Morgunblaðið - 24.04.1986, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986 79
England vann
íhörkuleik
Frá Bob Hennessy, fréttamanni MorgunbMMns á Englsndi.
ENGLENDINGAR sigruftu Skota
með tveimur mörkum gegn einu
í spennandi landsleik á Wembley
f gœrkvöldi. Terry Butcher og
Glen Hoddle gerftu mörk Eng-
lendinga og Creame Souness
mark Skota.
Leikurinn var grófur og átaka-
mikill og Bobby Robson sagfti ó
eftir að „fjandsamlegt andrúmsloft
hafi ríkt á vellinum". Fyrirliðarnir
Ray Wilkins og Souness slógust
hressilega í síftari hálfleik áður en
dómaranum franska tókst að
skakka leikinn, Steve Nichol lenti
í slagsmólum án þess að fá bókun,
en þeir Watson og Nicholas voru
báðir bókaðir fyrir gróf brot.
Fyrsta markið kom á 27. mínútu.
Hoddle átti þá háa sendingu fyrir
mark Skota, Hodge nóði að skalla
boltann aftur fyrir markið af fjœr-
stöng, og Butcher skoraði með
föstum skalla af stuttu færi. Skóla-
bókarmark. A þrítugustu og
níundu mínútu skoraði Hoddle svo
einfalt mark. Sansom átti þó fast
skot af 30 metra færi sem Rough
í skoska markinu varði, en gat
aöeins slegið knöttinn upp í loftið
og Hoddle skallaði í opið mark af
eins metra færi.
Skotarnir náöu ekki aö jafna fyrr
en í síðari hálfleik. Þá var Charlie
Nicholas kominn í færi inn í víta-
teig, þegar Watson brá honum.
Souness skoraði örugglega úr víta-
spyrnunni með þrumuskoti.
Sigur Englendinga var sann-
gjarn, þótt Skotar hafi sótt nokkuð
meira í síðari háifleik. Sóknarleikur
Englendinganna var mun beittari
og leikur þeirra í heild agaðri og
heilsteyptari. Mikil forföll voru í
báðum liöum, sérstaklega hjá
Skotunum. Liöin voru þannig skip-
uð:
England:Shilton, Stevens, Wetson, Butcher,
Sansom, Hoddle, Hodge, Wilkins, Francis,
Hately, Waddle.
Skotland: Rough, Gough, McLeish, Miller,
Malpas, Souness, Nichol, Aitken, Bannon,
Speedie, Nicholas.
Úrslit landsleikja í gær:
N-írland
— Marokkó
2:1
NORÐUR-ÍRAR báru sigurorð af
Marokko I Belfast í gnrkvöldl
meft tveimur mörkum gegn einu.
Colin Clarke og Jimmy Quinn
gerðu mörfc franna f öruggum
sigri. Marokku leikur æm kunn-
ugt er meö Englendingum f riftli
f Mexfkó.
Belgía
— Búlgaría
2:0
BELGÍA vann öruggan sigur á
Búlgaríu á Haysel-leikvanginum f
Brussel í gærkvöldi meö tveimur
mörkum gegn engu.
Filip Desmet skoraði fyrra mark-
ið með góðu skoti úr þröngu færi
undir lok fyrri hálfleiks og Vanden-
bergh hið síðara eftir leikhlé. Bæði
liðin leika i Mexíkó eftir mánuð og
var að sögn fréttaskeyta mikill
getumunur á þeim — Belgarnir
voru áberandi betri á öllum sviðum
knattspyrnunnar.
írland —
Uruguay
1:1
ÍRLAND og Uruguay gerftu jafn-
tefli 1:1 f landsleik f Dublin f
gærkvöldi.
Ruben Paz náði forystu fyrir
Uruguay eftir 22 mín. en Gerry
Daly jafnaði úr vítaspyrnu 17 mín-
útum síðar. írar tefldu fram hálf-
gerðu b-liði í leiknum en áttu þá
allskostar við suður-ameríska liðið.
Landslið írlands leikur tvo lands-
leiki hérlendis í lok næsta mánað-
ar.
Rúmenía
— Sovét
2:1
SOVÉTMENN töpuftu öðrum leik
sínum f röft þegar Rúmenar sigr-
uftu þá 2:1 f Rúmenfu. Engir leik-
menn frá Steaua Bukarest voru
f llfti Rúmenfu, vegna undlrbún-
ings fyrir úrslitaleik Evrópu-
keppninnar, og þaft gerir sigur
þeirra enn athygliverftari.
Hagi skorafti fyrsta markift úr
aukaspymu, Rodionov jafnaði
fyrir Sovótmenn, en Camatru
gerfti út um leikinn þegar tfu mfn-
útur voru til leiksloka.
Um 150 skráðir/
Víðavangshlaup ÍR
ALLT ÚTLIT er fyrir metþátttöku í 71. víftavangs-
hlaupi ÍR, sem haldið verftur f dag. Hlaupift hefur
aldrei fallið niftur frá árinu 1916 er þvf var hleypt
af stokkunum og aðeins tvisvar verift fœrt af
sumardeginum fyrsta, sem var vegna vefturs.
( gær höfðu rúmlega 140 manns tilkynnt þátttöku
og búist er við að fleiri bætist í hópinn í dag, því
tekið verður á móti þátttökutilkynningum i porti
Miðbæjarbarnaskólans milli kl. 13 og 13.30 í dag.
Flestir hafa keppendur verið 94, en það var í fyrra.
Hlaupið hefst í Hljómskálagarðinum kl. 14 og lýkur
í Tjarnargötu stuttu seinna, er keppendur hafa lokið
4 km hlaupi, sem liggur m.a. út í Vatnsmýri.
Skokkarar mæta í auknum mæli í þetta sögufræga
hlaup og munu t.d. 22 starfsmenn löntæknistofnunar
hlaupa galvaskir. Um 15 starfsmenn sjónvarpsins
ætla einnig aö hlaupa, sömuleiðis tugur lögreglu-
manna og hópurtrimmara af Keflavíkurflugvelli.
Auk þessa verða allir beztu millilengda- og lang-
hlauparar landsins með í hlaupinu og gæti orðið
hörkukeppni um sigur í hlaupinu, sem er mjög eftir-
sóttur í hugum keppnishlaupara. Undanfarin tvö ár
hefur Sigurður Pétur Sigmundssonm, FH, sigrað í
hlaupinu og enda þótt ekki sé hægt að bóka neinum
sigur fyrirfram, þar sem margir hlauparar eru nokkuð
jafnir að getu, er hann sigurstranglegur í dag.
®*0u«W'
i hlaupinu er keppt um níu veglega bikara, sem
allir eru gefnir af Morgunblaöinu, utan einn, sem
Július Hafstein, formaður Iþróttabandalags Reykja-
víkur, gaf. Einnig fá fyrstu þrír menn í mörgum
keppnisflokkum verðlaunapeninga.
• Við upphaf Víðavangshlaups ÍR f fyrra. Þá luku
94 keppendur hlaupi, sem var met. í gœr höfðu
nær 150 skráft sig til þátttöku aft þessu sinni og
allt útlit fyrir aö keppendur verfti f fyrsta sinn yfir
hundrað.
MorgunbMið/AP
Glen Hoddle fagnar eftir að hafa skorað annaft mark Englendinga
í gærkvöldi.
VERSLUN
FYRIR DÖMUR
Um leið og við bjóðum gleðilegt sumar
tökum við uppgott úrval af sumarfatnaði frá