Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAt 1986 Góðlyndar sveitakonur vakna af Þymirósarsvefni 0 •• eftir Onnu * Arnadóttur Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum, að mikill ágrein- ingur hefur risið milli Féiagsmála- stofnunnar og Félags fósturmæðra í sveitum á Suðurlandi, um vistgjöld bama sem dvalið hafa sumarlangt á sveitaheimilum á vegum stofnun- arinnar. Félagsmálastofnunin hefur hing- að til tekið einhliða ákvarðanir um þessi gjöld og urðu þeir háu herrar er þar halda um stjómvölinn heldur en ekki byrstir þegar viðkomandi sveitaheimili bundust samtökum um að leita réttar síns og völdu að fara samningaleiðina eins og aðrir launþegar hér á landi. „Það er ekkert um að semja, þið takið bara bömin á sömu forsendum og þið hafíð alltaf gert.“ Þar með var málið útrætt af þeirra hálfu. Félag fósturmæðra fundaði síðan í apríl sl. og þar var eftirfarandi tillaga einróma samþykkt.: „Fundur haldinn í Þingborg 4. apríl 1986 hjá Félagi fósturmæðra í sveitum á Suðurlandi samþykkir að taka ekki böm til sumardvalar gegn lægra gjaldi en fjórföldu fað- emismeðlagi sem er í dag kr. 14.180. I framahldi af þessum fundi var send fréttatilkynning til Morgun- blaðsins og birtist hún síðan þar 11. apríl sl. Þá varð heldur en ekki þytur í lofti. Fyrirsögnin, feitletruð og áberandi lýsti því yfír að fóstur- mæður í sveitum Suðurlands vildu fá 56.720 krónur með hveiju bami er þær tækju til sumardvalar, hvorki meira né minna ... Hver og einn með heilbrigða skynsemi hefði auðvitað átt að sjá að þama var um misskilning að ræða, enda leiðrétti viðkomandi blaðamaður þetta fljótlega. Illgjam- ar sálir gátu þó ekki á sér setið og notfærðu sér þetta ítarlega. „Það er ekki að spyija að sveita- varginum, hann er allstaðar með klæmar úti, tvöföld mánaðarlaun fyrir að koma bami í sveit, þar sem ekkert kostar að éta og smjörið drýpur af tijánum." Þessar og verri afbakanir fylgdu í kjölfarið. Velferðarstofnunin hugsaði sér nú gott til glóðarinnar, nú skyldu þessar frekjukvensur aldeilis fá fyrir ferðina og verða undan að láta í eitt skipti fyrir öll með sínar frá- leitu kröfur. Kæra barst til Verðlagsstofnun- ar, þar sem þetta upphlaup var talið vítavert mjög og skrifaði sú stofnun formanni félags fósturmæðra bréf þar sem vitnað var til lagagreina, annarrar um óréttmæta viðskipta- hætti en hinnar um samkeppnis- hömlur og sagt að félagið hefði brotið lög með þessu gönuhlaupi og skyldu félagskonur draga þessa yfírlýsingu sína til baka ellegar hljitist verra af. Já, kellur góðar, nú er það stofnanakúgunin sem gildir. Þetta átti auðvitað að vera rot- höggið, því oft hefur reynst vel að hræða sauðsvartan almúgann með tilvitnun í lagagreinar. En þar sem þessar tilvitnanir þóttu stangast iliilega á við það sem verið var að fást við, þótti tilhlýði- legt að fletta upp í lagaskruddu einni stórri og kom þá í Ijós að áðumefndar lagagreinar komu þessu máli alls ekki við. Bréfíð frá Verðlagsstofnun var síðan borið undir lögmann og kom honum það vægast sagt undarlega fyrir sjónir. Lýsti hann því yfír að fósturmæður hefðu engin lögbrotið. Við þessar upplýsingar létti nú hinum frómu konum og fólu þær bréf þetta alfarið í hendur lög- mannsins ef svo vildi til að til frek- ari ásókna kæmi. Það er nú oft þannig, að þegar hátt er reitt til höggs verður höggið oft minna en til stóð. Þannig varð í þessu tilviki, þær sem fyrir högg- inu urðu, standa nú þéttar saman en nokkru sinni fyrr. Stöðugt bæt- ast fleiri í hópinn og stöðugt verður þessum konum ljósar, að þegar sá Anna Árnadóttir „Það er sem sagt talið hæfilegt að borga fóst- urmæðrum 2208 krón- ur á mánuði fyrir alla þá vinnu sem unnin er frá kl. 17 virka daga, allar helgar og fyrir þvottana, sem oftast eru töluverðir af svo athafnasömum verum sem borgarbörnin yf ir- leitt verða í frjálsræði sveitasælunnar. “ sem lengi hefur þagað og hirt það sem að honum er rétt, rís upp og leitar réttar síns, þá fyrst fer að hrikta í stoðum þeirra sem valdið hafa, hafa alltaf haft og ætla sér alltaf að hafa. Ef við svo snúum okkur að því að útskýra nánar hvað það er sem fósturmæður í sveitum Suðurlands fara fram á fyrir að bera ábyrgð á einstaklingi í 24 tíma, helgar jafnt sem virka daga, fæða hann og þjón- usta, þá er það lágmarksgjald að upphæð 14.180 krónur á mánuði. Fósturmæður miða þá við fjórfalt meðlag eins og fram kom í tillög- unni frá Þingborgarfundinum, en það rétta er að taka mið af sam- ræmdum taxta vistforeldra og dagmæðra í Reykjavík, enda er sá taxti viðurkenndur af ríkinu. Þetta gjald er í dag 14.483 krónur. Félagsmálastofnun Reykjavíkur hefur hins vegar reiknað út frá faðemismeðlögum og er sagt að það sé gert að tillögu starfsfólks! Það telur okkur hæfilegt að fá 3 '/2 meðlag með hveiju bami, en það eru í dag 12.408 krónur á mánuði. Það em því um 2000 krónur sem bitist er um. Ef við nú miðum við taxta Fé- lagsmálastofnunar fyrir dagmæður þar í borg sem gæta bams 8 klst. á dag 5 daga vikunnar, þá er hann nú 10.200 krónur á mánuði. Það er sem sagt talið hæfílegt að borga fósturmæðmm 2208 kr. á mánuði fyrir alla þá vinnu sem unnin er frá kl. 17 virka daga, allar helgar og fyrir þvottana, sem oftast em töluverðir af svo athafnasömum vemm sem borgarbömin yfírleitt verða í ftjálsræði sveitasælunnar. Margt fleira getur komið upp á þegar bömum er bætt við fjölskyld- ur, þar sem oftast em önnur böm fyrir, til dæmis ef farið er í verslun- arferð í kaupstaðinn eða sunnu- dagsbíltúr svo eitthvað sé nefnt. Þá verður auðvitað eitt yfír alla að ganga hvort sem um er að ræða vasapeninga eða eitthvað sem keypt er. Þó ekki sé tekinn nema tíma- fjöldinn frá kl. 17 virka daga, næturvaktin og helgarvinnan, þá býst ég við að fáir sættu sig við 2000 kr. fyrir mánuðinn. Það er því nánast hlægilegt að til sé fólk sem fínnst þetta „hæfílegt". í samtali Guðrúnar Hjörleifs- dóttur formanns Félags fóstur- mæðra í sveitum á Suðurlandi og Hákonar Sigurgrímssonar fram- kvæmdastjóra Stéttarsambands bænda, sagði Hákon að samkvæmt útreikningi há Ferðaþjónustu bænda skuli gjald fyrir bam í sveit sumarið 1986 verða krónur 14.483 á mánuði. Þessi útreikningur, sem gerður er samkvæmt viðmiðun þeirri er fósturmæður hafa, hefur verið sendur til félagskvenna og munu þær miða við hann, enda er félagið eitt af sérgreinafélögum innan Stéttarsambands bænda. Að lokum vil ég láta fylgja hér með stutta frásögn einnar fóstur- móður í sveit, sem dæmi um þá framkomu sem félagskonur hafa orðið fyrir af þeim öndvegismönn- um sem gegna virðingarstöðum þjóðfélagsins. Sem betur fer er þessi framkoma ekki algeng, en þó varð þetta til þess, ásamt öðrum yfír- troðningi að sveitakonur sáu ástæðu til stofnunar hagsmuna- samtaka sinna. Þessi kona sem hafði haft bam á framfæri sínu sumarlangt, gerði sér ferð á skrifstofu sveitarfélagsins sem vistaði bamið hjá henni, þar sem engar greiðslur höfðu borist fyrir þá þijá mánuði sem bamið hafði dvalið hjá henni. Þar tekur á móti henni skrifstofustúlka og virt- ist hún vita hvað um var að vera, því hún rétti konunni ávísun að upphæð 5000 krónur. Þegar konan gerði athugasemd við þessa upphæð kallaði stúlkan á yfírvaldið og sagði honum mála- vexti. Hann þrífur þá ávísunina og fleygir henni í konuna með þeim orðum að þetta væri sko fjandans nóg handa henni. Eftir mikið þóf fékk þó kona þessi laun sín hækkuð í 9000 krónur fyrir mánuðina þijá, þá gafst hún upp og fór, með bölbænir háttvirts sveitarstjóra á bakinu. Höfundur er húsmóðir i Vatns- holti Ií ViUingaholtshreppi og félagi íFélagi fósturmæðra á Suðurlandi. Umferðamefnd; Gerir úttekt á bif- reiðastöðubönn- um í borginni fá í auknum mæli sektarmiða frá lögreglunni. Þeir sem sektaðir em hafa oft samband við lögregluna og kvarta yfir sektinni. Benda þeir á, að engin stæði séu fyrir íbúana og bæta því við, að þar sem bifreið- in stóð í umrætt skipti standi alltaf bifreiðir. Einnig er sagt að nágrann- inn, sem áður átti eina bifreið sé nú eigandi að tveimur eða þremur bifreiðum. Lögreglan getur ekki gefíð nein ráð, en grípur stundum til þess að benda fólki á að tala við umferðardeild borgarinnar, þó vitað sé að þar liggur ekki lausn fyrir." Óskar Olason bendir á íjögur atriði, sem úttektin ætti að beinast að: í fyrsta lagi hvort hægt sé að fella niður bönn, þar sem þau eiga ekki lengur við. Að sett verði undir- merki á bannskiiti þar sem heimilað sé að leggja bifreiðum á nóttunni t.d. frá kiukkan 19.00 til klukkan 8.00 að morgni. Athugað verði hvort gera megi götu að einstefnu- akstursgötu og heimila bifreiða- stöður beggja vegna hennar og loks að athugað verði hvort húseigendur megi með aðstoð borgarinnar opna lóðir fyrir bílastæði. UMFERÐARNEFND Reykja- víkur hefur samþykkt tillögu Óskars Ólasonar, yfirlögreglu- þjóns umferðardeildar, að gerð verði úttekt á bifreiðastöðu- bönnum í borginni og að felld verði niður þau bönn, sem ekki eru talin nauðsynleg vegna umferðaröryggis. í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Með síauknum §ölda ökutækja í borginni hefur það aukist mjög að bifreiðum sé lagt ólöglega, sérstaklega í íbúðargöt- um. Afleiðingin er sú að borgaramir ~ % Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! s plÆypwííll&túfo Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður: Gamanmál og kórsöngnr á Vorvöku Fáskrúðsfirði. KIRKJUKÓR Fáskrúðsfjarðar og leikhópurinn Vera efndu til Vorvöku í Félagsheimilinu Skrúð fyrir nokkru. Kórinn söng all- mörg lög við góðar undirtektir undir stjórn Arna ísleifssonar, sem hér hefur stundað kennslu við tónskólann. Ami er búsettur á Egilsstöðum, en hefur komið hingað um helgar. í máli Gísla Jónatanssonar, for- svarsmann Vorvökumanna, kom fram að Ámi hefur ákveðið að flytja til staðarins með ljölskyldu sína og taka við skólastjóm tónskólans á komandi hausti. Félagar úr leik- hópnum Vem vom með gamanmál. — Albert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.