Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.05.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR14. MAÍ1986 tk r t Móðir okkar og amma, GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Strandaseli 5, Reykjavík, lést í öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B, 12. maí sl. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Holbergsson, Sigmar Holbergsson, Holberg Másson. Bróðirminn, t JÓN JÓHANNESSON, Dalbraut 9, Bfldudal, er látinn. Utför hans verður gerð frá Bíldudalskirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Aðalheiöur Jóhannesdóttir. t Konan mín, SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR, andaðist í Sólvangi í Hafnarfirði 27. apríl 1986. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim er sýndu mér samúö og stuðning við fráfall hennar. Sérstakar þakkir sendi ég forstjóra, stjórn og starfsfólki Sólvangs fyrir góða umönnun í veikindum hennar og umsjón við útförina. Bjarni Pálsson, Stórholti 43, Rvík. t Systir okkar, SIGRÍÐUR SVEINBJARNARDÓTTIR, Ystaskála,' Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Systkini hinnar látnu. t Systir okkar og mágkona, JÓNA S. ÁGÚSTSDÓTTIR frá Sauðholti, Laugarnesvegi 48. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag, miðvikudag 14. maí, kl. 13.30. Jónfna Ágústsdóttir, Ásmundur Pálsson, Björgvin Ágústsson, Hannes Ágústsson, Óskar Ágústsson, Elín Friðriksdóttir, Sigurjón Ágústsson, Gróta Guöráðsdóttir, Ingigerður Guömundsdóttir, Sigríður Einardóttir. t Sambýliskona mín og móðir okkar, SIGRÚN STURLAUGSDÓTTIR, Blikahólum 10, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 9. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 16. maí kl 13.30. Einar Ermenreksson, Steinlaug Sigurjónsdóttir, Sofffa Sigurjónsdóttir, Hreinn Sigurjónsson, Helgi Sigurjónsson. Hrafnhildur Marinós- dóttir—Minning Fædd 18. október 1946 Dáin 6. maí 1986 Mikið er fallegur sálmurinn eftir hann Sigurð Kr. Pétursson, þar sem segir frá þeim Drottni, sem vakir yfir okkur, bömum sínum, daga og nætur. Hann ber okkur í faðmi sér eins og blíðlynd, góð móðir og fer aldrei á burt, þótt allir aðrir bregð- ist. Og skáldið yrkir um heilsuleys- ið: Löng þá sjúkdómsleiðin verður lífiðhvergivægirþér, þrautir magnast, þrjóta kraftar þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar—Drottinn vakir dagaognæturyfirþér. Það er gott að eiga þessa trú, þegar syrtir að og dimma fer. Og þessa bjargföstu trú átti elskuleg vinkona mín, Hrafnhildur Marínós- dóttir, sem loksins hefur hlotið hvíldina, eftir margra árá hetjulega baráttu við mikla vanheilsu. Hún fæddist í Reykjavík hinn 18. október 1946, dóttir hjónanna Marínós Jónssonar og Kristínar Jónsdóttur. Hinn 25. júlí 1970 gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Þorvarð Bjömsson. Því verður vart lýst með orðum, hve vel og drengi- lega hann reyndist konu sinni á langri og erfiðri veikindagöngu. Hún leitaði sér oft lækninga í út- löndum og þá fór Þorvaldur með henni eins oft og hann mögulega gat. Sama er að segja um systur hennar; þær vom henni mikil stoð og stytta. Hrafnhildur var einkar skemmti- leg kona, en það helgaðist fyrst og fremst af því, hve innilega trúuð, vongóð og lífsglöð hún var. Aldrei gaf hún vonina upp á bátinn, öll þessi erfiðu ár, heldur hélt hún fast í sérhvem vonameista, allt til hinstu stundar. Þess vegna var hún sterk, því að sterkur er sá einn, sem stend- ur meðan stætt er og kann þá list að skapa úr andstæðum síns innra manns trúverðuga heild. Megi elskuð vinkona mín hvíla í friði. Anný í dag kveðjum við vinkonu okkar, Hrafnhildi Marinósdóttur, eða Hröbbu, eins og hún var ávallt kölluð. Hrafnhildur fæddist í Reykjavík 18. október 1946 og hefði því orðið fertug á þessu ári. Foreldrar hennar em Marinó N. Jónsson og Kristín Jónsdóttir, og var hún næstyngst fjögurra systk- ina. Fyrir 15 ámm stofnuðum við nokkrar vinkonur saumaklúbb sem við höfum haldið síðan. Þá þegar hafði Hrabba tekið þann sjúkdóm sem hún að lokum var að lúta fyrir. Öll þessi ár barðist Hrabba af ótrú- legum krafti og margar ferðir fór hún erlendis til lækninga. Þrátt fýrir allt sitt stríð heyrðist hún aldrei kvarta, bar sig vel, var sterk og bjartsýn og alltaf í góðu skapi. Við vinkonumar eigum margar góðar minningar um hana, oft var setið langt fram á nótt, dmkkið kaffí, hlegið og að sjálfsögðu pijón- að, svo ekki sé minnst á þau skipti þegar við buðum eiginmönnunum í svokölluð saumaklúbbspartý. Hrabba var mikið fyrir hannyrðir, sem heimili hennar ber glöggt vitni um. Þann 25. júlí 1970 giftist Hrabba Þorvarði Bjömssyni, verzlunar- manni, og áttu þau fallegt heimili í Stigahlíð 41. Reyndist hann henni frábærlega vel í gegnum öll hennar veikindi, var hennar besti vinur, stoð og stytta ásamt fjölskyldu Hröbbu sem alltaf stóð við hlið hennar og gerði allt sem hægt var til að létta henni lífíð. Nú er höggvið stórt skarð í okkar ágæta saumaklúbb við fráfall Hröbbu sem ekki verður brúað, dauft er yfír hópnum og söknum við hennar sárt en huggum okkur við það að þjáningum hennar sé lokið. Við sendum þér, Varði, okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig foreldram, systkinum og öðmm aðstandendum. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessari erfíðu stundu. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn ogþú muntsjá að þú grætur vegna þess semvargleðiþín. Kahlil Gibran Saumaklúbburinn Elsku systir okkar er dáin. Þegar sólin er aftur farin að hækka á lofti og gróðurinn að vakna úr vetrardvala lauk sextán ára langri og hetjulegri baráttu hennar við erfíð veikindi. Við viljum með nokkmm fátæk- legum orðum minnast hennar. Hún var gædd miklu sálarþreki og aldrei gafst hún upp. Lífslöngun hennar var mikil og hún átti trú sem gaf henni styrk. Hún átti góðan eiginmann, sem alltaf stóð við hlið hennar, og studdi hana dyggilega í baráttu hennar. Trú okkar er sú að án hans hefði hún ekki verið eins lengi á meðal okkar og eigum við honum mikið að þakka. Sjálf sagði hún: „Varði er mitt ljós.“ Við vottum honum samúð okkar. Aldrei heyrðum við hana kvarta. Það var alltaf sama viðkvæðið hjá henni. „Ég hef það gott.“ Alltaf var hún bæði boðin og búin að hjálpa vinum og ættingjum sem henni t Útför BJÖRNS GUÐLAUGS SIGURÐSSONAR netagerðarmanns, Skipholti 28, sem lést á Hrafnistu 5. maí sl., fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 15. mai kl 13.30. Systkini hins látna og aðrir vandamenn. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTURBRANDSSON loftskeytamaður, Vatnsstfg 4, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 10. maí. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. mai kl. 10.30. Jón Pótursson, Sigrfður Guðmundsdóttir, Guðmundur Pétur Jónsson, Hanna Björk Jónsdóttir, Viktor Ingi Jónsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, SIGURGARÐARSSTURLUSONAR Hrauntungu 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa Björgun hf. fyrir ómetanlega aðstoð. fna Böðvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. fannst eíga í erfíðleikum, þó þeir væm litlir miðað við það sem hún mátti þola. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerði var að ferðast og þrek hennar á ferðalögum var undravert. í haust hefði hún orðið fertug og var hana farið að dreyma um ferð af því tilefni. En nú er hún farin í ferðina löngu. Það er mikill söknuður í hjörtum okkar, en eina huggunin er að vita að nú líður henni vel og góður guð hefur tekið vel á móti henni. „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu ffiðinn, ogallterorðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur er sá fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að sldlja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er ffá. (V. Briem). Guð blessi minningu hennar. Systkini Dýpsta sæla, sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin em beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum) Þessi vísa segir meira en fátæk- leg orð er við hljóð fylgjum Hrafn- hildi til hinstu hvílu. Foreldrar Hrafnhildar em Kristín Jónsdóttir og Marinó Jónsson, sem allan sinn búskap hafa búið á Báru- götu 30. Þar ólst hún upp í hópi systkina. Á Bámgötunni var hom- steinn fjölskyldunnar lagður. Ein- ing systkinanna er mikil og hafa allir hjálpast að við að létta þær þungu byrðar sem á hana vom lagðar. Hrafnhildur giftist Þorvarði E. Bjömssyni 25. júlí 1970. Stofnuðu þau heimili að Stigahlíð 41 og bjuggu þar síðan. Aðeins 4 mánuð- um eftir brúðkaupið veiktist hún lífshættulega. Hún barðist hetju- lega, vildi ekki kveðja lífíð og ást- vini sína. Hennar mikli lífskraftur, og færir læknar, heimtu hana úr helju, ekki aðeins þá, heldur marg- sinnis síðan. Vart verður tölu á komið þær mörgu tvísýnu aðgerðir sem hún hefur gengist undir, bæði á sjúkrahúsum hér heima og í Bandaríkjunum. Hrafnhildur var hetja sem lagði á brattann, bjartsýn á bata. Aldrei kvartaði hún og þegar hún komst á fætur fór hún út á meðal fólks. Hrafnhildur hafði mikla reisn til að bera. Henni var gefinn mikill lífskraftur. Hvers vegna hún fékk aðeins að nota hann til eigin lífs- baráttu þýðir ekki að spyija. Þar búa yfír órannsakanlegir vegir Guðs. í veikindum sínum naut hún mikils stuðnings. Maðurinn hennar stóð við hlið hennar alla tíð svo og systkini hennar og foreldrar. Móðir hennar sleppti aldrei vemdarhendi af henni og studdi hana æðmlaus. Nú þegar þjáning Hrafnhildar er á enda, vitum við að vel verður tekið á móti henni handan móðunnar miklu. Guð blessi minningu hennar. Tengdafólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.