Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 19

Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986 Egilsstaðir: Mjólk kynnt grunn skólanemendum Egilsstöðum. í KJÖLFAR mjólkurkynningar svonefndrar mjólkurdags- nefndar í fjölmiðlum og þeirr- ar ákvörðunar viðskiptaráðu- neytis að heimila niðurgreiðslu mjólkur til grunnskóla afréð stjórn Foreldra- og kennarafé- lags Egilsstaðaskóla að efna til sérstakrar mjólkurkynning- ar meðal grunnskólanemenda hér á Egilsstöðum. Stjórnin fékk ákveðna aðila hér um slóðir til að fjármagna þessa kynningarherferð — en það er Mjólkursamlag KHB, Kaup- félag Héraðsbúa, Búnaðar- bankinn og Samvinnubankinn á Egilsstöðum. hér líta nú vart við öðrum drykkj- um í nestistímum í skólanum en mjólk. En vel að merkja, mjólkin verður að vera ísköld svo að hún smakkist sem best að sögn krakk- anna. Og þvi gaf KHB skólanum kæli — og hefur því reynst mögu- legt að afhenda nemendum mjólk- ina ískalda beint úr kælinum. Að hausti er ætlunin að heQa sölu mjólkur í skólanum nema einhver framtakssöm og skilnings- rík fyrirtæki á Egilsstöðum vilji enn um sinn leggja þessari mjólk- urkynningarstarfsemi lið og halda mjólkurgjöfínni áfram um hríð. — Ólafur. Mjólk er góð, segja krakkarnir á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Ólafur Kynning þessi hefur nú staðið yfír um flögurra vikna skeið með þeim árangri að skólanemendur Ibúar í Seljahverfi: Skora á borg- aryfirvöld að byggja almennings- sundlaug við Olduselsskóla Borgaryfirvöldum hefur bo- rist áskorun frá íbúum Selja- hverfis i Breiðholti um sundlaug við Ölduselsskóla. Undir áskor- unina rituðu 2.119 manns. í bréfí íbúa Seljahverfis segir meðal annars að á sínum tíma, þegar ákveðið var að hraða bygg- ingu íþróttahúss við Seljaskóla, hafí því jafnframt verið heitið að byggð yrði sundlaug við Öldusels- skóla og vitandi það hafí íbúar f neðri hluta Seljahverfis verið þolin- móðir þótt alla íþróttaaðstöðu hafí vantað við Ölduselsskóla. Þá segir orðrétt í bréfínu: „Nú hefur flogið fyrir að fræðsluyfírvöld hafí ákveðið að sundlaugin, sem verður hönnuð á þessu ári, verði minni en áður var fyrirhugað og auk þess aðeins fyrir skólasund og því ekki opin almenningi. Við undir- rituð, íbúar í Seljahverfí, skorum hér með á borgaryfírvöld að breyta þessari ákvörðun og ákveða bygg- ingu myndarlegrar (25 metra langr- ar) sundlaugar við skólann sem verði opin almenningi." Bréfið var lagt fyrir borgarráð á þriðjudaginn og var því vísað til fræðsluráðs. Jafnframt óskuðu Sigurjón Pétursson (Alþb.) og Kristján Benediktsson (F) að eftir- farandi yrði bókað: „Við teljum að óskir íbúa Selja- hverfís um að sundlaug við Öldu- selsskóla verði jafnfram byggð sem 25 metra löng almenningslaug séu eðlilegar og sjálfsagðar. Við bend- um á að sundlaug við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, sem byggð var einnig sem almenningslaug, varð svo vinsæl að nauðsynlegt var að stækka þá laug á síðasta ári. Það er eðlilegt markmið að koma upp almenningssundlaugum sem víðast í borginni." VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! LITIÐ STYKKI (250 g.) KR. STÓRT STYKKI (500 g.) KR. SMJÖRASKJA AUKhf. 9.147/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.