Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 17

Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986 17 Kaup á einstaklingsíbúð: Lágmarkslaun 28 þúsund til að standa undir láni með 5% vöxtum — er niðurstaða Stefáns Ingólfssonar hjá Fasteignamati ríkisins EINSTAKLINGUR sem hefur sparað 20% kaupverðs ibúðar og hefur um 20 þúsund krónur í mánaðarlaun á erfitt með að kaupa 30—40 fermetra íbúð, þegar raun- vextir eru 2,5%. Miðað er við að íbúðin kosti 800 þús.—1.000 þúsund krónur. Ef vextir eru 5% verður hann að hafa 28 þúsund króna mánaðarlaun til að ráða við kaupin. Þessar upplýsingar koma fram í útreikningum Stefáns Ingólfsson- ar, hjá Fasteignamati ríkisins, og Samtök áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum hafa birt. Stefán kannaði á hvaða verði viðkomandi gæti mögulega keypt íbúð miðað við ákveðnu hlutfalli af launum væri varið til kaupanna og hvaða áhrif tekjur og vextir hafa á kaup- getu. Sé miðað við að kaupandi eigi ekki eign fyrir og að hann fái verðtryggt vaxtalaust lán til 20 ára og hafi 250 þúsund krónur í árslaun er kaupgeta hans áætluð ein milljón króna. Kaupgetan lækkar niður í 667 þúsund krónur ef vextir eru 2,5% og niður í 500 þúsund krónur ef vextir eru 5%. A töflu 1 er yfirlit yfir kaupgetu og hvemig hún breytist eftir launum ogvöxtum. í töflu 2 er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi sparað 20% kaup- verðs áður en hann kaupir og ef hann hefur 20 þúsund krónur í mánaðarlaun og vextir eru 2,5% er kaupgeta hans 834 þúsund. Kaupgetan lækkar um 209 niður í 625 þúsund þegar vextir eru 5%. Stefán kemst að þeirri niður- stöðu að fólk með 20 þúsund króna mánaðarlaun ráði við kaup á lítilli einstaklingsíbúð ef vextir eru 2,5% en hafi ekki bolmagn til íbúðar- kaupa ef vextir eru 5%. Þannig hafa vextir mikil áhrif á kaupgetu: Miðað við 40 þúsund króna mánað- arlaun er hægt að ráða við kaup á 4 herbergja íbúð (2,5% vexti) og 3ja herbergja íbúð (5% vextir). Ef mánaðarlaun eru 60 þúsund þá hefur viðkomandi bolmagn til að kaupa góða sérhæð (2,5% vextir) en annars 5 herbergja íbúð (5% vexti). Kaupandi íbúðar sem fær lánað- ar 500 þúsund krónur til 20 ára greiðir 96,4 þúsund krónum meira í vexti fyrstu tíu árin ef lánið ber 5% vexti í stað 2,5%. Þegar lán ber 5% vexti greiðir lántaki fyrstu 10 árin 442,8 þúsund krónur en 346,4 þúsund krónur ef 2,5% vextir eru á láninu. Ef kaupandi þarf að greiða af tveimur 500 þúsund króna lánum vegna fasteignakaupa verður hann að hafa 450 þúsund krónur í árs- Kaupgeta og laun Kaupgeta (vextir) Árstekjur Greiðslug-eta 0% 2,5% 5,0% 250 þús. 20% 50 þús. 1.000 þús. 667 þús. 500 þús. 500 þús. 25% 125 þús. 2.500 þús. 1.667 þús. 1.250 þús. 750 þús. 25% 188 þús. 3.760 þús. 2.507 þús. 1.880 þús. 1.000 þús. 30% 300 þús. 6.000 þús. 4.000 þús. 3.000 þús. Mánaðarlaun iaupgeta Mismunur 2,5% vextir 5,0% vextir 20 þús. 834 þús. 625 þús. 209 þús. 40 þús. 2.084 þús. 1.563 þús. 521 þús. 60 þús. 3.134 þús. 2.350 þús. 784 þús. 80 þús. 5.000 þús. 3.750 þús. 1.250 þús. Kvenfálki matar 3 stálpaða unga í hreiðri. lífsháttum þeirra og atferli, bæði í máli og myndum. Til viðbótar við framangreinda 14 meginkafla bókarinnar ritar Hjálmar 6 kafla almenns eðlis og flallar þar m.a. um fuglaljósmynd- un. Bókinni fylgir og ritskrá, efnis- atriðaskrá og skrá yfir fuglaheiti á íslenzku ogerlendum málum. Bókin er prentuð í Haarlem í tekjur ef lánið er með 5% vöxtum og 375 þúsund krónur á ári ef það ber 2,5% vexti. Með öðrum orðum, til þess að standa undir mismunin- um á 5% og 2,5% vöxtum verður viðkomandi að hækka í launum um 20%. Stefán reyndi einnig að meta þann mismun sem hefur myndast vegna misgengis launa og láns- kjaravísitölu. Þar kemur fram að þó vextir verði lækkaðir niður í 2,5% og laun hækkuð um 41%, og verði jafn há að raunvirði og 1981, þá hefur lántakinn beðið skaða sem nemur 13,3% af upphaflegri áætl- un. Hér er reiknað með 10 ára láni, tekið 1981. Sé tekið mið af samskonar láni og að vextir lækki í 2,5% en laun leiðrétt á sama hátt og þau hafa skerst frá árinu 1983 þá hefur lántakinn skaðast um 17,8% frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Morgunblaðið/BAR Sigurður Blöndal skógræktarstjóri og Gestur Ólafsson formaður Lífs og lands gróðursetja fyrstu trjáplöntuna. Gróðursett í góðviðrinu gert á föstudag og laugardag. Ekki verður gengið í hús heldur ætla sölumenn að safna við fjölsótta staði. Stefnt er að því að safna þremur milljónum króna. FÉLAGAR samtakanna Lif og land gróðursettu í blíðskapar- veðrinu í gær fjörutiu tré á svæðinu við Suðurlandsbraut milli Skeiðarvogs og Alfheima. Samtökin gangast nú fyrir söfn- un um land allt fyrir trjám til gróðursetningar í höfuðborg- inni. Söfnunin er fólgin í barmmerkja- sölu og verður lokaátak í henni Trén, sem gróðursett voru í dag, voru afrakstur söfnunnarinnar á Patreksfirði, Siglufirði, Bessastaða- hreppi, Garðabæ, Grindavík og Höfn í Homafirði. Borgarstjórnarkosningar 31. maí 1986 X- Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Hollandi, en litgi-einingu ljósmynda annaðist Prentmyndastofan hf. í Reykjavík. Bókina tileinkar Hjálmar R. Bárðarson frænda sínum, Finni Guðmundssyni, fuglafræðingi, sem höfundur þakkar hvatningu til fuglaljósmyndunar og fuglaskoðun- ar. Einn kafli bókarinnar fjallar um dr. Finn. Nes- og Melahverfi Hringbraut 119 (við hliðina á JL-hús- inu), simi 16838. Starfsmadur: Arnar Ingólfsson. Kosningastjóri: Pétur Guðmundarson. Vestur-og Miðbæjar- hverfi Kirkjuhvoll (2. hæð. Inngangur frá Templarasundi), simi 18515. Starfsmaður: Brynhildur Andersen. Kosningastjóri: Sveinn Guðmundsson. Austurbærog Norðtr- mýri: Kirkjuhvoll, 2. hæð. Inngangur frá Templarasundi), simi 19255. Starfsmaður: Jórunn Friðjónsdóttir Kosningastjóri: Sigurður Haraldsson. Hlíða- og Holtahverfi og Háaleitishverfi Valhöll, Hóaleitisbraut 1, sími 688981. Kosningastjórar: Jóhann Gíslason og Gunnar Guðmundsson. Starfsmaður: Helga Jóhannsdóttir. Árbær og Seláshverfi Ártúnsholt og Grafar- vogur Hraunbær 102B, simi 75611. Kosningastjórar: Anton Angantýsson. Hreiðar Þórhallsson Starfsmaður: Ásta Gunnarsdóttir. Laugarneshverfi Valhöll, Háaleitisbraut 1, simi 688958. Kosningastjóri: Þórður Einarsson. Starfsmaður: Sigfinnur Sigurðsson. Langholtshverfi Langholtsvegur 124, sími34814. Kosningastjóri: Gunnlaugur G. Snœdal. Starfsmaður: Kristinn Bjarnason. Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi Valhöll, Hóaleitisbraut 1, sími 688978. Kosningastjóri: Karl F. Garðarsson. Starfsmaður: Árni Arnarson. Bakka-og Stekkjahverfi og Skóga- og Seljahverfi við Þangbakka 3. hæð, við hliðina á Viði i Mjóddinni. Kosningastjórar- Guðmundur Jónsson og Gísli Júlíusson. Starfsmaður: Kristlaug Gunnlaugsdóttir. Símar 78340-78383. Hóla- og Feliahverfi Við Þangbakka 3. hæð, við hliðlna á Viði i Mjóddinni. Kosningastjóri: Helgi Árnason. Starfsmaður: Bertha Biering. Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins í hverfum Reykjavíkur verða opnar fyrst um sinn frá kl. 17—22 virka daga og frá kl. 13—17 um helgar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins Hafið samband við skrifstofurnar, þar eru stjórnar- menn til staðar ásamt starfsmönnum. Komið og fáið ykkur kaffisopa. Hittið frambjóðendur að máli Snúið ykkur til kosningaskrifstofanna ef þið óskið eftir að hitta frambjóðendur, fá þá í heimsókn eða ef þið viljið að þeir hringi i ykkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.