Morgunblaðið - 24.04.1986, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986
65
í námstækni. Námsráðgjöf má
flétta inn í fjarkennslu með ýmsu
móti.
Kanadamenn hafa þó nokkra
reynslu af fjarkennslu fyrir full-
orðna í sínu geysistóra landi og
kynntist ég fyrirkomulagi þar svo-
lítið fyrir tveimur árum, þegar ég
dvaldist þar við framhaldsnám í
British Columbia. Þetta fylki hefur
verið í forustu um fjarkennslu í
Kanada. Undanfarna áratugi hefur
fullorðinsfræðsla af ýmsu tæi verið
skipulögð þar og samræmd með
þeim afleiðingum að nú er rekið
víðtækt net af ijarkennslukerfi fyrir
fullorðna. Það býður nemendum
upp á óteljandi möguleika og virðist
miðast við þarfir ólíklegustu hópa
fólks.
Stærsta átakið var gert árið
1978. Síðan hefur ekkert lát verið
á þróun þessara mála í British
Columbia. Stjórnin lét þegar 1978
setja á stofn OLI (Open Learnig
Institute) og við þá stofnun eru nú
13.000 nemendur í yfir 100 ólíkum
námskeiðum, á háskólastigi, á iðn-
aðar- og tæknisviðum ýmsum og á
framhaldsskólastigi. Árið 1980 kom
stjórnin á fót Knowledge Network
of the West Communications Aut-
hority. Hlutverk þessarar stofnunar
er að senda kennsluþætti um allt
fylkið og styðja þannig við bakið á
ýmsum aðilum sem annast fullorð-
insfræðslu. Fjarkennsla er nú hluti
af st'rfsemi langflestra mennta-
stofnana annarra en skyldunáms-
skóla. University of British Columb-
ia í Vancouver hefur boðið upp á
fjarkennslu í ákveðnum námskeið-
um síðan 1950 og hefur aukið þann
þátt verulega síðan.
Vitanlega er gert ráð fyrir því í
fjarkennslu að nemendur beri sjálfir
mikla ábyrgð á námi sínu. Engu
að síður hefur það sýnt sig að fólk
er misjafnlega fúst til þess og hefur
mismikla þörf fyrir samskipti við
kennara til þess að viðhalda áhug-
anum og ná tökum á náminu. Þess
vegna er stuðningur af hálfu
námsráðgjafa og kennara misjafn-
lega mikill eftir námskeiðum. Hver
og einn nemandi getur valið það
form sem honum hentar.
Framboð af kennslu skiptist
þannig í 6 mismunandi tegundir:
1) Prentað mál, hljóðbönd, mynd-
bönd (einstefnumiðlun).
2) Bréf (fram og aftur).
3) Símaþjónusta — tölvur (boð-
skipti milli tveggja aðila).
KROSSVIÐUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr greni,
birki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
Verðl' SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjáif!
Þið fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur í stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.
BJORNINN
Við erum í Borgartúni 28
I Gódan daginn!
4) Símaráðstefna eða tölvuráð-
stefna (samskipti margra).
5) Nemendur innan sama svæðis
hittast í húsnæði framhalds-
skóla, t.d til að hlýða á fyrir-
lestra og taka þátt í umræðum
eða til að gera verklegar æfingar
(samvera nemenda).
6) Námskeiðið flutt til staða þar
sem nemendur búa og kennt er
á sama hátt og við hefðbundnar
menntastofnanir.
Námsráðgjafar eru yfirleitt með
símaþjónustu en stundum færa þeir
þjónustu sína til nemenda með því
að koma í heimsókn í svæðisskóla.
Við innritun nemenda starfa
námsráðgjafar til að leiðbeina
nemendum, gefa upplýsingar um
námskeiðin sem eru í boði, réttindi
og möguleika sem hinar ýmsu
námsbrautir leiða til. Persónuleg
viðtöl eru algeng í sambandi við
slíkt námsval sem oft tengist starfs-
vali.
í fjarkennslu ættu nokkur aðalat-
riði í námstækni að fylgja lesefni í
hveiju námskeiði. Flétta' mætti
ýmislegt af þessu tæi inn í almennar
leiðbeiningar eftir því sem við á í
hverri grein.
Við skipulagningu og endur-
bætur á námsefni geta námsráð-
gjafar miðlað mikilsverðum upplýs-
ingum um reynslu nemenda af
námsefninu, því að ráðgjafarnir fá
betri tækifæri en kennarar til að
setja sig í spor nemenda og ná betra
sambandi við þá, m.a. af því að
þeir meta ekki námsárangur nem-
enda. Námsráðgjafar sem jafn-
framt eru menntaðir kennarar geta
því áttað sig á kostum og göllum
námsefnis og skipulagningu þess
svo að endurbætur geti átt sér stað.
Slík endurskoðun er alltaf nauðsyn-
leg í allri kennslu.
Að lokum langar mig að setja
fram þá von að vandað verði tii
undirbúnings fjarkennslu. Til þess
verður þörf fyrir fólk bæði með góða
þekkingu í námsgreinunum og
kennslufræði auk reynslu í kennslu
og námsráðgjöf til að semja náms-
efni og skipuleggja framkvæmdina.
Fjarkennsla getur orðið mikill
ávinningur fyrir þjóðina ef vel er á
máium haldið.
Höfundur er námsráðgjafi í Öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hanirahlíð.
Jacques Taddéi
með orgeltón-
leika
DAGANA 26. og 27. apríl verð-
ur staddur hér á landi á vegnm
Alliance Francaise franski
orgelleikarinn Jacques Taddéi.
Þessa daga mun hann halda
tónleika bæði í Reykjavík og á
Akureyri. Taddéi er vel þekkt-
ur í sínu heimalandi, auk þess
sem hann hefur haldið tónleika
víða um lönd.
Jacques Taddéi starfar nú sem
stjórnandi tónlistarskóla í Rueil-
Malmaison auk þess að kenna
við tónlistarskóla í París. Hann
ferðast víða um heim og hefur
haldið tónleika í Bandaríkjunum,
Suður-Ameríku, Japan, Kóreu og
víðar.
Tónleikar Taddéi verða í Akur-
eyrarkirkju þann 26. apríl og í
Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu-
daginn 27. apríl kl. 20.30.
(Úr fréttatilkynningu.)
Stýrimannaskólinn
| í Reykjavík.
STYRIMANNASKOLANS I REYKJAVIK
Siglingar eru na uðsyn <
Kynningardagur Stýrimannaskólans verður haldinn laug-
ardaginn 20. aprílnk. fra klukkan 13.30—1 7.00.
Nemendur skólans munu sýna notkun tækja og veita
upplýsingar um námiö.
Staðsetningar- og fiskileitartæki veröa í gangi:
KELVIN-HUGHES 1600 ratsjá.
ARPA-tölvuratsjá frá NORCONTROL.
SIMRAD- og KODEN-lórantæki stýrt af samlíki (simulator).
DECCA-ratsjá í ratsjársamlíki.
APPLE-2e-tölvur.
SKANTI-talstöð — SAILOR-örbylgjustöð.
KODEN-skjáriti (plotter) með leitara.
JRC-veðurkortamóttakari. _______
Kvenfélagið HRONN
sér um kaffiveitingar og
eru allir sjómenn
sérstaklega hvattir til að fá
sér hressingu og spjall. Slysa-
varnafélag íslands sýnir
meðferð björgunartækja og
þyrla Landhelgisgæslunnar
kemur á svæðið.
SUMAKFAGNAÐURISIGTUNI
1. sumardag kl. 20.00
Á UPPLESTUR: ÆVAR R. KVARAN Dans: Hljómsveitin Danssporið
• EINSÖNGUR: GUÐMUNDUR JONSSON Söngur: Kristbjörg Löve
UNDIRLEIKARI: ÓLAFUR VIGNIR Danslög áranna 1930—50
ALBERTSSON hafaforgang.
Salaaðgöngumiðahefst .. „ . . .
ki. 5 e.h. í sigtuni Felag eldri borgara 1 Reykjavik og nagrenni.
n'ó ijjl'i lu^bin iíiu’.r, “rliflnó láin .k, )>j mt; I..|Í. -An:I> iit.-im ■n:v r.n^tinn I'fi.nnlú in'tmVlfl inil eM\i if,Lji.VI r.ill,-..)KIi . ;; i,. -ii