Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 Blaðflettari og ýmislegt fleira Aheiðum uppi má stundum sjá blóm á stangli. Þau vaxa upp við sérstaklega erfíðar að- stæður en blómstra samt fallega og gleðja vegfarandann. Þessi mynd kom upp í huga minn þegar ég hitti að máii unga, hreyfíhamlaða Breiðholtsstúlku, Margréti Eddu Stefánsdóttur. Hvað ertu gömul, Margrét Edda? — Eg er tíu ára. í hvað skóla ertu? — Tíu ára bekk í Hlíðaskóla. Það er langt að fara úr Breið- holtinu í Hlíðaskóla. Hvernig ferðu á milli? — Ég er sótt og keyrð á milli í sérstökum bíl. Ertu lengi í skólanum á hveij- um degi? — Eg byija klukkan níu á morgnana og er búin klukkan þijú á daginn. Hvað laerirðu í skólanum? — Það er margt. Við lesum, reiknum, smíðum og allt eins og venjulega er gert í skólum. I Hlíðaskóla fæ ég líka iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og talþjálfun. Svo fer ég í sund þrisvar í viku. Einu sinni í skólanum og tvisvar í viku í Sjálfsbjargarlaugina og þá fer mamma með mér. Hefurðu einhver sérstök hjálp- artæki í skólanum? — Já, núna hef ég rafmagns- hjólastólinn minn með mér í skól- ann og það er gott. Nú get ég farið út í frímínútur og verið með í röðinni og farið út í bakarí með hinum krökkunum. Þegar ég les nota ég blaðaflettara. Til að skrifa nota ég ritvél með sérstakri gata- plötu ofan á. Þá plötu nota ég líka þegar ég vinn við tölvuna. Setur kennarinn þá verkefnin þín í tölvuna og þú leysir þau þar? — Já, og ég get líka teiknað með tölvunni. Finnst þér gaman í skólanum? — Já, mjöggaman. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir heima? Skrifað á ritvél. Takið eftir gataplötunni sem sett er ofan á lyklaborðið á ritvélinni. — Að passa Dag. Hver er Dagur? — Hann er frændi minn. Hvað er hann gamall? — Hann er tveggja ára. Ég passa hann stundum. Ferðu með hann út að leika? — Já, ég fer með hann út á gæsluvöll. Hvemig ferðu með hann? — Ég læt hann standa aftan á hjólastólnum mínum og keyri með hann. En þarftu þá ekki að fara yfír götur? — Jú, en ég horfí til beggja Á síðustu barnasíðu var eld- spýtnaþraut. Hérna fáið þið lausnina á henni. Voruð þið ekki ÖU búin að leysa þrautina? I lofti fljúga ... ÆT Ibyrjun sumars eru það ekki bara hjólin sem dregin eru upp úr kjöllurum og út úr geymslum. Hópar fugla koma til landsins. í frétt- um er gjaman sagt frá því að nú sé lóan komin eða að krían hafí nú sést í fyrsta sinn á þessu sumri. Eftir að fuglamir eru komnir til landsins hefst mikill annatími hjá þeim við hreiðurgerð. Það fer líka tími í það hjá þeim að Iiggja á eggjunum og biða þess að ungamir skríði úr þeim. Finnst ykkur ekki gam- an að fara niður að Tjöm og sjá þegar allt er fullt af ungum? Þar sem við erum farin að tala um fugla er ekki úr vegi að kanna hvað þú kannt af fuglanöfnum. Hér er stafaþraut. í þrautinni eru falin átta fuglanöfíi. Finndu nöftiin og settu hring utan um þau. Nöfn- unum er raðað á alla vegu, ... , .. ... , , . 6 ’ Finndu átta fuglanofn. Þau eru falin bemt og á ská, upp og f stafaþrautinni. Þeim er raðaö á aila mður- vegu. B t ö d h \j R L P U V 'o F N n '0 L U N D X L 1 \j P ti b N 6 E B D S (fr 5 R 3 r n N O £ U B K\ F D (S A T I A. D 5 T D K s T H 3 L 0 A? P D <7 3 T A n F T 6 E F t> »• o u T ’A 3 T L V h T p N R 5 R 1 I E o L u u E> F N D W T L P Gr h K fJ P 3 A K b \J ö U L\ R M ’l P V 3 L Þ E F '6 1 R F É Cx N Ú L FL 'LL T K 2 ÍL L J S T N R I hliða og athuga hvort það eru bílar þar. Nú er komið sumar. Hvað gerir þú á sumrin þegar enginn skóli er? — í fyrra fór ég í Reykjadal og var þar í meira en mánuð. Ég fór út á bát og það var gaman. Ég hef líka farið til Danmerkur. Hjálparðu eitthvað meira til heima en að passa Dag? — Ég æfí mig að þvo upp og get svo kannski hjáipað til við það. Hlustarðu mikið á útvarp eða horfírðu á sjónvarp? — Mér fínnst gaman að léttum lögum í útvarpinu. Ég horfi líka á sjónvarpið. Mest er gaman að bamaefninu. Svo les ég bækur. Ég þakka Margréti Eddu fyrir spjallið. Það var gaman að kynn- ast henni og sjá hversu dugleg hún er og áhugasöm um marga hluti. Margrét Edda við blaðflettarann sem hún notar þegar hún les bœkur. Myndagátan 3 Síðasta myndagátan var af blýanti. Rétt svar hafði m.a. Harpa Rún Gunnarsdóttir á Eskifirði. Ég þakka ykkur fyrir að senda svör við myndagátunni. Færri sendu svör við þessari myndagátu en hinni fyrstu. Var þetta of erfitt? Nú fáum við nýja mynd. Nú er bara að reyna sig við þetta. Ef þú hefur svar þá sendu það. Heimilisfangið er: Barnasíða Morgunblaðsins Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Gaman væri að heyra frá ykkur um hvað þið viljið fá á þessa síðu. Það er alltaf gaman að fá bréf. Slysalaust sumar Þegar ég bjó í Kaupmanna- höfn fyrir rúmlega þrettán árum tók ég upp á því að hjóla og keypti á uppboði hjá lögregl- unní þar í landi þann farkost sem ég nota enn þann dag f dag. Þá var hjólið auðsjáanlega búið að vera í notkun í langan tíma og mig minnir að ég hafi fengið það fyrir tíu krónur danskar, segir Margrét Lísa Steingrímsdóttir sem hjólar daglega til og frá vinnu og í þær útréttjngar sem hún þarf að annast. Ég var um tíma búsett í Hollandi og þar hjól- ar fólk mikið enda flatlendið alls- ráðandi. Eftirað heim kom hef ég haldið uppteknum hætti, en tek mér frí á veturna þegar vindur, myrkur og slabb ná yfirhöndinni. Fyrst var ég að þrjóskast við að hætta þegar dimmdi og hvessti en þegar ég var keyrö niður síð- astliðið haust var ákveðið aö leggja hjólinu fram á vor. Fyrir utan þetta tilvik hef ég annars verið mjög heppin í umferðinni, en get ekki að því gert að vera uggandi um son minn sem er tíu ára og má samkvæmt lögum fara hjólandi út á götur borgarinnar. Það er því miður ekki tekið nógu mikið tiliit til hjólareiða- manna hér á landi og þó svo að úrbætur hafi verið gerðar og nú megi hjóla á gangstígum er það ekki alltaf hægt. Stundum finnst mér það svo augljóst að þeir hjóli lítið sem sjá um gatnagerðar- framkvæmdir því til dæmis þegar bætt er ofan á götur borgarinnar er ekki malbikað út í kantana. Hemill Hnakkur Lás Viðvörunarstöng Handhemill Bjalla Stýri Glitauga Framöxull Keðja Grind Framlukt Keðjuhlíf Fótstig Gaffall Endurskinsmerki Ró Á myndinni af hjólinu eru merkt heiti nokkurra hluta þess. Þetta þýðir að þegar vikið er út í kant fyrir bifreið er hæðarmun- urinn orðinn það mikill að hætta er á að „pedallinn" festist og viðkomandi detti í götuna. Það er ýmislegt sem hjólreiðamaður- inn verður að vera á verði gagn- vart, bílhurðum er hrundið upp á ólíklegustu tímum, bílstjórar bakka bílum sínum út án þess að gæta nógu vel aö sér, og svo mætti lengitelja. Þegar Margrét er í lokin spurð hvort það sé ekkert á dagskránni í náinni framtíð að verða sér úti um bíl segir hún þá hugsun vera víðsfjarri sér og sínum. Fyrir það fyrsta hef ég ekki efni á því í bili og svo hjóla bæði eiginmaður minn og sonur mikið og hafa gaman af. Auk þess kostar það lítið meira en líkamsorkuna að reka reiöhjól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.