Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 77

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 77 Spánn: Real Madrid meistari - Hugo Sanchez markahæstur með 22 mörk Frá Tryggva Hiibner, fréttaritara Morgunblaðsins á Spáni. REAL Madrid og Barcelona töp- uðu bæði í síðustu umferð í 1. deildinni á Spáni um helgina. Það kom þó ekki að sök þar sem Real Madrid hafði tryggt sór meistara- titilinn fyrir nokkrum vikum og Barcelona var öruggt með annað sætið. Real Sociedad sigraði Real Madrid, 5:3, á heimavelli sínum og skoraði Hugo Sanchez tvö af mörkum Real Madrid í fyrri hálfleik og fór síöan af leikvelli þar sem þessi leikur skipti ekki máli. Real Sociedad tók svo öll völd á vellin- um í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk. Þau gerðu Barkero (2), Sal- quero, Mujika og Uralde. Þriðja mark Real Madrid gerði Juanido. Espanol sigraði Barcelona einn- ig með 5 mörkum gegn þremur. Vestur-Þjóðverjinn Bernd Schust- er átti mjög góðan leik og skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Pineta gerði þriðja mark liðsins. Mörk Espanol gerðu Peneda (2), Mar- quez (2) og Petrasa eitt. Hercules tapaði síðasta leik sín- um í deildinni gegn Santander, án Péturs Péturssonar, 4:1 á útivelli. Leikurinn þótti lélegur, enda Hercules fallið fyrir síðustu umferð ásamt Valencia og Celta. Mexikaninn, Hugo Sanchez, varð markahæstur í 1. deild annað árið í röö, gerði 22 mörk. Lokastaðan í deildinni var þessi: Real Madrid 34 26 4 4 83-33 56 Barcelona 34 18 9 7 61-36 45 Athletic de Bilbao 34 17 9 8 44-31 43 Zaragoza 34 15 12 7 51-34 42 Atletico de Madrid 34 17 8 9 53-38 42 Gijon Real Sociedad Betis Seuilla Valladolid Espanol Santander Las Palmas Osasuna Cadiz 34 13 15 6 37—27 41 34 17 5 12 64-51 39 34 11 13 10 40—40 35 34 12 10 12 39-34 34 34 13 6 15 54-48 32 34 11 9 1 4 43—40 31 34 10 11 13 34-34 31 34 9 9 16 37-65 27 34 9 9 16 24-33 27 34 9 8 17 30-58 26 Gerpla á afmæli ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Gerpla í Kópa- vogi verður 15 ára á morgun og í tilefni afmælisins ætlar félagið að gangast fyrir afmælishátíð þar sem verður meðal annars farið i skrúðgöngu, grillaðar verða pyls- ur og afmælisterta verður á staðnum. Skrúðganga hefst við Kópavogskirkju klukkan 18 á morgun. Valencia Hercules Celta 34 34 34 9 17 38-62 25 6 20 35-62 22 4 25 32-72 14 K SKOKKBRAUT „Heilbrigt líf — hagurallra": Öllum landsmönnum boðið til hollrar hreyfingar í júnf Akureyri. í TILEFNI af heilbrigðisári Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar og átaki heilbrigðisráðu- neytisins hér á landi gegn hreyf- ingarleysi hefur trimmnefnd ISÍ ákveðið að ganga fram fyrir skjöldu og freista þess að sam- eina starf frjálsra félagasamtaka um að bjóða öllum landsmönnum til hollrar hreyfingar dagana 20., 21. og 22. júnf nk. undir kjörorð- unum „Heilbrigt Iff — hagur allra“. Föstudagurinn 20. júní veröur tileinkaður leikfimiiðkun og mun Fimleikasamband íslands annast allan undirbúning á því sérsviði. Laugardagurinn 21. júní verður síðan dagur sundsins í umsjón Sundsambands íslands hvað varð- ar faglegan undirbúning. Sunnu- dagurinn 22. júní verður svo dagur gönguferða, skokks og útivistar. Allir geta fengið sér hressandi gönguferð í tilefni dagsins eða tekið þátt í skokki ákveöna vega- lengd eftir getu, leiðbeinendur munu verða til aðstoðar á vegum Frjálsíþróttasambands íslands. Göngudagur fjölskyldunnar sem UMFÍ hefur gengist fyrir ár- lega fellur á þennan dag og ung- mennafélögin um land allt drífa I fjölbreytt fólk til fjalla. Þá munu Ferðafélag nágrenni íslands og Útivist bjóða upp á | gjalds. úrval skoðunarferða í Reykjavíkur án endur- Tennishús í Reykjavík - langþráður draumur að rætast? ÞAÐ HEFUR lengi verið draumur tennisleikara á íslandi að eignast hús yfir tennisvelli þannig að hægt yrði að iðka fþróttina allan ársins hring. Vegna óblíðrar veðr- áttu hefur vertfð tennisleikara verið stutt og nær eingöngu bundin við sumarið og jafnvel þá einnig verið heldur ótrygg. Þegar árið 1932 byrjuðu tennis- leikarar að viðra hugmyndir um byggingu „tennisskýlis" þar sem æft væri bæði sumar og vetur, en á þeim tíma voru nokkrir tennis- Sveinn og Bragi til Suður-Kóreu SVEINN Björnsson, forseti ÍSÍ, og Bragi Kristjánsson, ritari Ólympíunefndar, eru nú staddir f Seoul f Suður— Kóreu þar sem Ólympfuleikarnir 1988 fara f ram. Þeir félagar sækja þar fund alþjóða Ólympíunefndarinnar og þjóðanefndarinnar. Þeir skoða þar einnig aðstæður og athuga hvern- ig undirbúnigi fyrir Ólympíuleikana miðar. Þeir komu til Seoul eftir 32 tíma ferðalag á mánudagskvöld og Víðavangshlaup Hafnarfjarðar VÍÐAVANGSHLAUP Hafnarfjarð- ar verður haldið í dag, sumardag- inn fyrsta, og hefst það við Lækjarskóla klukkan 14. Hlaupið hefur verið haldið reglulega frá því það fór fyrst f ram, árið 1938. Skráning þátttakenda fer fram við Lækjarskólann upp úr klukkan 13. í kvennaflokki er keppt í fjórum flokkum, 6 ára og yngri, 7-8 ára, 9-12 ára og 13 ára og eldri. í karla- flokki er keppt í flokkum 6 ára og yngri, 7-8 ára, 9-13 ára, 14-16 ára og í flokki 17 ára og eldri. Veittur verður sérstakur verð- launagripur sigurvegara í hverjum keppnisflokki og jafnframt fá fyrstu 3 í mark í hverjum flokki verðlauna- pening. Loks fá allir þáttakendur í hlaupinu viðurkenningarskjal, sem Byggðaverk hefur gefið til hlaups- ins. Frjálsíþróttadeild FH sér um framkvæmd hlaupsins. Keppnis- vegalengdirnar eru frá 600 upp i 1500 metra. dvelja í Seoul fram að helgi. Ferð þessi er fjármögnuð að mestu af alþjóða Ólympíunefndinni. Bikarkeppni KRA: Þór vann Magna 10:0 Akureyri. TVEIR fyrstu leikir bikarkeppni KRA fóru fram um helgina. Það voru Þórsarar sem léku gegn Magna og Vaski og sigruðu ör- ugglega í báðum viðureignunum. A laugardag sigraði Þór Magna 10:0 og síðan Vask 4:1 á sunnu- dag. Mörk Þórs gegn Magna gerðu: Siguróli Kristjánsson og Kristján Kristjánsson 3 hvor, Bjarni Sveinbjörnsson 2 og Sigurbjörn Viðarsson og Hlynur Birgisson 1 hvor. Gegn Vaski skoruðu Bjarni Sveinbjörnsson, Siguróli Kristjáns- son, Jónas Róbertsson og Oskar Gunnarsson en mark Vasks gerði Valdimar Lárus Júlíusson. Næsti leikur mótsins verður á fimmtudaginn. Vaskur og Magni eigast þá við kl. 14 á Sanavelli. Á laugardag keppa svo KA og Vaskur og á sunnudag KA og Magni. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. Fimmtudag- inn 1. maí leika svo Þór og KA og hefst viðureign þeirra kl. 16. vellir á gamla Melavellinum. í síðari heimsstyrjöldinni „króuðust" þessir vellir af vegna búða her- námsliðsins og lagðist þá iðkun tennisíþróttainnar niður og hefur ekki náð sér á strik aftur fyrr en nú á síðustu árum. Nú eru nokkrir útivellir á Reykjavíkursvæðinu og aðstaða er fyrir tennis í fjórum íþróttahúsum, en tennisleikarar hafa þó ekki fengið fasta tíma í þeim og haft mjög takmarkaöan aðgang að þeim. Nú hillir þó loksins undir bygg- ingu húss yfir tennisvöll, en Tenn- is- og badmintonfélag Reykjavíkur hyggst reisa íþróttahús, sem í verður einn tennisvöllur auk margra badmintonvalla. Ráðgert er að bygging hússins hefjist nú í sumar og að húsið verði tilbúið til notkunar snemma næsta vetur. Hópur tennismanna innan og utan félagsins hyggst aöstoða við fjár- mögnum hússins gegn föstum tím- um í húsinu. Öllum tennismönnum og öðrum aðilum, sem áhuga hafa á að vera með í þessu, er bent á að hafa samband við Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur (sími 86622) eða Tennissamtökin (sími 17292) sem allra fyrst, þannig að Ijóst verði hversu mikill grundvöllur er fyrir byggingu tennishússins. Múllersmótið: Sveit Ármanns vann svigið MULLERSMÓTIÐ í svigi og göngu var haldið um síðustu helgi i Blá- fjöllum. Þetta er í 20. sinn sem þetta mót er haldið og að þessu sinni sigraði sveit Armanns f sveitakeppninni f svigl en sveitina skipuðu þeir Einar Úlfarsson, Tryggvi Þorsteinsson, Árni Sæmundsson og Hafliði Bárðar- son. í öðru sæti varð sveit ÍR og sveit Vfkings varð þriðja. I 10. km göngu karla urðu þeir bræður Eiríkur og Guðni Stefáns- synir jafnir. Matthías Sveinsson vann í 5 km göngunni og í kvenna- flokki í þeirri vegaiengd vann Lilja Þorleifsdóttir. Einar Guðmunds- son sigraöi í drengjaflokki. TENTE] vagnhjól FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 j^^SÍMI 84670^^ ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.