Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986
STÚDENTA-
STJARNAN
14karata
gull
hálsmen
eða
prjónn
Jón Sigmundsson,
skartgripaverslun hf., Laugavegi 5, sími 13383.
Valhúsgögn
Ný sending af Barrock sófasettum og
leðursófasettum.
KrabbameinsfélagiÖ
NÁMSKEIÐ í
REYKBINDINDI
Vegna mikillar eftirspurnar hefur Krabbameins-
félagiö ákveðið að efna til sumarnámskeiðs í
reykbindindi. Námskeiðið hefst með undirbún-
ingsfundi 9. júni. Hópurinn hættir að reykja 23.
júni. Uppbygging námskeiðsins verður sem hér
segir:
• Myndun reyklausra svæða.
• Atferlisgreining.
• Fræðslufyrirlestrar.
• F ræðslumyndir og gamanmyndir um reykingar.
• Persónuleikakönnun.
• Ráð til að hamla gegn offitu.
• Ráðtilaðdragaúrlöngunum.
• Gestafyrirlestraro.fi.
Verð kr. 1.200 fyrir einstakling en kr. 1.800 fyr-
ir hjón.
Upplýsingar og skráning í síma 621414 á skrif-
stofutíma.
Svartur leðurjakki fyrir karlmenn.
Kvenjakki úr bláu leðri. Morgunbiaðið/Bjami
Sambandið kynnir
nýjan leðurfatnað
SKINNASAUMASTOFA iðnað-
ardeildar Sambandsins hefur
hafið kynningu á skinn- og
mokkafatnaði innanlands. Að-
eins 10—15% þeirrar framleiðslu
hafa selst hérlendis að staðaldri
en megnið hefur verið flutt út
og stendur til að sækja á innan-
landsmarkað. Mikil áhersla hef-
ur verið lögð á vöruþróun undan-
farna mánuði og ár. Fyrir
skömmu hélt iðnaðardeildin
tískusýningu á Skálafelli Hótels
Esju fyrir kaupmenn og fjöl-
miðla og voru sýndar þar helstu
nýjungar deildarinnar í fata-
saumi úr skinnum.
Það nýjasta í framleiðslunni er
fataleður og úr því eru saumaðir
jakkar, vesti, pils og buxur. í þenn-
an fatnað er notað íslenskt lambs-
skinn og að sögn forráðamanna
skinnaiðnaðar á staðnum stenst
leðrið fyllilega samanburð við inn-
flutt kálfsleður, bæði hvað varðar
styrkleika og mýkt. Leðrið fæst í
ýmsum litum og enn er verið gera
tilraunir með liti.
Önnur nýjung er svokallaður
nappapels og svipar til mokka-
skinns að öðru leyti en því, að leður-
hlið skinnsins er ekki með rú-
skinnsáferð, heldur leðuráferð.
Þá má nefna svokallað j'ungle-
skinn", frumskógamunstur, með
ójafnri áferð og hefur notið vin-
sælda í Bandaríkjunum.
Svo eru það mokkaskinnin, sem
lengst af hafa verið aðalframleiðsla
skinnaiðnaðar Sambandsins. Mörg
ný snið koma nú fram á mokkafatn-
aði. Islenskt sauðskinn er notað í
alla framleiðsluna.
Hönnuii fat-'nna er að mesti: í
höndum umboðsaðila f Noregi og
Svfþjóð.
Kaupmaður í hópi sýningargesta
sagði, að verð leðurfatnaðarins
væri lágt og stæðist jafnvel saman-
burð við verð leðurklæða frá Afgan-
istan og Tyrklandi, sem teldist afar
hagstætt.
Hjá skinnaiðnaðardeildinni eru
nú sútuð 70% þeirra skinna sem
fullunnin eru hérlendis. Skinna-
saumastofan framleiddi árið 1983
rúmlega 6.000 flíkur en á þessu
ári er ætlunin að sauma upp undir
11.000 flíkur.
Aðalfundur Sambands íslenskra kaupskipaútgerða:
Farmgjöld hafa ekki
hækkað frá júní 1985
— Verkfallsaðgerðir stefna atvinnu í hættu, segir í ályktun
AÐALFUNDUR Sambands íslenskra kaupskipaútgerða var haldinn
á miðvikudag og í ályktun fundarins segir að verkfallsaðgerðir á
kaupskipum stefni atvinnu þeirra er vinna við sjóflutninga I hættu.
Þá lýsir fundurinn furðu á „órökstuddum staðhæfingum" um að
flutningagjöld skipafélaganna hafi hækkað að undanförnu.
Ályktunin fer hér á eftir í heild:
„Enn á ný hamla vinnudeilur
útgerð íslenskra kaupskipa. Þær
útflutningsvörur þjóðarbúsins, sem
fluttar hafa verið á erlenda markaði
af íslenskum skipafélögum, bíða nú
flutnings og mörkuðum erlendis er
teflt í tvísýnu.
Aðalfundur Sambands íslenskra
Kaupskipaútgerða lýsir áhyggjum
sínum vegna þessarar stöðu og
telur, að ef yfirstandandi vinnu-
stöðvun verði Iangvinn, auki það
enn hættuna á því, að stærri hluti
flutninga til landsins og frá flytjist
í hendur erlendra aðila. Verkfalls-
aðgerðir skipstjóra og undirmanna
á kaupskipum stefna því atvinnuör-
yggi þeirra fjölmörgu Islendinga
sem að sjóflutningum standa í mikla
tvísýnu.
Við ríkjandi aðstæður hafa skipa-
félögin talið sér skylt að framfylgja
þeirri launastefnu sem þjóðarsátt
hefurtekistum.
Aðalfundur Sambands íslenskra
Kaupskipaútgerða lýsir einnig yfir
undrun sinni á órökstuddum stað-
hæfíngum fjölmiðla og ýmissa
annarra aðila, að flutningsgjöld
hafi hækkað að undanfömu.
Skipafélögin hafa ætíð borið
hækkanir á flutningsgjöldum undir
verðlagsyfírvöld og hafa þau hækk-
aðfrájúní 1985.
Islensku kaupskipaútgerðimar
hafa á liðnum árum leitað allra leiða
til að auka hagkvæmni í flutningum
til landsins og frá. Dæmi eru um
verulegar lækkanir á flutnings-
gjöldum á ýmsum vömtegundum
og hagræðing í útgerð hefur skilað
sér til neytenda undanfarin ár með
lægri flutningskostnaði.
Islensk kaupskipaútgerð mun
áfram kappkosta að auka hag-
kvæmni í flutningum til landsins
og frá og leggja lóð sitt á vogar-
skál lægra verðlags og bættra
kjara.
Á það skal bent að afkoma
kaupskipaútgerða hér á landi hefur
verið slök undanfarin ár og með
hliðsjón af því eiga ásakanir um
há flutningsgjöld ekki við rök að
styðjast."