Morgunblaðið - 14.05.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1986
49
Sex lið ætla
sér sigur í ár
— keppnin í fýrstu deild hefst á laugardaginn
• Fyrirliðar allra liðanna í fyrstu deild vœru ekki árennilegt knattspyrnulið ef þeir lékju saman.
Efri röð frá vinstri: Ómar Jóhannesson, ÍBV, Benedikt Guðmundsson, UBK, Þorgrímur Þráinsson,
Val, með íslandsbikarinn, Sigurður Lárusson, ÍA, og Valþór Sigþórsson, ÍBK. Fremri röð frá
vinstri: Guðjón Guðmundsson, Víði, Guðmundur Steinsson, Fram, Viðar Halldórsson, FH, Gunnar
Gíslason KR, og Nói Björnsson, Þór.
EF MARKA má þær upplýsingar
sem fram komu á blaðamanna-
fundi sem forráðamenn allra
fyrstu deildar liðanna í knatt-
spyrnu héldu í gær þá mun deild-
in skiptast í tvö horn í sumar.
Annarsvegar verða sex lið sem
stefna á sigur f deildinni, og hins-
vegar fjögur lið sem hafa á
stefnuskránni að halda sæti sfnu.
Á fundinum kom fram að Vals-
menn, Framarar, Skagamenn,
Keflvíkingar, Þórsarar og KR-ingar
hafa sett stefnuna á sigur í deild-
inni, en nýliðarnir Breiðablik og
ÍBV, ásamt FH og Víði, gera sig
ánægða með að ná öruggi sæti
þegar upp verður staðið.
Þessi markmið koma alveg heim
og saman við spá forráðamanna,
þjálfara og fyrirliða allra liðanna
um úrslit Islandsmótsins, sem birt
var á fundinum. Þesskonar spá,
eða skoðanakönnun, er orðin ár-
viss viðburður fyrir mótið, og það
hefur ekki brugðist að það lið sem
spáð er sigri stendur uppi í móts-
lok sem sigurvegari. I ár er spáin
á þessa leið: (Mest var hægt að
fá 290 stig.)
1. Fram 270
2. Valur 235
3. Þór216
4. -5. ÍA 195
4.-5. KR195
6. ÍBK164
7. FH 102
8. ÍBV81
9. UBK78
10. Víðir 59
Þau sex lið sem sett hafa stefn-
una á titilinn eru þarna í sex efstu
sætunum. Fram er langefst, en
litlu munar á UBK og ÍBV í barátt-
unni um að halda sætinu í deild-
inni.
Keppnin í fyrstu deild hefst
klukkan 14.30 á laugardaginn með
fimm leikjum. Svo skemmtilega
vill til að fjögur efstu liðin í spánni
leika saman — Akurnesingar fá
Fram í heimsókn upp á Skaga og
Valsmenn bregða sér til Akureyrar
og leika við Þór. Þá leika saman
UBK og ÍBK, KR og ÍBV, Víðir og
FH. Allt leikir sem geta farið á báöa
vegu.
Útlit er fyrir aö allir ieikimir á
laugardaginn fari fram á grasi
nema leikurinn á Akureyri. KR-ing-
ar munu leika sinn heimaleik í
vesturbænum, því Laugardalsvöll-
urinn stendur ekki til boða vegna
slæms ásigkomulags, og þeir vilja
heldur leika á grasinu viö Kapla-
skjól en á Valbjarnarvellinum í
Laugardal, þó KR hafi ætlað að
hvíla sinn völl alveg frá fyrstudeild-
arkeppninni í sumar vegna stúku-
byggingar.
Almenn bjartsýni um knatt-
spyrnuna í sumar ríkti á fundinum.
Flest liðin telja sig koma til leiks
vel undirbúin, og búast við jafnri
og harðri baráttu. Nokkur liðanna
hafa misst frá sér góða leikmenn,
og knattspyrnan í heild mun sakna
leikmanna eins og Guömundar
Þorbjörnssonar, Ómars Torfason-
ar, Sævars Jónssonar, Péturs
Arnþórssonar, Jóns Erlings Ragn-
arssonar, Gríms Sæmundsen og
Óskars Gunnarssonar, svo nokkrir
séu nefndir af þeim sem stóðu
framarlega á síðasta sumri. En á
móti kemur að í ár er óvenju mikið
af góðum ungum strákum að koma
inn í liðin, eins og sést hefur í
æfingaleikjum vorsins.
íslandsmeistaramótið í riffil- og skammbyssuskotfimi:
Carl og Gissur í sérflokki
— Carl vann fjóra titla en Gissur tvo
SKOTSAMBAND fslands stóð
fyrír íslandsmelstaramóti f riffil-
og skammbyssuskotfimi dagana
10. og ll.maíogvar mótiðhaldið
f Baldurshaga. Mótstjórar voru
Axel Sölvason og Marteinn
Magnúson. Dómarar voru Axel
Sölvason, Sverrír Magnússon og
Magnús Sigurðsson.
Keppendur voru 20 í þremur
greinum. Fyrra daginn hófst
keppni fyrir hádegi á skammbyssu-
keppni, standard pistol. Þar var
skotið 60 skotum alls, í þremur
hrinum. Hver hrina skiptist svo í
fjórar 5 skota kafla. í fyrstu hrin-
unni fá keppendur 150 sek. til að
skjóta hverjum 5 skota kafla. í
annarri hrinu fá þeir 20 sek. á hver
5 skot og í lokahrinunni fá þeir 10
sek. til aö skjóta hverjum 5 skot-
um.
Þetta er nýleg keppnisgrein
hérlendis og eru miklar fram farir
hjá okkar skotmönnum.
Urslit urðu þannig: samt.
1. Carl J. Eirfkss. 186 186 16S S37
2. Hannes Haraldss. 168 178 17S S19
3. Bjöm Birgiss. 183 168 167 S18
Eftir hádegi var keppt í riffilskot-
fimi, s.k. enskri keppni. Er þar
skotið 60 skotum úr liggjandi
stöðu og hefur keppandi 120 mín.
til þess. Gissur Skarphéðinsson
náði 596 stigum, þ.e. 56 tíur og 4
níur. Er þessi glæsilegi árangur
Gissurar jöfnun á íslandsmeti sem
Carl J. Eiríksson setti, 1973.
Annars urðu úrslit þannig:
1. Gissur Skarphéðínsson 596
(Þrjú stig f ólympfumat.)
2. Carf J. Elrfksson 689
3. Kriatmundur Skarphéöinsson 674
Morgunblaöið/Júlfus
• Frá keppnl með staðlaðri skambyssu. frá vlnstrí: Bjöm Halldórsson, Eiríkur Björnsson, Hannes Haraldsson, Bjöm Birgis, Ingi Guð-
brandsson, Björn Birgisson og Carl J. Eirfksson.
Seinni daginn var keppt í riffil-
skotfimi, s.k. þríþraut. Er þar skot-
ið 120 alls, úr þremur stöðum. Er
þaö liggjandi staða, standandi
staöa og hné staða. Veitt eru
verðlaun fyrir árangur úr einstök-
um stöðum svo og heildarárangur.
Úrslit urðu þannig:
I.Carl J. Eirfkss. 391 331 364 1086
2. Glssur Skarphéðinss. 396 286 341 1023
3. Bjöm Haildórss. 370 234 332 936
4. Hans Christensen 367 276 285 927