Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986
Áblót-
stalli
Ihádegisfréttum gærdagsins
barst áskorun frá samtökum
áhugaleikfólks norðan heiða þess
efnis að áhugaleikhópum yrði gef-
inn kostur á að flytja leikverk í
útvarpi og sjónvarpi. Þar sem hér
var vikið að gömlu baráttumáli
undirritaðs er ekki úr vegi að stilla
smásjána. Auðvitað er ákveðinn
grundvallarmunur á áhugaleikurum
og hinum er hafa leiklist að starfi
og eru sérstaklega menntaðir til
starfans. Þannig er máski varasamt
að áhugaleikhópar keppi við at-
vinnumenn á hinu stóra sviði leik-
húss allrar þjóðarinnar en væri úr
vegi að áhugaleikhópar fengju inni
í ríkisfjölmiðlunum með stöku verk
er hentaði til flutnings í útvarpi eða
í sjónvarpi? Hér á ég kannski helst
við frumsamin verk.
Almenningur gæti haft gaman
af slíkum leikverkum, ekki bara
brottfiuttir sveitungar er þekkja
áhugaleikarana heldur öll alþýða
manna. Ég held að skipti ekki svo
iitlu máli í þessu sambandi að
óþekktir hæfileikamenn fái að viðra
hugverk sín og við vitum jú aldrei
hvar snilligáfan leynist? Kannski
leynist hún ekkert síður í höfði
vestfirsks sjómanns er ritar stutta
leikþætti í stopulum frístundum en
í höfði hámenntaðs leikhússfræð-
ings er hefir greiðan aðgang að
hinu stóra leiksviði sökum mennt-
unar, kunningsskapar, ættar-
tengsla eða flokksstöðu? í mínum
huga þrífst og dafnar ekki lýðræðið
nema menn losni undan klíkuskap
og pólitískrí forsjárhyggju í listum
sem á öðrum sviðum mannlífsins.
Lýðræðið hlýtur að blómstra þar
sem fjölmiðlar gefa alþýðu manna
færi á að opna hug sinn þótt þar
verði náttúrulega að fara saman
tilefni og staður og stund. Þannig
er kannski ekki ástæða til þess að
áhugaleikarar fái að spreyta sig í
atvinnuleikhúsi en er ekki sjálfsagt
að gefa þeim færi á að spreyta sig
í leikhúsi allrar þjóðarinnar sem
hefír nú einu sinni hvorki hlotið
titilinn atvinnu- né áhugamanna-
leikhús, að ég best veit. En tilefnið
verður að vera fyrir hendi eins og
áður sagði og tel ég út í hött að
hleypa áhugamönnum að í útvarpi
og sjónvarpi með klassfsk leikverk
er njóta sín mun betur í höndum
atvinnumanna eða rútínuverk úr
smiðju Dario Fo svo dæmi sé tekið.
Ég held að ríkisfjölmiðlamir ættu
að setja hér mörkin við frumsamin
verk er koma að öðrum kosti vart
til með að hljóma annars staðar en
hjá viðkomandi áhugaleikhópi. Slík
stefnubreyting hjá leiklistardeildum
útvarps- og sjónvarps myndi vafa-
laust hleypa kappi í kinn íslenskra
áhugaleikara og leikritasmiða.
Ný hugmynd
Það er nú svo að ein hugmynd
fæðir af sér aðra, þannig datt mér
rétt áðan í hug hvort ekki væri
sniðugt að bjóða leikhópum at-
vinnumanna út í bæ að annast stöku
sinnum leikritaflutning í útvarpi.
Hugsum okkur til dæmis að leiklist-
arstjórinn auglýsti með nægum
fyrirvara að ákveðnir fimmtudagar
væru iausir undir slíka tilrauna-
starfsemi. Ríkisútvarpið borgaði
ákveðið gjald fyrir hvert leikrit til
dæmis 150 þúsund krónur og síðan
væri það algerlega á ábyrgð leik-
hópsins að sjá landsmönnum fyrir
skemmtan á því fimmtudagskveldi
er hópurinn fengi til umráða. Jafn-
vel mætti hugsa sér að landslýður
fengi ekkert að vita hvað til stæði
svona einsog þegar þau Ómar/
Agnes og Sigmundur Emir gerðu
garðinn frægan. Ég er viss um að
allur þorri manna myndi bíða
spenntur við viðtækin þá hinir dul-
arfullu Ieikhópar upphæfu raust
sína og blótuðu ieiklistargyðjunum.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Sá gamli (Siegfried Lowitz) við rannsókn.
Sá gamli:
Dauðinn á sunnudegi
21
H Sá gamli er á dagskrá sjónvarps í kvöld, áttundi þáttur, Dauðinn á sunnu-
35 degi. Þessi þýski sakamálamyndaflokkur er alls fimmtán þættir og fer Sieg-
' fried Lowitz með aðalhlutverkið.
Tekið á rás:
Evrópukeppni landsliða í
körfuknattleik í Belgíu
18
H Þátturinn Tekið
00 á rás er á dag-
skrá rásar tvö í
kvöld. Þá mun verða fjallað
um Evrópukeppni landsliða
í körfuknattleik í Belgíu,
B-keppni; Ingólfiir Hann-
esson lýsir leik íslendinga
og Pólveija í Liege. Is-
lenska liðið keppir ásamt
11 öðrum um sæti í
A-keppni Evrópumeistara-
mótsins í Grikklandi á
næsta ári. Keppt er í tveim-
ur riðlum og verða 6 lið í
hvorum. Fjögur lið úr hvor-
um riðli tryggja sæti sitt í
B-flokki, tvö neðstu falla
aftur í C-flokk. Og fjögur
efstu lið hvors riðils keppa
um fjögur sæti í A-keppn-
inni í lokakeppni B-keppn-
innar í Belgíu, sem er í
beinu framhaldi af riðla-
keppninni. ísland keppir í
riðli með Póllandi, Israel,
Tyrklandi, Ungveijalandi
og Svíþjóð. Þijú síðast-
nefndu liðin eru talin hafa
á að skipa álíka sterkum
liðum og ísland.
Leikir fslenska liðsins í
Lierse í Belgíu verða sem
hér segir: Föstudagur 16.
maí kl. 18.15 ísland —
Pólland. Laugardagur 17.
maí kl. 16.15 ísland —
Svíþjóð. Sunnudagur 18.
maí kl. 18.00 ísland —
Tyrkland. Mánudagur 19.
maí kl. 18.00 ísland —
Ungveijaland. Þriðjudagur
20. maí kl. 13.30 ísland —
ísrael.
Um Heydalsárskólann
og aðdraganda hans
■■■■ Kvöldvaka er að
OA40 venju á dagskrá
“tl rásar eitt í
kvöld, föstudagskvöld.
Meðal efnis á kvöldvöku
er erindi um Heydalsár-
skólann og aðdraganda
hans, Torfí Guðbrandsson
fyrrum skólastjóri, flytur
fýrsta hluta frásöguþáttar
síns. Heydalsárskólinn var
stofnaður árið 1896 af íbú-
um Kirkjubólshrepps í
Strandasýslu. Þetta var
mikið félagslegt átak, því
að landssjóður hafði engar
skyldur við skólastofnanir
í sveitum um þær mundir
og tók því hvorki þátt í
stofnkostnaði né rekstri
skóla. Annað viðhorf var
til kennslumála þá en nú.
Um það vitna orð Halldórs
Kr. Friðrikssonar yfirkenn-
ara og þingmanns um það
leyti sem skólinn var stofn-
aður: „ . . . ætti að styrkja
nokkra bamaskóla væri
það við sjávarsíðuna en
ekki í sveit, því við sjóinn
hagar víða svo til að bama-
kennslu verður ekki við
komið í heimahúsum, enda
er hægara að halda skólum
þar við sem fjölbyggt er
og þéttbýlt. í sveit aftur á
móti er svo langt á milli
bæja að ekkert getur orðið
úr bamaskólum nema
bömum væri komið fyrir á
staðnum þar sem skólinn
er; en það yrði heldur ekki
notadijúgt því það yrði of
kostnaðarsamt, enda er
það ekki ofætlun prestanna
að sjá um bamakennslu til
sveita".
Unglingarnir
í frumskóginum
Unglingamir f
On40 fmmskóginum
— nefnist þáttur
sem er ádagskrá sjónvarps
í kvöld. í þættinum er m.a.
farið til London og rabbað
við söngvarann í Strangl-
ers, Hugh Cornwell, um
væntanlega komu hljóm-
sveitarinnar á Listahátíð í
sumar. Þá er rabbað við tvo
íslenska námsmenn í Lon-
don, þá Berg Álfþórsson
og Einar Öm Benedikts-
son. Einnig eru vegfarend-
ur í Hyde Park spurðir
hvað þeir viti um ísland og
eru svör þeirra á margan
hátt fróðleg.
Því næst er farið norður
á Akureyri og kannað hvað
ungir Akureyringar em að
fást við auk þess sem hin
ágæta hljómsveit Art frá
Akureyri flytur eitt lag.
Loks verður sýnt stutt leik-
atriði, sem leiklistarhópur
úr Réttarholtsskóla sýndi á
vormóti Gmnnskólans, og
rætt verður við nokkra
leikendur.
UTVARP
FOSTUDAGUR
16. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Baen.
7.16 Morgunvaktin.
7.20 Morgunteygjur.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.06 Morgunstund barn-
anna: „Tindátinn staðfasti”,
ævintýri eftir H.C. Ander-
sen. Steingrímur Thor-
steinsson þýddi. Sigurlaug
Jónasdóttir les.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.26 Lesiðúrforustugreinum
dagblaðanna.
10.40 Sögusteinn
Umsjón: Haraldur I. Har-
aldsson. (Frá Akureyri.)
11.10 Fáein orð i einlægni.
ÞórirS. Guðbergsson talar.
11.30 Morguntónleikar.
a. „Andante spianato og
Grande Polonaise brillante"
í Es-dúr op. 22 eftir Frédéric
Chopin. Tamás Vásáry leik-
ur á planó með Fílharmoníu-
sveitinni I Berlín; János
Kulka stjórnar.
b. Slavneskir dansar op. 72
eftir Antonin Dvorák. Sin-
fóníuhljómsveit útvarpsins í
Munchen leikur; Rafael
Kubelik stjórnar.
12.00 Dagskrá.Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan:
„Hljómhviðan eilifa" eftir
Carmen Laforet. Sigurður
Sigurmundsson les þýðingu
sina (13).
14.30 Sveiflur — Sverrir Páll
Erlendsson (Frá Akureyri)
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
18.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síödegistónleikar
a Erika Köth, Rudolf
Schock og Gunther Arndt-
kórinn syngja lög úr „Rós-
inni frá Stambul" eftir Leo
Fall með Sinfíníuhljómsveit
Berlínar; Frank Fox stjórnar.
b. „Le diable a Quatre”,
balletttónlist eftir Adolphe
Adam. Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leikur; Richard
Boynge stjórnar.
c. Grace Brumbry, Nicolai
Gedda, Rita Streich, Kurt
Böhme o.fl syngja lög úr
„Sígaunabaróninum" eftir
Johann Strauss með kór og
hljómsveit Ríkisóperunnar í
Múnchen; Franz Allers
stjórnar.
17.00 Helgarútvarp barnanna.
Stjórnandi: Vernharöur
Linnet.
17.40 Úr atvinnulífinu - Vinnu-
staðir og verkafólk
Umsjón: HörðurBergmann.
18.00 Tónleikar.Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. örn Ólafs-
son flyturþáttinn.
20.00 Lög unga fólksins
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Heydalsárskólinn og
aðdragandi hans. Torfi
Guðbrandsson fyrrum
skólastjóri flytur fyrsta hluta
frásöguþáttar síns.
b. I gamni og alvöru. Böðvar
Guðlaugsson flytur frumort
Ijóð.
c. Kirkjuferðin. Jórunn Ólafs-
dóttir frá Sörlastööum les úr
bókinni „Á ferð" eftir séra
Ásmund Gíslason.
Umsjón: Helga Ágústsdótt-
21.30 Frá tónskáldum
Atli Heimir Sveinsson kynnir
tónverk sitt „Shower show-
er“.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.16 Veðurfregnir.
22.20 Kvöldtónleikar.
Gítarkonsert eftir Ernesto
Halffter. Narciso Yepes og
Sinfóniuhljómsveit spánska
útvarpsins leika; Odón Al-
onso stjórnar.
SVÆÐISUTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
SJÓNVARP
19.15 Ádöfinni
Umsjónarmaður Marianna
Friöjónsdóttir.
19.25 Tuskutigrisdýrið Lúkas —
8. og 9. þáttur
(Tygtigeren Lukas
Finnskur barnamyndaflokkur í
þrettán þáttum um ævintýri
tuskudýrs sem strýkur að
heiman.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Sögumaður Sigmundur örn
Arngrimsson.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
FOSTUDAGUR
16. maí 1986
20.40 Unglingarnir í frumskógin-
um
Umsjónarmaður Jón Gústafs-
son.
Stjórn upptöku Gunnlaugur
Jónasson.
21.15 Kvikmyndakrónika
Kynning á hvítasunnumynd-
um kvikmyndahúsanna á
höfuðborgarsvæðinu,
Umsjónarmaður Árni Þórar-
insson.
21.35 Ságamli
(Der Alte)
8. Dauöinn á sunnudegi
Þýskur sakamálamyndaflokk-
ur i fimmtán þáttum.
Aöalhlutverk: Siegfried Low-
itz.
Þýðandi Kristrún Þórðardóttir.
22.35 Seinni fréttir
22.40 Ógnarráöuneytiö
(Ministry of Fear) s/h
Bandarísk bíómynd frá 1944,
gerð eftir samnefndri sögu
eftirGraham Greene.
Leikstjóri Fritz Lang.
Aðalhlutverk: Ray Milland,
Marjorie Reynolds, Carl Esm-
ond og Hillary Brooke.
Myndin gerist i Bretlandi á
stríðsárunum. Nýútskrifaöur
sjúklingur hreppir tertu á
basar og verður þar með
Þrándur i Götu samsæris-
manna.
Þýðandi Jón O. Edwald.
00.15 Dagskrárlok.
23.00 Heyrðu mig — eitt orð.
Umsjón: Kolbrún Halldórs-
dóttir.
24.00 Fréttir.
00.05 Djassþáttur
-Jón MúliÁrnason.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
03.00.
10.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Páll Þorsteins-
son og ÁsgeirTómasson
12.00 Hlé
14.00 Pósthólfið
í umsjá Valdisar Gunnars-
dóttur.
16.00 Léttir sprettir
Jón Ólafsson stjórnar tón-
listarþætti með iþróttaivafi.
18.00 Tekið á rás — Evrópu
keppni landsliða í körfu
knattleik i Belgiu, B-keppni
Ingólfur Hannesson lýsir
leik (slendinga og Pólverja.
20.00 Hljóödósin
Stjórnandi: Þórarinn Stef-
ánsson.
21.00 Dansrásin
Stjórnandi: Hermann Ragn-
arStefánsson.
22.00 Rokkrásin
Stjórnendur: Snorri Már
Skúlason og Skúli Helga
son.
23.00 Ánæturvakt
með Vigni Sveinssyni og
Þorgeiri Ástvaldssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar í þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00
16.00og 17.00.