Morgunblaðið - 16.05.1986, Síða 32

Morgunblaðið - 16.05.1986, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 Árni Árnason framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands: Afkoma fyrirtækja líklega betri í ár en var á síðasta ári VERZLUNARRÁÐ íslands hefur ekki kannað sérstaklega afkomu fyrirtækja á síðasta ári, en staðfestir þó að hún hafi verið slæm. Arni Amason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins, segir ýmsa þætti hafa valdið verri afkomu en búizt var við. Aukinn stöðugleiki í verðlagi i ár valdi þvi að líkur verði á betri afkomu þetta ár. „Verðbólga á árinu varð meiri eiygert var ráð fyrir, kauphækkanir urau miklu meiri en stefnt var að í upphafí ársins," sagði Ámi. „Kaup hækkaði bæði um mitt ár og síðan í október. Vegna Qárhagsstöðu rík- issjóðs voru raunvextir mjög háir. Greiðsluerfíðleikar voru töluverðir og þar gekk ríkissjóður á undan. Mörg fyrirtæki áttu í greiðsluerfíð- leikum og söfnuðu þar af leiðandi dráttarvöxtum. í mörgum greinum var töluverður samdráttur. Allt þetta hefur þau áhrif að árið kemur illa út fyrir atvinnurekstur. Ein- staka greinar bættu þó stöðu sfna, eins og útgerð, og má segja að tími hafí verið til kominn. Við höfum ekki athugað þetta, en það sem við höfum séð af reikningum fyrir- tækja, styður það, sem Jónas Har- alz hefur sagt og jafíiframt tilfinn- ingu okkar. Á þessu ári verður vonandi meiri stöðugleiki á verðlagi en í fyrra. Lækkandi olíuverð kemur sér vel í sumum greinum. Samkeppni er ennþá mikil og engar stórbreyting- ar hafa orðið til hins betra, en stöðugleikinn gerir mönnum betur kleift að takast á við breytingar og hagræðingu í rekstri. Vegna þess er búizt við því að árið í ár verði betra, en vextir eru og verða háir meðan ríkissjóður er rekinn með halla,“ sagði Ami Ámason. Morgunblaðið/Matthías Strákagöng: Hættaafhruni grýlukerta NOKKUR brögð hafa veríð að því að undanförnu að stór grýlu- kerti hafa hrunið úr lofti Stráka- ganga við Siglufjörð. Guðni Sveinsson, lögreglumaður á Siglufirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði nýlega komið að stómm klakastykkjum, sem hmnið höfðu á veginn í göngunum og hefði þá verið gengið í að hreinsa grýlukerti úr göngun- um. Sum þeirra hefðu verið allt upp Óheimilt er að tjalda í Þórsmörk um helgina Morgunblaðinu hefur boríst eftirfarandi tilkynning: Ekki er hægt að heimila fólki að tjalda í Þórsmörk, né á leiðinni þangað, vegna ástands gróðurs. Umferð þangað er óheimil um hvítasunnuna, öðmm en þeim sem geta sýnt að þeir eigi vísa gistingu í skálum á svæðinu. Sýslumaður Rangárvallasýslu, Skógrækt ríkisins, Oddviti Vestur-Eyjafjalla- hrepps. í metri á lengd og því ljóst að hætta gæti stafað af þeim, ef bílar eða menn yrðu fyrir. Á meðfylgjandi mynd, sem fréttaritari Morgun- blaðsins á Siglufirði tók nýverið, má sjá grýlukerti hanga úr lofti í Strákagöngum. Morgunblaðíð/Júlfus Auður Ingólfsdóttir hótelstjórí og Ingólfur Pétursson sem hefur yfirumsjón með rekstrí Hótel Valhallar. Hótel Valhöll rekin af Ferðaskrifstofu ríkisins Hótelið var opnað í þessari viku FERÐASKRIFSTOFA ríkisins hefur tekið yfir rekstur Hótel Val- hallar á Þingvöllum og rekur hótelið í fyrsta sinn í sumar. Auður Ingólfsdóttir hefur veríð ráðin hótelstjórí en hún hefur veríð hótel- stjórí á Hótel Bifröst undanfarin suraur. Yfirumsjón með rekstrínum hefur Ingólfur Pétursson. Hann starfaði sem forstöðumaður Eddu- hótelanna siðastliðin 10 ár. Valhöll var formlega opnuð nú í vikunni og í tilefni þess var starf- semin kynnt fréttamönnum. í hótelinu eru 30 nýleg tveggja manna herbergi sem öll eru með baði. Auk þess eru þrír veitingasalir og stórt útigrill í bakgarðinum þar sem einnig eru borð og bekkir fyrir matargesti. Stærsti salurinn rúmar 150 til 200 manns. Boðið verður upp á fjölbreyttan matseðil og að sögn Auðar Ingólfsdóttur hótel- stjóra er verðið samkvæmt því. Hún sagði að áhersla verði lögð á vand- aðan mat og vandaða þjónustu. í Valhöll væri góð aðstaða til alls kyns veisluhalda og móttöku hópa. Þess má geta að í sumar býður hótelið upp á sértilboð á gistingu og mat í miðri viku. Hótel Valhöll starfrækir báta- leigu og þar er einnig hægt að kaupa veiðileyfí í Þingvallavatni. Þá verður boðið upp á gönguferðir á hvetjum degi í fylgd með séra Heimi Steinsson þjóðgarðsverði ef næg þátttaka fæst. Valhöll verður opin eitthvað fram á haustið, að minnsta kosti til 20. september. Akureyri: Fjölbreyttir burtfarartónleik- ar á sal Tónlistarskólans Akureyri. AÐALHEIÐUR Eggertsdóttir og Hólmfríður Þóroddsdóttir halda sameiginlega tónleika I sal Tón- listarskólans á Akureyrí á morg- un, laugardag 17. maí, og hefjast þeir kl. 14.00. © INNLENT Báðar eru stúlkumar að Ijúka tónlistamámi við Tónlistarskólann, Aðalheiður á píanó og þverflautu, en Hólmfríður á óbó. A efnisskránni eru: Prelúdía og fúga eftir Bach, Impromtu op 142 eftir Schubert, Palichinella eftir Rachmaninoff fyrir píanó. Sónata eftir Vivaldi fýrir óbó og Ungverska fantasían eftir Doppels fyrir flautu og píanó. í Kvartett eftir Mozart leika auk Hólmfríðar þau Lilja Hjaltadóttir á fíðlu, Agnes Smáradóttir á lágfiðlu og Hulda Björk Garðarsdóttir á selló. Kristinn Öm Kristinsson leik- ur á píanó í einu tónverkanna. Þær Aðalheiður og Hólmfríður ljúka nú mikilvægum áfanga í sínu tónlistamámi með fjölbreyttum og athyglisverðum tónleikum. Áðgangur er ókeypis. Þórður Ásgeirsson, forstjórí OLÍS: „Því hærri oktantala — þeim mun betra benzín4í Vegna frétta í útvarpinu og DV í dag bið ég Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemdin 1. Það er hrein hártogun að tala um að 97,1 oktan benzín sé ekki gæðabenzín vegna þess að er- lendis þurfí benzír. að vera 98 oktan til að kallast „super". Þetta er mismunandi eftir lönd- um, en alls staðar mun 97,1 oktan flokkast undir það sem kallað er „premium". Því hærri oktantala þeim mun betra benz- ín. 2. Það er blekking þegar talsmenn Skeljungs og Olíufélagsins segja að 97 oktan benzín hafí verið til sölu hjá þeim að undanfömu. Þetta benzín þeirra hefur verið blandað með svo miklu magni af 93 oktan benzíni að áhrifa þess gætir sáralítið eins og Vil- hjálmur Jónsson, forsljóri Olíu- félagsins, segir raunar í viðtali við DV í dag. 3. Samkvæmt samningi, sem öll olíufélögin gerðu við FÍB 20. september 1985, ber þeim skylda til að auðkenna á greini- legan hátt á öllum benzíndælum oktaninnihald þess benzíns, sem afgreitt er frá dælunni. Þetta hefur OLÍS gert þannig að á öllum OLÍS-stöðvum, sem selja annað en hið hefðbundna 93 oktan benzín, eru allar dælur greinilega merktar, 97 oktan eða 93 oktan. Hin olíufélögin hafa ekki staðið við gerða samninga við FÍB og þeirra viðskiptavinir vita ekki, hvað þeir eru að kaupa eða hafa verið að kaupa, enda hafa hvorki Olíufélagið né Skelj- ungur látið nokkuð uppi um blöndunarhlutföllin né heldur á hvaða stöðvum er blandað benz- ín og á hveijum ekki. Reykjavík 15. maí. Þórður Ásgeirsson, forstjórí OLÍS. Vinsældalisti rásar 2: Tvö efstu sætin óbreytt GLEÐIBANKINN heldur enn fyrsta sæti á vinsældalista rásar 2 þessa viku og J’amie La Vie með Söndru Kim er í öðru sæti. Sænska lagið úr Evrópu-söngva- keppninni sækir á, var í tuttug- asta sæti en er nú komið i sjötta. Tíu efstu lögin á listanum þessa vikuna eru: 1. (1) Gleðibankinn - Icy-flokk- urinn 2. (2) J’aime La Vie - Sandra Kim 3. (10) Why Can’t This Be Love - Van Halen 4. (4) Brother Louie - Modem Talking 5. (3) Fright Night - J. Geils Band 6. (20) E’ de’ det hár du kallar kárlek - Lasse Holm og Monica Tömell 7. (6) AU The Things She Said - Simple Minds 8. (9) Look Away - Big Country 9. (17) LivingDoll - Cliff Richard and The Young Ones 10. (27) Your Love - The Out- fíeld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.