Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ■lwt/Murn^’UM'ú If Um örorkubætur og nýja kj arasamning’a í nýafstöðnum kjarasamningum er komið heldur til móts við lág- launafólkið í landinu. Þó er það langt frá því að vera fullnægjandi, nema helst í Boiungarvík, þar sem fólk virðist hugsa með heilanum, ekki veskjunum. Launahækkun til hinna lægst launuðu í fyrsta hluta er 5%, að mér skilst. En öryrkjar í landinu fengu líka 5% launahækkun. Þeir fá nú 14.000 í stað 13.000 á mán- uði. Já, ef launþegar lifa ekki af 20.000 á mánuði, hvernig á fólk þá að lifa af örorkubótunum? Svarið er einfalt. Það er ekki möguleiki. Hvað hyggjast stjómvöld gera í þeim efnum? Ég er öryrki og hugðist ræða við tryggingaráðherra um þetta mál, tók mig til og hringdi í ráðuneytið til að sækja um viðtal. Þá fékk ég heldur einkennilegar upplýsingar. Einkaritarinn tók við umsóknum um viðtöl einu sinni í viku. Spurt var um efni viðtals og síðan velur ráðherra úr það sem hann vill ræða. Svo ekki varð neitt úr samtali við ráðherra. Eins mikil og umræðan hefur verið um láglaunafólk í landinu, höfum við öryrkjar alveg gleymst. Við erum líka illa vopnum búin til að mótmæla þessari lágu ölmusu frá hinu opinbera. Ættum við ef til vill að fara í verkfall? Nei, þetta er mál, sem verður að athuga gaumgæfílega, því örorkubætur eru svo langt undir fátækramörkum að það nær ekki nokkurri átt. Við lifum á batnandi tímum, sem okkur ber að nýta í þágu þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Ef þú verður öryrki á þá að hegna þér með því að gera þig að fátæklingi eða á að koma betur til móts við þig, svo þú þurfír ekki að líða meira en öryrki gerir vegna örorku sinnar? Pétur Jörundsson Létt er Agnes á líðandi stund Þó ótrúlegt sé, virðist eitthvert hið erfiðasta embætti á landi hér vera það að skemmta mönnum. Kemur þar auðvitað mannfæðin til og líka hitt að fólk virðist þegja þegar vel líkar en helst taka penn- ann þegar illa stendur í bælið á því. Þó eru skemmtiþættimir bráð- nauðsynlegur liður í varðveislu ís- lenskrar menningar, því skop ann- arra þjóða höfðar síður en svo alltaf til íslendinga. Það eru helst allra mestu snillingar eins og Chaplin eða Peter Sellers sem allir virðast geta hlegið að. Sagt hefur verið að íslenskt skop sé nokkuð illkvittið á stundum og því mikill vandi með að fara hér í fámenninu. Þættimir „Á líðandi stundu" em lausir við illkvittni og mesta furða hvað hægt er að draga þangað af skemmtilegu fólki. Ómar Ragnarsson er alltaf skemmtilegur enda margfrægur og marglofaður. En það er hún Agnes Bragadóttir sem á skilið miklu meira lof en hún hefur fengið hér til. Hún er svo lítil og skrýtin, bara fyndin ósjálfrátt og snögg uppá lagið að koma fyrir sig orði. Væri hlaðið öðru eins undir hana og Lucy Ball yrði Agnes heimsfræg. Sigurveig Guðmundsdóttir Þessir hringdu . . . Gaman á Ríkarði þriðja Sigurður Jökull Ólafsson hringdi: Ég brá mér á sýningu Þjóðleik- hússins ^Ríkarður þriðji" um daginn. Ég skemmti mér mjög vel, þótt ég sé bara 12 ára. Það sýnir og sannar að ungir jafnt sem aldnir geta haft ánægju af sýning- unni. Hrokkinskinna og grágás Kristján Björnsson, Hvamms- tanga hringdi: Mig langar að bæta við nokkr- um nöfnum yfír tæmar. Þau lærði ég af móður minni, en ég er • fæddur og uppalinn á Súganda- fírði. Ég hef ef til vill ruglað röðinni, en heitin eru rétt. Stærst er stóra tá, síðan er nagla-Jórunn, hrokkinskinna, grágás og minnst er litlatá. Dráttarvextir á banka- reikningum Velvakandi. Einn lesanda Velvakanda spurðist nýlega fyrir um hversu háa vexti bankar og sparisjóðir mættu reikna þegar viðskiptavin- ur færi yfír á bankareikningi. „Þegar maður leggur daglega inn á reikning og tekur út af honum, kemur stundum fyrir að maður leggur vitlaust saman. Þetta kom fyrir mig um daginn og var vaxta- kostnaður dreginn frá daginn eftir. Mér reiknaðist til að fjár- hæðin næmi 884% af ársvöxtum. Mér þætti gaman að vita hvaða heimild bankamir hafa til að leggja slíka vexti á yfírdrætti. Eiturefni í búðum Helga Hansdóttir hringdi: í því flóði heilræða sem slysa- vamafélög víða um landið senda frá sér virðist hafa gleymst að athuga búðarhillumar. í flestum verslunum er skipulagi þannig farið að eiturefni hvers konar eru geymd í neðstu hillunum. Væri ekki vert að minna kaupmenn á að geyma hættuleg efni þar sem lítil böm ná ekki til þeirra? Camp-let 1986 árgerðin kemur sérsmíðuð fyrir íslenska vegi á 13“ dekkjum og með þreföldum botni (vegna grjótkasts). Það tekur 3 mínútur að reisa þennan 17 fermetra tjaldvagn með fortjaldi. Við óskum ykkur góðrar ferðar og vitum að vagninn bregst ykkur ekki. Verðið á herlegheitunum er kr. 178.000.- með fortjaldi og eldhúsi. Gísli Jónsson og Co. hf. Sundaborg 11, sími 686644.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.