Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Frakkland: — mikil spenna á botni deildarinnar þegar ein umferð er eftir Frá Bernharði Valssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Frakkiandi. ÓVÆNTUSTU úrslitin í frönsku 1. deildinni i knattspyrnu um helgina voru þau að Paris S.G tapaði fyrir Metz, 3:1, á útivelli. Þetta var fimmta tap PSG á keppnistímabilinu. Nantes er nú aðeins tveimur stigum á eftir PSG fyrir síðustu umferðina sem fram fer á morgun, föstudag. Metz vann mikilvægan sigur á PSG og á nú góða möguleika á að tryggja sér UEFA-sæti. Það má segja að hraði leikmanna Metz hafi komið PSG á óvart og áttu þeir í miklum vandræðum með að stöðva framherjana, Micciche og Bocande. Þeir sjá um að skora mörkin og gerði Bocande tvö þeirra og er hann nú markahæstur í deildinni, hefur gert 23 mörk. Það kom nokkuð á óvart að fyrirliði PSG, Luis Fernandesz, sem nýlega hefur skrifað undir samning við Racing, byrjaði sem varamaður í þessum leik. Hann átti síðan eftir að koma inná og þá sem varamarkvörður. Joel Bats mark- vörður hafði orðið fyrir meiðslum í fyrri hálfleik og kom Fernandesz inná fyrir hann. Hann stóð sig ágætlega i markinu en gat þó ekki komið í veg fyrir sigur Metz. Eina mark PSG gerði Alain Couriol, sem lék nú í fyrsta sinn með liðinu síðan í nóvember 1984 vegna meiðsla. Nantes sigraði Auzerre, 2:1, á heimavelli sínum og skoruðu Moril og Amisse mörk Nantes en eina mark Auzerra gerði Garange. Nantes hefur átt velgengni að fagna að undanförnu og hefur nálgast PSG jafnt og þétt. Munur- inn á liðunum er aðeins tvö stig. PSG á reyndar eftir að leika við neðsta lið deildarinnar, Bastia, í síðustu umferð en Nantes leikur við Toulon sem er í þriðja neðsta sæti. Það verður því að teljast nokkuð víst að PSG verði meistari. Liðið hefur einnig betra markahlut- fall. Bordeaux tryggði sér þriðja sætið í deildinni með því að vinna Le Havre, 5:3, á heimavelli sínum. Bordeaux hefur ekki skorað svona mikið af mörkum í nær allan vetur. Landsliðsmaðurinn, Tigana, varð að yfirgefa völlinn í byrjun seinni hálfleiks vegna meiðsla. Önnur úrslit í frönsku 1. deild- inni á laugardaginn voru þessi: Toulon — Rennes 1:1 Manakó — Lens 1:2 Toulouse — Brest 2:0 Landsliðið í blaki: Helmingurinn er úr Þrótti Lille — Nice 1:0 Laval — Marseille 1:0 Strasbourg — Sochaux 3:0 Bastia — Nancy 2:2 Paris S.G er efst þegar ein umferð er eftir með 54 stig. Nant- es er með 52 stig, Bordeaux í þriðja sæti með 48 stig og Lens í fjórða með 42 stig. Mikil spenna er á botni deildarinnar. Bastia og Strasbúrg eru þegar fallin í 2. deild. Síðan eru það sjö lið sem berjast um þriðja falisætið. Það eru Toulon, Le Havre, sem hafa 32 stig og Marseille, Nancy, Rann- es, Brest og Sochaux, sem hafa 33 stig. • Sex af tólf landsliðsmönnum f blaki sem keppa á Norðurlandamót- inu eru úr Þrótti. Hér má sjá þá Lárentínus, Samúel, Einar og Leif en þeir eru allir í landsliðinu nema Samúel sem datt út úr hópnum þegar endanlegi hópurinn var valinn. Morgunblaðið/Bjarni • John Drummond og Marlyn Knipe með tvö forláta golfsett í golf- skóla Drummonds. Það verður örugglega nóg að gera hjá þeim félög- um f sumar við að kenna landsmönnum golf. ISLENSKA blaklandsliðið sem þátt tekur í Norðurlandamótinu hér á iandi í næsta mánuði hefur verið valið. Björgúlfur Jóhanns- son landsliðsþjálfari valdi endan- lega hópinn á dögunum en í upphafi hafði hann 24 leikmenn sem æfðu en nú hefur hann valið 12 úr þessum hópi sem keppa munu í mótinu. Þeir tólf sem urðu fyrir valinu eru: Páll Svansson, ÍS, Einar Hilm- arsson, Þrótti, Guðmundur Páls- son, Þrótti, Haukur Valtýsson, ÍS, Ástvaldur Arthúrsson, HSK, Sveinn B. Hreinsson, Þrótti, Jón Árnason, Þrótti, Lárentínus Helgi Ágústsson, Þrótti, Þorvarður Sig- fússon, ÍS, Stefán Jóhannesson, Víkingi, Leifur Harðarson, Þrótti sem jafnframt er fyrirliði liðsins, og Kjartan Busk úr HK. Norðurlandamótið verður haldið í íþróttahúsi Digraness dagana 8,—10. maí og á næstunni mun Sportvals- skíðagangan Sportvalsskíðagangan fer fram í Bláfjöllum kl. 14.00 í dag, fimmtudag. Skráning fer fram í Borgarskálanum kl. 13.00. Keppt er um 13 farandbikara sem Sportval gefur. Gengnir eru 5 km og er gangan ætluð fyrir almenn- ing jafnt sem vana keppnismenn. landsliðið æfa vel, eins og það hefur reyndar gert undanfarna tvo mánuði, og líklegt verður að liðið leiki nokkra pressuleiki fram að Norðurlandamótinu. Fyrsti leikur- inn er fyrirhugaður á morgun og hefst hann klukkan 20.15 í Digra- nesi. Annar leikur verður á sama stað á laugardaginn og hefst klukk- an 14.15. Vormót ISI íveggbolta VORMÓT ÍSÍ í veggbolta sem er opið mót fer fram í Þrekmiðstöð- inni í Hafnarfirði 4. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem opið mót fer fram hér á landi í þessari íþrótta- grein. íþróttasamband Islands gefur öll verðlaun til keppninnar. Veggbolti hefur verið stunduð hér á landi í þrjú ár. Aðstöðuleysi hér á landi hefur háð íþróttinni, þar sem aðeins þrír til fjórir salir eru til hérá landi. Veggbolti er mjög vinsæl íþróttagrein víða erlendis eins og til dæmis í Englandi. Þar hefur íþróttin vaxið mjög mikið og er nú um einn völlur á hverja 7.000 íbúa. Núverandi heimsmeistarar í vegg- tennis eru frá Pakistan. Japanir hafa ákveðið að gera þessa íþróttagrein að þjóðaríþrótt sinni þar sem áhuginn er mjög mikill. Þessi íþrótt á mjög vel við Is- lendinga þar sem þetta er inni- íþrótt og er mikil áreynsla í stuttan tíma. Annars er þessi íþrótt ekki mikið frábrugðin badminton. í þrekmiðstöðinni eru þrír salir fyrir veggbolta og að sögn eiganda stöðvarinnar, Regins Grímssonar, er mikil ásókn í salina og nánast fullt alla daga frá morgni til kvölds. Tveir enskir kenna hjá GR HINGAÐ til lands er kominn enskur golfkennari til að kenna hjá GR og eru þeir þá tveir kenn- ararnir þar, John Drummond og Marlyn Knipe. Knipe kom hingað til lands á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði strax að kenna hjá Drumm- ond í golfskálanum hjá honum. Þeir félagar munu síðan taka til við kennslu úti þegar kylfingar hefja að leika undir berum himni og sagði Drummond að hann lok- aði golfskólanum innandyra eftir hálfan mánuð. „Ég þekkti John ekkert. Vinur minn sagði mér frá honum og óg hafði samband og þannig byrjaði þetta allt saman og nú er ég komin og hér verð ég í sumar og vonandi lengur," sagði Knipe þegar hann var spurður að því hvernig staeði á því að hann hefði komið til ís- lands. Knipe er atvinnumaður í golfi eins og Drummond og hefur verið það í sex ár. Hann sagðist lítið hafa séð til íslenskra kylfinga enn sem komið væri en sér litist vel á það sem hann hefði séð. „Við munum ferðast um landið og kenna golf en það hef ég alltaf ætlað að gera en ekki komið í verk þar sem það hefur verið svo mikið að gera hjá mér,“ sagði Drumm- ond. „Einnig munum við laga kylfur fyrir menn en það er einnig hlutur sem ég hef gert en ekki eins mikið og þurft hefur þar sem ég hef verið einn, en nú þegar við erum orðnir tveir ætti að ganga mun betur." Það er ekki að efa að mikið verður að gera hjá þeim félögum í sumar og þeir klúbbar úti á landi sem áhuga hafa á að nýta sér þekkingu þeirra félaga ættu að hafa samband við þá sem fyrst því „það hefur verið mikið talað við mig um að koma út á land og nú getum við gert eitthvað í því en örugglega náum við ekki aö fara á alla þá staði sem við vildum fara á," sagði Drummond að lok- um. Hl-C-ballskák: íslands- mótið hefst ídag ÍSLANDSMÓTIÐ f ballskák hefst á Ingólfsbilliard á Hverfisgötu 105 í dag klukkan 10 árdegis og verður síðan framhaldið á morgun klukkan 18 og á laugardaginn klukkan 10 árdegis. Reiknað er með að mótinu Ijúki um klukkan 19 á laugardag. Mót þetta kallast Hl-C-ball- skák, íslandsmótið 1986. Búist er við jafnri og spenn- andi keppni og munu 16 meist- araflokksmenn keppa í mótinu en núverandi íslandsmeistari er Kjartan Kári Friðþjófsson. PSG nær öruggt með meistaratitilinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.