Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 66

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 t Eiginmaöur minn, TRYGGVI HANSEN, Grönsasveigin 16, Sandefjörd, Noregi, lést í sjúkrahusinu í Sandefjörd 22. april. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Hulda Hansen. t Eiginkona mín og móöir okkar, KRISTJANA SVEINBJARNADÓTTIR, Álfhólsvegi 145, Kópavogi, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 22. þessa mánaöar. Jóhann Ó.A. Ágústsson, Viktoría Jóhannsdóttir, Hulda Dóra Jóhannsdóttir. t Eiginkona mín og móóirokkar, JAKOBÍNA HERMANNSDÓTTIR Garðavegi 13, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum að kvöldi þriöjudagisins 22. apríl. Helgi Elíasson, Ingibjörg Helgadóttir, Elías Helgason, Helga Helgadóttir, Þorkell Helgason, Anna Marfa Helgadóttir, Valur Helgason. Móðirokkar, t JÓNA DANÍELSDÓTTIR, (Joli Pai), Austurbrún 2, lést að morgni 23. apríl í Borgarspítalanum. Jónas Kl. Jónasson, Lárus Jónasson. t Faðir okkar, BJARNI SIGURÐSSON, Berserkseyri, lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 22. apríl. Hreinn Bjarnason, Dagbjört R. Bjarnadóttir. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, VILBORG BJARNADÓTTIR, lést í öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 22. apríl. Hjörtur Hjartarson, Rósa Karlsdóttir, Karl Hjartarson, Ragnar Hjartarson. t Eiginmaður minn, GUÐJÓN THEODÓRSSON, Hitaveitutorgi 1, lést í Landakotsspítala 23. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Lydia Guðjónsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN MATTHíASDÓTTIR, Hafnargötu 75, Keflavík, lést ísjúkrahúsi Keflavíkur 23. apríl. Börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn, er látinn. t BILL HA. COURTENAY Inga Andrésdóttir Courtenay. Kristinn Kristjáns- son smiður — Minning Fæddur 29. júlí 1902 Dáinn 16. apríl 1986 Kristinn Kristjánsson, sem á morgun verður til moldar borinn, fæddist á Holtastaðaeyri, Reyðar- firði. Foreldrar hans voru Kristján Eyjólfsson, bóndi þar og kona hans, Aðalborg Kristjánsdóttir. Systkini hans, sem upp komust, voru Ragn- heiður sem lést í snjóflóði 19 ára að aldri, Eyjólfur, sem nú býr í Reykjavík og Jón Sæberg, sem lést úr tæringu um tvítugt. Kristinn var næstelstur í þessum hópi en tvær elstu systumar sem báðar hétu Sæbjörg, dóu í bemsku. Kristinn bjó í foreldrahúsum til ársins 1938 er hann fluttist til Búðareyrar við Reyðarfjörð. Þar stundaði hann smíðar og ýmis störf. Smíðar hafði hann lært af móðurbróður sínum, Jóni Kristjánssyni, þótt aldrei aflaði hann sér formlegra réttinda á því sviði. Hann fluttist til Kópavogs árið 1944 og bjó alla tíð síðan á heimili bróður síns, Eyjólfs, og mágkonu sinnar, Guðrúnar Emilsdóttur, lengst af á Brúarósi í Kópavogi. Kristinn vann við ýmiss konar smíðar og viðgerðir á húsum hér syðra, bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði, en þangað fór hann árlega síðustu þtjá áratugina sem hann var við störf og var við smíðar á ýmsum bæjum. Verður það að teljast góður vitnisburður um verklag hans og mannkosti að sama fólkið leitaði einatt til hans, ef eitthvað þurfti að smíða eða lagfæra. Bast hann þessu fólki oft traustum vináttuböndum. Margt er þeirri armæðu og amstri sem setur mark sitt á líf okkar hinna virtist Kristinn ekki þekkja: þess varð til dæmis aldrei vart að hann óttaðist nokkurn skapaðan hlut eða kviði neinu eða væri við brugðið. Hann hafði ekki minnsta áhuga á peningum eða eignum. Hugtök á borð við frítíma eða vinnutíma tileinkaði hann sér heldur aldrei. Lífið var fyrir honum vinna og vinnan var leikur. Þó svo að hann hafí allt viljað gera fyrir það fólk sem hann var að smíða hjá, átti hann erfítt með að setja sig inn í þann hugsunarhátt að hverju verki þyrfti endilega að ljúka fyrir einhvern tiltekinn tíma. Krist- inn var vanur að fara rólega af stað á morgnana, var oft ekki kominn að verki fyrr en um miðjan morgun. Hins vegar var hann oftast að fram yfír kvöldmat og stundum fram yfír miðnætti. Við vinnu sína söng hann einatt og fór með vísur, kannski línu eða tvær, þá nokkur hamarshögg og svo var vísan botn- uð eða byijað á nýrri. Af ofangreindu má ráða að Krist- inn var á margan hátt óvenjulegur maður. Hann hafði sinn sérstaka hátt á öllum hlutum og lét hveijum degi nægja sína þjáningu. Hann var þó ekki sérlundaður á þann hátt að hann léti sig hag og líðan ann- arra engu skipta. Félagslyndur var hann og líkaði best að vinna þar sem hann hafði fólk í kringum sig. Kristinn hafði stórt hjarta og féll betur að gefa en þiggja. Hann kvæntist aldrei og átti ekki böm, en öll böm sem kynntust honum hændust að honum og varð vinátta oftar en ekki varanleg. Við frænd- umir urðum þess happs aðnjótandi að alast upp með Kristni. Að leiðar- lokum þökkum við honum sam- fylgdina. Kristján Eyjólfsson, Eyjólfur Kjalar Emilsson. Á morgun kveðjum við Kristin Kristjánsson. Hann var ættaður frá Reyðarfírði en bjó hjá bróður sínum og mágkonu, þeim Eyjólfi Krist- jánssyni og Guðrúnu Emilsdóttur eftir að hann kom suður. En þau bjuggu lengst af á Brúarósi í Kópa- vogi þar til fyrir nokkmm ámm að þau fluttu heimili sitt að Bergstaða- stræti 11 í Reykjavík. Kristinn fæddist 29. júlí 1902 og lést 16. þ.m. Við kynntumst 1954, en skömmu síðar byggði Kristinn fyrir mig hús í Kópavogi. Þar vann hann að öllu sem útlærður byggingameistari, þótt ólærður væri en bóknám hans var stutt eins og hjá mörgum á þessum tíma. En öll byggingavinna, jafnt utanhúss sem innan, var honum leikur einn og vinnuþrek með ólíkindum, þar til krafta og heilsu þraut fyrir örfáum ámm. Glaður var Kristinn við vinnu sína, spaugsamur og skemmtilegur, en hann var hógvær og gætinn í umgengni við menn og dýr. Hann var góður maður sem öllum þótti vænt um, maður sem aldrei gerði neinar kröfur fyrir sjálfan sig. Hans ánægja í lífínu var að vinna og að hafa fólk í kringum sig. Kristinn var eftirsóttur af öllum sem kynnst höfðu dugnaði hans og hæfíleikum, og hann var svo vel gerður að hann gat ekki orðið annað en gæfumaður. Oft var það þannig að þegar Kristinn var kominn á einhvem stað til að vinna að fréttin barst út. Fóm þá menn og konur á stúfana til þess að reyna að næla í hann. Það var í raun og vem slegist um að fá hann til sín en hann var við alla jafn vinsamlegur og einlægur, því öllum vildi hann hjálpa og liðsinna. Þess munu margir minnast nú með þakklátum huga. í Borgarfírði dvaldi Kristinn í mörg sumur við smíðar og sumar- iangt var hann vestanhafs en þaðan hafði verið falast eftir honum til starfa. Eftirtektarsamur var Krist- inn með afbrigðum, og stálminnug- ur á það sem hann sá og heyrði. Hann var náttúmbam, blátt áfram og eðlilegur en líklega var yfírlætis- leysi það fallegasta í fari hans. Slík- um mönnum er hollt að kynnast. Margar minningar sækja á hug- ann nú þegar lífí þessa góða vinar er lokið. Ég nefni hér tvö lítil dæmi sem lýsa Kristni vel. Það var vorið 1957 að við vomm við byggingar- störf í húsi mínu íjórir saman. Kominn var kaffítími og við sett- umst allir við eldhúsborðið. Kaffi- kannan stóð á eldavélinni full af ijúkandi kaffí. En svo rann eldavél- in eitthvað til á palli sem hún stóð á og þar með steypist kannan á gólfíð og kaffíð og korgurinn fór út um allt. Ég held að allir hafí fómað höndum nema Kristinn, hann stóð upp frá borðinu og sagði, þetta er ekkert og svo þurrkaði hann allt upp með konunni minni. Þetta smá atvik gleymist aldrei. Haustið áður höfðum við Kristinn nýlokið við að tengja vatnið inn í húsið, og var skurðurinn opinn. Þá var það eitt kvöld að ég var háttaður, klukkan var um hálftólf, að bankað var varfærnislega og ég heyri strax hver er á ferð. Þar var Kristinn kominn og segir að það sé komið frost og vissara sé að moka nú ofan á rörin í skurðinum. Auðvitað var farið að hans ráðum, og enginn skaði varð. Þessi tvö smádæmi sýna nærgætni hans og umhyggju sem var svo einstök. Nú þegar komið er að leiðarlok- um færi ég og fjölskylda mín þess- um látna vini okkar hjartanlegar þakkir fyrir allar samvemstundim- ar í leik og starfí, alla hans hlýju hjálp, góð ráð og vináttu sem aldrei bar skugga á. Hann, verður mér minnisstæður um aldur og ævi, betri manni hef ég aldrei kynnst á lífsleiðinni. Mér reyndist hann sem besti faðir. Það verður alla tíð sólarbjarmi yfír minningu Kristins Kristjáns- sonar. Snorri Snorrason Kristinn fæddist að Holtastaða- eyri við Reyðarfjörð. Foreldrar hans vom Kristján Eyjólfsson útvegs- bóndi þar og kona hans, Aðalbjörg Kristjánsdóttir frá Sandfelli í Skrið- dal. Bærinn er sunnan fjarðarins undir bröttu fjallinu og undirlendi er þar lítið en aðstaða til að sækja sjó. Lífsbaráttan var allhörð á fyrstu áratugum aldarinnar og Kristinn kunni flest til sjós og lands en útlit hans og burðir bentu ekki til óhóflegrar þrælkunar í æsku þó svo að ég sé viss um að þessi viljugi maður hefur aldrei hlíft sér um dagana. Hann var beinvaxinn og allvel að manni og léttur í hreyfíng- um. Á Holtastaðaeyri urðu tvö stór áföll, snjóflóð féll á bæinn og ung systir Kristins fórst og seinna brann bærinn til kaldra kola. Kristinn var ráðsmaður hjá móður sinni frá 1926-1939 og frá 1939-1944 bóndi þar. Nú er Holtastaðaeyri í eyði og gat ég ekki ókunnugur séð hvar bærinn hafði verið þegar ég átti leið um veginn í hitteðfyrra. í stríðinu gerðist Kristinn smiður án réttinda og hélt þeirri ágætu stöðu alla ævi síðan. Hann flutti í Kópavog upp úr 1944. Hann er kominn upp í Borgarfjörð um 1950 og er þar að múra og smíða, kæli- kefa, flðarhús, kirkju, íbúðarhús, fyrir utan það að leggja hönd að hveiju því verki sem þurfti að vinna, smala, mjólka, skjóta fugla gera við hitaveitur. Hann var uppmnninn í sveit og þar kunni hann vel við sig. Hann átti heima í Brúarósi í Kópavogi með Eyjólfi bróður sínum og fólki hans eftir að hann flutti suður. Hann fór bara „upp“ (í Borgarfjörð) nokkra mánuði í senn og var þá að smíða fyrir „hann Guðmund" eða „hann Sigurð,“ eða „hann Einar“ sem allir vom að nauða í honum að koma að smíða fyrir sig eða múra og allt var þetta ágætlega gjört hjá Kristni. Lengst fór hann þegar hann réði sig í smíðavinnu hjá konu í Bandaríkjun- um í eitt ár. Fyrir mig múraði hann og smíðaði og var mér og mínu fólki til ómælds gagns og ánægju. En það var ekki vinnan hans sem var það besta við Kristin, heldur framúrskarandi gott viðmót og gott geð sem fylgdi óþreytandi hjálp- semi, vinur bama og dýra. Svona menn hafa oft verið kallaðir val- menni. Ekki sat Kristinn í skóla nema bamaskóla en þess hafði hann notið vel. Allt til gamals aldurs kunni hann valda kafla úr dýra- fræðinni og landafræðinni og ég hef það fyrir satt að hann hafí verið námsmaður góður. Nú er þessi ágæti hagleiksmaður látinn í elli og hefur hann með ljúf- mennsku sinni og hjálpsemi verið samtíð sinni til gagns og blessunar. Þorsteinn Þorsteinsson t Útför eiginmanns míns, PÁLS BJÖRNSSONAR hafnsögumanns, Sporöagrunni 12, ferfram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Ólöf Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.