látin
sofa áfram þyrnirósarsvefni, mun
mér þykja skömm að kalla mig ís-
lending.
Höfundur er sjóliðsforingi frá
Noregi. Hann stundarnú lausa-
störf svo sem barnakennslu og
hirðingu búpenings.
FRAMBOÐSLISTI fijálslyndra
við sveitarstjórnarkosningarnar
í vor hefur verið birtur. Listinn
er þannig skipaður.
1. Kristinn Björnsson verslunar-
maður.
2. Páll Sigurðsson skrifstofustjóri.
3. Egill Gunnlaugsson dýralæknir.
4. Þorvaldur Böðvarsson
verkstjóri.
5. Jóhanna S. Agústsdóttir
húsmóðir.
6. Vilhelm Guðbjartsson
framkvæmdastjóri.
7. Bjöm Valdemarsson
framkvæmdastjóri.
8. Sigurður Sigurðsson
lögreglumaður.
9. Elísabet Halldórsdóttir
húsmóðir.
10. Karl Sigurgeirsson
framkvæmdastjóri.
Ofangreindur listi er framboðs-
listi fijálslyndra, merktur L í sveit-
arstjómarkosningum 1982, til
sveitarstjómar á Hvammstanga.
Við kosningamar 1982 vom þrír
listar í framboði, L-listinn, B-listinn
(Framsóknarfl.) og G-listinn (Al-
þýðubandalag).
Ekki er ljóst hve margir listar
verða í framboði nú, en Alþýðu-
bandalag og óháðir hafa sameigin-
lega haldið prófkjör. Framsóknar-
menn ræða við Alþýðuflokksmenn
um framboð.
Aðkomaaugaá
þær öflugu í hópnum:
Framúrskarandi skjástöðvar fyrir IBM System/36
og /38
Skjár er þýðingarmeiri eining í tölvukerfi en margur hyggur.
Hann er upplýsingamiðill, lokaáfangi á leiðinni frá tölvu til
notanda og getur ráðið miklu um það hvernig upplýsingarnar
nýtast. Ef skjástöð er ekki valin af kostgæfni getur hún verið
veikasti hlekkurinn í keðjunni þegar á reynir. Þess vegna þarf
öflugar skjástöðvar fyrir öflugar tölvur á borð við IBM
SYSTEM /36 og /38.
Val um þrjár:
Fremsta röð:
IBM 3179: Sú með lit.
í fyrsta sinn er unnt að nýta litaskjá við IBM SYSTEM /36 og
/38, á ódýran, hagkvæman hátt.
Miðröð,
IBM 3180: Sú með flest táknin í einu.
15 tommu skjár með 1.920 eða 3.144 táknum.
Aftasta röð:
IBM 5291: Sú ódýrasta.
Góð, ódýr leið til tengingar við IBM SYSTEM /34/36 og /38.
Hafðu samband við einhvern af sölumönnum okkar. Þeir veita
þér allar frekari upplýsingar um þessar framúrskarandi
skjástöðvar.
="=== rLoksins
ndU
ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI
Skaftahlíð 24 ■ 105 Reykjavík • Simi 27700
ARGUS/SiA