Morgunblaðið - 14.05.1986, Síða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ1913
104. tbl. 72. árg.___________________________________MIÐ VIKUD AGU R14. MAI1986_____________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Italir vísa líbýskum sendiráðsmanni úr landi:
Hegðun mannsins í
ósamræmi við starf
Verdens Gang/Símamynd
Arne Treholt ræðir við veijendur sina Arne Haugestad (t.v.) og Alf Nordhus eftir að hann dró til baka
áfrýjun á máli sínu til hæstaréttar.
Treholt dregur áfrýjun sína til baka:
Dómsvaldið sakað
um fordóma í bréfi
Osló. Frá Jan Grik Laure, fréttaritara
ARNE Treholt dró I gær tíl baka
áfrýjun á máli sínu til hæstarétt-
ar og er þvi allt útlit fyrir að
máli hans sé lokið. Treholt gerði
þetta I bréfi þrungnu tUfínning-
um þar sem Hann sakaði norska
fjölmiðla, stjómvöld og dóms-
valdið um að hafa dæmt sig
fyrirfram.
Lasse Qvigstad ríkissaksóknari
varð við beiðni Treholts og er því
lokið vitnaleiðslum, sem hófust í
máli Treholts fyrir tveimur vikum.
Treholt, fyrrum blaðafulltrúi
norska utanríkisráðuneytisins, var
dæmdur f tuttugu ára fangeisi og
til að greiða eina milljón n.kr. í
undirrétti fyrir að afhenda útsend-
urum Sovétmanna og Iraka hemað-
arleyndarmál, sem vörðuðu bæði
Atlantshafsbandalagið og Noreg.
Treholt sagði í áðumefndu bréfi
að allt frá því hann var handtekinn
1984 hefði hann fundið fyrir því
hvílíkan metnað yfirvöld hefðu lagt
í mál hans.
„Meðferð málsins fyrir undirrétti
staðfesti þetta og sú tilfinning
styrktist að fordómar saksóknara,
stjómvalda og fjölmiðla hefðu fylgt
mér inn í réttarsalina," skrifaði
Treholt.
Ame Haugestad, annar veijenda
Treholts, las bréfið upp í hæstarétti.
Treholt fékk mál sitt tekið upp
fyrir hæstarétti eftir margra mán-
aða undirbúning og langa baráttu.
Áður en mál hans yrði tekið fyrir
vildi Treholt að hæstiréttur tæki
afstöðu til tveggja atriða. í fyrsta
lagi að hæstiréttur ákvæði hvort
Treholt gæti tekið mál sitt aftur
upp fyrir lögmannarétti. í öðm lagi
hvort tveir sérfræðingar, sem bám
vitni fyrir lögmannarétti, Thore
Boye sendiherra og Bjöm Eggi
herforingi, skyldu dæmdir óhæfir
til að bera vitni þar sem þær bæm
kala í garð Treholts. Treholt tapaði
báðum þessum atriðum.
Þegar dómurinn gengur eftir á
Morgunblaðsins.
Treholt þess kost að fara fram á
að málið verði tekið fyrir á ný í
lögmannarétti. En Treholt ætlar
ekki að notfæra sér þennan mögu-
leika strax. Hann segir að réttar-
samfélagið og norskt samfélag sé
honum enn of fjandsamlegt.
Hæstiréttur kveður úr um það (
dag hvort Treholt eigi að greiða
kostnað af undirbúningi undir
rekstur málsins fyrir hæstarétti og
málarekstri undanfamar tvær vik-
ur. Sá kostnaður er talinn nema
um 200.000 n.kr.
Róm. AP.
ITÖLSK yflrvöld ákváðu £
gær að reka líbýskan sendi-
ráðsmann, Mustafa Mo-
hamed Alarkresh að nafni,
úr landi vegna þess að at-
hafnir hans væru ekki £
samræmi við starf bans.
Alarkresh er ellefti líbýski
sendiráðsmaðurinn, sem ítalir
reka úr landi eftir að aðildarríki
Evrópubandalagsins ákváðu að
grípa til aðgerða gegn Líbýu með
því að fækka í starfsliði við sendi-
ráð þeirra.
Líbýumenn ráku á mánudag
36 stjómarerindreka og starfslið
úr sendiráðum sjö aðildarríkja
Evrópubandalagsins úr landi. Þ.
á m. vora 25 ítalir.
Starfsmenn ítalska utanríkis-
ráðuneytisins sögðu að ekkert
samband væri á milli aðgerðar
Líbýumanna á mánudag og brott-
rekstrar Alarkresh. I ítölsku
dagblaði stóð að hann hefði orðið
uppvís að gransamlegu athæfí
nærri eldflaugastöð Atlantshafs-
bandalagsins á Sikiley.
Moammar Khadafy, Líbýuleið-
togi, sagði í ræðu, sem birt var
í gær, að Líbýumenn væra þess
umkomnir að gera harða hríð að
ítölum og í síðustu viku hótaði
Khadafy að gera árás á ítölsku
eyna Lampedusa ef strandgæslu-
stöð Bandaríkjamanna yrði ekki
fluttþaðan.
Bettino Craxi, forsætisráð-
herra Ítalíu, hefúr sagt að Líbýu-
mönnum verði svarað í sömu
mynt, ef þeir reyni að gera árás.
Eþíópía:
Hald lagt
á farm frá
Band Aid
London. AP.
BAND Aid-hjálparsamtökin
kröfðust þess í gær að stjórn
Eþíópíu skilaði 51 tonni af lyfjum
og öðrum hjálpargögnum, sem
hún gerði upptæk, og sögðust
ætla að bíða með að láta 900.000
dali, sem renna áttu til aðstoðar
nauðstaddra, af hendi rakna þar
til svo hefði verið gert.
Bemard Doherty, talsmaður
Band Aid, sagði, að í farminum
hefðu verið teppi, lyf og læknistæki,
sem fara áttu til sveltandi og deyj-
andi fólks í Erítreu. Þar beijast
uppreisnarmenn fyrir sjálfstæði
gegn marxistastjóminni í Addis
Abbaba.
Farmurinn var gerður upptækur
með vopnavaldi í hafnarborginni
Asab.
Með naumindum tókst að afstýra harmleik í Chemobyl:
Lítil sem engin geisla-
virkni frá orkuverinu
Mosk vu/ Róm/Stokkhólmi. AP.
VESTRÆNIR sendierindrekar greindu frá því í gær að sovésk yfir-
völd hefðu sagt þeim að lítil sem engin geislavirkni væri nú úr
kjarnorkuverinu í Chemobyl, en nýjar fregnir hafa leitt í ljós að
með naumindum hafí tekist að koma í veg fyrir stórslys í verinu í
síðustu viku.
Tilkynnt var í fréttatímanum
Vremya í sovéska sjónvarpinu að
Mikhail Gorbachev myndi í kvöld
ávarpa þjóðina. Leiðtogi Sovétrikj-
anna hefúr ekkert sagt opinberlega
um slysið 26. apríl.
í opinberri tilkynningu, sem gefin
var út á mánudag, sagði, að sex
manns hefðu látist og 35 væru
alvarlega sjúkir. Ekki var ljóst hvort
þessir sex vora til viðbótar tveimur
fómarlömbum slyssins, sem Sovét-
menn greindu frá í upphafi. Ivan
Yemelyanov, varastjómandi fyrir-
tækis, sem teiknaði kjamaofnana í
Chemobyl, sagði, að alls væru fóm-
ariömb slyssins nú orðin sex.
í Prövdu, málgagni sovéska
Kommúnistafiokksins, birtist viðtal
við virtan eðlisfræðing, Yevgeny
Velikhov að nafni. Hann sagði að
neyðarástand hefði skollið á um tfu
dögum eftir slysið. Vísindamenn
óttuðust að Iqamaofninn myndi
brenna sér leið gegnum efstu jarð-
lög og niður í vatnsból er björgunar-
menn reyndu að slökkva eldinn með
þvi að hlaða sandi, blýi og öðrum
eftiurn ofan á oftiinn.
„Tækist okkur að halda ofninum
ofan jarðar eða myndi hann falla
niður úr jarðskorpunni? Aldrei hefúr
nokkur maður á jarðríki staðið
frammi fyrir svo erfiðum aðstæðum
og hver mistök hefðu haft harmleik
í för með sér,“ sagði Velikhov.
Sagði hann að verkamenn hefðu
bægt hættunni frá með því að bora
göt á oftiinn til að hleypa út hita.
Vinstrimenn og umhverfísvemd-
arsinnar á Ítalíu eru nú mjög áfram
um þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort loka skuli þremur kjarnorku-
verum, sem nú eru í gangi á Ítalíu.
Birgitta Dahl, orkumálaráðherra
Svíþjóðar, segir, að verið geti að
sænska stjómin loki kjamorkuver-
um í Svíþjóð fyrir 2010.
AP/Símamynd
Bandarískir ferðamenn á kvikmyndahátíðinni í Cannes i Frakklandi
fóru fram á það á veitingastað að mælt yrði hvort maturinn væri
geislavirkur. Hér sést hvar mælt er hvort salat sé geislavirkt. Þetta
atvik hefur mjög verið haft i flimtingum á frönsku ríveríunni.