Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986 Egilsstaðir: Mjólk kynnt grunn skólanemendum Egilsstöðum. í KJÖLFAR mjólkurkynningar svonefndrar mjólkurdags- nefndar í fjölmiðlum og þeirr- ar ákvörðunar viðskiptaráðu- neytis að heimila niðurgreiðslu mjólkur til grunnskóla afréð stjórn Foreldra- og kennarafé- lags Egilsstaðaskóla að efna til sérstakrar mjólkurkynning- ar meðal grunnskólanemenda hér á Egilsstöðum. Stjórnin fékk ákveðna aðila hér um slóðir til að fjármagna þessa kynningarherferð — en það er Mjólkursamlag KHB, Kaup- félag Héraðsbúa, Búnaðar- bankinn og Samvinnubankinn á Egilsstöðum. hér líta nú vart við öðrum drykkj- um í nestistímum í skólanum en mjólk. En vel að merkja, mjólkin verður að vera ísköld svo að hún smakkist sem best að sögn krakk- anna. Og þvi gaf KHB skólanum kæli — og hefur því reynst mögu- legt að afhenda nemendum mjólk- ina ískalda beint úr kælinum. Að hausti er ætlunin að heQa sölu mjólkur í skólanum nema einhver framtakssöm og skilnings- rík fyrirtæki á Egilsstöðum vilji enn um sinn leggja þessari mjólk- urkynningarstarfsemi lið og halda mjólkurgjöfínni áfram um hríð. — Ólafur. Mjólk er góð, segja krakkarnir á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Ólafur Kynning þessi hefur nú staðið yfír um flögurra vikna skeið með þeim árangri að skólanemendur Ibúar í Seljahverfi: Skora á borg- aryfirvöld að byggja almennings- sundlaug við Olduselsskóla Borgaryfirvöldum hefur bo- rist áskorun frá íbúum Selja- hverfis i Breiðholti um sundlaug við Ölduselsskóla. Undir áskor- unina rituðu 2.119 manns. í bréfí íbúa Seljahverfis segir meðal annars að á sínum tíma, þegar ákveðið var að hraða bygg- ingu íþróttahúss við Seljaskóla, hafí því jafnframt verið heitið að byggð yrði sundlaug við Öldusels- skóla og vitandi það hafí íbúar f neðri hluta Seljahverfis verið þolin- móðir þótt alla íþróttaaðstöðu hafí vantað við Ölduselsskóla. Þá segir orðrétt í bréfínu: „Nú hefur flogið fyrir að fræðsluyfírvöld hafí ákveðið að sundlaugin, sem verður hönnuð á þessu ári, verði minni en áður var fyrirhugað og auk þess aðeins fyrir skólasund og því ekki opin almenningi. Við undir- rituð, íbúar í Seljahverfí, skorum hér með á borgaryfírvöld að breyta þessari ákvörðun og ákveða bygg- ingu myndarlegrar (25 metra langr- ar) sundlaugar við skólann sem verði opin almenningi." Bréfið var lagt fyrir borgarráð á þriðjudaginn og var því vísað til fræðsluráðs. Jafnframt óskuðu Sigurjón Pétursson (Alþb.) og Kristján Benediktsson (F) að eftir- farandi yrði bókað: „Við teljum að óskir íbúa Selja- hverfís um að sundlaug við Öldu- selsskóla verði jafnfram byggð sem 25 metra löng almenningslaug séu eðlilegar og sjálfsagðar. Við bend- um á að sundlaug við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, sem byggð var einnig sem almenningslaug, varð svo vinsæl að nauðsynlegt var að stækka þá laug á síðasta ári. Það er eðlilegt markmið að koma upp almenningssundlaugum sem víðast í borginni." VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! LITIÐ STYKKI (250 g.) KR. STÓRT STYKKI (500 g.) KR. SMJÖRASKJA AUKhf. 9.147/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.