Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAl 1986 Stórgjöf til Hrafnistu Aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps: Akveðið verði hvar sauðfjárbúskapur verði stundaður af alvöru NÝLEGA afhentu félagar í Lionsklúbbnum Baldri i Reykja- vík, forráðamönnum Sjómanna- dagsráðs að gjöf 430.000 krónur til uppbyggingu heitra baða fyrir vistmenn að Hrafnistu i Hafnar- firði. „Félagar í Lionsklúbbnum Baldri hafa jafnan haft mörg jám í eldin- um til styrktar, hjálpar og eflingar þar sem mannúðar- og líknarmál kalla á stuðning. Baldursbræður hafa fylgst með því gagnmerka þjóðþrifastarfí sem Sjómanna- dagsráð vinnur í þágu aldraðra, en á fáum sviðum þjóðlífsins er meiri þörf á eflingu en hvað varðar hjúkr- unar og aðhlynningarmál þeirra sem lokið hafa starfsdeginum og lagt fram sinn stóra skerf til upp- byggingar velferðarþjóðfélagsins sem við viljum að land okkar sé og verði,“ segir í frétt frá Baldri. Á mjmdinni sem hér fylgir með má sjá er nokkrir félagar í lions- klúbbnum afhentu forráðamönnum Sjómannadagsráðs áðumefnda gjöf. Talið frá vinstri: Markús Alex- andersson gjaldkeri Lkl. Baldurs, Pétur Sigurðsson formaður Sjó- mannadagsráðs og félagi í Lkl. Baldri, Magnús Erlendsson félagi í Lkl. Baldri, Friðrik Jörgensen for- maður líknarsjóðs Lkl. Baldurs, Haraldur Þórðarson formaður Lkl. Baldurs og Garðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sjómannadags- ráðs og félagi í Lkl. Baldri. Miðhúsum. Á AÐALFUNDI Búnaðarfélag Reykhólahrepps sem haldinn var nýlega urðu miklar umræður um framtíð landbúnaðarins og þá byggðaeyðingu sem við blasti. Mikið var talað um þær miklu framleiðslutakmarkanir sem við blöstu og að Austur-Barðastrandar- sýsla væri jaðarsvæði. Sumt af sýsl- unni væri þegar komið í eyði og bú þeirra bænda sem eftir búa eru það lítil að þau þola vart skerðingu og hrun byggðar skapi önnur og stærri vandamál. Einnig var sam- þykkt gerð á þá lund að þær jarðir sem ekki nýtast vegna aðgerða rík- isvaldsins verði keyptar af því eða sjóðum þess, svo að viðkomandi bóndi komi skaðlaust frá jörð og framkvæmdum. I framhaldi af þessu var sam- þykkt tillaga þess efnis, að skora á Stéttarsambandið að ákveða í hvaða héruðum sauðfjárrækt yrði alvörubúgrein til frambúðar því að stijálbýlli byggðir eigi allt sitt undir sauðíjárrækt og öll bið á slíkum ákvörðunum sé óþolandi, því að bændur hvar sem er á landinu verði að vita skýrt að hverju eigi að stefna í þeirra byggðarlagi. Fundurinn lýsti alla linkind gegn hagsmunum bænda í þessu máli óábyrga og sérstaklega í afskekkt- ari byggðum, sem nú beijast fyrir tilveru sinni. Óánægja er fyrir hendi í garð stjómar Stéttarsambandsins, að það gangi erinda ríkisvaldsins, og vinni alfarið gegn fátækari bændum. Núverandi stefna sem Stéttarsambandið rekur sé ekki af hinu góða. Heiðursfélagi: Þessi aðalfundur kaus Játvarð J. Júlíusson rithöfund og bónda heiðursfélaga sinn. Ját- varður hefur verið í forystusveit bænda hér um slóðir í áratugi. Hann hefur aldrei látið deigan síga í baráttunni fyrir íslenskri bænda- stétt. Nú hefur hann til dæmis hvatt hlunnindabændur til samstöðu og hygg ég að sé ekki á neinn hallað þó hann sé kallaður guðfaðir bú- greinasambands selabænda. Veitingar: Að venju eru veislu- höld í sambandi við aðalfund. Lilja Þórarinsdóttir, Gmnd og Theódóra Guðnadóttir, Höllustöðum hafa séð um veitingar undanfarin ár fyrir Búnaðarfélagið. Dýralíf: Nú á þessu ári hætti bún- aðarfélagið við sölu á dýralyfjum. Lilja Þórarinsdóttir, Gmnd hefur séð um þennan þátt af miklum dugnaði og fómfysi frá upphafí. Bændur hér em þakklátir Lilj fyrir þessa þjónustu. — Sveinn Leiðrétting í frétt í blaðinu í gær misritaðist nafn Jóns Egils Egilssonar sendi- ráðsritara í utanríkisráðuneytinu, sem fara mun á næstunni til starfa við sendiráðið í Osló. Beðist er velvirðingar á þessu. Þýskalandspist ill/Porgerður Katrín Gunnarsdóttir Fólki finnst orðið nóg um öfgahópana Hér í Þýskalandi er allt óneitan- lega farið að skipta um blæ og er þá sama, hvort um menn eða veður er að ræða. Vorið virðist þó vera eitthvað seinna á ferðinni, því að á sama tíma í fyrra var um 25° hiti og lá þá fólk í sólbaði og naut sólarinnar. Veturinn var kaldur, annað skiptið í röð, og var t.d. febrúar- mánuður sá kaldasti í Þýskalandi um áratuga skeið. Virðist þetta vera í miklu samræmi við það, sem heima á íslandi heyrist, þegar vel viðrar á íslandi má reikna með leiðinlegu veðri í Evrópu. Nú í byijun vors, þegar laukar em rétt byijaðir að skjóta upp kollinum þá fara einnig Þjóðveijar að hugsa sér til hreyfíngs. Mikil eftirspum er eftir mynd- skreyttum ferðabæklingum og veija Þjóðveijar miklum tíma í að fínna út, hvert hagstæðast sé að fara. Vonast ferðaglaðir til, að í fríinu verði eitthvað sólríkara heldur en verið hefur hérna í Þýskalandi undanfarin ár — ann- ars yrði fríið ekki peninganna virði. Og það þætti Þjóðveijum súrt í brotið. Mörg mál vom í sviðsljósinu þennan nýliðinn vetur. Má helst telja hið svonefnda „minnisleysi“ kanslarans Helmuts Kohl og deil- ur um lagagrein 116 um vinnulög- gjöf. Einnig komu upp af og til umræður um njósnamálið, sem upplýstist á síðastliðnu ári. Virtist stundum lítið geta lyft brúninni á Þjóðvetjum nema ef vera skyldi gott gengi þýskra fé- lagsiiða á fótboltavellinum og sigrar tennisstjömunnar Boris Becker. Ekki bætti það skap Þjóðveija, að atburðir fyrri ára tóku að rifj- ast upp fyrir fólki, þegar fréttir um nýnasista fóm að aukast. Þessa hóps nýnasista verður alltaf meira og meira vart, þó að fólk hafi vitað um hann fyrir. Vilja sagnfræðingar meina, að aukið umfang nýnasista (þótt í raun sé það ekki mikið) sé í beinum tengslum við það atvinnuleysi, sem er í Þýskalandi. Yfírleitt er talað um nýnasista, en einnig em þetta öfgahópar, sem „þrífast" best, þegar þrengir að, en lítið ber á þess á milli. Benda sagn- fræðingar á, að Hitler hefði aldrei komist til valda án kreppunnar og því atvinnuleysi og hugarangri, sem henni fylgdu. Hitler og hans hugmyndafræði fylgdi, eins og allir vita, ofsóknir á hendur gyð- ingum og öðmm þjóðfélagshóp- um, sem svo að miklu leyti var kennt um kreppuna. Nú em Tyrkir fórnarlömb þess- ara öfgahópa, þótt gyðingar verði líka fyrir barðinu á nýnasistum. Skemmst er að minnast morðs á Tyrkja einum, sem talinn var drepinn af svona öfgahópi. Var lögreglan ekki á eitt sátt um, hveijir verknaðinn frömdu, nýnas- istar eða jafnvel hinir svokölluðu „Skinheads". Ber þó nokkuð á þeim, sérstaklega í Hamborg. Er þetta mest megnis ungt og at- vinnulaust fólk (aðallega karl- menn) og er einkennismerki þeirra skalli eða broddaklipping. Uppmnalega koma „Skinheads" frá Englandi, þar sem þeir em nokkuð fjölmennir. „Skinheads" em ekki nándar nærri eins skipu- lagðir og nýnasistar, sem hafa á að skipa fleiri aldursflokkum en „Leðurskallarnir". Í sjónvarpsvið- tali við einn af leðursköllunum á dögunum kom fram, að þeir telja sig þjóðemissinnaða og fannst þessum tiltekna meðlimi mikið til þess koma að vera „góður" Þjóð- veiji, en vildi þó ekki tengja sig við nýnasista. Finnst fólki oft orðið nóg um, þá sérstaklega eldra fólkinu, sem alls ekki er fyrir að láta minna sig á hörmungar fyrri ára. Nasista á ekki að tala um, hvað þá Hitler sjálfan. Yngra fólkið er orðið meira meðvitað og raunsærra, því fínnst eldra fólkið vera helst til viðkvæmt og fordómafullt. Er þetta m.a. vegna þess, að yngri kynslóðin hefur ekki lifað tíma seinni heimsstyijaldarinnar og því sem fylgdi í kjölfar hennar, heldur sér það hana í hlutlausara ljósi. Breyttir kennsluhættir í sögu, þar sem meira er rætt um Hitler og heimsstyijöldina en gert var áður, stuðla einnig að meiri viðsýni. Þeir öfgahópar, sem hér um ræðir, virðast mest áberandi í N-Þýskalandi og Bayern, þótt erfítt sé að draga einhver ákveðin mörk milli staða. Þessir hópar eru frekar fá- mennir og hefur hugmyndafræði þeirra lítið sem ekkert fylgi hér í Þýskalandi. Aftur á móti er tekið eftir þessum hópum, þá sérstak- lega nýnasistum, því að í skjóli hörmunga Hitlerstímabilsins er aðgerðum þeirra veitt athygli. Reyna nýnasistar m.a. að koma í umferð leiktækjum og spilum, sem eru spennandi en um leið áróðurskennd. Fyrir stuttu fundust í nokkrum skólum í Niedersaxen spil, sem ættuð eru frá nýnasistum. Heitir spilið „Júði — slappaðu af“, og gengur út á, að reynt er að koma persónunum, þ.e. gyðingum, úr 6 fangabúðum vítt og breytt um landið í einn gasklefa og er sá sigurvegari, sem nær þessu fyrst- ur. Margir urðu mjög hneykslaðir og skildu skólayfírvöld ekkert í því, hvernig spilið komst inn í skólana. Finnst Þjóðveijum orðið nóg um, hve auðvelt það er fyrir nýnasista að koma áróðursefni í umferð og að slík spil fínnist í skólum er auðvitað enn meiri ábyrgðarhlutur. Þó nokkrar umræður hafa spunnist um hópa eins og nýnas- ista og „Leðurskallana". Vilja sumir halda fram að þessir hópar séu þeir einu, sem þori að láta í ljós skoðanir sínar á þessum mál- efnum og er þá verið að tala um útlendinga í landinu eins og Tyrki. Eru Tyrkir orðnir frekar fjölmenn- ir eða rúm ein milljón. Andúðin á þeim er nokkur og kemur það best fram í bók Giinther Wallraff, Ganz Unten. Sú bók fjallar um rannsóknarblaðamanninn Wallr- aff, sem dulbjó sig sem Tyrkja í 2 ár til þess að kynnast lífsháttum þeirra og aðstæðum í Þýskalandi. Varð hann fyrir miður skemmti- legri reynslu, sem sýndi honum og okkur, hvernig þetta fólk hefur það í raun og veru, bæði hvað varðar aðbúnað og aðstöðu. Nokkur andmæli urðu vegna bókarinnar, en hún staðfesti að- eins það, sem Þjóðveijar þegar vissu, eða eins og einn orðaði það. „í augum okkar flestra eru Tyrkir annars flokks þegnar.“ Vissulega er þama harðlega til orða tekið, en svona er það, fyrir- litning hins almenna borgara á Tyrkjum er fyrir hendi. Varast ber þó að tengja þetta beint nasisma eða einhveiju af því tagi, því eflaust er þetta við- horf að finna í öðrum löndum, sem alfarið neita, að kynþáttahatur (racismi) sé þar fyrir hendi. Hér í Þýskalandi er þetta einfaldlega viðkvæmara vegna seinni heims- styijaldarinnar. Reynt hefur verið að varpa ljósi á, hvers vegna Tyrkimir hafi það svona slæmt í dag. Margir Þjóð- veijar vilja halda fram, að Tyrk- imir séu svo ólíkir V-Evrópubúum og komi hingað með allt annað viðhorf, bæði hvað menningu og almenn samskipti varðar. í beinu framhaldi af þessu þá halda Tyrk- imir sig alveg sér og vilja lítið sem ekkert blandast þýskri menningu eða hugarfari. Hefur tveim kenn- ingum verið varpað fram. Annars vegar er sú kenning, að þar sem litið er niður á Tyrkina þá gefíst þeim hreinlega ekki tækifæri til að blandast hinu þýska samfélagi. Hins vegar vilja margir taka inn í dæmið „þörf“ miðaustur- landabúa til að fara í sem strön- gustum mæli eftir trúarriti þeirra, Kóraninum, og þar með að við- halda að miklu leyti sinni menn- ingu, sem í sjálfu sér er skiljan- legt. Ekki skal hér dæmt um, hvor kenningin sé réttari og vandamál- ið síður en svo auðleysanlegt, en hafa ber í huga, að það voru Þjóð- veijar, sem í upphafi buðu Tyrkj- um að koma hingað og vinna, því að nóg var þá af lausum stöð- um í verksmiðjum og námum. En í upphafi skyldi endinn skoða, sem Þjóðveijar gerðu ekki, og verða þeir nú að taka afleiðingum gerða sinna. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, Riickertstrasse 13, Hameln, 3250 V-Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.