Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986 65 í námstækni. Námsráðgjöf má flétta inn í fjarkennslu með ýmsu móti. Kanadamenn hafa þó nokkra reynslu af fjarkennslu fyrir full- orðna í sínu geysistóra landi og kynntist ég fyrirkomulagi þar svo- lítið fyrir tveimur árum, þegar ég dvaldist þar við framhaldsnám í British Columbia. Þetta fylki hefur verið í forustu um fjarkennslu í Kanada. Undanfarna áratugi hefur fullorðinsfræðsla af ýmsu tæi verið skipulögð þar og samræmd með þeim afleiðingum að nú er rekið víðtækt net af ijarkennslukerfi fyrir fullorðna. Það býður nemendum upp á óteljandi möguleika og virðist miðast við þarfir ólíklegustu hópa fólks. Stærsta átakið var gert árið 1978. Síðan hefur ekkert lát verið á þróun þessara mála í British Columbia. Stjórnin lét þegar 1978 setja á stofn OLI (Open Learnig Institute) og við þá stofnun eru nú 13.000 nemendur í yfir 100 ólíkum námskeiðum, á háskólastigi, á iðn- aðar- og tæknisviðum ýmsum og á framhaldsskólastigi. Árið 1980 kom stjórnin á fót Knowledge Network of the West Communications Aut- hority. Hlutverk þessarar stofnunar er að senda kennsluþætti um allt fylkið og styðja þannig við bakið á ýmsum aðilum sem annast fullorð- insfræðslu. Fjarkennsla er nú hluti af st'rfsemi langflestra mennta- stofnana annarra en skyldunáms- skóla. University of British Columb- ia í Vancouver hefur boðið upp á fjarkennslu í ákveðnum námskeið- um síðan 1950 og hefur aukið þann þátt verulega síðan. Vitanlega er gert ráð fyrir því í fjarkennslu að nemendur beri sjálfir mikla ábyrgð á námi sínu. Engu að síður hefur það sýnt sig að fólk er misjafnlega fúst til þess og hefur mismikla þörf fyrir samskipti við kennara til þess að viðhalda áhug- anum og ná tökum á náminu. Þess vegna er stuðningur af hálfu námsráðgjafa og kennara misjafn- lega mikill eftir námskeiðum. Hver og einn nemandi getur valið það form sem honum hentar. Framboð af kennslu skiptist þannig í 6 mismunandi tegundir: 1) Prentað mál, hljóðbönd, mynd- bönd (einstefnumiðlun). 2) Bréf (fram og aftur). 3) Símaþjónusta — tölvur (boð- skipti milli tveggja aðila). KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu Verðl' SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjáif! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 I Gódan daginn! 4) Símaráðstefna eða tölvuráð- stefna (samskipti margra). 5) Nemendur innan sama svæðis hittast í húsnæði framhalds- skóla, t.d til að hlýða á fyrir- lestra og taka þátt í umræðum eða til að gera verklegar æfingar (samvera nemenda). 6) Námskeiðið flutt til staða þar sem nemendur búa og kennt er á sama hátt og við hefðbundnar menntastofnanir. Námsráðgjafar eru yfirleitt með símaþjónustu en stundum færa þeir þjónustu sína til nemenda með því að koma í heimsókn í svæðisskóla. Við innritun nemenda starfa námsráðgjafar til að leiðbeina nemendum, gefa upplýsingar um námskeiðin sem eru í boði, réttindi og möguleika sem hinar ýmsu námsbrautir leiða til. Persónuleg viðtöl eru algeng í sambandi við slíkt námsval sem oft tengist starfs- vali. í fjarkennslu ættu nokkur aðalat- riði í námstækni að fylgja lesefni í hveiju námskeiði. Flétta' mætti ýmislegt af þessu tæi inn í almennar leiðbeiningar eftir því sem við á í hverri grein. Við skipulagningu og endur- bætur á námsefni geta námsráð- gjafar miðlað mikilsverðum upplýs- ingum um reynslu nemenda af námsefninu, því að ráðgjafarnir fá betri tækifæri en kennarar til að setja sig í spor nemenda og ná betra sambandi við þá, m.a. af því að þeir meta ekki námsárangur nem- enda. Námsráðgjafar sem jafn- framt eru menntaðir kennarar geta því áttað sig á kostum og göllum námsefnis og skipulagningu þess svo að endurbætur geti átt sér stað. Slík endurskoðun er alltaf nauðsyn- leg í allri kennslu. Að lokum langar mig að setja fram þá von að vandað verði tii undirbúnings fjarkennslu. Til þess verður þörf fyrir fólk bæði með góða þekkingu í námsgreinunum og kennslufræði auk reynslu í kennslu og námsráðgjöf til að semja náms- efni og skipuleggja framkvæmdina. Fjarkennsla getur orðið mikill ávinningur fyrir þjóðina ef vel er á máium haldið. Höfundur er námsráðgjafi í Öld- ungadeild Menntaskólans við Hanirahlíð. Jacques Taddéi með orgeltón- leika DAGANA 26. og 27. apríl verð- ur staddur hér á landi á vegnm Alliance Francaise franski orgelleikarinn Jacques Taddéi. Þessa daga mun hann halda tónleika bæði í Reykjavík og á Akureyri. Taddéi er vel þekkt- ur í sínu heimalandi, auk þess sem hann hefur haldið tónleika víða um lönd. Jacques Taddéi starfar nú sem stjórnandi tónlistarskóla í Rueil- Malmaison auk þess að kenna við tónlistarskóla í París. Hann ferðast víða um heim og hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Japan, Kóreu og víðar. Tónleikar Taddéi verða í Akur- eyrarkirkju þann 26. apríl og í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu- daginn 27. apríl kl. 20.30. (Úr fréttatilkynningu.) Stýrimannaskólinn | í Reykjavík. STYRIMANNASKOLANS I REYKJAVIK Siglingar eru na uðsyn < Kynningardagur Stýrimannaskólans verður haldinn laug- ardaginn 20. aprílnk. fra klukkan 13.30—1 7.00. Nemendur skólans munu sýna notkun tækja og veita upplýsingar um námiö. Staðsetningar- og fiskileitartæki veröa í gangi: KELVIN-HUGHES 1600 ratsjá. ARPA-tölvuratsjá frá NORCONTROL. SIMRAD- og KODEN-lórantæki stýrt af samlíki (simulator). DECCA-ratsjá í ratsjársamlíki. APPLE-2e-tölvur. SKANTI-talstöð — SAILOR-örbylgjustöð. KODEN-skjáriti (plotter) með leitara. JRC-veðurkortamóttakari. _______ Kvenfélagið HRONN sér um kaffiveitingar og eru allir sjómenn sérstaklega hvattir til að fá sér hressingu og spjall. Slysa- varnafélag íslands sýnir meðferð björgunartækja og þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið. SUMAKFAGNAÐURISIGTUNI 1. sumardag kl. 20.00 Á UPPLESTUR: ÆVAR R. KVARAN Dans: Hljómsveitin Danssporið • EINSÖNGUR: GUÐMUNDUR JONSSON Söngur: Kristbjörg Löve UNDIRLEIKARI: ÓLAFUR VIGNIR Danslög áranna 1930—50 ALBERTSSON hafaforgang. Salaaðgöngumiðahefst .. „ . . . ki. 5 e.h. í sigtuni Felag eldri borgara 1 Reykjavik og nagrenni. n'ó ijjl'i lu^bin iíiu’.r, “rliflnó láin .k, )>j mt; I..|Í. -An:I> iit.-im ■n:v r.n^tinn I'fi.nnlú in'tmVlfl inil eM\i if,Lji.VI r.ill,-..)KIi . ;; i,. -ii
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.