Morgunblaðið - 14.05.1986, Side 18

Morgunblaðið - 14.05.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 Séð yfir byggingarsvæðið. Myndin var tekin af þaki Húss verslunarinnar. Morgunblaðia/Bjami Áttatíu búðir og bfla- stæði á þremur hæðum 28.300 m2 verslunarmiðstöð þýtur upp í Nýja miðbænum Frá vinstri: Magnús Bjarnason byggingarstjóri Hagkaups, Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri bygg- ingarinnar fyrir Hagkaup, Kristján Stefánsson verkefnisstjóri fyrir Byggðaverk og Guðjón Davíðsson yfirverk- stjóri á staðnum. Borgarleikhúsið nýja er lengst til vinstri á myndinni. Það þarf einn og einn fermetra af þakstáli á húsið. Þegar ekið er austur eftir Miklubraut milli Kringlumýrar- brautar og Háaleitisbrautar blas- ir við á hægri hönd í nýja mið- bænum, rétt austan Húss versl- unarinnar, mikil og sérlega löng bygging, sem hefur risið með undraverðum hraða siðan i júni á síðastliðnu ári. Hér er að risa stærsta verslunarmiðstöð lands- ins undir einu þaki; stórhýsi, sem á að hýsa upp undir 80 verslanir auk þjónustufyrirtækja og þriggja veitingastaða; stórhýsi, sem að sögn verktaka er er eitt hið stærsta hérlendis, aðeins kerskálarnir i álverinu munu vera stærri; stórhýsi, sem mun kosta um 1,2 milljarða fullbyggt, eða jafnt og 400—500 miðlungs- blokkaribúðir. Það væri ekki úr vegi, að fræðast örlitið nánar um svo viðamikið verk. Verktaki við verslunarmiðstöðina er Byggðaverk hf. í Hafnarfirði. Fyrirtækið er ekki gamalt — var stofnað árið 1980 — en byggir þó á gömlum grunni, þar sem það var stofnað upp úr byggingarfyrirtæk- inu Sigurður og Július hf. sem hafði starfað frá 1968 og hafði töluverða reynslu í byggingu stórra húsa, svo sem skóla og verslunarhúsa. Byggðaverk hefur m.a. reist mjólk- urstöðina á Bitruhálsi og mun skila henni af sér nú í maí, fyrirtækið mun einnig afhenda Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur 60 íbúða blokk í byijun maí og hefur bygging hennar tekið 1 V2 ár. Þá má nefna, að Byggðaverk hefur unnið við byggingu B-álmu Borgarspítalans og stórmarkaðs SÍS (Miklagarðs) við Sundin. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins er það meðal allra umsvifamestu verktaka í bygging- ariðnaði hérlendis. Forstjóri Byggðaverks er Sigurður Sigur- jónsson og tæknilegur fram- kvæmdastjóri er Kristján Stefáns- son. Ensk hönnun löguð að aðstæðum Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar framkvæmdastjóra byggingarframkvæmdanna fyrir Hagkaup, sem hefur forgöngu um bygginguna, vár fyrst leitað til enskra arkitekta, sem hafa sérhæft sig í hönnun verslunarmiðstöðva. Síðan voru hugmyndir þeirra lagað- ar að aðstæðum hérlendis. Ragnar Atli sagði, að gerð hafi verið ná- kvæm úttekt á fjölda, tegund og eðli verslana í miðborginni og höfð hliðsjón af því, þegar ákveðið var, hverskonar verslanir ættu að vera í nýju miðstöðinni. Arkitekt byggingarinnar er Hrafnkell Thorlacius. Verkfræði- þjónustu annast Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., eftirlit er á vegum Fjarhitunar og byggingar- stjóm fyrir Hagkaup annast Verk- fræðiþjónusta Magnúsar Bjama- sonar. Verslunarmiðstöðin var boðin út í apríl 1985 og fól verkefnið í sér að reisa húsið og fullgera það utan. Byggðaverk átti lægsta tilboðið af fjórum og var það sama og kostnað- aráætlun hönnuða. Síðan hefur verið gerður viðbótarsamningur milli Hagkaups og Byggðaverks um að Byggðaverk sjái um múrverk og tréverk innanhúss. Húsið er alls um 28.300 m 2 og 154.000 m 3. Heildarlengd þess er um 230 m. Lesendum til glöggvun- ar skal þess getið, að það er svipað- ur vegur og frá Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti og út að Lækjartorgi. Á undan áætlun Byggðaverk hóf framkvæmdir við verslunarmiðstöðina f júní 1985, en sumarið áður hafði ístak hf. grafið fyrir hluta hússins og skipt um jarðveg í bílastæðum og Suður- verk hf. gróf endanlega fyrir húsinu vorið 1985. Þriðjungur hússins, um 55.000 m 3 , varð fokheldur um miðjan desember sl. og hefur verkinu miðað vel, verið að jafnaði hálfum mánuði á undan áætlun allan framkvæmda- tímann. Áætlað er, að allt húsið verði fokhelt í júlí nk., ári eftir að Byggðaverk hóf framkvæmdimar. Húsið á að verða fullfrágengið utan 1. nóvember í ár og verslunareig- endur fá húshluta sinn afhentan í mars á næsta ári. Verslunarmið- stöðin verður síðan opnuð með við- höfn 13. ágúst næsta sumar. Nú vinna um 80 manns við bygging- una, en gert er ráð fyrir að þeir verði um 130 þegar flest verður í sumar. Yfirverkstjóri á staðnum er Guðjón Davíðsson byggingarmeist- ari. Eins konar Lego-bygging En hvemig er hægt að vinna svo mikið verk á jafnskömmum tíma? „Forsendan fyrir því, hve verkið vinnst hratt, er að mikið em notaðar forsteyptar og forsmíðaðar eining- ar,“ segir Kristján Stefánsson, sem er verkefnisstjóri Byggðaverks við bygginguna. „Með því er allur uppsláttur í lágmarki og við það sparast mikill tími. Svo hefur sam- starf verktaka og verkkaupanda verið með miklum ágætum, annars hefði verkið ekki gengið svona vel.“ Stigahús og burðarveggir em steypt á staðnum en að öðm leyti em húshlutar að mestu forsteyptir og forsmíðaðir, bæði heima og er- lendis, og síðan er þeim raðað saman. Minnir einna helst á Lego- kubba. Burðarsúlur em forsteyptar á staðnum en burðarveggi _ hefur Byggðaverk steypt uppi á Ártúns- höfða. Burðarbitar em forsteyptir og forspenntir hjá Páli Friðrikssyni í Kópavogi, loftaplötur koma frá Danmörku, einingar til klæðningar utanhúss em steyptar hjá Loftorku í Borgamesi og límtré í þök kemur frá Límtré hf. á Flúðum. Forsmíð- aðar þakeiningar em frá Noregi og stálklæðning á þökin kemur frá Garðastáli. Trésmiðja Byggðaverks og Gluggasmiðjan smíða gluggana en gler er frá Samverki á Hellu. Byggingin verður einangmð að utan með steinull frá Steinullar- verksmiðjunni á Sauðárkróki. „Skipulag framkvæmda þarf að vera óaðfinnanlegt til þess að samhæfa alla þá aðila, sem vinna einingar í húsið. Og það er eins gott, að hlutamir falli hver að öðr- um, þegar þeir koma úr svona mörgum og dreifðum stöðum," sagði Kristján. Til þess að koma öllum þessum mörgu og miklu ein- ingum á sinn stað, em að jafnaði notaðir fimm eða sex kranar og er einn þeirra með öflugri tækjum sinnar tegundar hérlendis — getur lyft allt að 40 tonnum. Daginn sem Morgunblaðið var að kynna sér framkvæmdimar var verið að leggja forsteyptar lofteiningar á milli burðarbita og varð þá vel ljós sá tímaspamaður sem verður, mið- að við að þurft hefði að slá undir allt loftið. Gekk verkið bæði fljótt og vel. Steypubílar frá BM Vallá vom að koma og fara, því að steypa er lögð ofan á lofteiningamar. „Þei.ta er hluti af stífingu hússins gegn jarðskjálftum," sagði Kristján. Það á greinilega ekki að hrynja þó eitt- hvað skjálfi jörðin. Nafnið ræður hæð turnsins Sérstaka athygli vakti eins konar tum á norðurenda hússins og virtist ekki vera kominn í fulla hæð. „Já, það á sér skýringu," sagði Ragnar Atli Guðmundsson. „Það er nefni- lega ekki hægt að ákvarða hæðina endanlega fyrr en húsið hefur feng- ið nafn. Þó að Hagkaup standi fyrir byggingaframkvæmdunum hefur húsið ranglega verið kallað Hag- kaupshúsið en Hagkaup er ekki nema eitt fyrirtæki af mörgum tugum sem hér verða til húsa. Á tuminum á að standa framtíðamafn hússins og upp á hæðina skiptir miklu máli hvort það heitir t.d. Borg eða Pálmalundur. “ Matvara á 3.900 m2 Verslanimar f húsinu verða 76 auk tveggja verslana Hagkaups í norðurenda hússins og verða þær langstærstar, 3.900 m 2 matvöm- verslun á fyrstu hæð og 3.700 m 2 verslunarrými á annarri hæð fyrir fatnað og fleira. Þess má geta, að 32 afgreiðslukassar verða fyrir matvömna eina, en í húsnæði Hagkaups í Skeifunni em 22 kassar fyrir alla starfsemina. Á þriðju hæð í norðurenda verða svo skrifstofur og ýmiss konar þjónustufyrirtæki sem nú á að fara að selja út, svo sem ferðaskrifstofa, fasteignasala, ljósmyndastofa og tannlæknastofur svo eitthvað sé nefnt. Að norðurendanum undanskild- um verðúr húsið á tveim hæðum. Eftir því, úr suðurenda að Hag- kaupshlutanum, liggja göngugötur á hvorri hæð og er hvor gata um 150 m á lengd og 9 m breið þar sem hún er mjóst. Þess má geta, að Laugavegurinn er sums staðar 12 m breiður og þarf að anna bæði bílum og fótgangandi. Búðar- gluggamir em svo á milli súlna báðum megin göngugatnanna. Alls verða 76 búðir við götumar og eins og að líkum lætur, verður hægt að kaupa þama flest það sem menn geta látið sér detta í hug. Þegar er búið að selja um 80% verslunarrýmisins og er það sam- kvæmt áætlun. Gosbrunnur og garða- gróður Í húsinu verða fjögur torg, hið stærsta 800 m 2. Þar verður gos- brannur og tjöm og gróður verður á torgunum og meðfram götunum. T.d. verða keypt 4—5 m há tré frá HoIIandi. í 20 m hæð yfir stóra torginu, á þaki hússins, verður glerhvelfing. Húsið opnast svo til suðurs, beint út á torg eitt mikið, sem liggur á milli verslunarmið- stöðvarinnar og Borgarleikhússins nýja. Til þess að greiða fyrir umferð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.