Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1986
39
25. landsþing JC-hreyfingar-
innar hefst í Reykjavík á morgun
Þátttakendur verða 3—400
25. landsþinp JC-hreyfingarinnar á íslandi verður haldið á Hótel
Sögn í Reykjavík 15.-19. mai nk. Það er JC Reykjavík sem stendur
fyrir þinghaldinu að þessu sinni.
Auk venjulegra þingstarfa, þar
sem stefna hreyfíngarinnar er
mörkuð og ný stjóm kjörin, eru á
dagsrkanni 8 námskeið þar sem hin
ýmsu verkefni eru tekin fyrir.
Leiðbeinendur leggja þar JC-fólki
lið og má þar nefna námskeið í
samskiptum við fjölmiðia, markaðs-
setningu, stofnun iðnfyrirtækis o.fl.
Þá fer fram á þinginu úrslitakeppni
í ræðumennsku en undankeppni
hefur staðið yfir frá því í haust.
Þar keppa til úrslita annars vegar
tveir einstaklingar í rökræðueinvígi
og hins vegar tvö lið skipuð 5
ræðumönnum sem keppa í mælsku-
og rökræðulist.
Kjörorð þingsins eru „íslenskan
iðnað í öndvegi", og munu dagskrár
þeim tengdar setja mjög svip sinn
á störf þingþáttakenda. Markmiðið
með þeim er að vekja athygli á
uppbyggingu nýrra atvinnutæki-
færa og búa JC-fólk undir verkefni
næsta starfsárs sem tengd verða
iðnaði.
Mikill fjöldi JC-fólks úr öllum
landshlutum hefur skráð sig til
þings og verða þátttakendur 3-400.
Þingið hefst með setningarathöfii í
Súlnasal Hótels Sögu fimmtudag-
inn 15. maí en lýkur með lokahófi
og verðlaunaafhendingu sunnudag-
inn 18. maí.
JC-hreyfingin á Islandi hefur nú
starfað í 25 ár og nú eru í henni
um 1.000 manns á aldrinum 18-40
ára.
Starfsemin fer fram í 25 félögum
vítt og breitt um landið en einu sinni
á ári kemur JC-fólk saman til lands-
þings sem segja má að sé uppskeru-
hátíð, skóli og skipulag framtíðar-
innar.
(Fréttatiikynning)
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Undraland í nýtt húsnæði
AUGLÝSINGASTOFAN Undraland er flutt í nýtt húsnæði við
Undraland í Mosfellssveit. Stofan hefur meðal annars sérhæft
sig í bflaskreytíngum og skiltagerð og á meðfylgjandi mynd
má sjá einn af eigendum, Ásgeir Ásgeirsson, vinna við slcreyt-
ingu á stórum flutningabfl.
Félagsfundur
í Geðhjálp
Félagsfund'.ir verður haldinn
fimmtudaginn 15. maí kl. 20 í fé-
lagsmiðstöð Geðhjálpar í Veltu-
sundi 3b, við Hallærísplan. Félags-
fundur er opinn félagsmönnum sem
og öðrum áhugamönnum. Almenn-
ar umræður verða um starfsemi
Geðhjálpar og kynntar verða leið-
beiningar þeim sem taka vakt í
opnu húsi. Breytingar á opna húss-
tímum í júní, júh' og ágúst verða
auglýstar á næstunni.
Flokkur mannsins:
Framboðslisti
á Hvammstanga
BÆJARRÁÐ Flokks mannsins á
Hvammstanga hefur ákveðið
framboð i Hvammstangahreppi í
bæjar- og sveitarstjómarkosn-
ingum 31. mai 1986.
Framboðsiistann skipa eftirtald-
in
1. ÁgústF. Sigurðsson,
línumaður
2. Laufey M. Jóhannesdóttir,
sjúkraliði
3. GústavJ. Daníelsson,
línumaður
4. AnnaM. Bragadóttir,
húsmóðir
5. Þuríður Þorleifsdóttir,
húsmóðir
6. Ingi R. Sigurðsson,
verkamaður
7. Linda Finnbogadóttir,
húsmóðir
8. ÞóraB. Guðjónsdóttir,
húsmóðir
9. Sóley Haraldsdóttir,
starfsstúlka
10. Laufey Sigurðardóttir,
verkamaður
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!
síminn er
oc
£
ÞRMRVIKUR
A FLORIDA
FYRfft29.750'.-
Nei, þettaerekkiprentvilla, ferðaskrifstofan Polarishefurnáð
einstökum samningum og gert þetta ótrúlega verð að veruleika.
Flogið verðurmeð Flugleiðum tilNew York, þaðan beintá Tampa
flugvöllinní grennd viðSt. Petersburg við Mexicoflóann.
Margirþekkja Sun Dial hótelið við St. Petersburgströndina, en þar
verðurgist í tvær eða þrjár vikur, allt eftiróskum og þörfum hvers
ogeins. Hóteleigandinn, Horst Teine, tekurá móti gestunum og
talar einstaka orð í íslensku við þá sem ekki eru sleipirí enskunni. Á
Sun Dial hótelinu erstjanað við gestina sem búa ígóðum íbúðum
meðöllu. íbúðirnareru með velútbúnu eldhúsi, sjónvarpi,
smekklegum húsgögnum og öllum þægindum. Og ekki má gleyma
sundlauginni íhótelgarðinum.
Eftirþriggja vikna ævintýralega dvölá Florida, t.d. með heimsókn í
Disney Worldog Epcot Center, er flogið heim og þeirsem þess
óska geta dvalið í New York fyrireða eftirdvölina í St. Petersburg,
ekk, lónaleg viðbót það.
Þetta erótrúlegt-ogódýrt. SamningarferðaskrifstofunnarPolaris
hafa gert sumarleyfisferðir til Florida samkeppnisfærar við ferðir til
miðjarðarhafslandanna.
Enþetta erbara brotafþvísem Polaris geturgertþegarBandaríkin
eru annars vegar.
Pantið fljótt, því verðið hækkar 15. júní. Allarupplýsingarum
ferðirnareru veittará ferðaskrifstofunni Polaris, Bankastræti 8, í
símum28622og 15340.
Þetta erótrúlegt-og ódýrt!
* Verð miðað við 4 í íbúð.
POLARIS
FLUGLEIÐIR