Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 30

Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 30
30 MORGÚNBLAÐIÐ, FÓSTÚDÁGUR lé. MAÍ1986 Fréttabréf úr Bjarnarfirði; Kalt vor á Ströndum Klúkuskóli 40 ára Bjaraarfírði. Það hafa ýmsir góðir gestir verið hér á ferð á vordögum, ekki bara lóan. Þar má nefna Leikfélag Patreksfjarðar og svo forsætisráðherra landsins. Þó svo veður hafí verið kalt hér um slóðir, mest norðlægur næðing- ur og næturfrost, þá hafa farfuglar ■komið og glatt með söng sínum. Það gerðu einnig Lóuþrælar og fleiri söngvarar úr Vestur-Húna- vatnssýslu. Héldu þeir söng- skemmtun á Hólmavík, við fögnuð heimamanna. __ Þá varð Lionsklúbbur Hólmavík- ur 25 ára nú seinni part vetrar og var þá slegið upp fagnaði fyrir meðlimi og gesti þeirra. Minnst var gleðistunda liðinna ára og ýmsra þeirra afreka er unnin hafa verið. Þann 12. maí er svo Klúkuskóli að Laugarhóli 40 ára gamall. Minntist skólastjóri þess í langri tölu við skólalok og rakti sögu skól- ans, tilurð hans sem sérstakrar stoftiunar og lífsbaráttu. Mættu foreldrar allra þeirra barna er nú eru í skólanum og ýmsir velunnarar. Hófst athöfnin með messu. Séra Baldur Rafn Sigurðsson, nýkjörinn sóknarprestur, messaði í íþróttasal skólans. Að messu lokinni flutti skólastjóri erindi sitt og afhenti síð- an einkunnir og kveðjugjafír þeim nemendum er Ijúka námi við skól- ann á þessu ári. Loks settust svo allir að kaffídrykkju af tilefni dags- ins. Við guðsþjónustuna söng kór barna úr skólanum undir stjóm skólastjóra. Klúkuskóla var í vetur breytt í 8 mánaða skóla. Einnig er þetta fyrsti veturinn sem skólinn er rekinn sem heimanakstursskóli. Gekk akstur- inn vel í vetur og þurftu nemendur aldrei að búa í heimavist skólans. Þá var einnig hægt að nota sund- laug skólans nærri því í hverri viku, allan veturinn. Það var samkvæmt tillögu skólastjórans á Drangsnesi, á almennum borgarafundi í Kaldr- ananeshreppi, 12. maí 1946, að stofnað var til skólahalds í Bjamar- firði syðra í Strandasýslu. Var skól- inn rekinn með farkennslufyrir- komulagi fram til 1950, að kennsla hófst í skála sundfélagsins Grettis við Gvendarlaug að Klúku. 1961 var svo hafín kennsla í nýjum kennarabústað er byggður hafði verið á staðnum. Tíu árum síðar flyst svo kennslan í bygginguna Laugarhól, sem vígð er til notkunar, 13. ágúst 1972. Er þar allt í senn, skóli félagsheimili og sumarhótel. Nokkuð er síðan lóan kom, en einnig hefir þröstur, grágæs og aðrir sumargestir flykkst á túnin og holtin hér undanfarið, þrátt fyrir kuldann. Veturinn hefír verið ein- dæma snjóléttur, en miklar hálkur. í þessari viku er sauðburður að hefjast af fullum krafti. Þá er nokkuð síðan grásleppuvertíðin hófst. Þar hefír þó afraksturinn ekki farið eftir erfíðinu. Hefír veiði verið lítil. Verkar þar margt saman. M.a. hefir verið svo hvasst að bát- amir hafa ekki komist út til að vitja um netin, dögum saman. Er þetta mjög bagalegt, því að netin fyllast af þara og þurfa hreinsunar við eftir hvert veður. Leikfélag Patreksflarðar kom í heimsókn og sýndi leikritið Leyni- mel 13 eftir Þrýdrang hér á Laugar- hóli við húsfylli. Einnig sýndu þeir leikritið í Sævangi. Var þessum gestum vel tekið. Eru leikfélags- meðlimir frá Patreksfírði að verða fastir vorgestir hér um slóðir og sífellt velkomnir. Forsætisráðherra, sem er þing- maður kjördæmisins, kom hér einn- ig í heimsókn og hélt fundi í hrepp- um sýslunnar. Vom þeir vel sóttir. Prestkosningar fóm fram hér 27. apríl. Séra Baldur Rafn Sigurðsson, sem er yngsti starfandi sóknar- prestur í landinu, var einn í fram- boði og hlaut hann lögmæta kosn- ingu. í hönd farandi sveitarstjómar- kosningar hafa ekki ruglað hrepps- búa neitt í ríminu ennþá. Engir framboðslistar hafa komið fram og verða þetta því óhlutbundnar kosn- ingar. Menn verða að kjósa menn og konur sem þeir treysta best til starfsins, hvar í flokki sem þau standa. Langt er orðið síðan óhlut- bundin kosning hefír farið fram í hreppnum. Oftast hefir aðeins verið einn listi í framboði og því sjálfkjör- inn. Þess má geta að á Hólmavík hafa t.d. komið fram fleiri listar til sveitarstjómar, meðan hér er allt með spekt ennþá í þessum efnum. Brátt fer að hefjast bygging sundskýla við Gvendarlaug, verður byggingu þeirra vonandi lokið á þessu sumri. Þá hefír verið ákveðið að koma upp nýrri kyndingu við Laugarhólshúsið þar sem jarðvarm- inn umhverfís er notaður f stað þess að kynda upp vatn með raf- magni. Má með þessu móti spara hátt í 200 þús. kílóvattstundir á ári. Fréttaritari Pening’amarkaðurinn, GENGIS- SKRANING Nr. 89 - 15 maí 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KL09.15 Kanp Sala gengi Dollari 40,500 40,620 40,620 SLpund 62430 62414 62439 Kan.dollari 29,445 29432 29,387 Dönskkr. 5,0008 5,0156 5,0799 Norskkr. 5,4228 5,4388 54976 Senskkr. 5,7378 5,7548 5,8066 FLmtrk 8,1285 8,1525 84721 Fr.franki 54002 54174 54959 Belg. franki 0,9062 0,9089 0,9203 Sr.rranki 224466 224126 22,4172 HolL gyllini 16,4127 16,4613 16,6544 y-jr.mark 18,4991 184539 18,7969 iLlíra 0,02696 0,02704 0,02738 Austurr.sch. 2,6335 2,6413 2,6732 PorLescudo 04765 04773 04831 Sp.peseti 04913 04921 04947 Jap.yen 044809 044882 044327 Irsktpund 56424 56491 57,112 SDR(SéreL 47,7707 47,9122 47,9727 INNLÁNSVEXTIR: Sparísjóðsbækur Landsbankinn....... ........ 9,00% Útvegsbankinn................ 8,00% Búnaðarbankinn....... ...... 8,50% Iðnaðarbankinn...... ........ 8,00% Verzlunarbankinn..... ....... 8,50% Samvinnubankinn...... ....... 8,00% Alþýöubankinn................ 8,50% Sparisjóðir...................8,00% Sparísjóðsreikningar með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 10,00% Búnaðarbankinn............... 9,00% lönaöarbankinn................8,50% Landsþankinn................ 10,00% Samvinnubankinn...... ...... 8,50% Sparisjóöir.................. 9,00% Útvegsbankinn................ 9,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýöubankinn................ 12,50% Búnaðarbankinn............... 9,50% Iðnaðarbankinn.............. 11,00% Samvinnubankinn............ 10,00% Sparisjóðir................. 10,00% Útvegsbankinn............... 10,00% Verzlunarbankinn............. 12,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................14,00% Landsbankinn................ 11,00% Útvegsbankinn............... 12,60% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravfsitöiu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 1,00% Búnaðarbankinn...... ........ 1,00% Iðnaðarbankinn............... 1,00% Landsbankinn....... ....... 1,00% Samvinnubankinn...... ....... 1,00% Sparisjóðir.................. 1,00% Útvegsbankinn................ 1,00% Verzlunarbankinn..... ..... 1,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýöubankinn................ 3,00% Búnaðarbankinn...... ...... 2,50% lönaöarbankinn............... 2,50% Landsbankinn................. 3,50% Samvinnubankinn ....... ..... 2,50% Sparisjóðir.................. 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn............. 3,00% með 18 mánaða uppsögn: Samvinnubankinn.............. 7,50% með 24 mánaða uppsögn: Samvinnubankinn...... ....... 8,00% Að loknum binditima 18 mánaða og 24 mánaða verðtryggðra reikninga Samvinnubankans er innstæða laus tvisvar á ári eins og á 6 mánaða reikn- ingum. Ávísana- og hlaupareiknlngar Alþýðubankinn - ávísanareikningar.........6,00% - hlaupareikningar......... 3,00% Búnaðarbankinn............. 2, 50% Iðnaðarbankinn...... ...... 3,00% Landsbankinn....... ....... 4,00% Samvinnubankinn............... 4,00% Sparisjóðir................ 3,00% Útvegsbankinn.............. 3,00% Verzlunarbankinn1 )........ 3,00% Eigendur ávísanareikninga í Verzlun- arbankanum geta samið um ákveðna lágmarksinnstaeðu á reikningi sínum og af henni eru reiknaðir almennir spari- sjóðsvextir auk uppbótar. Stjömureikningar Alþýðubankinn')............ 8-9,00% Alþýöubankinn býður þrjár tegundir Stjörnureikninga og eru allir verð- tryggðir. i fyrsta lagi eru reikningar fyrir ungmenni yngri en 16 ára, með 8% vöxtum. Reikningurinn er bundinn þar til eigandinn hefur náð 16 ára aldri. í öðru lagi eru reikningar fyrir aldraða — lífeyrisþega — með 8% vöxtum. Upp- sagnarfrestur er mismunandi eftir aldri eiganda, 3 til 9 mánuðir. Vextir og verðbætur eru lausar til útborgunar í eitt ár. Þá eru þriggja Stjömureikningar með 9% vöxtum. Hver innborgun er bundin í tvö ár. Vextir og verðbætur eru lausar til útborgunar í eitt ár. Afmælisreikningur Landsbankinn............... 7,25% Afmælisreikningur Landsbankans er bundinn í 15 mánuði og ber 7,25% vexti og er verðtryggður. Innstæða er laus i tvo mánuði eftir að binditíma lýk- ur. Heimilt er að leggja inn á reikninginn til31.desember1986. Safnlán - heimilistán - IB-tán - plústán með 3ja til 5 mánaða bindingu Alþýðubankinn............... 10-13% lönaðarbankinn..... ......... 8,50% Landsbankinn.................10,00% Sparisjóðir.................. 9,00% Samvinnubankinn...............8,00% Útvegsbankinn.................9,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Alþýðubankinn............... 13,00% Iðnaðarbankinn..... ......... 9,00% Landsbankinn................ 11,00% Sparisjóðir ....'........... 10,00% Útvegsbankinn............... 10,00% Innlendir gjaldeyrísreikningar: Bandarfkjadoliar Alþýðubankinn................ 7,50% Búnaðarbankinn............... 6,00% Iðnaðarbankinn............... 6,00% Landsbankinn....... ......... 6,00% Samvinnubankinn...... ....... 6,50% Sparisjóðir................. 6,25% Útvegsbankinn................ 6,25% Verzlunarbankinn............. 6,50% Steríingspund Alþýðubankinn.............. 11,50% Búnaðarbankinn..... ........ 9,50% Iðnaðarbankinn...............9,00% Landsbankinn....... ........ 9,50% Samvinnubankinn............ 10,00% Sparisjóðir................. 9,50% Útvegsbankinn.............. 10,00% Verzlunarbankinn........... 10,50% Vestur-þýsk mörk Alþýðubankinn............... 4,00% Búnaðarbankinn..... ........ 3,50% Iðnaðarbankinn............ 3, 50% Landsbankinn...... ....... 3,50% Samvinnubankinn..... ....... 3,50% Sparisjóðir................. 3,50% Útvegsbankinn............... 3,50% Verzlunarbankinn.......... 3,50% Danskarkrónur Alþýðubankinn............... 8,00% Búnaðarbankinn.............. 7,00% Iðnaðarbankinn..... ........ 7,00% Landsbankinn...... ....... 7,00% Samvinnubankinn..... ....... 7,50% Sparisjóðir................. 7,00% Útvegsbankinn............... 7,00% Verzlunarbankinn.... ....... 7,00% ÚTLÁNSVEXTIR: Almennirvixlar(forvextir). 15,25% Skuldabréf, almenn............... 15,60% Afurða- og rekstraríán í íslenskum krónum... .... 15,00% í bandaríkjadollurum........ 8,25% í sterlingspundum .'....... 111,5% í vestur-þýskum mörkum.... 6,00% ISDR........................ 8,00% Verðtryggð lán miðað við lánskjaravísitölu íalltaö 2V2ár.................. 4% lenguren 2'Aár................. 5% Vanskilavextir................ 27% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08. '84. 15,50% Skýringar við sérboð in nlánsstof nana Landsbankinn: Ársvextir af Kjörbók eru 13,0% — ávöxtun hækkar eftir því sem inn- stæða er lengur óhreyfð. Á þriggja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókar borin saman við ávöxtun á sex mánaða verðtryggðum reikning- um og sú ávöxtun valin sem reynist hærri. Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári á höfuðstól. Kjörbók er óbundinn reikningur, en frá út- borgaðri fjárhæð dregst 0,7% gjald en þó ekki af vöxtum liöins árs. Útvegsbankinn: Ábót er óbundinn reikning- ur. Borin er saman ávöxtun á óverðtryggðum reikningum og þriggja mánaða verðtryggðum reikningum og hærri ávöxtunin valin. Ef inn- stæða hefur verið hreyfð, reiknast almennir sparisjóðsvextir á reikninginn. Vextir eru færð- ir einu sinni á ári á höfuðstól, en verðbætur bætast við höfuðstól ef ávöxtun þriggja mán- aöareikningaervalin. Búnaðarbankinn: Gullbók ber 13,0% vexti á ári — ávöxtun fer hækkandi eftir því sem innstæða er lengur óhreyfð. Gerður er saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðra reikninga og ef hún er betri er hún valin. Vextir eru færðir tvisvar á ári á höfuð- stól. Ef tekið er út af reikningnum er reiknað 0,75% úttektargjald og er það dregið frá áunn- umvöxtum. Metbók Búnaðarbankans er bundinn reikning- ur til 18 mánaða. Hverju innleggi er hægt að segja upp með 18 mánaða fyrirvara. Vextir eru lausir til útborgunar í 6 mánuði. Nafn- vextir eru 14.50% og höfuðstólsfærslur vaxta tvisvar á ári. Gerður er samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og Met- bókar. Ávöxtun Metbókar er aldrei lakari en ávöxtun 6 mánaða reikninga. Verziunarbankinn: Kaskóreikningur. Þá ársfjórðunga (jan.-mars o.s.frv.) sem inn- stæða er óhreyfð eða einungis ein úttekt (eftir að lausir vextir hafa verið teknir út) fylgja vextir þeim sparifjárreikningum bankans sem hæsta ávöxtun gefa. Af úttekinni fjárhæð reiknast almennir sparisjóðsvextir. Innstæða á Kaskóreikningi, sem stofnaður er í siðasta lagi á öðrum degi ársfjórðungs og stendur óhreyfð út ársfjórðunginn nýtur Kaskókjara með sama hætti og innstæða á Kaskóreikningi sem til hefur verið heilan ársfjórðung og fær hlutfallslegar verðbætur m.v. dagafjölda i innleggsmánuði. Stofninnlegg siðar á ársfjórð- ungi fær hæstu ávöxtun i lok þess næsta á eftir sé reikningurinn i samræmi við reglur um Kaskókjör. Ef fteiri en ein úttekt er á ársfjórð- ungi, eftir aö lausir vextir hafa verið teknir út, fær reikningurinn almenna sparisjóðsvexti. Vextir og verðbætur leggjast við höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs hafi reikningurinn notið Kaskókjara. Vextir eru ávallt lausir og úttekt vaxta skerðir aldrei Kaskókjör. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur. Eftir þvi sem innstæða er lengur óhreyfð reiknast hærri vextir. Fyrstu tvo mánuði 8% vextir, eftir tvö mánuði 8,25%, eftir þrjá mánuði 8,5% o.s.frv. uns innstæða hefur verið óhreyfð í 6 mánuði þá reiknast 12% vextir. Frá og með 12 mánuöum eru vextir 12,5% og frá og með 18 mánuðum 13%. Aunnar vaxtahækkanir reiknast alltaf frá því að lagt var inn. Vaxta- færsla á höfuðstól er einu sinni á ári. Alþýðubankinn: Sérbók ber allt að 16% vexti en vextir hækka eftir því sem innstæða er lengur. Hver innstæða er meðhöndluð sér- staklega. Höfuðstólsfærslur vaxta eru fjórum sinnum á ári. Þá ereinnig gerðursamanburður á ávöxtun Sérbókar og þriggja mánaða verð- tryggðra reikninga og sú hagstæðari valin. Sparísjóðir: Trompreikningar eru verð- tryggðir og bera auk þess grunnvexti 6 mán- aða verðtryggðra reikninga. Vextir eru færðir á höfuðstól fjórum sinnum á ári. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera sérstaka Trompvexti 12,5% ef innstæða hefur verið óhreyfð i þrjá mánuði eða lengur, en annars almenna sparisjóðsbókarvexti. Sparisjóður vélstjóra er einnig með Sparibók, sem er bundin í 12 mánuði og eru vextir 15,5%. Ávöxtun er borin saman við ávöxtun á sex mánaða verðtryggðum reikningum og sú hagstæöari valin. Þá bjóða Sparisjóður Reykjavlkur og nágrennis, og Sparisjóðir Kópavogs, Hafnarfjarðar, Sparisjóður Mýrar- sýslu og Sparisjóöurinn i Keflavik svokallaða toppbók. Þetta er bundinn reikningur í 18 mánuði og er þá laus í einn mánuð, þá binst innistæðan á ný og er laus til útborgunar í einn mánuð á sex mánaða fresti. Vextir eru 14.50% og eru færðir á höfuðstól tvisvar á ári. Ávöxtun Toppbókar er borin saman við ávöxtun sex mánaða verðtryggðra reikninga og sú hagstæðari valin. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur og ber 3% vexti. Óverð tryggð Bónuskjör eru 10,5% á ári. Mánaðar- lega eru borin saman verðtryggð og óverð- tryggð bónuskjör og ávöxtun miðuð við þau kjör sem eru hærri á hverjum tíma. Hreyfðar innstæður bera sérstaka vexti. Vextir eru færðir á höfuðstól tvisvar á ári. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða timabili. Lífeyrissjóðslán: Lifeyrisajéður starfsmanna riklslns: Lánsupphæð er nú 500 þúsund krónur og er lániö vísitölubundið með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt að 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörieg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr lífeyríssjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins i tvö ár og tvo mánuöi, miðaö við fullt starf. Biðtími eftir láni er fjórir mánuöir frá því umsókn berst sjóðnum. Lffeyrissjóður varzjunarmanna: Lánsupphæð er nú, eftir a.m.k. 3ja ára aðild að lífeyrissjóðnum og fimm árum eftir síðustu lántöku, 150.000 krónur. Höfuðstóll lánsins er tryggður með láns- kjaravísitölu, en lánsupphæðin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 3 til 5 ár að vali lántak- anda. Lánskjaravísitala fyrir maí 1986 er 1432 stig en var 1428 stig fyrir apríl 1986. Hækkun milli mánaðanna er 0,28%. Miðað er við vísi- töluna 100íjúní 1979. Byggingavísrtala fyrir apríl til júni 1986 er 265 stig og er þá miðað við 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf i fasteignaviðskipt- um. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvextir m.v. óverðtr. verðtr. Verðtryga. Höfuðstóls feersl. Óbundlðfó kjör kjör tímabil vaxta á ári Landsbanki, Kjörbók: 1) ?—13,0 3.5 3mán. 2 Útvegsbanki, Ábót: 8-13,0 1,0 1 mán. 1 Búnaðarb., Gullbók 1) ?—13,0 1,0 3mán. 2 Verzlunarb., Kaskóreikn: 8,5-12,0 3,0 3mán. 4 Samvinnub., Hávaxtareikn: 8-13,0 1-2,5 3mán. 1 Alþýðub., Sérvaxtabók: 10-16,0 1,0 4 Sparisjóðir.Trompreikn: Bundiðfé: 12,5 3,0 1 mán. 2 Búnaðarb., Metbók: 14,50 3,5 6mán. 2 Iðnaðarbanki, Bónus: 10,5 3,0 1 mán. 2 Sparisj. vélstj: 15,5 3,0 6mán. 1 1) Vaxtaleiörótting (úttektargjald) er 0,75% hjá Búnaðaörfoanka og 0,7% í Landsbanka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.